Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 1
Nýbakað brauð í hvert mál þar sem þú finnur heitustu bakaríin um land allt Erfiðasta verkefnið Logi Ólafsson fetar nýjar slóðir við þjálfun nördanna | Menning Ritstjóri í fjarvinnu Tímaritið Útivera er unnið í Gauta- borg, Reykjavík og á Hólum | 19 BRIMIÐ hefur löngum heillað og finnst mörgum sport að skella sér á bretti og þeysast á öldum sjáv- ar. Tilburðir Egils Arnar Bjarnasonar voru tign- arlegir þar sem hann lék sér á öldum hafsins rétt hjá Vík í Mýrdal með Reynisdranga í baksýn, þeg- ar útsendari Morgunblaðsins átti þar leið framhjá. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Leikur sér á öldum hafsins AÐ MINNSTA kosti sex féllu og 14 slösuðust þegar sprengja sprakk við eftirlitsstöð í bænum Trincomalee á Sri Lanka í gær. Sigurður Hrafn Gíslason, starfsmaður norrænu eft- irlitssveitanna, var á vettvangi árás- arinnar. „Aðkoman að staðnum var mjög ljót,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Ég kom á vettvang um 10 mínútum eftir árásina og þá hafði þegar safnast saman æstur múgur. Lögreglan gerði hins vegar vel í að róa fólkið.“ Árásin var gerð í hverfi sinhala, meginandstæðinga uppreisnar- manna úr röðum tamílsku Tígranna, sem eru taldir hafa verið að verki. Sigurður segir líklegt að árásinni verði svarað. „Þetta æsir upp í fólk- inu. Það er því búist við hefndarað- gerðum. Svokölluð Claymore- sprengja var notuð í tilræðinu en hún er vörumerki Tígranna. Slíkar sprengjur skjóta frá sér stálkúlum og voru líkin því illa útleikin.“ „Aðkoman mjög ljót“ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is  Þolinmæði Tígranna | 15 Valencia. AFP, AP. | Að minnsta kosti 41 lét lífið og 39 slösuðust þegar jarð- lest fór út af sporinu í borginni Val- encia á austurströnd Spánar í gær. Embættismenn sögðu í gærkvöldi að tala látinna kynni að breytast vegna þess að björgunarmenn væru enn að leita að líkum í lestarvögnunum. Talið er að lestin hafi verið á of miklum hraða og hjól undir fremsta lestarvagninum hafi gefið sig. Embættismaður í spænska dóms- málaráðuneytinu sagði að embættis- menn, sem rannsaka orsök slyssins, væru að reyna að komast að því hvort lestarstjórinn væri á meðal hinna látnu. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, var í heim- sókn á Indlandi og flýtti heimför sinni vegna slyssins. Er þetta eitt mann- skæðasta lestarslys í sögu Spánar. Benedikt páfi XVI, sem er vænt- anlegur til Valencia um helgina, bað fyrir hinum látnu og slösuðu. Minnst 41 fórst í lestarslysi  Lestinni ekið of hratt | 14 ÖLLUM kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er nú svo komið að öll krían er á bak og burt úr eynni. Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum, segir að þetta sé alvarlegt mál og ljóst að einhverjir hafi tekið eggin, sem sé brot á lög- um. Hann segir að austurhluti eyj- unnar hafi verið lokaður af og að þangað hafi verið komið töluvert af kríu sem sé nú öll farin. Dyrhólaey er alveg lokuð frá 1. maí til 25. júní ár hvert og segir Þorsteinn að mikið af fugli hafi safnast saman á þessum tíma. Varp var á tveimur stöðum á eynni, annars vegar austan megin þar sem stærsta svæðið var og svo vestan megin, og voru öll egg á báð- um stöðum tekin. Þorsteinn segir að fuglahópurinn sé allur farinn eftir að eggjunum var stolið. Þess má geta að krían hefur átt erfitt uppdráttar víða um land í ár vegna skorts á sandsílum þannig að brotthvarf hennar úr Dyrhólaey og eyðilegging varpsins hefur ekki góð áhrif á stofninn. Aðspurður segist Þorsteinn hafa tekið eftir þessu fyrst á föstudaginn og býst við að þjófnaðurinn hafi átt sér stað daginn áður eða tveimur dögum áður. Auk eggjastuldarins segir Þor- steinn ljóst að farið hafi verið inn á svæðið á stórum bíl og ekið utan vegar um viðkvæman jarðveg þar sem bílaumferð var bönnuð með öllu. Jarðvegur í Dyrhólaey er við- kvæmur og má meðal annars sjá bílför frá stríðsárunum í brekkum eyjunnar. Þorsteinn segist ekki vita hverjir voru þarna á ferð eða hvort það hafi verið sami aðili sem hafi ekið í óleyfi um eyna og stolið eggj- unum. Sambærilegt tilvik hafi komið upp fyrir nokkrum árum, þá var öll- um eggjum fuglanna rænt og í nokkur ár á eftir kom engin kría í eyjuna. Engar vísbendingar Lögreglan á Vík í Mýrdal sagði að málið væri til rannsóknar en engar vísbendingar hefðu komið fram. Dekkjaför hefðu fundist en ekki hefði verið unnt að sjá út frá því hvaða bifreið hafði verið á ferð- inni. Allar líkur væru á að eggj- unum hefði verið stolið, enda væri hvergi skurn að sjá á öllu svæðinu. Lögreglan biður þá sem hafa ein- hverjar upplýsingar um málið að setja sig í samband við lögregluembættið á Vík í Mýrdal. Trausti Baldursson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að málið sé inni á borði hjá stofnuninni og segir að verið sé að safna gögn- um. Frekari ákvarðanir hafi ekki verið teknar en hann segir að ef far- ið verði út í rannsókn málsins muni lögreglan sjá um hana. Hann segir að ef í ljós komi að um brot sé að ræða, verði skoðað hvort auka þurfi gæslu á eynni eða breyta aðgengi að henni á einhvern hátt. Allt kríuvarp í Dyrhólaey eyðilagt og öll krían farin Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Til að komast inn á svæðið fóru ökumenn framhjá og skildu eftir sig hjólför í viðkvæmum jarðveg- inum. Ekki er þó vitað hvort sömu aðilar óku þar og stálu eggjunum. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ♦♦♦ Íþróttir í dag Áhorfendur tólfti maðurinn  Bjarni Jóhannsson hættur með Breiðablik  Þróttur vann Grindavík STOFNAÐ 1913 179. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.