Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 37 MENNING E N N E M M / S IA / N M 2 12 9 2 400 60 460milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.16. á mi›vikudag 1. vinningur Ertu me› víkingabló› í æ›um? fiú flarft ekki endilega a› fara í útrás – fla› nægir a› kaupa mi›a á næsta sölusta›. Potturinn stefnir í 60 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 400 milljónir og bónusvinningurinn í 2 milljónir. LEIKRITIÐ Penetreitor eftir Anth- ony Neilson, sem sýnt var við mikl- ar vinsældir síðasta sumar, verður tekið aftur til sýninga 11. júlí. Að sýningunni standa þeir sömu og stóðu að uppfærslunni í Klink og bank, leikararnir Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn Valþórs- son og Jörundur Ragnarsson. Leik- stjóri er Kristín Eysteinsdóttir, um hljóðmynd sér Karl Newman og umsjónarmaður verkefnisins er Ingvar E. Sigurðsson. „Sú breyting hefur þó orðið á að- standendahópi sýningarinnar að bæst hafa nýir meðlimir við Hugar- afl, félagasamtökin sem vinna verkið með okkur,“ segir Stefán Hallur, en uppsetning síðasta sum- ars hafði þá sérstöðu að Hugarafl, hópur fólks með geðræn vandamál vann með leikurunum að uppsetn- ingunni. „Nýtt fólk kemur með ferskar hugmyndir inn í verkið, en við leit- umst umfram allt við að halda verkefninu fersku og þróa það áfram.“ Sýningar á verkinu munu að þessu sinni fara fram í húsnæði Sjó- minjasafns Reykjavíkur, Granda- garði 8. Þar rúmast 80 gestir í stað 30 eins og var í Klink og Bank, en á sýningunum síðasta sumar komust færri gestir að en vildu. Nánari upplýsingar um verkið má finna á slóðinni http:// vermordingjar.blogspot.com en þar eru jafnframt leiðbeiningar um miðapantanir. Allur ágóði af sýn- ingum Penetreitor rennur í styrkt- arsjóð Hugarafls. Leiklist | Sýningar á Penetreitor hefjast 11. júlí Penetreitor snýr aftur Morgunblaðið/Þorkell Leikararnir í Penetreitor: Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn Valþórsson og Jörundur Ragnarsson. ÁÐUR en sýningu Erics Bo- gosians verða gerð skil er óhjá- kvæmilegt annað en víkja nokkr- um orðum að einleikjahátíðinni Act alone, þessu ótrúlega einka- framtaki Elvars Loga. Hann held- ur nú þessa alþjóðlegu leiklist- arhátíð í þriðja sinn á jafnmörgum árum, með tólf sýningum, tveimur námskeiðum og þremur erlendum gestum. Hátíðin hefur ekki farið sérlega hátt í menningarumræð- unni hingað til, en núna er svo sannarlega ástæða til að blása í lúðra og hvetja leiklistaráhugafólk um allt land til að sækja Ísafjörð heim að ári, því ekkert bendir til annars en Act alone sé komin til að vera. Fjölbreytnin er mikil; barnaefni, trúðleikur, söguleg verk. Flytjendur hafa ólíkan bak- grunn, sumir hafa leiklist- armenntun, aðrir ekki, sumir flytja eigin ritsmíðar, sumir túlka verk annarra. Opnunarsýning og skrautfjöður hátíðarinnar að þessu sinni var The worst of Eric Bogosian. Bo- gosian þessi er amerískur einleik- ari með glæstan feril að baki sem sýningin veitir ágætis yfirlit yfir, enda byggð upp af atriðum úr fyrri verkum hans. Af þessum sýnishornum að dæma er hann mikill heimsósómahöfundur, en at- riðin voru öll í tóntegund kald- hæðinnar ádeilu á mannlega breyskleika, trúarbrögð, græðgi og heimsku. Reyndar átti sýningin öll meira skylt við uppistand en einleik í skilningi leikhússins, þó svo í sumum atriðum væri það sem kalla má persónusköpun var algengara að Bogosian hellti ein- faldlega úr skálum hneykslunar sinnar á ástandi heimsins og inn- ræti mannsins í eigin persónu. Og að sjálfsögðu er ekkert við þá nálgun að athuga þegar jafn flink- ur maður er að verki og hér um ræðir. Eric Bogosian, sem er ein- staklega orkuríkur flytjandi og hefur frábært vald á efni sínu, brunaði í gegnum prógrammið á miklum hraða og krafti. Vera má að meiri tilbreyting í styrk og hraða hefði aukið áhrifamátt hvers atriðis fyrir sig og þannig sýning- arinnar í heild, sérstaklega síðustu atriðanna þar sem linnulaus flaumurinn af orðum, hug- myndum, bröndurum og ádeilu var óneitanlega farinn að deyfa móttökutæki undirritaðs. Þarna hefði líka hjálpað ef samband leik- arans við áhorfendur hefði verið örlítið skýrara og sterkara, nokk- uð sem uppistandsformið eiginlega krefst ef vel á að vera. En þrátt fyrir þessar aðfinnslur þá var megnið af kvöldinu bráð- fyndið og beitt. Eftirminnileg er óvægin afgreiðsla Bogosians á kristinni trú, svo og á hugleiðslu- iðnaðinum. Frá hreinræktuðu leik- listarsjónarmiði var hápunkturinn sennilega miðaldra dóphausinn sem Bogosian leyfði sér að sýna næsta hlutlaust og eftirlét áhorf- endum það verkefni að dæma hann. Það var líka athyglisvert hvað þétt setinn salurinn átti auð- velt með að grípa innihaldið þrátt fyrir snerpuna í flutningnum og þrátt fyrir hvað mikið af innihald- inu var í raun sér-amerískt. Sýnir sennilega hve menningarleg áhrif vina okkar í vestrinu eru gríð- arleg, þeirra raunveruleiki er okk- ur það nálægur að við getum notið þess að heyra honum ögrað á þennan hátt. The worst of Eric Bogosian var skemmtileg sýning, kraftmikil, fyndin og beitt, og gaf vonandi tóninn fyrir áframhaldið á þriðju einleikjahátíð Elvars Loga Hann- essonar. Einn síns liðs LEIKLIST Hamrar, Ísafirði Flytjandi: Eric Bogosian, leikstjóri: Jo Bonney. Act Alone, leiklistarhátíð á Ísa- firði fimmtudaginn 29. júní 2006. The Worst of Eric Bogosian Ljósmynd/Susan Johann Sýning Erics Bogosian, The Worst of Eric Bogosian, var opnunarsýning einleikjahátíðarinnar Act alone sem fram fór á Ísafirði um helgina. Þorgeir Tryggvason GALLERÍIÐ i8 við Klapparstíg verður lokað vegna breytinga og sum- arleyfa til 26. júlí. Mun það verða opnað aftur þann dag og þá með sumarsýningu, sem inniheldur verk ýmissa myndlistarmanna er safn- ið hefur á sínum snærum. i8 lokað í bili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.