Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 37
MINNINGAR
✝ Ásrún Jónsdótt-ir fæddist á Ein-
arsstöðum í Reykja-
dal 20. júlí 1917.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Seli á
Akureyri 10. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þóra Sigfús-
dóttir, f. á Hall-
dórsstöðum 15.
október 1893, d. 14.
apríl 1979, og Jón
Haraldsson, f. á
Einarsstöðum 6.
september 1888, d. 18. apríl
1958, bóndi á Einarsstöðum.
Systkini Ásrúnar voru Haraldur,
f. 1912, látinn, Sigfús, f. 1913,
látinn, Einar, f. 1915, látinn, Sig-
urður, f. 1920, látinn, Jón, f.
1922, látinn, Kristinn, f. 1926,
látinn, Björn, f.
1928, látinn, Aðal-
steinn, f. 1932, Sig-
ríður, f. 1933, og
Sólveig Rósa, f.
1937. Ingimar, hálf-
bróðir, f. 1909, lát-
inn.
Ásrún stundaði
nám við bæði Hér-
aðsskólann á Laug-
um og Húsmæðra-
skólann á Laugum.
Seinna var hún um
tíma ráðskona við
Héraðsskólann.
Hún vann í nokkur ár við sauma-
skap í Reykjavík, en lungann úr
starfsævi sinni stóð hún fyrir
heimili á Einarsstöðum.
Útför Ásrúnar verður gerð frá
Einarsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Nú er hönd að hægum beði
hnigin eftir dagsins þrautir.
Signt er yfir sorg og gleði,
sætzt við örlög, - nýjar brautir.
Biðjum þess á blíðum tónum
berast megi þreyttur andi
endurborinn ljóss að landi
lofandi dag með ungum sjónum.
(Jón Haraldsson)
Elsku móðursystir mín, Ásrún
Jónsdóttir, kvaddi þennan heim á af-
mælisdegi mínum og tvíburasystur
minnar, Guðrúnar Jónu. Fyrst í stað
var mér sorg í huga en er leið á dag-
inn sættist ég við brottfarardag
hennar. Hennar tími var kominn.
Rúna mín var mér afar kær og átti
ég yndislegan dag með henni fyrir
tveimur vikum síðan, dag sem ég nú
geymi sem dýrmæta minningu.
Rúna mín var orðin mjög veikburða
og hún sagði mér að sálin hennar
væri orðin þreytt.
Þegar ég var að alast upp dvaldi
Rúna mín mikið á heimili foreldra
minna yfir vetrartímann og á hverju
einasta sumri til tvítugs fór ég norð-
ur til hennar og dvaldi þar yfir allt
sumarið. Eftir að ég varð fullorðin
fór ég aldrei norður án þess að heim-
sækja hana og gerði mér oft sérferð-
ir til þess eins að sjá hana og hitta.
Við fráhvarf hennar hafa því orðið
viss þáttaskil í lífi mínu.
Rúna var afar trúuð kona og bæn-
heit. Hún hafði líka þann hæfileika
að getað spáð í bolla og voru margir
sem til hennar leituðu til að fá upp-
ljóstrað um hvað framtíðin bæri í
skauti sér. Allar þær bænir sem ég
kann kenndi Rúna mér. Ég var í
miklu uppáhaldi hjá henni eins og við
systur allar og í dag er ég stolt af því.
Henni var mikið umhugað um börn
okkar systra og allar fallegu gjafirn-
ar sem hún gaf okkur eru okkur svo
kærar. Jólin voru sá tími þegar stóru
kassarnir bárust að norðan fullir af
fallegum gjöfum frá henni og oftast
hafði hún búið þær flestar til sjálf. Í
dag eru til á mínu heimili dúkar, vas-
ar og fleira sem hún gerði. Hlutir
sem nú hafa fengið enn meira gildi.
Rúna vildi alltaf vera svo fín, í fal-
legum fötum og með fallega skart-
gripi. Hún var fagurkeri og heims-
kona. Hún lét sér mjög annt um sitt
gamla heimili og það var henni mikil
sorg að sjá það í þeirri eyði sem það
er í nú.
Rúna var mikil tilfinningavera og
viðkvæm, en gat verið ákveðin ef því
var að skipta.
Ég er sátt er ég kveð hana nú,
þess fullviss að nú hefur hún fengið
að hitta ástina sína aftur og verið
leidd að litla húsinu við lækinn.
Er ég kveð Rúnu mína þakka ég
fyrir allan hennar velvilja í minn
garð og dætra minna og bið almættið
að varðveita sálu hennar.
Anna Þóra.
Móðursystir mín, hún Ásrún Jóns-
dóttir, eða Rúna eins og við kölluðum
hana, er látin. Rúna mín hefði orðið
89 ára 20. júlí næstkomandi og því
búin að skila góðu ævistarfi. Samt er
það alltaf erfitt þegar ástvinir okkar
deyja þó svo að við hefðum vitað
hvert stefndi og gengið í gegnum
sorgarferli í þó nokkurn tíma. Ég var
svo lánsöm að geta heimsótt Rúnu
mína fyrir um þremur vikum síðan,
setið hjá henni dagstund og kvatt
hana á minn hátt og sú stund er mér í
dag mikils virði. Rúna hafði mikið
dálæti á okkur systrunum og lét hún
það óspart í ljós bæði við okkur og
annað fólk. Ég held að ég geti fullyrt
það að allir sem þekktu Rúnu mína,
vissu hverjar dætur Rósu voru og
sumir hafa haft orð á því núna eftir
andlát hennar að hún hafi kallað okk-
ur englana sína. Ég er stolt af því að
hafa verið í uppáhaldi hjá þessari
merkiskonu.
Rúna var alltaf mikill fagurkeri,
hafði mikið dálæti á blómum og fal-
legum hlutum. Það veitti henni mikla
gleði að gefa gjafir og oft tók það
hana árið að undirbúa jólagjafir og
var það þá oftast eitthvað sem hún
föndraði eða útbjó sjálf. Ég man það
alveg frá því ég var lítil stelpa að eft-
irvæntingin eftir að fá að opna pakk-
ana frá Rúnu á jólunum er tilfinning
sem ég verð að viðurkenna að ég hef
hreinlega saknað síðustu árin, eða
frá því að hún hætti að geta gert
þetta sjálf.
Rúna var mjög trúuð kona, sat
mikið í bænahringjum og hafði mikla
hæfileika til að lesa í bolla og þeir
voru ófáir sem hún las í bolla fyrir.
Einnig var Rúna mjög ættfróð og
ljóðelsk.
Rúna dvaldi oft lengi á heimili for-
eldra minna þegar ég var lítil stelpa.
Hún átti mikinn þátt í uppeldi okkar
systra og það var henni mikið kapps-
mál að við kynnum bænirnar. Hún
lagði mikla áherslu á að við reyndum
alltaf að finna það góða í fari hvers
og eins. Það var hennar trú að eftir
að þessu jarðneska lífi lyki, tæki ann-
að líf við og hún beið lengi eftir því að
fá að komast yfir landamærin eins og
hún sjálf orðaði það gjarnan. Ég er
sannfærð um að nú hefur verið tekið
vel á móti henni Rúnu minni og loks-
ins hefur hún fengið að hitta stóru
ástina í lífi sínu, foreldra sína og aðra
sem hún hafði þráð lengi að hitta.
Í dag kveð ég með miklum söknuði
og eftirsjá þessa merku konu sem nú
hefur kvatt þennan heim, en í leið-
inni þakka ég henni fyrir samfylgd-
ina, alla hennar ást og umhyggju
sem hún hefur sýnt mér og börnun-
um mínum í gegnum árin.
Elsku Rúna, ég bið guð og alla
góðu englana að varðveita þig og
passa.
Þín
Jóhanna.
ÁSRÚN
JÓNSDÓTTIR
rúm verði minna eftir því sem tíminn
líður. Það er sagt að tíminn lækni öll
sár og það sár sem var höggvið í sál
okkar, án alls fyrirvara, grói eftir því
sem tíminn líður.
Elsku drengurinn okkar, auga-
steinn foreldra sinna, systur og litla
drengsins og vinur okkar, við óskum
þér góðrar ferðar til þess staðar sem
þú ferð til og við öll förum til í fyll-
ingu tímans.
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga,
björtu augun þín,
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjarta ljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna, vinur, svefnhljóð
meðan syng ég yfir þér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Guð fylgi fjölskyldu þinni í gegn-
um erfið spor.
Kveðja.
Steinþóra og fjölskylda.
Það var sl. miðvikudagsmorgun 6.
júní að ég sat með kaffibollann minn í
rólegheitum og hlustaði á Berglindi
dóttur mína æfa verkin sín á flyg-
ilinn. Þetta var góð stund sem allt í
einu var rofin. Dyrabjöllunni var
hringt og ég sá að Kata systir var að
koma með litlu barnabörnin sín í
heimsókn. Ég sá það strax á henni að
það var ekki allt með felldu. Þvílík
harmafregn. Hann Halli Palli syst-
ursonur minn var dáinn. Hvað hafði
gerst? Hann hafði lent í bílslysi
ásamt góðum vini sínum og dáið sam-
stundis. Þvílíkt högg og þvílík sóun.
Hallgrímur Páll var glæsimenni
með mikla útgeislun. Hann fékk
margar gáfur í vöggugjöf sem hann
fór vel með. Það sést best á því hvað
menntun hans var fjölbreytt sem og
lífshlaup hans. Hann útskrifaðist frá
Hótel- og veitingaskólanum og Fisk-
vinnsluskóla Íslands. Hann var
hálfnaður með nám í lögfræði frá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst en
tók sér hlé vegna þess að hann þurfti
að ganga frá ákveðnum málum.
Hann hafði vald á mörgum tungu-
málum og var að læra rússnesku og
spænsku. Hann kom mér að mörgu
leyti á óvart þegar ég komst að því að
hann hafði mikinn áhuga á heim-
speki. En það sem stendur hjarta
mínu næst er söngurinn. Hann hafði
yndislega og hljómmikla baríton-
rödd. Ég hefði viljað að hann hefði
farið meira út á þá braut og lært að
syngja. Hann hafði allt með sér, útlit,
fas og rödd. Mörgum er enn í fersku
minni þegar þessi fallegi drengur
söng til mín í fimmtugsafmæli mínu.
Þar kom hann mörgum á óvart, því
að fáir vissu að hann Halli Palli hefði
sönggenið í röddinni.
Mér finnst ég hafa átt mikið í hon-
um Halla Palla og ég veit að Sverri
mínum finnst það líka. Hann kom
stundum í heimsókn til okkar og þær
stundir voru gæðastundir. Ég veit að
Halli Palli gaf meira en hann tók, það
segja allar þær heimsóknir, símtöl,
gjafir og blóm sem borist hafa í Arn-
arnesið síðustu daga. Það er alveg yf-
irþyrmandi.
Elsku Hanna mín og fjölskylda.
Guð gefi ykkur styrk og kraft til að
ganga í gegnum þessa miklu sorg.
Við stórfjölskyldan gerum allt sem í
okkar valdi stendur til þess að hjálpa
ykkur og styðja.
Soffía, Sverrir, Berglind og
Hanna Soffía.
Hávaxinn og herðabreiður með
heimsins fallegasta bros, stríðnis-
glampa í augum og undurfallega
söngrödd. Hláturmildur húmoristi
með svo ískalda og hárbeitta kímni-
gáfu að það næstum hélaði í herberg-
inu undan bröndurunum. Réttsýnn
og rökfastur skoðanamaður með
stórar tilfinningar og höfðingi heim
að sækja. Dugnaðarforkur til vinnu
með sterka ævintýraþrá sem leiddi
hann í ótrúlegustu ferðalög og svað-
ilfarir um heim allan. Sögumaður
mikill sem kunni listina að krydda
frásögnina þannig að áheyrandinn
gat verið viss um að alla vega 60%
sögunnar væri sönn. Þannig var
frændi minn, hann Halli, sem nú er
látinn langt um aldur fram. Þrátt fyr-
ir fjögurra ára aldursmun vorum við
Halli alltaf vinir og það skipti engu
hversu langt leið á milli heimsókna,
það var alltaf eins og við hefðum hist
síðast í gær. Bæði forfallnir kvik-
myndaáhugamenn frá unga aldri svo
við fórum oft saman í bíó og gátum
rætt efni myndarinnar langt fram á
nótt. Stundum vorum við ógurlega
ósammála og gátum þráttað eldheitt
fram og til baka um menn og málefni
en enduðum alltaf rifrildin með
hlátrasköllum og glettnislegu stríðn-
isbrosi. Faðmlag frá Halla frænda
var alltaf hlýtt og þétt – ekkert fals,
bara sönn væntumþykja. Ég á eftir
að sakna þessara stunda. Halli
frændi er dáinn. Ég trúi fréttunum
ekki enn og langar aldrei að trúa
þeim.
Elsku Hanna, Dunsi, Elísa Björk
og Guðmundur Gabríel, megi Guð
styrkja ykkur á lífsins erfiðustu
stundu. Minningin um góðan dreng
lifir í brjóstum okkar allra og það er
ég viss um að þessi nýjasti og glæsi-
legasti engill verður fenginn til að
leiða fjöldasöng í partíum í himna-
ríki.
Halli er lagður í enn eina langferð-
ina, þá lengstu til þessa – góða ferð,
elsku frændi.
Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir.
Elsku besti frændi minn. Ljós-
hærði litli drengurinn. Ég man svo
margar stundir frá því fyrir mörgum
árum síðan. Ég unglingsstúlka
heima á Suðureyri við Súgandafjörð.
Við yngstu systkinin heima hjá
mömmu og pabba. Elstu systur mín-
ar orðnar stórar og búnar að hleypa
heimdraganum.
Systur mínar, Hanna og Soffa,
fóru á vertíð til Vestmannaeyja eftir
áramótin 1971. Um vorið komu þær
til baka.
Ég man hvað mamma og pabbi
hlökkuðu mikið til að sjá þær.
Hanna og Soffa komu heim með
strák frá Húsavík. Hann var þá kær-
asti Hönnu. Hann Guðmundur Hall-
grímsson. Hanna var þá ólétt og átti
dreng um haustið sem skírður var
Hallgrímur Páll. Hann var ekki stór
þegar hann fæddist sem fyrirburi.
Ég man hann samt svo lítinn og
svo stóran.
Það skiljast leiðir í lífinu, vinurinn
minn. Faðmlagi þínu gleymi ég aldr-
ei né hversu fallega þú söngst.
Ég hef átt mjög bágt síðan ég
frétti að þú værir ekki lengur á meðal
okkar. Elsku frændi minn, megi guð
vera með þér, ég veit að þú ert núna
hjá fólkinu þínu sem er farið yfir
móðuna miklu. Ég bið guð að vera
með þér og varðveita þig.
Þess óskar þín frænka,
Guðbjörg Sigríður.
Elsku frændi.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Það er sárt að kveðja en við vitum
að þú fylgist með og trúum því að við
hittumst síðar. Hvíl í friði, elsku
frændi.
Elsku Gummi, Hanna, Elísa, Guð-
mundur Gabríel og ættingjar okkar
allir, megi góði Guð styrkja okkur í
þessari miklu sorg.
Guðmundur Karl og fjöl-
skylda, Jónína og fjölskylda.
Elsku Halli minn.
Nú kveð ég þig vinur með klökkva og þrá,
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá,
er sofna ég síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Takk fyrir allt sem þú varst mér.
Það sem var okkar er og verður svo.
Megi góður Guð vera með okkur öll-
um.
Guð blessi minningu þína, elsku
frændi.
Sólveig Halla (Lollý).
Elsku Halli. Nú ertu farinn frá
okkur langt fyrir aldur fram. Þetta
kom sem reiðarslag þegar fréttin
barst að þú hefðir látist í bílslysi.
Minningarnar hrönnuðust upp og
myndin sem við geymum í huga okk-
ar er fallegasta myndin sem til er á
jörðinni. Þú varst og verður alltaf
nánasti og besti vinur okkar. Við er-
um búin að rifja upp allar góðu
stundirnar í Sólheimunum, hvað þú
komst alltaf með mikinn kærleika og
frið, þegar þú eldaðir yndislegu mál-
tíðirnar, þar sem þú varst snilldar-
kokkur enda útlærður og við tölum
nú ekki um friðarstundirnar við
kertaljós. Alltaf gast þú gefið okkur
góð og dýrmæt ráð sem við munum
muna eftir þegar eitthvað bjátar á.
Við minnumst þín sitjandi inni í
stofu þar sem þú gast fengið okkur til
að gleyma stund og stað. Hjartað þitt
var stórt og gefandi og ávallt hafðir
þú tíma til að koma við ef mikið lá við.
Þú varst sannur vinur. Þegar ég
greindist með krabbamein þá varst
þú fyrsti maður til að sýna mér styrk
og það sem þú hefur gert fyrir okkur
í gegnum mín veikindi er ómetan-
legt, þú varst algjör klettur, elsku
Halli.
Hláturinn þinn hljómar í eyrum
okkar og fallega brosið þitt sjáum við
og geymum með okkur.
Það var fyrir rétt mánuði síðan að
við komum og heimsóttum ykkur
feðga upp í sumarbústað, sem var
þinn griðastaður. Við áttum yndis-
legan dag með ykkur og litli engillinn
þinn bræddi hjörtu okkar, hans miss-
ir er mikill og við biðjum góðan guð
að vernda hann og styrkja.
Elsku Halli, við trúum því að þú
sért kominn á betri stað í lífinu og að
þú munir vaka yfir okkur hinum. Við
elskum þig.
Við biðjum góðan guð að vernda og
styrkja Guðmund, Jóhönnu, Elísu,
Guðmund litla og alla aðra ættingja
og vini og viljum kveðja þig, elsku
Halli, með þessum orðum.
Loforð guðs: Ég hef aldrei lofað að
brautin sé bein og gullskrýddir vegir
alla leið heim. Ég get ekki lofað þér
gleði án sorgar, á göngunni til him-
insins helgu borgar. En lofað ég get
þér aðstoð og styrk og alltaf ljósi þó
leiðin sé myrk. Mundu svo, barn
mitt, að lofað ég hef að leiða þig sjálf-
ur hvert einasta skref.
Hvíl þú í friði, engillinn okkar.
Þínir vinir,
Björk og Áki.
Fleiri minningargreinar um Hall-
grím Pál Guðmundsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Sigríður
Arngrímsdóttir; Björn, Trausti,
Brynjar, Björg, Jónas og Ólöf; Íris;
Karl Garðarsson; Gunnar Valur
Sveinsson.