Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Þórðarsonfæddist á Ljósa- landi í Vopnafirði 24. október 1915. Hann lést hinn 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jón- asson og Albína Jónsdóttir, bændur á Ljósalandi. Helgi var níundi í röð ell- efu systkina sem öll eru látin nema Guð- björg og Steingrím- ur. Hinn 15. maí 1948 kvæntist Helgi Margréti Pálsdóttur, f. 21. sept. 1928. Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson kennari og kona hans Vilborg Sigurðardóttir, síð- ast á Akureyri. Börn Helga og Margrétar eru 1) Þórður, f. 21. okt. 1948, kvæntur Kristínu Stein- grímsdóttur, f. 14. nóv. 1950. Þau eiga þrjú börn, Helga Má, Þor- gerði og Steingrím Pál. 2) Vil- borg, f. 14. sept. 1951, hún á dótt- urina Ástu Sóllilju. 3) Albína, f. 16. júlí 1956, hún á dótt- urina Margréti Öldu. Helgi lauk prófi frá Eiðaskóla 1934. Hann var við búið á Ljósalandi með for- eldrum sínum fyrst og síðan fyrir búi móður sinnar frá 1938–1946. Hann vann við verslunar- störf hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga 1946–1949 er þau hjónin hófu bú- skap á Ljósalandi og bjó hann þar til æviloka. Helgi tók virkan þátt í fé- lagsmálum í Vopnafirði, bæði á vettvangi sveitarstjórnarmála og ýmissa félagasamtaka. Útför Helga verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans afa míns á Ljósa- landi. Ég er nefnilega eitt af þessum heppnu borgarbörnum sem ólst upp við þann munað að eiga afa og ömmu í sveit. Ég var alltaf velkomin til þeirra um leið og ég fékk leyfi frá skólanum og það nýtti ég mér. Ég á góðar minningar þaðan og margt sem ég lærði hefur nýst mér alla ævi. Afi kenndi mér til dæmis mikilvægi þess að hafa góða vasa á buxunum vegna þess að þegar við gengum hringinn í kringum túnin að athuga girðingar þá var hann alltaf með snæri í öðrum vasanum og vasahníf í hinum. Það skrýtna var að snærið virtist endalaust, aldrei sá ég hann fylla á. Afi kenndi mér líka að það ósagða skiptir oft mestu máli. Það reyndi á það þegar við Addi gengum uppá Sandvíkurheiði til að gá hvað væri hinum megin og villtumst. Þá kom afi ríðandi eins og huldumaður út úr þokunni, sagði ekki orð en setti mig í hnakkinn fyrir framan sig og benti Adda að fylgja okkur. Ekki orð en augnaráðið sagði allt. Afi hafði líka mikinn áhuga á veðri og færð og ég man eftir því þegar við vorum á bláa Fordinum á leið í kaup- stað, oftast til að sækja áburðarpoka, þá hlustuðum við á veðurfréttirnar og svo spurði afi mig út úr og ég reyndi að svara eftir bestu getu. Enn í dag minna veðurfréttirnar mig á afa og Brynjar sonur minn hefur mikinn áhuga á því að taka spána og vita hvar rignir og hvar er sól eins og afi. Einu sinni í sauðburði urðum við afi fyrir því að það festist lamb milli grinda og lærbrotnaði og kannski hefðu flestir bændur lógað lambinu en ekki afi. Við hjálpuðumst að við að setja fótinn í gifs og viti menn, þetta lukkaðist og ég fékk að eiga lambið. Við afi vorum ofsalega góðir vinir og það var ekki fyrr en um daginn sem ég uppgötvaði að afi var rúmlega sextugur þegar ég fór að koma til að vera hjá þeim á sumrin en samt var hann alltaf viljugur að hjálpa okkur Helga Má að byggja brýr og allt það sem börn njóta að fá að gera í sveit- inni. Og í hjartans einlægni líður varla sá dagur sem ég er ekki minnt á hvað mér leið vel hjá afa og ömmu á Ljósalandi. Það var alltaf einkennandi fyrir afa að hann hafði mikinn áhuga á því sem við barnabörnin og núna undanfarið barnabarnabörnin vorum að gera og hvernig okkur gekk í skóla og gladd- ist yfir árangri og elju. Við sem lifum söknum sterkrar persónu og um- hyggju í okkar garð. Ásta Sóllilja (Sóla). Árið er 1949. Ungt par stendur í bæjardyrunum á Ljósalandi í Vopna- firði í þann mund að taka við því búi sem stóð allt til ársins 1995. Hugir þeirra eru fullir af draumum og áætl- unum um framtíðina. Þau horfast í augu og hvort um sig hugsar ef til vill: „Hérna vil ég eyða ævinni, þér við hlið.“ Lítill strákur á fyrsta ári horfir stórum augum í kringum sig úr fangi móður sinnar; horfir á það land sem átti eftir að fóstra hann, systur hans og afkomendur þeirra allra um langt skeið. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi að mega alast upp hjá afa mínum og ömmu á Ljósalandi í Vopnafirði. Ein fyrsta minningin sem ég á um Helga afa minn er líklega frá því að ég var á þriðja ári og hann hafði sett mig nið- ur í kálfastíuna á litla fjósinu sem var þá heima á Ljósalandi. Minningar- brotið er þannig að ég man eftir að horfa á hann í gegnum rimlana á kálfastíunni, þar sem hann var að mjólka kúna. Núna þegar ég lít yfir farinn veg þegar elsku afi minn hefur kvatt þessa jarðvist sé ég að minning- arnar eru ótal margar og allar voru þær hver annarri betri. Afi var sá maður sem ég leit mest upp til alla mína ævi og það var varla til sú manneskja sem komst með tærnar þar sem hann hafði hælana að mínu áliti. Í minningunni var hann sá mað- ur sem hafði öll svörin við lífsins spurningum, hann var sá sem kenndi mér hvað mest um það sem skiptir máli í lífinu. Hann var sá sem vildi gera hlutina vel; hvort sem það var vinna, skóli eða hreinlega að lifa lífinu því hann leið ekki að hlutirnir væru gerðir með hangandi hendi og með hálfum huga. Elsku afi minn, minningarnar eru svo margar og ég á þér svo margt að þakka. Takk fyrir að kenna mér um stjörnurnar og himintunglin sem sáust svo vel úr myrkrinu í sveitinni, takk fyrir að hafa mig með þér sem litla skottu í öllum þeim verkum sem þurfti að gera heimavið og leyfa mér að kynnast náttúrunni eins og hún er hvað stórkostlegust. Núna vildi ég óska þess að ég hefði sagt þér oftar hvað mér þykir vænt um þig, ég von- aði aðeins alltaf að þú vissir það. Ég hafði ekki séð þig í tvö ár þegar þú yf- irgafst þessa jarðvist eða ekki síðan 2004 þegar ég og fyrrverandi mað- urinn minn komum í heimsókn í Ljósaland þar sem okkur var tekið með kostum og kynjum eins og ykkur ömmu einum var lagið. Ykkur kom vel saman, þér og manninum mínum þáverandi, þó að annar talaði aðeins ensku og hinn aðeins íslensku. Ég þakka þér fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur ævinlega. Þegar síminn hringdi svo að kvöldi 9. júní sl. og mér tilkynnt um andlát þitt fylltist ég eftirsjá að hafa ekki farið oftar austur til að hitta ykkur ömmu. Elsku afi, nú þegar þú ert farinn eru orð svo fátækleg og ná svo skammt yfir allt það sem þú varst mér sem afi og allt það sem þú kennd- ir mér. Þó við fáum ekki oftar að heyra „nei, eruð þið komin?“ þegar við komum í Ljósaland mun minning- in um þig ætíð lifa skær í hjarta okkar allra því að hver sem hitti þig varð ekki ósnortinn af því sem þú hafðir að gefa. Hvíldu í friði, elsku afi. Margrét Alda Karlsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur minn- ingarorð um hann afa minn, Helga Þórðarson, bónda á Ljósalandi, eins og hann var svo oft nefndur í daglegu tali. Ég var skírður í höfuðið á afa mínum og þ.a.l. aldrei kallaður annað en „nafni“ af honum. „Nafni, sópaðu garðann“, „nafni, haltu við ána fyrir mig“, „nafni, gættu að þér á drátt- arvélinni“. Löngum tímum á uppvaxtarárum mínum eyddi ég hjá afa og ömmu á Ljósalandi. Þegar ég og Sóla, eins og afi kallaði alltaf Ástu Sóllilju frænku mína vorum að alast upp á Ljósalandi smíðaði afi fallegan kofa handa okkur þar sem við krakkarnir áttum eftir að eyða ófáum stundum saman við leik og störf. Þegar afi hafði lokið við smíð kofans fengum við að bjóða öllum á Ljósalandi í veislu. Það var sannköll- uð veisla, því þá var boðið upp á rab- arbara með sykri. Við fengum að hengja nokkrar myndir upp í kofann, bækur, klukku og annað smádót fengum við líka að láni hjá ömmu. Kofinn átti eftir að nýtast fleirum en okkur því þegar fram liðu stundir var ekki óalgeng sjón að sjá nýfædd lömbin spranga inni í honum í leit að skjóli. Þegar við Sóla fundum fugla sem höfðu flogið á símalínur og dáið, fór- um við með þá til afa sem smíðaði krossa handa okkur til að setja á leiði fuglanna. Krossarnir standa enn þann dag í dag uppi við plöntugirð- ingu og munu, þrátt fyrir að þeir hafi aðeins skekkst í áranna rás, vera þar áfram. Margar myndir eru líka til af okk- ur frændsystkinunum á Ljósalandi að gefa heimalningunum, en það var alveg sérstök athöfn í huga okkar og mikil forréttindi að taka þátt í. Afa fannst líka gaman að hafa okkur í sveitinni að hjálpa til við búskapinn, eða þvælast fyrir honum í gegning- unum, eins og ég held reyndar að við höfum oftar en ekki gert. Ég minnist þess þegar bændurnir í sveitinni komu saman á Ljósalandi og hjálpuðust að við heyskapinn, þá var nú glatt á hjalla. Sérstaklega þegar bundið var í bagga og við krakkarnir fengum að sitja efst uppi á vögnun- um, stútfullum af böggum. Svo þegar inn var komið beið svignandi borðið af smurðu brauði, kökum og tertum hjá ömmu. Ég minnist líka fjölda ára þar sem við stóðum og mokuðum inn í hlöð- urnar hverjum heyvagninum á fætur öðrum, að finna ilminn af nýslegnu heyinu, hafa Snata liggjandi fyrir framan heyvagninn og afa stjórna blásaranum eins og herforingi. Og mikið saknaði ég þess þegar tæknin breyttist og farið var að heyja í rúllur á Ljósalandi. Heyskapurinn varð aldrei eins skemmtilegur þannig. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem ég get tengt beint við uppvaxt- arár mín hjá afa á Ljósalandi er það varkárni. Afi mátti nefnilega ekki heyra á það minnst að við krakkarnir færum eitthvað ógætilega. Oft og mörgum sinnum varaði hann okkur við hættum sem sköpuðust við hin ýmsu störf í landbúnaði. Það er ekki síst fyrir þær ábendingar afa að mað- ur bendir nú sínum nákomnu á hætt- ur sem leynast víða. Er ég hugsa um afa kemur alltaf í huga minn mynd þar sem hann geng- ur í átt að fjárhúsunum sínum í ull- arsokkunum, gúmmískónum, lopa- peysu með axlabönd og hendur á baki, þannig var afi. Elsku afi minn, ég veit að Guð geymir þig núna og færir þér kær- komna hvíld, takk fyrir að vera afi minn öll þessi ár og takk fyrir að vera alltaf svo yndislegur og góður við okkur barnabörn þín. Kveðja. Helgi Már Þórðarson (Nafni). Við fráfall Helga mágs míns er margs að minnast. Okkar kynni hóf- ust í desember 1948 er ég kom til Vopnafjarðar í heimsókn til Mar- grétar systur og hans sem höfðu gift sig um vorið og áttu nýfæddan dreng, fallegan með dökk augu, Þórður heit- ir hann. Ég man það eins og gerst hefði í gær þegar við systur gengum niður í kaupfélag þar sem Helgi vann til að hitta hann. Bráðmyndarlegur var hann, sviphreinn og traustur. Æ síð- an er mynd hans þannig í huga mín- um. Við urðum mestu mátar og margt spjallað á þessum desem- berkvöldum á Jaðri. Starf í kaup- félagi var ekki markmið heldur hefja búskap á ættarjörð sinni Ljósalandi á Strönd í Vopnafirði þar sem hann fæddist og ólst upp í stórum systk- inahópi. Ljósaland hefur nú verið set- ið meira en 100 ár af sömu ætt, Helgi lengst, síðan 1949. Að loknu námi á Eiðum bjó Helgi með móður sinni og yngstu systkin- um frá láti föður þeirra 1938 til 1946 er jörðin fór í eyði í þrjú ár. En 1949 hófu Helgi og Margrét búskap og á næstu árum byggði þessi vinnuvík- ingur hlöðu og fjárhús og síðar nýtt íbúðarhús, túnið stækkaði margfalt. Það eru góð skilyrði fyrir fjárbúskap og hagar góðir á Ljósalandi. Ótrúlegt er hvað Helgi vann mikið á þessum árum. Varla var neitt sem hann gerði ekki sjálfur. Ný græn spilda á túni á hverju sumri þegar við þrjú komum í heimsókn, ég, Eiríkur eiginmaður minn og sonur Eiríkur Páll. Alltaf vorum við hjartanlega velkomin og þau Helgi og Margrét samhent í gestrisni og rausn á sínu fallega heimili. Var mikið spjallað oft á kvöldin. Helgi var ræðinn og skemmtilegur og í raun félagslyndur þó að aðstæður veittu takmarkaðan tíma til þess. Í hreppsnefnd var hann og eflaust fleiri trúnaðarstörfum og í Karlakór Vopnafjarðar á sínum tíma. Helgi hafði ánægju af góðri tónlist, lestri góðra bóka og var drátthagur vel og listaskrifari. Við hittumst sjaldan á seinni árum en töluðum oft saman í síma. Hann var alltaf áhuga- samur um þjóðmál og fylgdist vel með, við höfðum um nóg að spjalla, nútímann og liðna tíð. Við áttum dýrðardaga á Ljósalandi sumar eftir sumar. Frændsystkinin leika sér á túninu, við förum inn að Fuglu, horfum á rúninginn, förum upp í Ljósalandsheiði, veiðum í vatn- inu, förum niður í Ljósalandsfjöru, horfum á kópana sóla sig á hleinum. Sáum víkurnar þar sem fé var haldið til beitar eða gengið á reka áður fyrr, buslum og veltum við steinum. Börn og fullorðnir ljómandi af gleði á frið- sælum sumarkvöldum. Gott hefur verið að vera nágranni hans Helga sem unni jörðinni sinni og sveitinni af heilum hug. Hvergi hefði hann litið glaðan dag nema þar, svo rótfastur var hann og heill í lífsönn sinni. Glaður og reifur hlúði hann að lífinu meðan kraftar entust. Með þakklæti og virðingu, blessuð sé minning hans. Systur minni, börnum og barnabörnum þeirra Helga sendi ég samúðarkveðjur. Rósa Pálsdóttir. Það eru nú um þessar mundir rétt fjörutíu ár síðan ég sá Helga svila minn fyrsta sinni. Hann stóð þá á fimmtugu – ég rétt tvítugur og mér er enn fast í minni hvað mér þótti mikið til hans koma. Hann var rétt meðalmaður á hæð, en afskaplega vel á sig kominn og var heilsuhraustur alla ævi þar til nú síðustu árin að margra áratuga linnulaust strit beygði þetta æðrulausa karlmenni en aðeins líkamann. Hann var óbeygður á sál til endadægurs. Mér þótti þegar ég var ungur næsta ómögulegt að slíkur vinnuþjarkur yrði langlífur, en reyndist þar að sjálfsögðu ekki for- spár og sýnir það eitt að stritið slítur mönnum ekki endilega mest. Helgi var vel að sér til hugar og handa. Hann var prýðilega lesinn í bókmenntum og mat meir Hamsun en Halldór. Ísak var honum miklu geðþekkari en Bjartur. Mér fannst samt honum um margt bregða meir til Bjarts um flesta hluti. Æviglíma hans var ekki við annað fólk heldur landið. En það var honum ekki leið glíma heldur lífsnautn og eðli og inn- tak lífsins. Hann var fáskiptinn um annarra hagi, þótt hann tæki tölu- verðan þátt í stjórnmálum á yngri ár- um og taldi sig lengst af framsókn- armann, en fylgdi þó um skeið Þjóðvörn að málum enda alla tíð stað- fastur gegn hvers kyns hernaðar- brölti og vildi ekkert slíkt á sínu landi. Það var gaman að tala við Helga um lífið og tilveruna. Hann var bráð- greindur og hafði skemmtilega sýn á samtíð og sögu og var að eðlisfari töluverður vangaveltumaður þótt eljusemi og dugnaður gæfi lítið tóm til slíks munaðar. Það er sjálfsagt ekki títt að maður eigi engar minn- ingar nema góðar um menn en þann- ig gekk Helgi í samferð okkar að ég á engar minningar nema góðar og heið- ríkar um öll samskipti okkar. Blessuð sé minning hans. Bárður G. Halldórsson. Mig langar hér til að kveðja Helga föðurbróður minn, sem var mér afar kær. Fyrstu kynni af Helga hafði ég þegar ég fékk að fara í sveit til hans og hans góðu konu, Margrétar, á Ljósaland í Vopnafirði, fimm eða sex ára gamall. Nokkrar af mínum uppá- haldsminningum eru einmitt frá þeirri dvöl og hinu langa ferðalagi þangað og má með sanni segja að tíminn þar hafi sett mark sitt á mig til framtíðar. Á Ljósalandi komst ég hið fyrsta sinni í návígi við kríur í víga- hug, sem var eiginlega stórmál fyrir mig, borgarbarnið, auk þess að kynn- ast selveiðum, en þær áttu eftir að skipa stóran sess í mínu lífi síðar á ævinni. Þótt ævintýrin hafi verið mér hug- leikin skipti meira máli sú vinsemd sem Helgi og Margrét sýndu mér þá og æ síðan, sérstaklega þar sem það var alls ekki sjálfgefið. Það var sér- staklega ánægjulegt að koma í Ljósa- land ásamt fjölskyldunni mörgum ár- um síðar og finna þá hlýju sem þar mætti manni. Vissulega hefði ég viljað kynnast Helga meira og betur og eyða meiri tíma með honum en unnt var, en þau kynni, sem ég hafði af honum, eru mér hjartfólgin. Margréti, Þórði, Vilborgu, Albínu og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigvaldi Thordarson. HELGI ÞÓRÐARSON Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegra foreldra okkar, tengdaforeldra, bróður, tengdasonar og dóttur, KNÚTS KRISTJÁNS GUNNARSSONAR og KRISTÍNAR ÓLAFAR MARINÓSDÓTTUR NORDQUIST, Vidingavege 3, Svíþjóð. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.