Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 36

Morgunblaðið - 16.06.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Atli Ágústssonfæddist í Reykjavík 9. apríl 1931. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi 11. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Hjörleifsdóttir, f. 3.2. 1909, d. 12.8. 1978 og Ágúst Ósk- ar Guðmundsson, f. 2.8. 1906, d. 14.11. 1994. Systir Atla er Sigríður, f. 19.4. 1941. Eiginkona Atla er Þóra Sigurjónsdóttir, f. 1.10. 1932. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Óskar, f. 12.7. 1950, maki Mjöll Ver- mundsdóttir, f. 20.6. 1949. Börn þeirra eru a) Atli, f. 24.10. 1975, maki Elva Dögg Guðmundsdótt- ir, f. 10.11. 1975, sonur þeirra er Ágúst Þengill, f. 14.5. 2005. b) Telma, f. 28.1. 1977, maki Gunn- ar Þór Jónsson, f. 1.9. 1972, börn þeirra eru Daniel Atli, f. 26.8. 1999 og Berta Mjöll, f. 18.4. 2004. c) Þóra, f. 7.5. 1978, maki Ishmael Roberto David, f. 8.4. 1978, börn þeirra eru Tinna Mjöll, f. 26.10. 2004 og Mikael Úlfur, f. 11.3. 2006. 2) Guðrún, f. 9.11. 1951, maki Helgi V. Sæ- mundsson, f. 13.7. 1953, börn Guðrúnar eru a) Atli Örlygsson, f. 12.12. 1970, maki María Ingi- björg Kristinsdóttir, f. 10.4. 1973, börn Guðrún Alma, f. 30.5. 2001, Kristinn Hrannar Hjalta- son, f. 23.6. 1991 og Bjartmar Freyr Hjaltason, f. 23.11. 1994. b) Rósa Vigfúsdóttir, f. 18.9. 1972, maki Kjartan Long, f. 12.7. 1972, börn þeirra eru Bergþóra, f. 11.6. 1995 og Bjargey, f. 19.1. 1998. c) Íris Kristinsdóttir, f. 21.5. 1975, maki Ólafur Símon Ólafsson, f. 1.9. 1980, börn Kristinn Freyr Óskarsson, f. 15.7. 1993 og Em- ilía Þóra Ólafsdótt- ir, f. 24.2. 2006. d) Bjartmar Freyr Erlingsson, f. 21.4. 1980, maki Nanna María Elfardóttir, f. 27.7. 1979. 3) Sig- ríður, f. 30.4. 1961, maki Þór Thor- arensen Gunnlaugs- son, f. 14.1. 1962, börn þeirra eru Gunnlaugur Þór, f. 6.7. 1992 og Eyþóra Elísabet, f. 10.8. 1998. 4) Jóhanna, f. 15.2. 1968, maki Jó- hann Jakob Sigurlaugsson, f. 13.6. 1965, börn þeirra eru Þórð- ur, f. 29.12. 1988, Sigríður, f. 16.11. 1990 og Þóra, f. 20.4. 1994. Atli og Þóra byggðu sér hús í Heiðargerði í Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1984. Þau hjónin tóku virkan þátt í safn- aðarstarfi Grensássóknar m.a. sungu þau í kirkjukórnum í 10 ár. Síðar fluttu þau í Engihjalla í Kópavogi. Eftir 2 ár við sjó- mennsku réðst Atli til starfa hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og síðar hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar allt frá stofnun hennar til starfsloka, fyrst sem vélamiðlari og síðar sem deildarstjóri. Atli var alla tíð mjög virkur í fé- lagsstarfi, m.a. var hann forseti Verkstjórafélags Íslands. Á síð- ari árum var hann fulltrúi eldri borgara sem trúnaðarmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Útför Atla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Hvað getur maður sagt þegar einhver fer frá okkur allt of fljótt? Engin orð geta lýst tilfinningum sem þá koma upp. Ef til vill lýsir þetta ljóð best tilfinningum okkar: Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Síðustu ár vorum við alltaf langt í burtu frá þér. Við í Hollandi og þú og mamma á Íslandi. En það skipti ekki máli því að sú ást og umhyggja sem þú gafst okkur úr fjarlægð og þegar þið komuð í heimsókn til okkar var nóg til að okkur fyndist að þú værir alltaf hjá okkur. Áhugi þinn á velgengni barnabarna þinna í íþróttunum ýtti undir að þau næðu betri árangri og sögðu þér með stolti frá sigrum sínum. Nú ert þú farinn frá okkur og eftir verður tómarúm sem enginn getur fyllt. Þá er gott að geta hugs- að um allar þær góðu stundir og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það gerir okkur sterk, það hefðir þú líka viljað. Þú varst alltaf svo sterkur og ákveðinn en samt svo blíður og góður. Við þökkum fyrir það að hafa verið þeirrar hamingju aðnjótandi að eiga pabba, tengda- pabba og afa eins og þig og biðjum góðan guð að vefja þig ást og hlýju þar til við hittumst á ný. Þín Sigríður, Þór, Gunnlaugur Þór og Eyþóra Elísabet. Að kvöldi 9. júní var hringt í mig og við mamma beðnar að koma nið- ur á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi, því þá hafði ástand pabba versnað. Okkur brá því að við héld- um að hann mundir jafna sig og koma aftur heim. Jú, þú fórst í aðgerð á ósæð og allt gekk svo vel og allt var tilbúið fyrir þig heima. HM að byrja og við vorum búin að kaupa fallegan og góðan stól svo að þú mundir geta hvílt þig og notið þess að horfa á fótboltann, jú þú náðir að horfa á opnunarleikinn Þýskaland – Kosta Ríka og varst feginn að Þýskaland hafði betur. En elsku pabbi minn, þinn tími var ekki kominn. Við héldum að þú ættir eftir að vera með okkur mörg ár í viðbót og þú hafðir unnið fyrir þeim. En ég verð að vera raunsæ og sætta mig við það að þú varst kallaður annað, kannski er þetta eigingirni? En við viljum minnast þín eins og þú hefur alltaf verið og verður alltaf í huga okkar. Hversu hjálplegur þú varst öðrum og vildir allt fyrir alla gera og þar á meðal okkur hjónin og börnin okkar, án þín hefðum við ekki komist út úr mörgum erfileikum. Þú varst alltaf fyrstur til að koma þegar eitthvað var að og studdir okkur á erfiðum stundum. Þú varst traustur, góður, raunsær og ástríkur við þá sem þér þótti vænt um, og ég tala nú ekki um þína nánustu. Sumarbústaður- inn var þér mjög mikils virði og þú og mamma lögðuð mikla vinnu og alúð í bæði bústaðinn og gróðurinn, þetta var ykkar staður, þar gátuð þið slappað af og notið lífsins. En svo var annar staður þar sem þið gátuð notið lífsins og það var hjá dóttur ykkar og tengdasyni og barnabörnum í Hollandi og þangað fóruð þið eins oft og þið gátuð. En mig langar, elsku pabbi minn, að kveðja þig með þessum orðum. Þú varst hornsteinninn í lífi okk- ar og við munum alla tíð muna hvað þú kenndir okkur og leið- beindir. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, ég elska þig og mun alla tíð gera. Þú munt alltaf vera í mínu hjarta. Guð geymi þig og mundu að við verðum alltaf til staðar fyrir mömmu svo ekki hafa áhyggjur, elsku pabbi minn. Þín dóttir Jóhanna. Ástkæri tengdafaðir minn, nú hafa leiðir skilið mun fyrr en ég reiknaði með. Við því er ekkert að gera annað en sætta sig við það en það er ekki svo auðvelt. Þú fórst í aðgerð á spítala til að tryggja veru þína hér hjá okkur og heppnaðist hún vel og batahorfur þínar voru góðar. Heima beið þín afmælisgjöf sem beðið hafði verið með vegna aðgerðarinnar. Það var hæginda- stóll og vorum við að vona að þú myndir njóta þeirra þæginda sem hann bíður upp á og fylgjast með HM. Við vissum öll hve spenntur þú varst fyrir fótbolta og HM er toppurinn í þeirri íþrótt. Þú náðir að sjá opnunarleikinn og varst mög ánægður með að Þjóðverjar ynnu þann leik. Ég er viss um að þó svo að þú hafir kvatt þennan heim og farið á æðri, betri og fallegri stað mun keppnin ekki fara framhjá þér. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þær voru margar bæði hér heima og í sumarbústað ykkar hjóna. Þar var þín paradís og uppáhaldsstaður. Þú og eftirlifandi eiginkona lögðuð mikið á ykkur til að gera sumó, eins og við kölluðum hann, að sælu- reit. Þegar þið byrjuðuð var þetta mýrlendi og sagt var að þarna myndi enginn gróður þrífast. Ekki létuð þið það stoppa ykkur og í dag er þarna fallegur bústaður um- kringdur trjám og öðrum gróðri, svo ekki sér í bústaðinn þegar gróðurinn er í blóma. Þessi kraftur og áræðni sem þú sýndir við upp- byggingu sumarbústaðarins og ræktun landsins voru ekki bara bundin við það heldur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur alla tíð. Með þessum fáu orðum kveð ég þig kæri tengdafaðir. Blessuð sé minning þín um alla framtíð. Jóhann Jakob Sigurlaugsson. Nú hefur ástkær afi okkar kvatt þennan heim, nokkuð fyrr en allir áttu von á. Amma var alltaf hans líf og yndi og eyddu þau mörgum stundum við að rækta trjágróður í kringum sumarbústaðinn þeirra, Hörpusel, í Hvalfirði. Einhver ræktunarspekúl- ant sagði afa það að það væri ekki hægt að rækta neitt í þessum jarð- vegi en afi, af sinni alkunnu þrjósku, afsannaði það. Núna er land þetta skógi vaxið og sést varla í bústaðinn fyrir trjám. Margar góðar minningar eiga einmitt uppruna sinn í Hörpuseli. Afi skemmti okkur krökkunum með því að segja okkur frá stjörn- unum sem sindruðu í næturhimn- inum og þekkti þar öll stjörnu- merki og stjörnur. Einnig þóttist hann kunna öll heimsins tungumál og uppskar mikil hlátrasköll þegar hann „talaði“ kínversku, rússnesku og hið ótrúlega tungumál bullísku sem hann notaði víst þegar hann kom við á skrítinni mannætueyju í einum af sjóferðum sínum. Afi var eitilharður íþróttaáhuga- maður og eru ófáar minningar tengdar honum sitjandi fyrir fram- an sjónvarpið að horfa á einhverjar íþróttir, hvort sem það var fótbolti, frjálsar eða box. Hann hafði ótrúlega gaman af því að segja frá ferðalögum hans og ömmu og varði löngum tíma í útskýringar á hinum og þessum at- burðum auk þess sem hann átti oft- ast fjölmargar myndir sem fylgdu með sögunum. Hann var klár ljósmyndari og eiga þau amma mikið safn ljós- mynda sem gaman verður að fara í gegnum. Elsku hjartans afi, okkur er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt en þökkum fyrir yndislegar minn- ingar sem munu alltaf lifa í hjarta okkar. Hvíl í friði, elsku afi og langafi okkar. Þín barnabörn, Atli, Telma og Þóra, makar og börn. ATLI ÁGÚSTSSON  Fleiri minningargreinar um Atla Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Nína Margrét, Páll og fjölskyldur; Birgir Grímsson; Sig- ríður Jóhannsdóttir, Þórður Jó- hannsson; Íris. ✝ Hallgrímur PállGuðmundsson fæddist á Húsavík 12. nóvember 1971. Hann lést af slysför- um 6. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, f. 3. apríl 1950, og Guðmundur Hall- grímsson, f. 21. júní 1951. Foreldrar Jó- hönnu eru Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1922, og Guðmund- ur Kr. Hermannsson, f. 1920, d. 2002. Foreldrar Guðmundar eru Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, f. 1927, og Hallgrímur Guðmunds- son, f. 1921. Systir Hallgríms Páls er Elísa Björk, f. 2. ágúst 1989. Hinn 12. júní 1997 hóf Hall- grímur Páll sambúð með Auði Geirsdóttur, f. 24. mars 1976, og saman eiga þau soninn Guðmund Gabríel, f. 1. mars 2002. Þau slitu samvistir. Hallgrímur Páll fluttist með foreldrum sínum í Garðabæinn átta ára gamall. Hann starfaði á sumrin með skóla í Hvaleyri í Hafnarfirði. Hann var nemi á Ho- liday Inn og veit- ingahúsinu A. Han- sen. Eftir útskrift frá Hótel- og veit- ingaskólanum árið 1996 bauðst honum starf á Columbia Gorge Hotel í Bandaríkjunum. Þegar heim kom starfaði hann í stutt- an tíma á Svarta Kaffi. Hallgrímur og Auður fluttu til Noregs og þar vann hann á Big Horn Steakhouse og við umönnun á fötluðu fólki. Árið 1999 fluttu þau aftur til Íslands og lauk hann námi við Fiskvinnsluskóla Íslands árið 2001. Hann starfaði í þrjú ár hjá varnarliðinu á Keflavíkurvelli við stjórnunarstörf. Eftir það hóf hann nám í lögfræði við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Hall- grímur Páll tók sér hlé frá námi sl. haust og þegar hann lést starf- aði hann sem markaðsfulltrúi hjá Blaðinu. Útför Hallgríms Páls verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Nú sefur þú í rúmi Guðs. Þetta er bænin sem þú kenndir mér: Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ég elska þig. Þinn sonur, Guðmundur Gabríel. Halli minn. Að setja á blað minn- ingarorð um barnið sitt er erfiðasta verkefni sem við höfum fengið. En heil bók mundi ekki nægja. Þess vegna reyndum við að finna eitthvað sem gæfi smá lýsingu á þér sem per- sónu og fundum eina í bókinni Kjark- ur og von. Hún er eftir Margaret Chase Smith og er eftirfarandi: „Að þegja vegna siðferðilegs heigulshátt- ar er jafn hættulegt og óábyrgt tal. Rétta leiðin er ekki alltaf sú vinsæl- asta og auðveldasta. Að tala fyrir því sem er rétt en óvinsælt er prófraun á siðferðisþrek.“ Við vorum kornung þegar við eign- uðumst þig og því varst þú bara alltaf með okkur í öllu sem við gerðum, ljúfur og góður strákur. Í átján ár, en þá kom lítil systir. Orðin þín um hana alla tíð lýsa þér svo vel. „Hún bjarg- aði mér.“ Þú sást ekki sólina fyrir henni. Nokkrum árum seinna milli- lentir þú á Íslandi eftir námsdvöl í Bandaríkjunum, stoppaðir við í fjóra mánuði, hittir verðandi konu þína, Auði, og síðan var haldið til Noregs vegna vinnu og náms. Svo var komið til Íslands, sest að í Hafnarfirði og fyrir fjórum árum síðan fæddist sól- argeislinn, Guðmundur Gabríel, sem nú sér á bak pabba sínum. Síðustu tvö árin hafa verið erfið fyrir þig, drengurinn minn, en þá erfiðleika sigraðir þú með þeim bestu vinum sem hugsast gátu. Fyrir þá og fyrir allt sem þú gafst okkur þökkum við þér. Mamma og pabbi. Elsku stóri bróðir minn. Þú varst alltaf að stríða mér, þú skírðir bílinn minn Grænu baunina því þú vissir að mér þykja grænar baunir alls ekki góðar. Samt var alltaf stutt í styrkinn þinn. Þegar mér leið ekki vel þá gat ég alltaf leitað til þín, og þú huggaðir mig. Það eina sem mér þykir leitt að hafa ekki sagt nógu mikið er hvað mér þykir vænt um þig. Mér þykir og mun alltaf þykja ofsalega vænt um þig. Ég er mjög stolt af þér. Síðasta kveðjustund okkar var mjög góð og þú brostir allan hringinn. Andlitið ljómaði. Svo sagðirðu við mig að þér þætti vænna um mig en ég gerði mér grein fyrir. Sú stund mun ávallt lifa í hjarta mínu. Ég mun alltaf passa Guðmund Gabríel og hann mig. Þín litla systir, Elísa Björk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku drengurinn minn, Hallgrím- ur Páll. Ég minnist ferðar sem farin var til Evrópu. Þú, ég, Guðmundur afi, mamma þín og pabbi. Leigt var sumarhús í Saarburg. Þú hafðir einkaíbúð á jarðhæðinni með öllu til- heyrandi, aðeins 17 ára gamall. Ferðast var til nágrannalandanna Austurríkis, Lúxemborgar og Frakklands. Minnisstæð var dvölin í París og seint gleymist siglingin á Signu. Ég tala nú ekki um ferðina sem þú og afi fóruð í tveir og voruð það lengi að við vorum farin að óttast um ykkur. Þið voruð orðnir svangir og hittuð á frábæran kjúklingastað þar sem þið borðuðuð ykkur pakk- sadda. Komuð svo sælir og glaðir í sumarhúsið. Við biðum heima eftir ykkur og létum okkur nægja minni kræsingar. Þetta er eitt af mörgum minningabrotum sem standa upp úr í gegnum tíðina. Elskulega dóttir mín og fjölskylda. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda um alla framtíð. Sigríður Kristjánsdóttir. Okkar ástkæri Hallgrímur Páll (Halli Palli). Þökkum fyrir allar sam- verustundirnar, elsku vinur. Guð blessi þig. Við sjáumst síðar. Amma og afi, Húsavík. Kæri vinur okkar og systursonur er látinn. Okkur fjölskyldunni bárust þau válegu tíðindi að Hallgrímur Páll, kallaður Halli Palli, væri látinn. Hann lést af slysförum hinn 6. júní síðastliðinn. Þetta er mikið áfall fyrir fjölskylduna og vini sem aldrei verð- ur bætt. Þar fór frá okkur góður drengur sem átti allt lífið fram und- an. Þú varst einungis þrjátíu og fjög- urra ára gamall og í blóma lífsins þegar þú féllst frá. Þú afrekaðir mik- ið á stuttri ævi bæði í starfi og námi. Sonur þinn sem þú lætur eftir, Guð- mundur Gabríel, er skeleggur snáði og eftirmynd þín. Það verður alltaf tómarúm um ókomna tíð að horfa á son þinn og minnast þín. Við vonum að það tóma- HALLGRÍMUR PÁLL GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.