Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 4

Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S LY F 33 20 4 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási PAUL F. Nikolov blaðamaður hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda hér á landi og stefnir á að flokk- urinn bjóði fram til bæði Alþingis og sveitarstjórn- ar. Paul, sem skrif- ar fyrir bæði Grapevine og Reykjavik Mag, segir að hann hafi allt frá því að hann flutti hingað í fyrstu talið málefni innflytjenda fá alltof litla athygli. Þetta hafi orðið sérstaklega áberandi í sveitarstjórn- arkosningunum í maí þar sem þessi málaflokkur hafi ekkert verið til um- fjöllunar. Hann segist því hafa tekið af skarið með að stofna flokk sem beitir sér sérstaklega í þágu innflytjenda og hefur hann nú þegar fengið góð við- brögð við hugmyndinni. Fram undan sé að skipuleggja fundi þar sem flokkurinn tekur á sig nánari mynd og fær vonandi sem flesta til liðs við sig. Paul leggur áherslu á að þótt hann sé stofnandi flokksins ætli hann sér ekki að halda um alla þræði held- ur muni flokksmenn taka ákvarðanir um stefnu og áform flokksins. Íslenskunám of dýrt Aðspurður hvaða málefni ná- kvæmlega það verði sem flokkurinn beiti sér fyrir nefnir Paul þrjú atriði; að lækka eða fella alveg niður kostn- að við íslenskunámskeið sem útlend- ingar verða að taka ásamt því að auka við fræðslu um íslenska menningu, koma til móts við óskir múslíma og rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi um að byggja bænahús og loks að flokkurinn leggi sitt að mörkum til að hér geti átt sér stað aðlögun milli Ís- lendinga og útlendinga og því verði flokkurinn opinn öllum sem í hann vilja koma – bæði Íslendingum og út- lendingum. Þegar hann er inntur nánar eftir áformum flokksins um framboð seg- ist Paul stefna á að flokkurinn bjóði fram í sveitarstjórnarkosningum 2010 og svo alþingiskosningum ári seinna. Hugsanlegt sé, ef vel gengur, að boðið verði fram í þingkosningum næsta vor. Paul vekur athygli á því að á landinu öllu séu þrettán þúsund innflytjendur, þar af fimm þúsund í Reykjavík. „Þessi hópur hefur ekki átt nægi- lega sterka fulltrúa fram að þessu,“ segir Paul. Hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda Paul Nikolov Stefna á framboð bæði til þings og sveitarstjórnar FYRSTA íslenska konan sem tekur þátt í 100 kílómetra keppnishlaupi lét sér það ekki nægja í hlaupi sem fór fram í Svíþjóð á föstudaginn heldur gerði sér lítið fyrir og sigraði hlaupið í kvennaflokki. Það var ekki að heyra á Elínu Reed að hún þyrfti að jafna sig eftir þessa miklu þrekraun þegar blaða- maður hringdi hana í gær. Elín, sem er 43 ára líffræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur undanfarið hálft ár undirbúið sig ásamt þremur félögum sínum í hlaupahópnum Lau- gaskokki undir 100 kílómetra langt hlaup í Lapplandi í Norður-Svíþjóð sem hófst föstudagskvöldið 30. júní síðastliðinn. Elín vann það afrek að verða fyrsta konan til að koma í mark en hún var 10 klukkustundir og 39 mínútur á leiðinni. Alls tóku 52 þátt í hlaupinu en 32 skiluðu sér í mark og náði Elín 7. sæti yfir heild- ina. Hafði hún nokkra yfirburði í kvennaflokki en einungis ein önnur kona skilaði sér í mark, 4 klukku- stundum á eftir Elínu. Aðspurð um hvernig hlaupið hefði verið sagði Elín að allt hefði gengið eins og í sögu þrátt fyrir að brautin hefði verið erfiðari en hún átti von á. Mikið hefði verið um hæðir og lítið af brautinni á jafnsléttu. Veðrið og umhverfið hefði hins vegar verið frábært og alltaf hefði eitthvað nýtt borið fyrir augu. Á leiðinni voru drykkjarstöðvar en Elín segist þó aldrei hafa stoppað þótt hún hafi hægt á sér og drukkið vökva og maulað smávægilegar veitingar. „Það er mjög hættulegt að stoppa á leiðinni. Maður stirðnar ofsalega hratt upp, sérstaklega þegar maður er búinn með 60–70 kílómetra.“ Hún segist hafa farið varlega og passað að ofreyna sig ekki. „Ég hafði hlaup- ið rúma 70 kílómetra í æfingahlaupi og ég vissi ekki hvort ég mætti leyfa mér að hlaupa hraðar. Næst fer maður með kannski annað hugarfar um að bæta tíma.“ Undirbúningurinn fyrir hlaupið hefur staðið yfir í hálft ár og hljóp Elín að meðaltali 95 kílómetra á viku á æfingatímanum, en hún reyndi samt alltaf að taka sér tveggja daga frí frá hlaupunum. Þegar mest var hljóp hún 158 kílómetra á viku. Með Elínu hlupu þeir Gunnar Richter, Ellert Sigurðsson og Pétur Frantz- son. Elín ætlar svo sannarlega ekki að taka sér of langa hvíld. „Nú lætur maður bara vikuna líða og sér til hvort maður hlaupi ekki Laugaveg- inn eftir 2 vikur. Svo erum við farin að spekúlera í því hvar við finnum næsta 100 kílómetra hlaup.“ Íslensk kona sigraði í kvennaflokki í 100 kílómetra hlaupi sem fram fór í Svíþjóð „Það er mjög hættulegt að stoppa á leiðinni“ Elín Reed á hlaupum í Lapplandi ásamt Ellert Sigurðssyni (t.v.) og Gunnari Richter (t.h.). Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is TVEIR ungir karlmenn og stúlka á unglings- aldri voru flutt á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss eftir bílveltu á Biskupstungna- braut, skammt neðan við Geysi í Haukadal, á fimmta tímanum á sunnudagsmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er ökumaður grunaður um ölvun við akstur en hans bíður auk þess fangelsisvist eftir nýlegan dóm í héraðsdómi. Talið er að fólkið hafi haldið frá Laugarvatni undir morgun og ekið að Gullfossi. Voru þau á leið til baka þegar ökumaður missti stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Fólkið komst út úr bifreiðinni af sjálfsdáðum og tókst að velta henni aftur á hjólin. Var bílnum svo ekið að Laugarvatni þrátt fyrir miklar skemmdir. Ökumaðurinn hné niður Lögreglu var tilkynnt um slysið eftir að fólkið kom að Laugarvatni og að sögn hennar var öku- maðurinn svo máttfarinn þegar komið var á leið- arenda að hann hné niður í götuna – og þurfti hjálp við að komast í hús. Hann hlaut höf- uðáverka og rifbeinsbrot en farþegarnir slös- uðust minna. Ökumaður bifreiðarinnar, karlmaður á þrí- tugsaldri, var á föstudag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands, m.a. fyrir margítrekuð umferðarlagabrot. Auk þess var hann dæmdur fyrir fíkniefnabrot og fyrir að stela eldsneyti. Maðurinn er sviptur ökurétti ævilangt en sam- kvæmt sakavottorði hefur hann ítrekað verið sviptur ökuréttindum, m.a. fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Grunur um ölvun við akstur eftir bílveltu á sunnudagsmorgun Sviptur ökuréttindum ævilangt ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær aðalræðuna á fjölsóttu Heimsþingi Lions-hreyf- ingarinnar sem haldið er í Boston þessa dagana. . Að lokinni ræðu sinni átti forseti marga fundi með forystumönnum Lions-hreyfing- arinnar bæði frá Bandaríkjunum, Asíu og öðrum heimsálfum og ræddi ýmis brýn verkefni sem hreyf- ingin gæti tekið að sér á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá forsetaskrifstofunni. Í ræðu sinni rakti forseti hvernig ný heimsmynd skapaði tækifæri fyr- ir frjálsar hreyfingar og félagasam- tök. Margt benti til að einstaklingar og samtök þeirra gætu á komandi árum haft meiri áhrif en formlegar stofnanir eða samtök ríkja. Sagðist forsetinn hafa á undanförnum árum sannfærst æ meir um hvílíkur kraft- ur búi í samtökum einstaklinga sem tækju höndum saman yfir öll landa- mæri og árangur Lions-hreyfingar- innar væri gott dæmi um það. Í ræðu sinni lýsti forsetinn m.a. söfnunarátaki sem norrænar Lions- hreyfingar beittu sér fyrir til styrkt- ar málefnum aldraðra. Hvatti forset- inn Lions-hreyfingar í öðrum heims- álfum til að nýta sér þessa norrænu reynslu og leiða saman þjóðarleið- toga og annað áhrifafólk frá ýmsum löndum í baráttunni fyrir góðum málefnum. Kraftur býr í sam- tökum ein- staklinga Ólafur Ragnar Grímsson ELDUR kom upp í kamri á lóð Há- teigsskóla í Reykjavík um klukkan níu í gærkvöld. Kamarinn stendur upp við skólahúsið og var í fyrstu talið að eldurinn hefði náð inn í skólahúsið og kölluðu slökkviliðsmenn á staðnum því á liðsauka frá öðrum stöðvum. Eldur reyndist þó ekki kominn í húsið heldur hafði mikill reykur farið þar inn og fyllti hann nokkur rými í skóla- húsinu. Starf slökkviliðsins fólst því fyrst og fremst í reykræstingu en ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skólahúsinu. Eldsupptök eru í rannsókn. Eldur við Háteigsskóla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.