Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.bluelagoon.is
Afl
TÍMINN tvinnaður nefnist sjónlistasýning
sem opnuð verður í kvöld í Listasafni Reykja-
nesbæjar í Duushúsum. Sýningin kannar hug-
myndir fyrirbærafræði vísindanna, end-
urtekningarinnar og líkamans, að sögn
aðstandenda en að henni stendur alþjóðlegi
listhópurinn Distill.
Bollaleggingar á hugtökunum
tími og endurtekning
Distill samanstendur af sjö nútíma-
listamönnum sem búsettir eru víða um heim
en eiga það sameiginlegt að hafa á sínum tíma
stundað listnám í Colarado í Bandaríkjunum.
List þeirra spannar sviðið frá tvívíðum hlutum
til skúlptúra og innsetninga. Listaverkin sem
um ræðir eru unnin úr margvísilegum efniviði
og má meðal annars berja augum verk búin til
úr ýmsum og ólíkum endurnýjanlegum efn-
um. Þannig er áhorfandinn minntur á hring-
rás tímans, en í sýningarskrá stendur að sýn-
ingin endurspegli „margbrotnar
bollaleggingar á hugtökunum tími og end-
urtekning“.
Kynferðisleg skírskotun
Meðal meðlima Distill-hópsins er Banda-
ríkjamaðurinn Jaeha Yoo. Yoo nýtir sér meðal
annars framsetningu á tuskudýrum og vísa
verk hans í minningar frá draumum barnæsk-
unnar. „Að stóru leyti snýst sýningin um það
hvernig verkin eru unnin og um efnið sem við
notum. Við notum efni sótt í hversdaginn og
inn á heimilið með móti sem nær út fyrir hefð-
bundinn skilning fólks á efninu,“ útskýrir Yoo.
Hann segir að í sínu tilfelli hafi hann viljað
vekja upp tilfinningar sem tengdust æviskeið-
inu mitt á milli tíma sakleysis og þekkingar.
„Þetta er tímabilið þegar við verðum siðferði-
lega meðvituð um líkama okkar. Ég nota
vissulega leikföng en það er óneitanlega smá
kynferðisleg skírskotun í verkum mínum.
Slíka skírskotun má finna í fleiri verkum á
sýningunni.“
Myndlist | Alþjóðlegi listhópurinn Distill afhjúpar
hversdaginn í Listasafni Reykjanesbæjar í kvöld
Unnið úr heimilisefni
með óvæntum hætti
Áhorfandinn er minntur á hringrás tímans með endurnýjanlegum efnum.
HIN viðamikla einkasýning Hrafnhildar
Sigurðardóttur, „Hér“ í Listasafni Árnes-
inga, felur í sér sérkennilega blöndu létt-
leika, litríkis, leikgleði og húmors við póli-
tíska biturð og óhugnanlega þolinmæði.
Hekluð, hnýtt og prjónuð verk í yf-
irstærðum og mismunandi pólitískar skír-
skotanir í titlum þeirra og rituðum texta
sýningarinnar bera með sér togstreitu milli
fagurfræði þeirra og þeirrar undirliggjandi
reiði sem virðist ekki síður hafa verið drif-
krafturinn við gerð þeirra.
Í efnislega áleitnu verki sem gert er úr
mjúkum plaströrum fylltum með varalit og
hengt upp á vegg eins og snærishönk
þrengir titillinn „Varastækkun?“ óþarflega
túlkunina. Þetta á einnig við um sjónrænt
áhugavert verk sem samanstendur af hör-
þráðum og megrunartöflum og ber titilinn
„Ekki minn lífstíll“.
Pólitískur rétttrúnaður titlanna nær litlu
samhengi við myndræna útfærslu verkanna
sem hafa í sér mun víðtækari og áhugaverð-
ari túlkunarmöguleika. Listpólitíska verkið
„Sjálfsmynd myndlistarkonu – Hver er á
spena hvers“ og „Ólögleg möskvastærð“ eru
dæmi um verk þar sem titlarnir fela þó að-
eins í sér ákveðnar vísanir en rígbinda túlk-
unina ekki niður. Hins vegar er það gert í
textanum sem fylgir og verður að teljast
óþörf stýring.
Hið áhugaverða við sýninguna er samt
sem áður sú spurning hvernig hægt sé að
tjá pólitíska ádeilu eða reiði í verkum sem
unnin eru með svo mikilli þolinmæði og fín-
legu handbragði. Svarið virðist liggja í því
að drifkrafturinn sé reiðin sem umbreytist í
logandi úthald, endurtekinn rytma hand-
verksins sem hefur ekkert með þolinmæði
að gera og er frekar skyldur andstæðu
hennar.
Óánægjan sem upplifuð er beinist inn á
við, að handverkinu, og á kannski eitthvað
skylt við sjálfspíningarhvöt sem magnast
þar upp vegna ákveðins valdaleysis. Þetta
minnir á aldagamalt táknmál kvenna sem
tjá sig með þögn og svipbrigðum, líkamsmál
bálreiðrar konu sem finnur óánægjunni
engan farveg nema í litlum, reiðum hreyf-
ingum hárbeittrar heklunálarinnar.
Það er þessi þáttur í verkunum sem virk-
ar trúverðugastur og sterkastur, ekki síst
þegar hið fallega í handverkinu ógnar stöð-
ugt þeirri tilfinningu sem verið er að miðla.
Hnýtt eða hekluð net eru með skemmti-
legri verkum á sýningunni, netið þarf ekki
að standa fyrir veiðarfæri eingöngu heldur
felur það einnig í sér táknmynd örygg-
isnets, hlífðarnets eða tengslanets. Rauðar
og bleikar netjur hafa margslungnar skír-
skotanir til innviða líkamans jafnt sem fé-
lagslegs veruleika. Óhugnaður Medúsu tek-
ur á sig margar myndir en þræðir
örlaganna rakna upp um leið og við sjáum
að vefurinn er samfélagslegur og mann-
gerður. Þæfður valmúi í ofskynjunarlitum
og gegnsætt girnisverk bjóða upp á lík-
amlega upplifun tálmyndarinnar.
Sýningin sem heild virkar sjónrænt sem
létt, falleg og áhrifarík innsetning en boð-
skapur hennar virðist heldur þyngri en ætla
mætti í fyrstu. Best tekst til þegar boð-
skapurinn er innbyggður í sjónrænan og
efnislegan veruleika verkanna og áhorfand-
anum sjálfum látið eftir að túlka það sem
hann sér.
Hárbeittar heklunálar
TEXTÍLL
Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Sýningin stendur til 18. júní. Opið alla daga frá kl.
11.00–17.00
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Þóra Þórisdóttir
„Hnýtt eða hekluð net eru með skemmtilegri
verkum á sýningunni, netið þarf ekki að
standa fyrir veiðarfæri eingöngu heldur felur
einnig í sér táknmynd öryggisnets, hlífð-
arnets eða tengslanets,“ segir í umsögn.