Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 13

Morgunblaðið - 16.06.2006, Page 13
100. LANDSLEIKUR KVENNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 D 13 SIGURBERGUR Sigsteinsson, fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður Fram í knattspyrnu, var þjálfari landsliðs- ins er það vann sinn fyrsta lands- leik gegn Svisslendingum 19. ágúst 1985 í Dietikon í Sviss, 3:2. Erla Rafnsdóttir, Ragna Lóa Stef- ánsdóttir og Ragnheiður Jón- asdóttir skorðu mörkin í leiknum. Landsliðið var þannig skipað: Erna Lúðvíksdóttir, Margrét Sig- urðardóttir, Guðrún Sæmunds- dóttir, Svava Tryggvadóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Laufey Sigurð- ardóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Erla Rafnsdóttir fyrirliði, Ásta María Reynisdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir og Ásta B. Gunnlaugs- dóttir. Karitas Jónsdóttir kom inn á sem varamaður, en aðrir varamenn voru Vala Úlfsdóttir, Arna Stein- sen, Sigríður Jóhannsdóttir og Halldóra Gylfadóttir. Þess má geta að Sigurbergur er tengdafaðir Jörundar Áka Sveins- sonar, sem er núverandi landsliðs- þjálfari Íslands. Hann er giftur Herdísi, fyrrverandi landsliðs- manni í handknattleik úr Stjörn- unni. Fyrsti sigurinn í Sviss SIGRÚN Sigríður Óttarsdóttir lék alls 32 landsleiki með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu á árunum 1992–1999. Hún var fyrirliði í sex af þessum leikjum og skoraði í þeim þrjú mörk. Sigrún, eða Ída eins og hún er jafnan kölluð, minnist leiksins gegn Hol- lendingum árið 1994, en leikurinn fór fram í Rotter- dam. „Við unnum leikinn 1–0 og í slíkri stöðu er ekk- ert öruggt. Sigríður Fanney Pálsdóttir var markvörður okkar í þessum leik og hún tók sig til í eitt skiptið og sólaði sóknarmann hol- lenska liðsins inni í okkar vítateig. Við sem stóðum vaktina í vörninni fengum allar sjokk en Sigga var ekki að stressa sig á þessu, glotti og sagði eins og henni einni er lagið: „Ég er aðeins að kynda!““ Sigrún er sannfærð um að ís- lenska kvennalandsliðinu muni tak- ast að komast í úrslitakeppni stór- móts, spurningin er ekki hvort heldur hvenær það muni gerast. Hún segir að þó svo að það sé ekki svo langt um liðið frá því hún hætti sjálf að spila hafi mikið breyst. „Það er komin fullmikil atvinnumennska í þetta. Mér finnst að stelpurnar séu ekki að spila með hjartanu og hafi ekki eins gaman af þessu og við gerð- um. Nú eru gerðar kröfur um peninga, íbúð eða bíl fyrir hvern sprett sem þær taka. Við þurf- um að taka til hjá okkur sjálfum, það þarf að jafna deild- ina en spurningin er hvaða ráð eru til þess. Það virðist vera til nóg af leik- mönnum en ef þær hrúgast allar í sömu liðin verður deildin áfram svona tví- skipt eins og hún hefur verið.“ Aðspurð um erf- iðustu mótherjana og bestu sam- herjana í landsliðinu segir Sigrún að erfitt sé að gera upp á milli mótherj- anna en hér heima hafi Ásthildur Helgadóttir oft verið erfiður ljár í þúfu. Besti samherjinn að mati Ídu er Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrver- andi landsliðsfyrirliði og landsliðs- þjálfari. Bara að kynda! Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Sigrún Óttarsdóttir ERLA Rafnsdóttir var á sínum tíma einhver fjöl- hæfasta íþróttakona landsins og var í fremstu röð bæði í knattspyrnu og handknattleik um langt skeið. Hún lék 12 leiki með kvennalandsliðinu í knattspyrnu frá 1982–1986 og skoraði í þeim fjög- ur mörk. Erla hefur verið búsett erlendis í all- mörg ár en svo heppilega vill til að hún verður hér heima nk. sunnudag þegar Ísland mætir Portúgal í sínum 100. landsleik. Hún hlakkar til að hitta gömlu liðsfélagana og fylgjast með landsliði Íslands en líkt og margar af stöllum hennar í landsliðinu árið 1982 segir hún að eftirminnilegasti landsleikurinn hafi verið gegn Noregi þar sem norsku stúlkurnar náðu 2–2- jafntefli í æsispennandi leik. „Norsararnir ætluðu að taka okkur í nefið en þær voru heppnar að jafna fyrir leikslok,“ segir Erla og nefnir þær Rósu Valdimarsdóttur og Ástu B. Gunnlaugs- dóttur sem bestu liðsfélagana. Ætluðu að taka okkur í nefið INGIBJÖRG Jónsdóttir lék sex landsleiki með íslenska kvennalandsliðinu á árunum 1986–1987. Hún segir að sumar af sögunum um liðið séu þess eðlis að þær séu ekki prenthæfar. „En það var nokkuð skondið þegar ein okkar ætlaði að taka góða dýfu út í sundlaug þar sem við bjuggum úti í Þýskalandi. Hún áttaði sig bara ekki á því að það var dúkur yfir lauginni svo við máttum bjarga henni upp úr.“ Ingibjörg segir að mikið hafi breyst frá því hún var í boltanum. Leikmenn eru teknískari, byrja að æfa miklu fyrr og fá fleiri æfingar í viku. „Ég myndi vilja stuðla að því að efnilegustu stelpurn- ar hefðu tækifæri til þess að þroskast í sínu uppeldis- félagi áður en stóru félögin þrjú gleypa þær,“ segir Ingi- björg og nefnir að félagi hennar í Val, Guðrún Sæm- undsdóttir, sé besti leikmaðurinn sem hún hefur leikið með í landsliðinu og í þeirra félagsliði. Dúkur á sundlauginni Landsliðið var í bleikum æfingabúningum á ferð sinni til Skotlands 1994. Hér eru þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Jón- ína Víglundsdóttir, Helena Ólafsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Arney Magnús- dóttir, Auður Skúladóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Íris Steinsdóttir, Steindóra Steinsdóttir, Bryndís Valsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir afar skrautlegar. VÖNDU þykir ferð sem lands- liðið fór til Rússlands 1996 mjög eftirminnileg. „Við höfð- um ekki áður komið á austan- tjaldssvæði svo þetta var okkur alveg nýtt. Við lentum á hræði- legu hóteli og gátum ekki borðað matinn þar og vorum að drepast úr hungri. Sendi- ráðið bauð okkur svo í mat eft- ir leikinn og við borðuðum og borðuðum. Skagamenn fóru svo til Rússlands um haustið og þá pantaði sendiráðið heilan helling af mat því þau héldu að Skagastrákarnir borðuðu meira en við stelpurnar. Það kom svo í ljós að hrikalegur af- gangur var af matnum hjá strákunum því við höfðum ver- ið svo svangar og ekkert borð- að í marga daga. Í næstu ferð til Rússlands var matur tekinn með. Katrín Jónsdóttir átti einnig ógleymanlega setningu í þess- ari sömu ferð til Rússlands. Við fórum til Kreml og vorum að skoða Lenín þar sem hann ligg- ur í glerkistu og þarna voru verðir með hríðskotabyssur. Þá vall upp úr Katrínu: „Ekki er hann lifandi?“ Við náttúr- lega skelltum upp úr og upp- skárum illt augnaráð frá vörð- unum og vorum alveg vissar um að lenda bara í Síberíu fyr- ir slíka vanvirðingu. Þá var Katrín nú að meina hvort þetta væri nokkuð Lenín í raun og veru, en ekki vaxbrúða eða eitthvað svoleiðis.“ Borðuðu meira en karlmenn hún var að alast upp Vanda Sigurgeirsdóttur lék 37 landsleiki og var fyrirliði í 27 leikjum. Hún varð síðan landsliðsþjálfari 1997–1998.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.