Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 28

Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Haraldur Sigurðsson, prófessor íeldfjallafræði og haffræði viðRhode Island-háskólann í Banda-ríkjunum, lauk á dögunum mikl- um rannsóknarleiðangri. Laut leiðangurinn að rannsókn á gríðarlegu eldgosi sem átti sér stað á grísku eynni Santorini fyrir um 3.600 árum. Eldgosið hefur jafnan verið talið annað stærsta eldgos mannkynssög- unnar og ljóst er að afleið- ingar þess hafa verið mikl- ar. Meðal þess sem menn rekja til gossins er hnign- un mínóskrar menningar, en Mínóar hurfu nánast af sjónarsviðinu á svipuðum tíma og gosið átti sér stað. Mínóar stunduðu mikil viðskipti og sjóflutninga og því má vel vera að skipakostur þeirra hafi farist í gosinu með fyrrgreindum afleiðingum. Gosið hefur nokkuð verið rannsakað á landi og meðal annars hefur borg sem fór undir margra metra þykkt vikurlag verið grafin upp að nokkru leyti. „Það hefur alltaf verið vitað að þetta var mikið sprengigos sem færði á kaf borgina Akrótíri á eynni Santorini. Hins vegar hafa menn ekki vitað hversu mikið gos- ið var fyrr en við lukum þessari rannsókn, þar sem 90 prósent gosefna eru á hafsbotni,“ sagði Haraldur. Gosið mun stærra en ætlað var Markmið leiðangursins var að kanna gjósku- lög á hafsbotninum í kringum Santorini og draga af lögunum ályktanir um stærð og af- leiðingar gossins. Til þess að kanna dreifingu og útbreiðslu gjóskulagsins var notast við bergmálstækni. „Við vorum með eins konar loftbyssur sem sendu út hvelli niður á hafs- botninn á tveggja sekúndna fresti. Með þessu gátum við mælt þykkt setlaganna í kringum eyjuna,“ sagði Haraldur. Rannsóknin leiddi í ljós að um fjörutíu rúmkílómetrar af gjósku úr gosinu hafa bor- ist frá eynni og fallið niður á hafsbotninn í kringum hana. Ef gjóskulögin á hafsbotni og askan sem dreifðist um víðan völl í kjölfar gossins eru tekin saman er ljóst að eldgosið hefur í það minnsta skilað af sér 60 rúmkíló- metrum af jarðefni. Fyrri getgátur bentu til þess að heildarrúmmál jarðefnis gossins hefði verið 36 rúmkílómetrar. „Gosið var miklu stærra en við héldum og hefur því haft meiri áhrif á stærð flóðbylgjunnar sem fylgdi gosinu, en langlíklegast er að flóðbylgjan hafi valdið hvað mestum usla þarna í kring,“ sagði Haraldur. Í haust er svo ætlunin að rannsaka ákveðin jarðlög sem fundist hafa í vest- urhluta Tyrklands og á eyjunum í kringum Santorini með tilliti til þess hvort ummerki flóðbylgju sé að finna í þeim. Hins vegar er erfitt að finna ummerki flóðbylgju í jarð- lögum. „Glæpurinn hefur farið fram en vitn- eskjan er ekki fyrir hendi,“ segir Haraldur. Ógurlegt gjóskuflóð Við rannsóknir á gjóskulögunum komust Haraldur og félagar hans að því að mikið gjóskuflóð hefur orðið í kjölfar eldgossins. „Gjóskuflóð eru lítt þekkt á Íslandi en þeim má líkja við snjóflóð nema hvað heitur vikur, aska og gas fljóta áfram á sjónum á feikn- arhraða,“ segir Haraldur. Sem dæmi nefnir hann að gjóskuflóð sem fylgdi í kjölfar eld- goss á árið 18 og bren Gosið s þrisvar Krakat hafi ge ströndu veifleg Hara komið í irnar v römbu áður vo unum m Þarna strókar ill á hve Harald vísinda mynda ið er á m silfur o þótt nið ir. Bjórd Kafbát þessum menn e bátann Könnuðu næststæ eldgos mannkynss Haraldur Sigurðsson, pró- fessor í eldfjallafræði, hefur stýrt miklum rannsókn- arleiðangri á sjávarbotni Miðjarðarhafs undanfarnar vikur. Rannsóknirnar hafa dregið ýmislegt merkilegt upp á yfirborðið. Friðrik Ár- sælsson ræddi við Harald og kynnti sér helstu niðurstöður rannsóknanna. Einn neðansjávarhveranna sem Haraldur og félagar ha Haraldur Sigurðsson LYKILLINN að þeirri hugmynd að binda kolefni í jörðu á Íslandi liggur í ungum aldri berglaga landsins og þeim eiginleika basaltbergs að hvarfast við kolefni, sem yrði dælt niður um borholur í formi koltví- sýrðs vatns. Silfurberg yrði á meðal afurða að loknu hvarfinu, sem gæti reynst öflugt vopn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Sigurður Reynir Gíslason er jarð- efnafræðingur hjá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Sig- urður hefur leitt samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna á þessu sviði og þekkir því flestar hliðar þessarar tækni. Aðspurður um framlag Íslendinga til þessara rannsókna segir Sigurður að það gæti orðið umtalsvert. „Ég ætla ekkert að vera hæv- erskur og segi því að á þessu sviði séu Íslendingar í fremstu röð,“ sagði Sigurður. „Við höfðum hins vegar ekki beint kröftum okkar nákvæmlega í þennan farveg áður. Það má raunar segja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi haft frumkvæðið að því að tengja okkur við vísindamenn á þessu sviði.“ Sigurður segir að aðferðin gangi út á að leysa kolefni upp í vatni, ekki ósvipað og er gert í sódavatni. „Síðan leysist hluti bergsins upp við þetta því að „sódavatnið“ er hvarfgjarnt og í framhaldinu verður til eins konar silfurberg,“ sagði Sig- urður. „Við höfum gert tilraunir á rannsóknarstofu með þetta og telj- um okkur því geta sagt svolítið fyrir um útkomuna. Eins eru ísle jarðhitakerfin hentug fyrir Snúa ferlinu við Spurður um áhættuþætti sl bindingar segir Sigurður að að íslenska bergið sé lekt og verði að hafa fyrirvara á tilr Binding kolefnis vel fram Sigurður Reynir Gíslason , # - . / , # - .       -  .  ) Silfurberg aukaafurð „sódavatnsins“ sem dælt yrði í jörðu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RÍKISSTJÓRN GEIRS H. HAARDE Ríkisstjórn Geirs H.Haarde tók við völdum ígær. Hinn nýi forsætis- ráðherra á að baki glæsilegan námsferil, býr yfir meiri tungu- málakunnáttu en nokkur annar íslenzkur forsætisráðherra, hef- ur sérþekkingu á efnahagsmál- um vegna náms og starfa í Seðla- banka Íslands og hefur átt farsælan pólitískan feril. M.a. með því að gegna tveimur veiga- mestu ráðherraembættum í rík- isstjórn fyrir utan embætti for- sætisráðherra, þ.e. að vera fjármálaráðherra og utanríkis- ráðherra. Nú á tímum skiptir miklu fyrir forystumenn í stjórnmálum að hafa gott vald á samskiptum við fólk í gegnum fjölmiðla og með öðrum hætti. Geir H. Haarde sýndi það með skýrum hætti sl. laugardag að hann hefur náð mjög góðum tökum á því að tala við fólk með milligöngu fjöl- miðla. Það sást bæði á blaða- mannafundi, sem hann efndi til í Valhöll, og eins í Kastljósi sjón- varps það sama kvöld. Mestu skiptir þó, að á stjórn- málaferli sínum hefur hinn nýi forsætisráðherra öðlast yfir- gripsmikla þekkingu á málefnum íslenzku þjóðarinnar. Þegar Geir H. Haarde tekur nú við embætti forsætisráðherra býr hann yfir staðgóðri þekkingu á efnahags- málum almennt, atvinnumálum og ríkisfjármálum, sem mun koma honum að góðum notum á næstu mánuðum. Samskiptahæfni hans verður ekki dregin í efa. Geir H. Haarde er vel í stakk búinn til þess að taka við þessu embætti og það verður spennandi að fylgjast með því, hvernig honum vegnar. Átakamesta verkefnið, sem ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir, er að tryggja samninga á vinnumarkaðnum milli ASÍ og SA. Það eiga allar forsendur að vera til staðar fyrir því að sam- komulag náist. Annað veigamikið verkefni er að ljúka samningum við Banda- ríkjamenn um öryggismál okkar Íslendinga í kjölfar brottfarar þeirra frá Keflavíkurflugvelli. Forystan í því máli verður í höndum forsætisráðherra, eins og Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra hefur skýrt frá. Gamlir samstarfsmenn Geirs H. Haarde á Morgunblaðinu óska honum velfarnaðar í þessu mikilvæga embætti. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Sagan dæmir stjórnmálamenn.Ekki samtíminn. Flestir þeirra, sem nú eru mest í sviðs- ljósinu og hafa verið á undan- förnum árum, verða öllum gleymdir þegar komið er fram á þessa öld. Þeir eru fáir, sem lifa dóm sögunnar af. Þó er líklegt að svo lengi, sem deilt verður um kvótakerfið í ís- lenzkum sjávarútvegi, muni nafn Halldórs Ásgrímssonar koma þar við sögu. Og svo lengi sem Kára- hnjúkavirkjun verður til umræðu munu menn minnast baráttu Halldórs Ásgrímssonar fyrir þeirri virkjun, hvort sem þeir hafa verið með henni eða á móti. Það er merkilegt hvað þessi ró- legi stjórnmálamaður, sem hefur verið býsna fastur fyrir, hefur komið mikið við sögu mikilla átakamála í þjóðfélagi okkar. Framsóknarmenn gleyma því seint, að fráfarandi formaður þeirra hefur tryggt þeim sam- fellda setu í ríkisstjórn í 12 ár. Það er umtalsvert afrek. Forsætisráðherratíminn hefur reynt á Halldór Ásgrímsson. Öll spjót hafa staðið á honum og upplifun hans sjálfs er greinilega sú, að hann hafi orðið fyrir svo óvæginni gagnrýni, að jafnvel megi jafna til árásanna á Ólaf Jó- hannesson og Jónas frá Hriflu. Eitthvað er til í þessu og skýr- ingin sennilega sú, að Halldór gegnir þessu embætti á þeim tíma, þegar opinberar umræður á Íslandi urðu grimmari á ný en þær höfðu verið um skeið. Fyr- irrennari hans í starfi kynntist því ekki síður. Þegar Halldór Ásgrímsson til- kynnti þá ákvörðun sína að hætta þátttöku í stjórnmálum kom í ljós, að hann hafði verið meiri kjölfesta í flokki sínum en menn höfðu áttað sig á. Við lá að Fram- sóknarflokkurinn leystist upp en því tókst að forða og átti Halldór Ásgrímsson ekki sízt þátt í því. Það er afar misjafnt með hvers konar tilfinningu stjórnmála- menn ganga út af sviðinu. Sumir verða aldrei sáttir við sjálfa sig og það á við um fleiri en færri. Halldór Ásgrímsson getur geng- ið frá þessum leik sáttur við sjálfan sig og aðra. Hann á glæstan feril að baki, hefur sinnt æðstu trúnaðarstörfum í þágu þjóðarinnar og komið að mótun stórra mála, sem úrslitum hafa ráðið og ráða um framtíð og af- komu þjóðarinnar. Nú á hann bara eftir að skilja við flokk sinn í öruggum hönd- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.