Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 29
LÖG eru sett um margvísleg
efni í þjóðfélögum og þau þarf að
birta. Um þetta eru ákvæði í
stjórnarskrám flestra ríkja og því
eru þörfin og forsendur fyrir
þessu flestum kunnar. Af því leið-
ir að allar lagareglur
þurfa að vera skýrar
og fyrirsjáanlegar svo
vel fari. Að öðrum
kosti næst ekki að
fullu sá tilgangur,
sem stefnt er að með
ákvæðum um að setja
þurfi lög og birta.
Það er þó lífseigur
misskilningur að með
setningu laga sé lög-
fræðistarfinu lokið að
mestu leyti, allt sé
ljóst og lögin skýri sig
sjálf. Það er fjarri
lagi að svo sé. Ekki hefur enn
tekist að setja svo skýrar og ótví-
ræðar reglur að ekki sé nauðsyn-
legt að rannsaka þær til að skýra
og setja þær í samhengi. Ástæð-
an er meðal annars sú að laga-
reglunum er ætlað að taka til
margra tilvika, sem oft geta verið
ólík innbyrðis eða komið til af
ólíkum ástæðum. Sú nauðsyn er
nú orðin mun brýnni en áður var
af ástæðum sem hér verður vikið
að.
Hvers vegna rannsóknir í
lögfræði?
Rannsóknir í lögfræði fást ein-
mitt við að skýra reglur og veita
yfirsýn yfir gildandi rétt. Þær
beinast líka að því að leggja
fræðilegan grundvöll að nýju
reglukerfi eða breyta því kerfi
sem fyrir er. Loks eru rannsóknir
í lögfræði nauðsynlegar til að
geta haft áhrif á alþjóðlegar regl-
ur, skilja efni þeirra og aðlaga
það íslenskum rétti þegar það á
við. Þörfin fyrir lögfræðilegar
rannsóknir helst einfaldlega í
hendur við það menntunar- og
tæknivæðingarstig sem fyrir
hendi er í þjóðfélaginu. Lítum
nánar á þetta:
Allir borgarar þurfa að fá að
vita rétt sinn og skyldur, t.d.
hvar liggi mörk refsinga, hvaða
réttindi og skyldur atvinnulög-
gjöfin feli í sér, hvaða gjöld þeir
skuli greiða, hvert sé megininn-
tak mannréttinda og réttarrík-
isins og svo framvegis. Hvernig á
t.d. borgari að geta fært sér að
fullu mannréttindi sín í nyt án
þess að hafa haldgóða vitneskju
um út á hvað þau ganga? Hvernig
getur hann öðlast skýra vitneskju
ef lögfræðilegar rannsóknir liggja
ekki fyrir?
Fyrirtæki þurfa að vita rétt-
arstöðu sína og þekkja tækifæri
sín og leikreglur. Fyrirtæki sem
taka þátt í samkeppni á mark-
aðinum þurfa auðvitað að vita um
leikreglur markaðarins og þær
þurfa að vera tiltölulega skýrar.
Þau fyrirtæki sem taka þátt í al-
þjóðlegri samkeppni þurfa sömu-
leiðis að þekkja þær leikreglur
sem þar gilda. Hvernig á t.d. ís-
lenskt fyrirtæki að geta tekið
þátt í samkeppni á evrópska
markaðinum með fullum árangri
án þess að fyrir liggi aðgengileg-
ar rannsóknir á þeim leikreglum
sem þar gilda?
Lögfræðilegar rannsóknir á
ýmsum sviðum sem varða ný-
sköpun eru sérstaklega mik-
ilvægar. Hér má nefna rann-
sóknir í auðlindarétti sem geta
augljóslega orðið til þess að fyr-
irtæki fái tækifæri til arðbærrar
nýtingar sem ella hefði ekki orðið
eða hefði orðið mun seinna.
Hvernig á t.d. fyrirtæki að geta
nýtt sér möguleika til vinnslu eða
nýtingar á jarðvarma til fulls án
þess að búið sé að greiða úr þeim
flækjum sem varða eignarrétt,
stjórnsýslurétt, samkeppnisrétt
og fleiri atriði?
Rannsóknir á sviðum sem
varða auðlindir Íslands gagnvart
öðrum ríkjum koma einnig hér til
skoðunar. Hvernig á t.d. að ná
fullum árangri í viðræðum við
aðrar þjóðir um rétt til vinnslu
jarðefna utan efnahagslögsög-
unnar eða réttindi landsins til
fiskveiða á alþjóðlegum haf-
svæðum án þess að fyrir liggi ít-
arlegar lög-
fræðilegar
rannsóknir um þá
réttarstöðu?
Öllum þeim sem
starfa við úrlausnir
og ráðleggingar á
lögfræðilegum mál-
efnum er nauðsyn-
legt að hafa glögga
og góða yfirsýn um
gildandi rétt og lík-
lega framþróun
hans. Hér má nefna
lögmenn, dómara,
ákærendur, starfs-
menn stjórnsýslunnar, kennara
og fleiri. Hvernig eiga þessir að-
ilar að öðlast glögga yfirsýn yfir
gildandi rétt ef lögfræðilegar
rannsóknir liggja ekki fyrir?
Hvað hefur breyst um nauð-
syn rannsókna í lögfræði?
Á síðustu árum hafa orðið
verulegar breytingar innan lög-
fræðinnar. Hefur það ekki síst
komið til vegna gríðarlegrar
regluvæðingar hérlendis sem er-
lendis. Lögfræðin sem fræðigrein
hefur á skömmum tíma breyst frá
því að vera grein í hægfara þróun
í að vera síbreytileg grein í örri
þróun. Þessu má einnig lýsa svo
að niðurstöður rannsókna sem
héldu áður fyrr í 30 ár duga nú í
hæsta lagi í 5 ár og stundum
skemur. Að auki hefur orðið sú
breyting að við lögfræði sem
fræðigrein bætast sífellt ný rétt-
arsvið þannig að samanlagt er nú
mikil þörf á frumrannsóknum í
lögfræði.
Meginástæðu þessara breyt-
inga má rekja til ýmissa atriða:
Orðið hefur veruleg og hröð
regluvæðing á mikilvægum rétt-
arsviðum. Sú löggjöf sem til-
heyrir viðskiptamarkaðinum er
augljóst dæmi um þetta en þar
hefur reglum ítrekað verið breytt
í miklum mæli á síðustu árum.
Mikil lagasetning og setning
stjórnvaldsreglna hefur orðið
vegna þess að nauðsynlegt reynd-
ist að innleiða ýmsar reglur
vegna þjóðréttarlegra skuldbind-
inga. Má þar fyrst og fremst
nefna reglur EES-samnings og
Mannréttindasáttmála Evrópu
sem grípa inn í á fjölmörgum
réttarsviðum. Þessar reglur taka
einnig til hefðbundinna rétt-
arsviða eins og stjórnsýsluréttar,
samningaréttar og kröfuréttar.
Svonefndar meginreglur grípa
inn í á öllum sviðum réttarins og
í mun meira mæli en áður var. Að
nokkru leyti stafar þetta af áhrif-
um túlkunar alþjóðlegra dóm-
stóla. Reglur þessar eru við-
urkenndar og nauðsynlegar en
skapa þó ýmsan vanda því að þær
valda óskýrleika um gildandi rétt
sem ekki var fyrir hendi í sama
mæli áður fyrr.
Veruleg aukning hefur orðið á
erlendum alþjóðlegum dóms-
úrlausnum sem taka þarf tillit til
þar sem þær hafa beinlínis þýð-
ingu fyrir réttan skilning á rétt-
arreglum, þar á meðal íslenskum
réttarreglum. Hér til má nefna
dóma EFTA-dómstólsins, dóm-
stóls Evrópubandalagsins og
Mannréttindadómstóls Evrópu.
Mörk milli einstakra fræði-
greina lögfræðinnar eru orðin
óljósari en áður var og ýmis mik-
ilvæg hugtök hafa tapað fyrri
merkingu eða hún þynnst út.
Mörk milli einkaréttar og op-
inbers réttar eru t.d. orðin óljós-
ari en áður var og sama gildir um
mörk landsréttar og þjóðaréttar.
Hvað þarf að rannsaka?
Í stuttu máli má segja þörfin
fyrir auknar rannsóknir á sviði
lögfræði þurfi að beinast að eft-
irfarandi atriðum:
Hvaða reglur gildi um tiltekið
efni. Þetta álitamál er orðið mun
erfiðara viðfangs en áður var,
ekki síst vegna nýrra réttarsviða
og vegna þess að þjóðaréttur og
ýmsar meginreglur koma svo til
alls staðar við sögu. Samanburð-
arrannsóknir eru hér sérstaklega
mikilvægar.
Hvaða reglur þjóðarétturinn
hafi að geyma um tiltekið efni.
Það verður æ algengara að taka
verði tillit til alþjóðlegra reglna
og dómsúrlausna við úrlausn ís-
lenskra lögfræðilegra álitaefna.
Hér má t.d. benda á áhrif EES-
samningsins á íslenskan rétt sem
kalla á rannsóknir í Evrópurétti.
Hvernig réttarreglur verða til
og hvernig þær þróast. Hér má
t.d. nefna að ákvarðanataka innan
alþjóðlegra stofnana er oft flókin
og lítt gagnsæ. Í öllum tilvikum
þarf að rannsaka niðurstöður al-
þjóðlegra og innlendra dómstóla
og úrskurðaraðila og eftir hvaða
sjónarmiðum þær niðurstöður
breytast.
Rannsaka þarf hvernig ný lög-
gjöf eða dómaframkvæmd virkar
í tilteknu samfélagi. Rannsóknir
um það efni eru nauðsynlegar til
þess að reglur séu aðlagaðar
þörfum þjóðfélags. Slíkar rann-
sóknir eru þó aðeins að hluta til
lögfræðilegar.
Niðurstöður
Hér að framan hefur verið gerð
grein fyrir ástæðum þess að
verulega aukin þörf er á rann-
sóknum í lögfræði. Skilningur á
nauðsyn rannsókna í lögfræði
hefur, vegna úreltra sjónarmiða,
ekki verið eins mikill og hann
ætti að vera. Auðvelt er að sýna
fram á að fé til rannsókna í lög-
fræði hefur ekki aukist í sann-
gjörnu hlutfalli við þá þörf sem
fyrir hendi er í þjóðfélaginu.
Einnig er hægt að sýna fram á að
fé sem veitt er til rannsókna í
lögfræði er mun minna hér á
landi en í nágrannaríkjunum.
Loks má sýna fram á að Háskóli
Íslands hafi ekki sinnt þessu
verkefni sem skyldi á und-
anförnum árum, einkum með því
að skipta ekki fjármunum skólans
á sanngjarnan hátt. Það stendur
þó væntanlega til bóta nú með
nýrri stefnumörkun um að gera
hann að rannsóknarháskóla í
hæsta gæðaflokki. Þar hlýtur
lagadeild að sitja við sama borð
og aðrar deildir.
Þess er þó að geta að ýmis fé-
lög og stofnanir hafa sýnt rann-
sóknum í lögfræði mikinn skiln-
ing og viljað leggja sitt af
mörkum til þess að efla þær. Má
þar til nefna Samorku, Lands-
samband íslenskra útvegsmanna,
embætti ríkisskattstjóra, LEX –
Nestor lögmannsstofu, LOGOS
lögmannsþjónustu og fleiri.
Rannsóknir í lögfræði verða að
vera í takt við þær mennt-
unarkröfur og þá tæknivæðingu
sem fyrir hendi er hverju sinni og
raunar gott betur vegna þeirra
aðstæðna sem skapast hafa á
undanförnum árum. Stórt átak
verður að gera í þeim efnum hér
á landi strax eða fljótlega. Efling
Háskóla Íslands er lykilatriði í
því átaki. Að öðrum kosti er hætt
við að sú framþróun réttlætis og
tækifæra, sem nútíma réttarríki
stefna að, muni bíða hnekki.
Eru rannsóknir í
lögfræði nauðsynlegar?
Eftir Stefán Má Stefánsson ’Það er þó lífseigur mis-skilningur að með setn-
ingu laga sé lögfræði-
starfinu lokið að mestu
leyti, allt sé ljóst og lögin
skýri sig sjálf. Það er
fjarri lagi að svo sé. ‘
Stefán Már Stefánsson
Höfundur er prófessor við lagadeild
Háskóla Íslands.
eldfjallaeyjunni Krakatau í Indónesíu
883 hafi farið 40 kílómetra leið yfir hafið
nnt fjölda manns á eynni Súmötru.
sem rannsóknir Haraldar beinast að er
r sinnum stærra en gosið sem varð á
tau og því full ástæða til að ætla að það
etað ferðast tugkílómetra leið og lent á
um nágrannaeyja Santorini með vo-
gum afleiðingum.
aldur segir fleira athyglisvert hafa
í ljós í leiðangrinum. Við rannsókn-
voru notaðir fjarstýrðir kafbátar sem
ðu inn á fjögur stór hverasvæði sem
oru óþekkt. Haraldur sagði að svæð-
mætti líkja við Nesjavelli neðansjávar.
hafi verið fjöldi goshvera og miklir
r risið frá þeim. Hitinn var einnig mik-
erasvæðunum, um 220 gráður að sögn
dar. Eitt svæði vakti sérstaka athygli
amannanna þar sem mikið málmgrýti
aðist í kringum hverina. Þar sem svæð-
meginlandsskorpunni má ætla að gull,
og aðra eðalmálma sé að finna í grýtinu,
ðurstöður sýnatöku liggi ekki enn fyr-
ósir fyrri tíma
tarnir leiddu ekki aðeins til fundar á
m miklu hverasvæðum, heldur rákust
ennfremur á fornminjar með aðstoð
na.
Haraldur segir að mjög mikið hafi verið af
heilum amfórum á hafsbotninum í kringum
Santorini. Amfórur eru forn ílát úr keramiki
sem notuð voru til þess að geyma bæði korn
og vökva. Aðspurður um hvað kunni að valda
þessum mikla fjölda af fornum keramikílát-
um á hafsbotninum sagðist Haraldur telja að
kerin væru sennilega runnin undan rifjum
drykkfelldra sjómanna sem fengust við vöru-
flutninga á milli eyja. „Þarna hafa menn setið
við drykkju og þegar klárast hafði úr ker-
unum var þeim kastað fyrir borð.“
Þetta hafi því óneitanlega minnt hann á
bjórdósir sem dreift hafði verið um allan
hafsbotninn. Vísindamennirnir höfðu þó ekki
kost á því að kanna kerin betur þar sem
Grikkir eru mjög viðkvæmir fyrir því að út-
lendingar séu að grúska í fornminjum sem
finnast í þeirra lögsögu. „Við lokuðum því
bara augunum og einblíndum á jarðfræðina,“
sagði Haraldur að lokum.
Framundan hjá Haraldi er úrvinnsla úr
rannsóknunum; ýmiss konar líkanagerð og
reikningar þurfa að fara fram til þess að hægt
verði að draga víðtækari ályktanir af þeirri
vinnu sem nú er lokið. Haraldur og félagar
hans hyggjast koma efni rannsóknanna á
framfæri í hinum ýmsu vísindatímaritum á
næstu misserum.
ærsta
sögunnar
Myndin er birt med leyfi Graduate School of Oceanography
ans rákust á. Gas rýkur upp úr hverunum og hitinn á vatninu í kring er gríðarlegur.
fridrik@mbl.is
ensku
þetta.“
líkrar
ð vitað sé
g því
rauninni,
sem snúi við náttúrulegu ferli jarð-
ar.
„Það má segja að með þessu sé
verið að snúa við ferlinu við nátt-
úrulega losun jarðar á hluta þess
koldíoxíðs, sem kemur frá kvikunni
á nokkurra kílómetra dýpi og reikar
upp í gegnum íslensku jarðskorp-
una, með því að dæla því aftur niður
í jörðina þar sem það binst bas-
altlögum,“ sagði Sigurður.
„Svo er til önnur aðferð sem felst í
því að dæla koltvísýrða vatninu í
hólka sem eru fullir af basaltríkum
svörtum sandi, sem nóg er af á Suð-
urlandsundirlendinu. Álverin gætu
t.a.m. sett upp svona hólka og losað
koldíoxíð, flúor og brennisteins-
díoxíð í sandinn, sem myndi hvarfast
við þessi efni líkt og basaltbergið.“
Aðspurður um ávinninginn af slík-
um rannsóknum segir Sigurður að
auðvelt verði að afla fjár til tilrauna.
„Það voru fulltrúar einkafyr-
irtækja á samráðsþinginu um lofts-
lagsbreytingar á þriðjudag sem
vildu endilega ráðast í þetta ef við
gætum fengið einkaleyfi á þessu,“
sagði Sigurður. „Þá sögðu fulltrúar
fjármögnunarfyrirtækis sem ég hitti
á þinginu að ég þyrfti bara að nefna
upphæðina, ég fengi hana í rann-
sóknarfé.
Sem dæmi er tilraun okkar í bor-
holunum á Hellisheiði metin á yfir
740 milljónir króna. Við gætum svo
farið með tæknina til Síberíu og út á
Reykjanes svo dæmi séu tekin. Þá
hafa Indverjar þegar beðið um
kynningu á þessum rannsóknum.“
Mun auka þekkingu
í jarðfræði
Spurður um fræðilegan ávinning
slíkra rannsókna segir Sigurður að
þær muni m.a. auka skilning á því
hvernig vökvar ferðast um berg.
„Með þessu verður til þekking
sem við getum flutt út en hvort úr
þessu verður risaiðnaður hér innan-
lands verður tíminn að leiða í ljós,“
sagði Sigurður. „Þetta er geysilega
mikið tækifæri en hér yrði hægt að
búa til lið ungra vísindamanna á
heimsmælikvarða til að takast á við
þetta verkefni. Þetta gæti einnig
gert íslenskan orkuiðnað miklu
mengunarminni.“
mkvæmanleg
.
# 0
.
0