Morgunblaðið - 16.06.2006, Síða 2
100. LANDSLEIKUR KVENNA
2 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
ÍSLAND hefur þrisvar mætt portúgalska kvennalandsliðinu, í öll
skiptin í vináttuleikjum. Farið var ytra 1995 þar sem leiknir voru
tveir leikir. Þeir töpuðust 2:1 og 3:2. Ísland lék svo ytra aftur árið
1997 og lauk þeim leik með markalausu jafntefli. Portúgal hefur leik-
ið fimm leiki í riðlinum og tapað þeim öllum. Liðið er í neðsta sæti 2.
riðils, en Svíþjóð er efst með 13 stig og Tékkland í öðru sæti með 10.
Ísland er í þriðja sæti en á leik til góða. Portúgal hefur líkt og Ísland
aldrei komist á stórmót í knattspyrnu kvenna.
Portúgal er númer 45 á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins
en Ísland er númer 18.
Aldrei unnið Portúgal
Ísland er með sjö stig í riðlinum eft-ir fjóra leiki en Portúgal hefur
ekkert stig eftir fimm leiki og
markatala liðsins er 2:19. „Já, það
segir nú ekki alla söguna þó marka-
talan sé óhagstæð hjá þeim. Það
gæti hins vegar ef til vill truflað okk-
ur eitthvað. Ég hef verið að skoða
upptökur af leikjum þeirra og þetta
er sýnd veiði en ekki gefin. Þarna
eru flinkar stelpur sem þurfa
kannski ekki nema einn leik til að fá
sjálfstraust. Við þurfum því að vera
vel undirbúin og koma gríðarlega vel
stemmd til leiks. Við ætlum ekki að
láta þetta verða leikinn sem lætur
Portúgal fá sjálfstraust. Það verður
allt gert til að koma í veg fyrir það,“
sagði Jörundur Áki.
Hann viðurkenndi að staða Ís-
lands í riðlinum yrði ágæt með góð-
um sigri. „Já, við yrðum þá með tíu
stig líkt og Tékkar sem unnu Portú-
gal 6:0 í Tékklandi um daginn.
Markatalan yrði þá líklega Tékkum í
hag í baráttu okkar við þá. Það er
stefnan hjá okkur að fagna sigri – og
að ná í þau þrjú stig sem eru í boði.
Þá eigum við Tékka og Svía hér
heima seinna í sumar.“
Ísland og Portúgal hafa leikið þrí-
vegis og alltaf í Portúgal. Fyrstu
tveir leikirnir töpuðust með einu
marki, 2:1 og 3:2, í júní 1995 en liðin
gerðu markalaust jafntefli í mars
1997.
Jörundur Áki sagði að Guðlaug
Jónsdóttir og Guðbjörg Gunnars-
dóttir ættu við einhver smávægileg
meiðsli að stríða. „Síðan er það auð-
vitað slæmt að Ásthildur [Helgadótt-
ir] verður ekki með okkur og við
verðum að fylla þá stöðu. Hún fékk
klaufalegt spjald í leiknum við Hvít-
Rússa og missir því af þessum tíma-
mótaleik, sem er leiðinlegt fyrir hana
enda er hún búin að leika þá marga.
Ég trúi því og treysti að stelpurnar
muni gera þennan dag eftirminnileg-
an bæði fyrir okkur og hana og alla
þá sem taka þátt í leiknum og mæta
á völlinn,“ sagði Jörundur Áki
Tengdafaðir Jörundar Áka, Sigur-
bergur Sigsteinsson, var landsliðs-
þjálfari kvenna og hann stýrði ein-
mitt landsliðinu þegar það vann sinn
fyrsta sigur. Það var 19. ágúst 1985
sem íslenska liðið lagði Sviss ytra,
3:2. Það var níundi landsleikur ís-
lenskra kvenna og síðan hefur liðið
leikið 90 leiki. Heimtar tengdapabbi
ekki alltaf sigur?
„Jú, jú, hann gerir það auðvitað,
en hann veit hvað það er að vera
landsliðsþjálfari þannig að hann er
ekkert að nudda mér upp úr því ef
illa gengur. Hann veit að þá borgar
sig bara að þegja og leyfa mönnum
að vera í friði,“ sagði Jörundur Áki.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsliðsstúlkurnar voru mættar á æfingu í Laugardalnum í gærkvöldi til að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Portúgal.
Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari er bjartsýnn fyrir leikinn gegn
Portúgal á Laugardalsvellinum, sem er 100. landsleikur Íslands
Stefnan hjá okkur
er að fagna sigri
„ÞETTA er tímamótaleikur og
hann leggst mjög vel í okkur,“
sagði Jörundur Áki Sveinsson,
landsliðsþjálfari kvenna, í sam-
tali við Morgunblaðið eftir lands-
liðsæfingu í gær. Íslenska
kvennalandsliðið mætir Portúgal
í 100. landsleik sínum á Laug-
ardalsvelli á sunnudaginn, en
leikurinn er í undankeppni HM.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Jörundur Áki Sveinsson stjórnar landsliðsæfingu í gærkvöldi.
ÞAÐ er danskt dómaratríó sem
stjórnar ferðinni í leik Íslands og
Portúgals á Laugardalsvellinum
kl. 16. Dómarinn heitir Marianne
Svendsen. Henni til aðstoðar
verða Jesper Petersen og Lars
Poulsen. Fjórði dómari er svo
Eyjólfur Ágúst Finnsson.
Eftirlitsmaður UEFA er Sheila
Begbie frá Skotlandi. Hún er yfir-
maður kvennaknattspyrnumála í
Skotlandi og á að baki farsælan
feril sem leikmaður og einnig
þjálfari. Hún lék sinn fyrsta
landsleik aðeins 15 ára og var
fyrirliði skoska landsliðsins um
tíma. Hún var einmitt í skoska
landsliðinu sem lék gegn Íslandi í
fyrsta A-landsleik Íslands fyrir 25
árum.
Frítt er á leikinn og eru allir
knattspyrnuáhugamenn hvattir
til þess að hvetja stelpurnar til
dáða.
Danskir
dómarar
Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val
Aðrir leikmenn:
Guðlaug Jónsdóttir, Breiðabliki
Kristín Jónsdóttir, Val
Edda Garðarsdóttir, Breiðabliki
Guðrún S. Gunnarsd., Breiðabliki
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Dóra Stefánsdóttir, Malmö FF
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Dóra María Lárusdóttir, Val
Málfríður E. Sigurðardóttir, Val
Erna B. Sigurðard., Breiðabliki
Erla S. Arnardóttir, Mallbackens
Ásta Árnadóttir, Val
Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabliki
Greta M. Samúelsd., Breiðabliki
Harpa Þorsteinsd., Stjörnunni
Guðný Björk Óðinsdóttir, Val
Þóra B. er fyrirliði.
Guðný Björk er nýliði.
Landslið
Íslands
Svíþjóð ................................5 4 1 0 20:6 13
Tékkland ............................5 3 1 1 13:9 10
Ísland..................................4 2 1 1 7:4 7
Hvíta-Rússland..................5 1 1 3 3:12 4
Portúgal..............................5 0 0 5 2:19 0
STAÐAN