Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 33 DAGBÓK 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Bd3 Rbd7 8. O-O Dc7 9. De2 b5 10. f4 b4 11. Rd1 Bb7 12. Rf2 g6 13. Bd2 Db6 14. c3 Bg7 15. e5 Rd5 16. Rf3 dxe5 17. fxe5 O-O 18. Kh1 bxc3 19. bxc3 Dc7 20. Hae1 Rxc3 21. Hc1 Bxf3 22. Dxf3 Rxe5 23. Dg3 Dd6 24. Bxc3 Hfd8 25. Be2 Hac8 26. Dh4 f5 27. Hcd1 Db6 28. Bxe5 Bxe5 29. Bc4 Bd4 30. Bxe6+ Dxe6 31. Hxd4 Hxd4 32. Dxd4 Dxa2 33. He1 Dc4. Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Vágur í Færeyjum. Danski alþjóðlegi meistar- inn Bjorn Brinck-Claussen (2359) hafði hvítt gegn efnilegasta skák- manni Færeyja, Helga Dam Ziska (2306). 34. He8+! Hxe8 svartur hefði orðið mát eftir 34 … Kf7 35. Dd7+ Kf6 36. De7#. 35. Dxc4+ og svartur gafst upp enda drottningu undir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Árbæjarsafn býður í sumar upp á fjöl-breytt dagsnámskeið fyrir börn. HelgaVollertsen er fulltrúi fræðsludeildarsafnsins: „Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda, en þetta er fimmta sumarið sem við höldum nám- skeið af þessum toga,“ segir Helga. „Aðsókn hefur ætíð verið góð og reynum við að bjóða upp á ný námskeið ár hvert. Þannig bættist í fyrra við námskeið þar sem kennd er þæfing og meðferð og vinnsla ullar, og í ár verður haldið nýtt námskeið um diskó og pönk í tengslum við nýja sýningu sem opnuð var í safninu 16. júní.“ Barnanámskeið Árbæjarsafnsins verða haldin nær daglega í júlí og eru fimm mismunandi nám- skeið í boði. „Auk námskeiðanna um meðferð ullar og um diskó og pönk er boðið upp á námskeið í flugdrekagerð og námskeið í tálgun, en það eru þau námskeið sem við höfum haldið lengst og hafa alltaf verið mjög vinsæl. Einnig eru haldin nám- skeið þar sem kennd eru grunnatriði íslenskrar glímu og hefur krökkunum þótt mjög gaman að læra nokkur glímubrögð.“ Námskeiðin eru ætluð börnum á aldursbilinu 7 til 12 ára. Ekki eru gerðar neinar forkröfur um kunnáttu á námskeiðunum og börnunum eru kennd nauðsynlegustu handtök frá grunni. Ætlast er til að foreldri eða forráðamaður fylgi hverju barni á námskeiðinu og er hvert námskeið þrjár klukkustundir að lengd, frá kl. 13 til 16. „Við höfum mjög hæfa leiðbeinendur á nám- skeiðunum sem kenna börnunum bæði gagnlega og skemmtilega hluti. Þau fá að eiga skemmtilega dagstund og prófa eitthvað spennandi og nýtt sem annars er ekki í boði að spreyta sig á dags- daglega.“ Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í Árbæj- arsafni í sumar. Tvær nýjar sýningar voru opn- aðar í safninu í síðasta mánuði, önnur tileinkuð diskói og pönki og menningu ungs fólks í Reykja- vík á árunum 1975 til 1985 og hin, „Húsagerð höf- uðstaðar – Saga byggingartækninnar“, fjallar um húsagerðarlist í Reykjavík 1840 til 1940. „Í Árbæjarsafni er skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna. Alla sunnudaga er fræðandi og skemmtileg dagskrá í safninu. Næstu helgi verður diskódagskrá og von er á gestum frá Götuleikhús- inu. Harmonikkuhátíð verður 16. júlí og heyannir 23. júlí, svo nokkuð sé nefnt,“ segir Helga. „Á hverjum degi kl. 16 eru mjaltir og gefst safngest- um kostur á að smakka mjólkina ferska. Þá er reglulega teymt undir börnum, ef veður leyfir.“ Nánari upplýsingar um starfsemi Minjasafns Reykjavíkur má finna á slóðinni www.arbaej- arsafn.is. Skráning í barnanámskeiðin er í miða- sölu safnsins í síma 411 6320. Árbæjarsafn er opið alla daga í sumar frá 10 til 17. Ókeypis er fyrir börn yngri en 18 ára og eldri borgara, en fólk á aldrinum 18 til 67 ára borgar 600 krónur í aðgangseyri og gildir hver miði fyrir tvær heimsóknir. Ókeypis er í safnið á föstudög- um. Börn | Læra má tálgun, flugdrekagerð, þæfingu, glímu og diskódans í Árbæjarsafni Skemmtileg barnanámskeið  Helga Vollertsen fæddist í Reykjavík 1983. Hún lauk stúd- entsprófi frá Birkerød gymnasium í Danmörku 2002 og lýkur í haust BA-námi í þýsku ann- ars vegar og sagnfræði hins vegar frá Háskóla Íslands. Helga starfaði á barnabókasafni Birkerød í þrjú ár og hefur starfað hjá Árbæjarsafni síðan 2002, frá 2005 sem deildarfulltrúi fræðsludeildar. Unnusti Helgu er Theodór Árni Hansson. Sannleikurinn er sagna bestur HALLDÓR Carlsson var ekki nógu nákvæmur í pistli sínum „Sannleik- urinn fyrnist ekki“ í Velvakanda í gær, 3. júlí. Herforingjabyltingin í Chile átti sér ekki stað á árabilinu 1975–77, þegar Halldór segir George H.W. Bush eldri hafa verið yfirmann CIA (í reynd var hann það 1976–77), heldur var hún gerð 11. september 1973. Halldór segir að í innrásinni í Pan- ama 1989 hafi milli 2.000 og 5.000 Panama-búar dáið, en það rétta er að hún kostaði um 350 til 750 fallna, þar af 150 hermenn. (Sem einhliða íhlutun var hún fordæmd af sam- tökum Ameríkuríkja, talin slæm fyrirmynd í alþjóðarétti, þótt hún hefði um leið ljósari hliðar fyrir Pa- namaþjóð.) Halldór segir George Bush eldri hafa fyrirskipað „voldugasta her jarðar að ráðast gegn Írak 1991, leggja undirstöður samfélagsins í rúst og drepa tugi þúsunda Íraka,“ en í þeim átökum hafi 148 banda- rískir hermenn dáið, „á meðan um hundrað þúsund Írakar lágu í valn- um“. Hér láðist Halldóri með öllu að taka fram að þetta Persaflóastríð 1991 var háð af mörgum þjóðum undir merki Sameinuðu þjóðanna og ástæðan sú að Írak hafði valtað yfir og innlimað eitt aðildarríki SÞ, Kúv- eit. Erfitt er að meta fjölda fallinna, tölur nefndar allt frá 1.900 upp í 200.000, en fræðimenn telja þær á bilinu 25–75.000 (nál. 53.000, segir fólksfjöldafræðingurinn B.O. Da- ponte, en fleiri en það hafi dáið af völdum stríðsins síðar; Bandaríkja- stjórn heldur fram lægri tölum). Um önnur atriði í pistli Halldórs þori ég ekki að ábyrgjast, hversu nákvæmur hann sé, en allt þetta var full ástæða til að leiðrétta. Jón Valur Jensson. Gott Blað MIG langar að þakka fyrir Blaðið sem mér finnst vera að sækja mikið á sem gott lesefni. Þar eru margar góðar greinar ásamt áhugaverðum viðtölum. Harpa Karlsdóttir. Vesturálman í sjónvarpinu SJÓNVARPIÐ er lunkið við að afla sér vinsælda. Eitt af því sem vekur sérstaka ánægju hjá mér og trúlega fleirum er að loksins er hafin út- sending á nýrri þáttaröð af Vestur- álmunni, reyndar löngu á eftir öðr- um norrænum stöðvum. Til aukinnar ánægju er útsending- artíminn um kl. 23 á miðviku- dagskvöldum. Sem betur fer eru tveir íþróttaþættir, annar um fót- bolta og hinn um kappakstur, sýndir á undan Vesturálmunni og þar er svo mikið um að vera að útsending tefst iðulega um 5 eða 10 mínútur. Það er auðvitað alveg frábært! Af einhverjum ástæðum mun þátturinn vera endursýndur eftir hádegi á sunnudögum, sem er mikil snilld, enda stór hluti landsmanna víðs fjarri sjónvarpstækjum sínum um helgar yfir hásumarið. Takk fyrir, Sjónvarp, við elskum þig öll! Tryggvi P. Friðriksson, listmunasali. Frábær kvöldsaga MIG langar til að þakka fyrir kvöld- söguna sem er lesin á Rás 1, Dreka og smáfugla eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson. Þetta er alveg frábær saga sem tekur senn enda og er í frábær- um flutningi Þorsteins Gunnars- sonar. Guðrún. Kisa týndist í Kópavogi LJÓS, yrjótt grábrún lítil læða týnd- ist frá Digranesheiði 4 23. júní sl. Hún er ómerkt og ólarlaus og mannafæla. Þeir sem vita um hana hringi í síma 554 7004 eða 690 6956. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 4. júlí, ersextugur Ísleifur Pétursson, Ársölum 1. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum síðastliðin 25 ár. Hann ásamt konu sinni, Auði Alberts- dóttur, fagnar deginum með fjölskyldu og vinum. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 4. júlí, er 75ára Pétur Urbancic. Eiginkona hans er Ebba Egilsdóttir Urbancic og munu þau gleðjast með börnum sínum og fjölskyldu í tilefni dagsins. STROPUÐ Hrafnsegg kallast sýn- ing sem var opnuð í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. Hér er um frekar óvenjulega sýn- ingu að ræða en hún samanstendur af ljóðum sem Hrafn Sæmundsson, prentari og félagsmálatröll í Kópa- vogi, hefur ort á undanförnum ár- um. Ljóðin setur Hrafn upp í ramma eða á töflur sem hann heng- ir síðan upp á veggi í hreyfisal Gjá- bakka. Stropuð Hrafnsegg 70 ÁRA afmæli. Í dag, 4. júlí, ersjötugur Sigurður E. Hannes- son múrarameistari, Strandvegi 7, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún Böðvarsdóttir. Þau eru að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.