Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 39 Sýnd kl. 6 B.i. 14 ára eee S.V. MBL. Yfir 51.000 gestir! YFIR 48.000 GESTIR! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 - POWERSÝNING -bara lúxus K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG! Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga eee B.J. BLAÐIÐ eee S.V. MBL. eee V.J.V.Topp5.is SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími - 551 9000 K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Just My Luck kl. 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 5.50 The Omen kl. 10.30 B.i. 16 ára Take The Lead kl. 8 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára NÝJASTA mynd Adams Sandlers, Click, fer beint í toppsætið þessa vikuna. Um helgina sóttu rúmlega sex þúsund manns þessa æv- intýrafantasíu sem segir frá ungum og metnaðarfullum fjölskylduföður sem kemst yfir yfirnáttúrulega fjar- stýringu. Er aðsóknin því komin upp í tæplega 9.500 manns frá því að myndin var frumsýnd síðastliðinn miðvikudag. Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu kveðst vera mjög ánægður með viðtökurnar en að hans sögn er um er að ræða eina bestu opnun á Sandler-mynd síðustu árin. Tvær nýjar myndir aðrar eru í toppsætunum; í því þriðja og fjórða. Tæplega 1.600 manns brugðu sér í kvikmyndahús um helgina til að sjá The Fast and the Furious: Tokyo Drift og rúmlega 900 sáu The Lake House. Sú síðarnefnda skartar stjörnunum Keanu Reeves og Söndru Bullock sem slógu einmitt bæði fyrst í gegn með samleik sín- um, í hinni vinsælu spennumynd Speed. Í þetta skipti leiða þau saman hesta sína í rómantískri ástarsögu sem fjallar um fólk sem verður ásta- fangið í gegnum bréfaskipti þó það sé statt í mismunandi tíma. Það er svo greinilegt að talandi bílar eiga upp á pallborðið hjá Ís- lendingum því á hæla Click kemur Pixar-teiknimyndin og toppmynd síðustu viku, Cars. Um 50.000 manns hafa nú séð Da Vinci Code sem er sú mynd á listanum sem hef- ur hlotið mesta aðsókn og svo virðist sem Hoodwinked spyrjist vel út því hún situr í áttunda sæti þrátt fyrir að hafa verið allnokkuð lengi í um- ferð, eða í tíu vikur. Aðrar myndir sem ná inn á topp tíu eru Poseidon, Just my Luck, RV og She’s the man. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar Adam Sandler klikkar ekki                                    ! "# $# %# &# '# (# )# *# +# ",#   .-6. &&  &&            Adam Sandler á sér tryggan aðdáendahóp hér á landi. HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns mun gera víðreist í sumar og halda tónleika víðs vegar um landið. Sveitin hefur verið í fríi síðan um ára- mót og segir Stefán Hilmarsson, söngvari sveitarinnar, að þeir félagar hafi lengi haft þann háttinn á að taka orlof annað slagið. „Ég held að það hafi nú orðið til þess að við erum orðnir svona langlífir, frekar en ann- að. Þetta er náttúrlega lítill heima- markaður og það þarf að hvíla fólkið, og ekki síður að hvíla okkur sjálfa. Maður þarf að safna orku og stíga að- eins út úr hringleikahúsinu,“ segir Stefán. Fyrstu tónleikarnir verða á NASA við Austurvöll á föstudaginn í næstu viku og í kjölfarið fylgja tónleikar vítt og breitt um landið. Hringnum verð- ur svo lokað í Laugardalshöll þar sem sveitin kemur fram ásamt Gospelkór Reykjavíkur á stórtónleikum hinn 15. september. „Við erum alltaf að spá í einhverja hluti til þess að endurnýja okkur, og til þess að takast á við eitt- hvað nýtt og spennandi, í stað þess að vera alltaf í því að fara inn í stúdíó til þess að taka upp plötur,“ segir Stef- án. „Við höfum nú gert það nokkrum sinnum áður að taka saman við ein- hverja utanaðkomandi aðila til þess að fá ferska vinda í hópinn,“ bætir Stefán við, en Sálin hefur meðal ann- ars spilað með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og spilað í söngleiknum Sól og Máni. „Svo má kannski segja að þetta svipi til þess þegar við fórum í Loft- kastalann og héldum þar órafmagn- aða tónleika sem voru teknir upp hinn 12. ágúst árið 1999. Meiningin er sú að taka þessa tónleika líka upp og vonandi gefa þá út bæði á geisladisk og á DVD.“ Tvö ný lög frumflutt Stefán segir að á tónleikunum verði flutt eldri lög sem talin eru hentug til flutnings með kórnum, en einnig verði þar frumflutt tvö ný lög sem samin eru sérstaklega fyrir þetta tilefni. „Mörg okkar laga í gegnum tíðina hafa verið í rólegri kantinum og kannski á rómantísku nótunum. Ég geri ráð fyrir að þarna verði til dæmis lagið Undir þínum áhrifum flutt. Þetta verða svona sálarskotin lög, sem henta vel í þetta, en það er nátt- úrlega þunn lína á milli sálartónlistar og gospeltónlistar. Okkur finnst þetta vera skemmtileg blanda,“ segir Stef- án sem vill ekki meina að hugmyndin sé fengin frá hljómsveitinni Blur sem notaðist við gospelkór á plötu sinni 13 árið 1999. „Þetta er nú bara hugmynd sem hann Gummi [Guðmundur Jóns- son gítarleikari] fékk eftir miklar pælingar. Þessi hugmynd er reyndar búin að vera að brjótast um í kollinum á honum nokkuð lengi. Svo hitti hann Óskar Einarsson, sem er forsprakki kórsins, og þeir tóku tal saman. Þessi hugmynd kom upp á yfirborðið á ör- skotsstundu og þeir ákváðu bara að kýla á þetta. Ég held að þetta sé kær- komið tækifæri fyrir þá sem una okk- ar tónlist annars vegar og gosp- eltónlist hins vegar.“ Að sögn Stefáns er stefnt að því að tónleikaplatan komi út fyrir næstu jól, en lengri bið sé eftir plötu sem einungis inniheldur nýtt efni. „Ég held að við stefnum að því að kíkja á plötu á næsta ári, það má allavega segja að hún sé í farvatninu. En við erum í miklu stuði þessa dagana og okkur finnst stemningin í hópnum eiginlega aldrei hafa verið betri. Það er alltaf gaman að koma saman eftir frí, þegar allir eru endurnærðir,“ seg- ir Stefán að lokum. Miðasala á tónleika Sálarinnar og Gospelkórs Reykjavíkur hefst innan skamms og verður auglýst þegar nær dregur. Tónlist | Sálin hans Jóns míns kemur saman eftir nokkurt hlé „Við erum í miklu stuði þessa dagana og okkur finnst stemningin í hópnum aldrei hafa verið betri,“ segir Stefán. Spila með Gospelkór Reykjavíkur Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Tónleikar Sálarinnar á næstu vikum: 14. júlí: NASA, Reykjavík 4. og 5. ágúst: Akureyri 6. ágúst: Norðfjörður 11. ágúst: Players, Kópavogi 12. ágúst: Stapinn, Njarðvík 18. ágúst: Bolungarvík. 19. ágúst: Reykjavík 26. ágúst: Akranes 2. sept: Hlégarður, Mos. 15. september: Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.