Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 24
Daglegtlíf júní H elgi Pálmarsson, sem er á áttræðisaldri, var verkamaður alla sína starfsævi og kom ekki nálægt hannyrðum fyrr en fyrir nokkrum árum. „Upphafið að þessu var að ég var nýbúinn að missa konuna mína, hættur að vinna og hafði lít- ið við að vera. Þá fór ég að mæta í félagsstarf aldraðra í Hlíðunum og þar hitti ég Hrafnhildi Ólafsdóttur handavinnukennara sem fór strax að kenna mér að sauma,“ segir Helgi. Sr. Ólafur Jóhannsson, sókn- arprestur í Grensáskirkju, segir að þegar Hrafnhildur hafi verið búin að koma honum upp á lagið með saumaskapinn hafi Helgi ráð- ist í það þrekvirki að gera alt- arisdúk með leiðsögn Halldóru Arnórsdóttur handavinnukennara í félagsmiðstöðinni í Norðurbrún. „Þetta sýnir hvað þessi fé- lagsstarfsemi aldraðra hjá Reykjavíkurborg hefur mikið gildi,“ segir Ólafur. Helgi segir það skipta miklu máli fyrir eldri borgara að komast inn í svona félagsmiðstöðvar og fá góðar viðtökur og leiðbeinanda. „Ég vissi ekki hvað sneri fram eða aftur á nál þegar ég byrjaði en ég hef ekki stoppað síðan ég náði tökum á þessu og mitt uppáhald er að sauma harðangur og klaust- ur.“ Harðangur og klaustur er sérstakur stingsaumur, álíka auð- veldur og að drekka vatn að sögn Helga. Notaði 680 metra af garni „Í júní í fyrra byrjaði ég á ljósa- dúk með harðangurs- og klaust- ursaum, gerði tvo í einu, síðan skírnarkjólinn og var búinn með hann fyrir áramót. Í byrjun jan- úar í ár byrjaði ég svo á alt- arisdúknum og 1. maí saumaði ég síðustu sporin í honum. Það hefði þótt ótrúlegt áður fyrr að ég væri að brjóta frídag verkamanna með því að sauma,“ segir Helgi sem var aðeins fjóra mánuði með alt- arisdúkinn. „Það voru í kringum 680 metrar af garni sem ég notaði í hann.“ Ólafur segir þessar gjafir Helga mjög kærkomnar. „Dúk- urinn hans Helga setur svip á alt- arið enda velti Helgi því mikið fyrir sér hvernig dúkurinn færi best á því.“ Altarisdúkurinn og skírnarkjóllinn voru formlega af- hentir og blessaðir við messu síð- asta sunnudag og segir Helgi að það hafi verið ómetanleg stund fyrir sig. Í messulok bauð Ólafur öllum að koma að altarinu og skoða dúkinn og segi hann að kvenfólkið hafi verið sérstaklega duglegt að koma upp til að rýna í saumaskapinn hans Helga. Næst er það jóladúkurinn „Dúkurinn var á sýningu í Norðurbrún í vor og þá voru kon- ur að spyrja hver hefði saumað hann og þegar þeim var sagt það þá trúðu þær því ekki. Þær komu til mín og spurðu hvernig ég hefði farið að þessu og ég svaraði þeim yfirleitt á léttu nótunum og sagð- ist hafa gert þetta með tánum,“ segir Helgi glottandi. „Ég hef heyrt marga segja að karlmaður geti aldrei saumað svona. En ís- lenska þrjóskan kom mér áfram. Ég var að skoða mynd af skírn- arkjól, eins og ég gerði, þegar ein konan í félagsstarfinu sagði við mig; „Þú getur aldrei saumað svona.“, þá fór ég til Halldóru handavinnukennara og sagði við hana: „Eigum við ekki að sauma það sem ekki má nefna,“ og hún fattaði strax hvað ég var að meina, útvegaði efnið og ég saum- aði. Þegar ég var kominn af stað saumaði ég mest heima á kvöldin og strax á morgnana, en ég er alltaf kominn á fætur klukkan sex. Halldóra kíkti svo stundum á mig til að athuga hvort allt gengi ekki vel.“ Helgi segir það nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni á efri ár- unum. „Maður verður bara að aum- ingja ef maður gerir ekki neitt.“ Aðspurður hvað handavinnan gefi honum svarar hann: „Ekki nema allt, ég hef félagsskapinn af nám- skeiðunum, þar er alltaf nokkurt stuð og ég hef gaman að því að fá fólkið til að hlæja. Þetta heldur mér uppi.“ Helgi hefur ekki byrj- að á neinu nýju síðan hann lauk við altarisdúkinn þar sem hann hefur verið veikur en nú er hann allur að ná sér og þá hyggst hann gera jóladúk. Að eigin sögn er Helgi lítið fyrir aðrar hannyrðir en útsaum. „Ég prófaði einu sinni að skera út en það átti ekki við mig, svo prjónaði ég líka en mér leiddist það. Út- saumur virðist höfða meira til mín en annað. En ef mér hefði verið sagt á yngri árum að ég myndi eyða elliárunum í að sauma hefði ég sagt að þá væri ég kominn yfir sundin blá, það hefði mér þótt slík fjarstæða.“ Helgi getur ekki svar- að því hvort hann muni sauma fleiri gjafir fyrir kirkjuna. „Ég læt hverjum degi nægja sínar þján- ingar,“ segir Helgi að lokum og hlær.  HANNYRÐIR | Helgi Pálmarsson er á áttræðisaldri og saumaði skírnarkjól og altarisdúk fyrir Grensáskirkju Harðangur og klaustur í uppáhaldi Síðasta sunnudag voru helgaðir í Grensáskirkju skírnarkjóll og altarisdúkur sem Helgi Pálmarsson saumaði og gaf kirkjunni. Ingveldur Geirsdóttir hitti Helga og séra Ólaf Jóhannsson til að fræðast um þessar fallegu gjafir. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Helgi Pálmarsson og séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, standa hér við altarið í kirkjunni. Um 680 metrar af garni fóru í dúkinn sem sómir sér vel á altarinu. Skírnarkjóllinn hans Helga er ein- staklega vandaður og fallegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.