Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MERKILEGAR hljóðupptökur frá
frumbernskuárum Stuðmanna, sem
talið var að hefðu glatast, komu í
leitirnar fyrir tilviljun nú 35 árum
síðar og verða gefnar út á hljóm-
diski […] Að sögn Jakobs Frímanns
Magnússonar eru þetta fyrstu og
einu upptökurnar sem líta dagsins
ljós með upphaflegum forsöngvara
Stuðmanna, Gylfa Kristinssyni.“
Svo hljóðaði frétt í Morg-
unblaðinu þann 1. apríl síðastliðinn.
Vakti fundurinn á upptökunum
mikla athygli, enda saga Stuðmanna
orðin ein sú lengsta og merkilegasta
í íslenskri poppsögu. En eins og
dagsetningin gefur til kynna er
fréttin ekki alsönn:
„Aprílgabbið var það að þetta
væru gamlar upptökur. Þær voru
hins vegar, og eru, nýjar,“ segir Val-
geir Guðjónsson einn upphaflegra
Stuðmanna – eða Frummanna eins
og þeir kalla sig nú – en hinir eru
Jakob Frímann Magnússon, Gylfi
Kristinsson og Ragnar Daníelsson.
„Lögin er að vísu misný. Þau elstu
eru ekki jafngömul hljómsveitinni
en ég get ímyndað mér að þarna séu
lög sem eru 20 ára gömul – sem
þykir nokkuð virðulegur aldur fyrir
lag.
Fyrsti rótari Stuðmanna
Valgeir, sem á flest lögin á nýju
plötunni Tapað, fundið, segir að
hugmyndin að útgáfunni hafi komið
upp fyrir að verða tveimur árum
þegar hinir upprunalegu Stuðmenn
voru fengnir til að spila í fimmtugs-
afmæli hjá Erni Andréssyni. „Örn
er aldavinur okkar og státar af
þeirri nafngift að vera fyrsti rótari
Stuðmanna en þeirri stöðu gegndi
hann þegar sveitin kom fyrst fram á
árshátíð Menntaskólans í Hamra-
hlíð, fyrir 35 árum. Við komum sam-
an í afmæli Arnar í svolitlu gamni
og bríaríi en eftir flutninginn þótti
þetta vera líklegt til að taka á sig
áhugaverða mynd – fyrir fleiri en þá
sem þarna voru staddir í afmælinu.
Stuttu síðar fórum við að huga að
efni og Gylfi og Ragnar lögðust á
sínar árar, ég á mínar og svo lagði
Jakob til eitt lag af mikilli hógværð
því hann er mjög öflugur lagasmið-
ur.“
Voru lögin þá þegar til eða voru
þau samin sérstaklega fyrir plöt-
una?
„Bæði og … ég átti sum af þess-
um lögum til en önnur samdi ég sér-
staklega með þetta verkefni í huga.
Það er alltaf voðalega hvetjandi að
hafa ástæðu til að semja efni. Þá er
maður yfirleitt duglegri en ella.“
Tekið upp í LA
Liggurðu á miklu efni?
„Já, ég á heilmikið efni sem ég
hyggst fara að vinna úr og koma í
farveg – eða farvegi réttara sagt.
Ég hef aldrei stundað það mikið að
semja fyrir aðra en ég get hugsað
mér að gera meira af því. Það er oft
leitað til mín og ég bregst sjaldnar
við en ég er beðinn.“
Tapað fundið er hljóðrituð í Track
Records Studio í Los Angeles og
þar komu nokkrir af reyndustu
hljóðfæraleikurum rokksögunnar
við sögu.
„Við veltum ýmsum hljóðverum
og tónlistarmönnum fyrir okkur en
þarna er allt það besta til staðar.
Við fengum til að mynda einn fræg-
asta trommara rokksins, Jim Kelt-
ner og bassadrottninguna á áttræð-
isaldri, Carol Kaye til að leika inn á
plötuna og svo lagði Keltner til vin
sinn sem er einn öflugasti „session-
“hljóðfæraleikari Los Angeles og
hefur unnið með öllum meðlimum
Stones og fleirum og hann hentaði
þessu verkefni aldeilis frábærlega.
Leika 17. júní
Það má heyra mikinn unglinga-
anda svífa yfir vötnum á plötunni,
bæði í laga- og textasmíðum. Settuð
þið ykkur í sérstaka stellingar?
„Já, já. Við gerðum það. Við geng-
um í þennan aldingarð sem við lifð-
um og hrærðumst í kringum 1970
þegar hljómsveitin varð til og við
tókum mið af því sem við vorum að
hlusta á. Bítlarnir voru við það að
hætta þarna og síðan hafði hippa-
bylgjan mikil áhrif á mann. Þannig
að það er eilítið sólskin og eilítill
poppandi í þessum lögum sem við
höfum á langri leið lært að umgang-
ast af virðingu.“
Frummenn áttu sögulega end-
urkomu í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum um verslunarmanna-
helgina síðustu og vöktu mikla
kátínu tónleikagesta. Á morgun
koma þeir saman aftur og leika fyrir
þjóðhátíðargesti í miðborginni.
„Við ætlum að taka nokkur lög 17.
júní og svo sjáum við til. Ef tími og
kraftar leyfa munum við hugsanlega
gera eitthvað meira, það er alltaf
skemmtilegast að leika fyrir framan
lifandi fólk. Svo veltur það nú svolít-
ið á því hvaða viðtökur platan fær,
hvort við leggjum í aðra lögn. Þetta
var mjög fljótt og skemmtilegt sam-
starf og ævintýri líkast frá a til ö.“
Í aldin-
garði
æsk-
unnar
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Frummenn komu fram ásamt
Stuðmönnum í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum um síðustu
verslunarmannahelgi.
Tónlist | Hinir upprunalegu Stuðmenn senda frá sér plötuna Tapað, fundið
Hljómsveitin Stuðmenn var
stofnuð í kringum árshátíð MH
fyrir um 35 árum. Á myndinni
sést í hvað stefndi.
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
eee
S.V. MBL.
Mögnuð endurgerð af
hinni klassísku The Omen !
RV kl. 6, 8 og 10
The Omen kl. 10 B.i. 16 ára
16 Blocks kl. 8 B.i. 14 ára
X-MEN 3 kl. 6 B.i. 12 ára
RV kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10
The Omen kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
X-Men 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 5, 8, og 11 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8, og 11
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.40
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.40
ROBIN WILLIAMS
1 fjölskylda. - 8 hjól.
Engar bremsur.
Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins.
Fór beint á
toppinn í
Bandaríkjunum!
Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó?
Yfir 51.000 gestir!