Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 45 DAGBÓK listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi and- lit, sem hún vinnur með akríl- og olíu- málningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn á laugardögum. www.safn.is Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu stendur yfir sýning í máli og myndum um fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýn- ingin kemur frá Ílhavo vinabæ Grindavíkur og segir frá fiskveiðum Portúgala frá árinu 1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí. Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr- anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist- jáns Guðmundsonar í Skaftfelli, menn- ingarmiðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21 í sumar. Suðsuðvestur | Þórunn Hjartardóttir límir í Suðsuðvestri. Sýningin stendur til 18. júní. Opið fim. og föst. kl. 16 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 17. Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sumarið 1938. Af mynd- um ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tján- ingarform. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns í anddyri Laugardals- laugar um Laugarnesskóla í 70 ár. Sögu- legur fróðleikur, ljósmyndir og skjöl. Opin á opnunartíma laugarinnar. Allir velkomnir. Til 30. júní. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9 – 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarnarfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Sýningin er opin alla daga kl. 12–18, frá 15. júní til 31. ágúst. Listasafn Árnesinga | Tvær sýningar í safninu. Sýningin HÉR er verðlaunasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur, en hún tók við norrænu textíllistaverðlaununum í Svíþjóð 2005. Sýningin FORMLEIKUR – GEO- METRIA er sýning Sonju Hakansson, en hún var tilbúin með þessa einkasýningu sama ár og hún lést, árið 2003. Til 18. júní. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaups- siði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli kl. 10 og 17. Til 15. sept- ember. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja sög- una frá landnámi til 1550. ww.saga- museum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Handritin – Saga handrita og hlutverk um aldir. Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir. Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–2006. Síðustu forvöð að sjá sýninguna um Snorra, henni lýkur 17. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úr- val gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu árum en mikil gróska hefur verið í forn- leifarannsóknum. Vafalaust munu niður- stöður þeirra með tímanum breyta Ís- landssögunni. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar er safnbúð og kaffihús. Safnið hlaut sérstaka viðurkenningu í sam- keppni um safn Evrópu árið 2006. Opið alla daga kl. 10–17. Bækur Listasafn ASÍ | ASÍ – fraktal – grill Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson unnu sýninguna í sameiningu með safnið í huga. Listamennirnir reyna að fletta ofan af illsýnilegum, óskráðum en kannski aug- ljósum hliðum þess samfélags/umhverfis sem þeir starfa innan. Opið 13–17. Aðgang- ur ókeypis. Til 26. júní. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Dubliner | Hljómsveitin Sólon spilar í kvöld. Hressó | Hljómsveitin Bermuda leikur í garðinum á Hressó 17. júní kl. 22–1. Kringlukráin | „Labbi í Mánum“ öðru nafni Ólafur Þórarinsson og hljómsveitin Karma leika 16. og 17. júní. Lukku Láki | Dúettinn Sessý og Sjonni ætl- ar að halda uppi stuðinu í kvöld, leikar hefj- ast á miðnætti. Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit Friðjóns spilar 16. og 17. júní. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fimm- kallahringurinn eftir fjöllistahópinn Norðan Bál. Lifandi ljósastaurar. Að sjá er upplifun. Staðsetning verksins er á túnreitnum fyrir utan Gerðarsafn í Kópavogi. Fyrri verk Norðan Báls eru m.a. opnunaratriði Vetrar- hátíðar í Reykjavík sl. tvö ár og túlípanar á ljósastaurum. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagsferð í Borgarfjörð: Lundarreykjadalur–Húsafell– Reykholt 20. júní. Eldri borgarar velkomnir. Skráning í síma 892–3011. Börn Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu- gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á www.itr.is og í síma 411 5000. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Allir vel- komnir, gott með kaffinu. Hár- greiðslustofan og fótaaðgerðastofan er opin alla virka daga kl. 9–16. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bingó fellur niður í júní og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Brids mánudaga kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus miðvikudaga kl. 14. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og dagblöðin liggja frammi. Opið kl. 9– 16. Allir velkomnir. Sími 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Þjórsárdalur - Galtilækur: Dagsferð 24. júní. Ekið um Þjórsárdal komið við á Stöng, og fleiri staðir skoðaðir. Ekið um Landveg að Galtalæk. Kaffi- hlaðborð í Hestheimum. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Bridge kl. 13.15, félagsvist kl. 20.30. Þjóðhátíð- ardagskrá í Gjábakka á morgun kl. 15. Á dagskrá verður m.a. söngur, upp- lestur, fiðluleikur og kaffihlaðborð. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Miðvikud. 21. júní er árlegur Jónsmessufagnaður í Básn- um Ölfusi, stjórnandi Ólafur B. Ólafs., harmonikkuleikari og söngvari. Fjöl- breytt dagskrá og kaffihlaðborð. Skráning hafin á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa, baðþjón- usta, fótaaðgerð (annan hvern föstu- dag) og hárgreiðsla. Spurt og spjallað kl. 11, hádegismatur kl. 12, bókabíll kl. 14.45, kaffi kl. 15. Bingó verður 9. og 23. júní. Grillveisla föstud. 16. júní kl. 13.30. Keppni í boccia og pútti, glæsi- leg verðlaun. Skráning á skrifstofu. Sigurbjörn Þorkelsson flytur erindi í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi gegn ofbeldi á öldruðum. Grill, happ- drætti og tónlist. Verð kr. 500. Skrán- ing í síma 587 2888. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 21. júní 2006. Jónsmessukaffi að Básum í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafs- sonar hjóðfæraleikara. Ekið um Heið- mörk á leið austur og lúpínan skoðuð. Brottför frá Hraunbæ kl. 13. Verð. 2.300. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888 fyrir 16. júní. Hvassaleiti 56–58 | Jóga hjá Björgu Fríði kl. 9 og 10. Grillveisla verður haldin á Jónsmessunni 23. júní nk. Upplýsingar og skráning í síma 535 2720 hjá Kristínu Hraundal. Hæðargarður 31 | Opið öllum kl. 9– 16. Listasmiðjan opin. Ganga leikfimi- hóps á þriðjudag og fimmtudag kl. 10. Gönuhlaup á föstudag kl. 10. Út í blá- inn laugardag kl. 10. Bónus þriðjudag kl. 12.40. Nánari uppl. 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 10 ganga, kl. 14 leikfimi, kl. 9 opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30 verður sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Rjómapönnukökur í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opn- ar, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins fellur niður í dag vegna nýkynslóðar „uppskeruhátíðar-móts“ í Kotinu. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is                                                                        !  "  #  $ % & !       !      !      $ % &                    !  "#$ $%$#

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.