Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað segirðu gott?
Ég er bara nokkuð hress, takk fyrir það!
Mállaus prins eða vinsæll útigangsmaður? (spurt af
síðasta aðalsmanni, Anítu Briem leikkonu) Fer eftir
landi og borg, hugsa samt mállaus prins.
Kanntu þjóðsönginn?
Að sjálfsögðu.
Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert?
Um síðustu helgi skrapp ég til Svíþjóðar í tvo daga.
Uppáhalds maturinn?
Margt og mikið, flest allt sem konan mín og mamma
gamla elda!
Bragðbesti skyndibitinn?
American Style.
Besti barinn?
Salatbarinn hjá Ingvari í Faxafeni.
Hvaða bók lastu síðast?
In Pursuit of Excellence, mjög góð bók.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Cabarett.
En kvikmynd?
Mission impossible 3, mæli ekki með henni.
Hvaða plötu ertu að hlusta á? Hlusta yfirleitt á ipod-
inn minn og þá fer mest eftir skapi hvað ég hlusta á.
Uppáhalds útvarpsstöðin?
X-FM, þeir Capone-bræður eru snillingar.
Besti sjónvarpsþátturinn?
24, Friends o.fl.
Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru-
leikaþætti í sjónvarpi? Nei, það gæti ég ekki hugsað
mér.
G-strengur eða venjulegar nærbuxur?
Venjulegar fyrir mig, takk, g- fyrir konuna!
Helstu kostir þínir?
Það verða aðrir að dæma um.
En gallar?
Er ekki gott að vera með sama svar hér?
Besta líkamsræktin?
Fer eftir skapi, ef ég er reiður er gott að hlaupa og
lyfta annars er mjög gaman að taka léttan fótbolta eða
körfubolta í góðra vina hópi.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Man ekki hvað það heitir, sorrí!
Ertu með bloggsíðu?
Ó nei, held að hún yrði ekkert rosalega spennandi.
Pantar þú þér vörur á netinu? Sjaldan en kemur fyrir.
Flugvöllinn burt?
Hvert?
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Hvað er með þetta veður hérna?
Íslenskur aðall | Guðjón Valur Sigurðsson
„Hvað er með þetta veður?“
Morgunblaðið/RAX
„Ef ég er reiður er gott að hlaupa og lyfta, annars er
mjög gaman að taka léttan fótbolta eða körfubolta.“
Það mun mikið mæða á aðalsmanni
vikunnar á morgun, en þá spilar
hann með íslenska landsliðinu í
handknattleik gegn Svíum í síðari
leik liðanna um laust sæti á HM á
næsta ári. Íslendingar unnu
yfirburðasigur í fyrri leiknum
og nú er bara að vona að slíkt hið
sama gerist í Laugardalshöll á
sjálfan þjóðhátíðardaginn.
STÓRSVEIT Nix Noltes heldur
tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld og leikur að vanda þjóðlaga-
tónlist frá Búlgaríu og Balk-
anskaga.
Sérstakur gestur hljómsveit-
arinnar að þessu sinni verður
Böðvar Brútal, sem mun syngja
nokkur lög með henni á jiddísku.
Hljómsveitin hefur margoft
komið fram og leikið austur-
evrópska tónlist, en þó er end-
urnýjunin ör. Lögin að þessu sinni
eru glæný og engin þeirra voru á
síðustu plötu hljómsveitarinnar
Orkídeur Havaí.
Að sögn Eiríks, eins af fjöl-
mörgum meðlimum Stórsveitar
Nix Noltes, var hljómsveitina farið
að klæja í puttana að fá að spila,
en einnig vakti fyrir þeim að spila
með nýjum dúetti, skipuðum þeim
Kriu Brekkan úr MÚM og Avey
Tare, söngvara hljómsveitarinnar
Animal Collective. Þau munu spila
og syngja frumsamin lög á gítar
og píanó.
Erlendur plötusnúður byrjar að
spila skömmu eftir að húsið verður
opnað kl. 22. Avey og Kria spila
um 23 leytið og Stórsveitin byrjar
svo um klukkutíma síðar. Fjörið
stendur svo fram eftir kvöldi eða
þangað til „allir eru dottnir niður“,
að sögn Eiríks.
Aðgangseyrir er 700 kr.
Morgunblaðið/Eyþór
Stórsveit Nix Noltes mun einungis leika ný lög í kvöld.
Tónlist | Stórsveit Nix Noltes og vinir
í Þjóðleikhúskjallaranum
Spilað þar til
allir detta niður
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
Leitið Sannleikans
- Hverju Trúir Þú?
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
eee
V.J.V.Topp5.is
FULL AF LÉTTLEIKANDI
GÁLGAHÚMOR ÞAR SEM
ROWAN ATKINSON
(MR BEAN & LOVE ACTUALLY)
ER Á HEIMAVELLI.
AÐRIR LEIKARAR ,
KRISTIN SCOTT THOMAS
(FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL),
MAGGIE SMITH (HARRY POTTER)
OG KVENNAGULLIÐ
PATRICK SWAYZE.
GRÍNHROLLUR BEINT Í ÆÐ.
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ
KEEPING MUM kl. 6 - 8:20 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
DA VINCI CODE kl. 8 B.I. 14.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 B.I. 14.ÁRA.
SHAGGY DOG kl. 6
MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 14.ÁRA.
KEEPING MUM kl. 5:45 - 8 B.I. 12 ÁR
16 BLOCKS kl. 10:10 B.I. 14 ÁR
X - MEN 3 kl. 5:45 B.I. 12 ÁR
POSEIDON kl. 8 B.I. 16 ÁR
THE DA VINCI CODE kl. 10 B.I. 14 ÁR
SLITHER kl. 8 - 10 B.I. 16.ÁRA.
SHE´S THE MAN kl. 8
POSEIDON kl. 10 B.I. 14.ÁRA.
LEPJULEGASTI GRÍNHROLLUR ÁRSINS ER KOMINN.
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ENDURGERÐINA AF
„DAWN OF THE DEAD“
eee
VJV, Topp5.is