Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 15
100. LANDSLEIKUR KVENNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 D 15 DÓRA María Lárusdóttir er ein af yngri leikmönnum ís- lenska landsliðsins, fædd árið 1985. Hún lék sinn fyrsta a- landsleik árið 2003 og hefur leikið 15 landsleiki frá þeim tíma og skorað í þeim fimm mörk. Hún segir að fram til þessa tíma sé fyrsti landsleik- urinn sem hún lék eftirminni- legastur, en hann var gegn Póllandi á Laugardalsvelli og vannst 10:0. Það er engin furða að þessi leikur skuli standa upp úr hjá Dóru Maríu því ekki aðeins var þetta fyrsti leikurinn hennar heldur gerði hún sér lítið fyrir og skoraði 10. mark Íslands skömmu eftir að hún kom inn á sem vara- maður. Þá segir Dóra María að jafnteflisleikurinn gegn Svíum ytra í fyrra sé einnig minnisstæður enda náði þá ís- lenska liðið frábærum úrslit- um á erfiðum útivelli og menn tala um að þarna hafi verið leikinn einn besti leikur ís- lenska landsliðsins til þessa dags. Dóra María er sannfærð um að Ísland eigi erindi í úrslita- keppni stórmóts. „Að sjálf- sögðu eigum við möguleika á að komast þangað. Í framtíð- inni held ég að við eigum eftir að eiga lið á EM, ÓL og HM. Heimsmeistaramótið er næsta viðfangsefni og eins og staðan er núna eigum við fulla mögu- leika á því að komast alla leið.“ Dóra María leitar ekki langt yfir skammt að besta samherj- anum í landsliðinu og nefnir til sögunnar miðjumanninn sterka úr Val Laufeyju Ólafs- dóttur. Af mótherjum nefnir Dóra María bandarísku knatt- spyrnukonuna Abby Wambach sem reyndist íslenska liðinu erfiður ljár í þúfu í síðasta leik Íslands gegn Bandaríkjunum sumarið 2005. En ef Dóra María fengi að ráða hverju ætti að breyta í skipan knattspyrnumála þá er hún ekki í vafa. „Ég myndi leyfa það að spila með spennur. Ég er nefnilega að spá í að láta klippa á mig topp og sú regla að það megi ekki leika með spennur mun örugg- lega hafa áhrif á þá ákvörð- un!“ segir hin unga en stór- góða landsliðskona Dóra María Lárusdóttir kankvís í bragði. Dóra María Lárusdóttir Spennur leyfilegar an. Með ungum leikmönnum koma nýir brandarar. „Margrét Lára hef- ur komið með skemmtilegan húmor og kynnti til dæmis Leoncie fyrir hópnum. Lagið hennar „Ástin“ hef- ur verið svolítið skemmtilegt fyrir okkur.“ Ásthildur verður sjálf í banni gegn Portúgal á sunnudag en hún hvetur alla til að mæta á völlinn og lofar góðri stemningu. Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Jóna segir að margt hafibreyst frá því hún hóf knatt- spyrnuiðkun. „Helsta breytingin finnst mér vera sú að hraðinn er að aukast og líkamlegt form leikmanna verður betra og betra. Með tilkomu knatthúsanna koma liðin líka betur undirbúin til leiks. Þó er það svo að bilið milli betri liðanna og hinna eykst enn. Hvernig við drögum úr þessum mun er ekki gott að segja en ég bendi á að til þess að landsliðið verði betra þarf fleiri hörkuleiki. Sumir hafa nefnt að það þurfi að fækka í deildinni en ég er ekki viss fékk þá hugmynd að láta vin sinn hringja í Ástu B. og segjast vera frá útvarpsstöð og þurfa að taka við hana viðtal. Ásta gleypti við þessu, veitti viðtalið og beið svo í fleiri klukkutíma með eyrað við útvarpið eftir viðtalinu og óskalaginu sem hún bað um.“ Þess má geta að nokkru áður hafði Ásta B. leikið á vinkonur sínar í landsliðinu er liðið var í Skotlandi og sagðist hafa fengið tilboð frá ensku liði um að leika með því sem atvinnumaður. Fararstjóri íslenska liðsins var formaður kvennanefndar á þeim tíma, Rafn Hjaltalín. Hann varð svo uppnuminn af sögunni að hann hringdi í blaðamann hér heima á Íslandi til að láta vita af þessari upphefð Ástu. Sem betur fer tókst þó að leiðrétta misskilninginn áður en blaðið fór í prentun og stelpurnar fóru heim staðráðnar í að ná fram hefndum fyrir þennan grikk sem Ásta gerði þeim. nefnir hún til sögunnar ferð á Akra- nes en þar fór fram leikur gegn Skotum árið 1992. „Ein úr liðinu um að það sé lausnin,“ segir Guðrún Jóna. „Íslenska landsliðið er mjög sterkt um þessar mundir og ég hef fulla trú á því að stelpurnar muni komast í úrslitakeppni stórmóts inn- an skamms. Liðið er skipað góðri blöndu af ungum og reyndum leik- mönnum og þannig blanda hefur oft reynst vel,“ segir Guðrún Jóna. Hún segir að erfiðasti mótherji sinn í landsleik hafi verið þýska stúlkan Birgit Prinz og að Ásthildur Helga- dóttir sé besti leikmaðurinn sem hún hefur leikið með í landsleik. Þegar Jóna var beðin að segja frá skemmtilegri sögu úr landsliðsferð Með eyrað við útvarpið GUÐRÚN Jóna Kristjánsdóttir var einn besti miðvallarleikmaður landsliðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hún lék 25 leiki með lið- inu á árunum 1992–1999. Fyrsti leikur hennar var gegn Englend- ingum í Yeovil hinn 16. maí 1992. Guðrún Jóna nefnir þann leik til sögunnar sem eftirminnilegasta leikinn en tekur það þó fram að sér hafi alltaf fundist skemmtilegt að leika landsleiki svo það sé e.t.v. ekki sanngjarnt að taka einn leik umfram annan. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Guðrún Jóna Kristjánsdóttir ÓLÍNA Guðbjörg Viðarsdóttir verð- ur í íslenska landsliðshópnum sem mætir Portúgölum í sínum 100. landsleik. Hún hóf að leika með landsliðinu árið 2003 og verður leik- urinn gegn Portúgal níundi leikur hennar. Hún segir að það þurfi að vinna að því að koma í veg fyrir að úrslit deildarkeppninnar ráðist á einum leik. „Við þurfum betri leik- menn, betri þjálfara og betri dóm- ara. Það er fáránlegt að úrslit deild- arinnar geti ráðist á einum leik eins og verið hefur undanfarin ár. Ég fagna því þó að umfjöllun um leik- ina er að aukast en ennþá vantar arnir eigi eftir að misstíga sig á leið sinni.“ Ólína segir að bestu leikmenn sem hún hefur leikið með í lands- liðnu séu án vafa þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Edda Garðars- dóttir og segir þær góðar hvora á sinn hátt. Besti leikmaðurinn sem hún hefur leikið gegn er Abby Wambach, leikmaður Bandaríkj- anna. Ólína segist luma á skemmti- legum sögum um landsliðið en sum- ar eru þó ekki prenthæfar, t.d. þeg- ar Ásthildur pissaði á gólfið í flugstöðinni í Hvíta-Rússlandi. nokkuð upp á að við fáum nægilega marga áhorfendur til að mæta á völlinn. Mér finnst að deildin ætti að vera með sex liðum og leiknar þrjár umferðir, þannig myndum við fá fleiri leiki, fleiri spennandi leiki og jafnara og skemmtilegra mót.“ Aðspurð um eftirminnilegasta landsleikinn segir Ólína að það sé tvímælalaust 2–2-leikurinn gegn Svíþjóð sl. haust. „Þetta var frábær leikur, þvílík stemning! Við ætlum okkur að komast upp úr riðlinum okkar sem nú er í gangi. Það tekst með því að vinna Svíana hérna heima og ég hef trú á því að Sví- Förum alla leið í úrslitÁSTHILDUR hefur ferðast meðlandsliðinu út um allan heim og lent í ýmsu á ferðalögnum. „Þegar við spiluðum við Englendinga í umspili 1994 úti í Englandi lentum við í um- ferðarteppu á leiðinni á flugvöllinn. Við vorum fastar í rútunni í tvo tíma og vorum allar að pissa á okk- ur. Það endaði svo með því að við pissuðum í kæliboxið sem liðið ferð- aðist með. Við fórum með kæliboxið aftast í rútuna og Gulla (Guðlaug Jónsdóttir) pissaði fyrst og síðan ég og að lokum var það orðið svo fullt að það var farið að leka niður gang- inn í rútunni. Ólína, sem var liðs- stjóri þá, var svo bara mætt með kæliboxið aftur í næsta leik … von- andi búin að þrífa það með ajaxi.“ Pissuðu í kælibox Ragna Óla Stefánsdóttir, eiginkona Hermanns Hreiðarssonar, á fullri ferð í landsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.