Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 6

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr.44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð á Amarin í viku.. Króatía 12. júlí Sértilboð - Amarin íbúðir frá kr. 39.990 Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í stúdíóíbúð á Amarin í viku. Viðbótargisting! Aðeins 9 íbúðir í boði Góðar íbúðir á frábærum stað Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Króatíu í júlí. Bjóðum nokkrar íbúðir á Amarin íbúðahót- elinu við Rovinj á frábæru verði. Góðar íbúðir við ströndina með góðum aðbúnaði. Rovinj er einstaklega skemmtilegur og fallegur bær með verslunum, ótal veitingastöðum og fjörugu mannlífi. Skelltu þér til Króatíu og njóttu lífsins í sumarfríinu. Munið Mastercard ferðaávísunina RÚM 35% íslenskra karlmanna á aldrinum 45–75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum af einhverju tagi ef marka má niðurstöður rannsóknar- innar „Áhættuþættir og algengi ris- truflana meðal íslenskra karlmanna á aldrinum 45–75“ sem birtist í Lækna- blaðinu. Minnst ber á truflunum meðal yngri karlmanna en mest meðal þeirra eldri. Rúmlega 60% karlmanna á aldrinum 65–75 ára verða varir við ristruflanir af einhverju tagi. Að aldri undanskildum auka daglegar reyk- ingar og sykursýki mest líkurnar á ristruflunum. Aðrir marktækir áhættuþættir eru hátt kólester- ólmagn, kvíði og þunglyndi. Þannig eru helstu áhættuþættir ristruflana þeir sömu og fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma. Karlmönnum sem koma vilja í veg fyrir kvillann er því ráðlagt að forðast reykingar, halda sér í kjör- þyngd og gæta þess að blóðsykur sé innan eðlilegra marka. Kynlífsáhuginn til staðar en fáir leita sér aðstoðar Kynlífsvirkni karlmanna á aldrin- um 65–75 ára kom rannsakendum mjög á óvart, segir í greininni í Læknablaðinu. Öfugt við það sem margir kynnu að halda hefur áhugi þessa hóps á kynlífi síður en svo minnkað. Yfir 60% karlmanna á aldr- inum 65–75 hafa samfarir oftar en einu sinni í mánuði og 65% þeirra telja að kynlíf skipti sig miklu máli. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að einungis fjórðungur þeirra sem finna fyrir ristruflunum hafa fengið viðhlítandi meðferð. Þykir rannsakendum líklegt að feimni spili stóran þátt í því að menn leiti sér ekki aðstoðar. Mörgum karlmönnum þyki óþægilegt að nefna vandamálið við lækni og að sama skapi komi fyrir að læknum þyki vandamálið þannig vax- ið að þeir eigi ekki að fást við það. Auk þess er talið sennilegt að eldri karl- menn telji sér trú um að ristruflanir séu eðlilegur fylgifiskur elliáranna og sætti sig við þær. Rannsókninni var beint til 4.000 karlmanna á aldrinum 45–75 ára sem valdir voru úr þjóðskrá með slembi- úrtaki. 1.633 kusu að taka þátt í rann- sókninni eða tæplega 41% þeirra sem boðin var þátttaka. IMG Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar en fræði- lega úrvinnslu önnuðust læknarnir Guðmundur Geirsson, Gestur Þor- geirsson, Óttar Guðmundsson og Guðmundur Vikar Einarsson. Lyfja- fyrirtækið Pfizer, sem meðal annars framleiðir ristruflanalyfið Viagra, studdi rannsóknina fjárhagslega. Ristruflanir tíðar meðal eldri manna                                                            Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is NÝLEGT fjársvikamál innan Tryggingastofnunar ríkisins (TR) var til umræðu á stjórnarfundi TR í gær. Að sögn Kristins H. Gunn- arssonar, stjórn- arformanns TR, var farið yfir mál- ið, forstjóri TR gerði grein fyrir því og ríkisendur- skoðandi gerði grein fyrir málinu af sinni hálfu. Segir Kristinn ljóst að efla þurfi innra eftirlit stofn- unarinnar, en tekur fram að málið hafi uppgötvast fyrir tilstuðlan innra eftirlits og árvökuls starfsmanns. „Þrátt fyrir allt var það innra eft- irlitið sem kom upp um málið, en greinilega voru annmarkar á kerfinu fyrst þetta gat gerst,“ segir Kristinn. Kristinn segir að farið verði í alls- herjarúttekt og endurbætur á innra eftirlitinu. „Þetta verður skoðað út frá því að hugsanlegir brotamenn geti látið sér detta í hug ýmsar leiðir sem við höfum ekki hugsað um áður til þess að ná út peningum. Þá reyn- um við að sjá þær út og sjá við þeim áður en nokkuð gerist,“ segir Krist- inn. „Við munum reyna að bregðast fljótt við og af ákveðni. Okkur þykir leitt að þetta skuli hafa gerst, því þetta er almannafé sem þarna er ver- ið sýsla við,“ segir Kristinn. Reynt að endurheimta féð Talið er að féð sem svikið var út úr TR nemi 75 milljónum króna. Spurð- ur hvort takist að endurheimta féð segir Kristinn ekki gott um það að segja þar sem rannsóknin eigi enn eftir að leiða til ákæru. „Þeir sem verða taldir sekir í málinu verða þá krafðir um að endurgreiða ríkinu þetta tjón,“ segir Kristinn og tekur fram að ríkislögmaður fari með mál- ið fyrir hönd TR. „Ég geri ráð fyrir að fulltrúar ríkisins muni reyna að innheimta það sem hefur tapast og fá skaðann bættan. Svo verður að koma í ljós hvort þeir sem kunna að vera sekir séu borgunarmenn fyrir því, þannig að verið getur að ríkið tapi þessum peningum.“ Stjórn Tryggingastofnunar ríkisins fjallar um nýlegt fjársvikamál Efla þarf innra eftirlitið Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Kristinn H. Gunnarsson EKKI er vitað hvort Herjólfur upp- fyllir hertar kröfur Evrópureglna um tveggja hólfa lekastöðugleika, sem taka gildi í október 2010. Tveggja hólfa lekastöðugleiki þýðir að tryggt sé að skip fljóti þótt það verði fyrir skemmdum sem valda því að sjór renni inn í tvö aðliggjandi hólf. Nýjar kröfur taka til ferja sem flytja fleiri en 400 farþega, en Herjólfur getur flutt allt að 500 farþega að því er segir á heimasíðu skipsins. Einar Hermannsson, skipaverk- fræðingur og ráðgjafi Vegagerðar- innar, segir að Herjólfur hafi verið byggður eftir ströngustu reglum og öryggisbúnaður uppfærður reglu- lega. Evrópureglurnar, sem settar voru eftir að skipið var smíðað og teknar upp hér nær óbreyttar, veiti ákveðna fresti til aðlögunar eftir aldri skipa, gerð og getu. Einar segir að gerð hafi verið úttekt á Herjólfi fyrir nokkrum árum gagnvart eins hólfs lekastöðugleika, það er að sjór renni inn í eitt hólf skipsins, og það verið í hæsta gæðaflokki. Ekki hafi verið gerðir útreikningar fyrir Herjólf með tilliti til tveggja hólfa lekastöðugleika. Einfaldast að lækka hámarksfjölda farþega „Það hlýtur að vera spurning, þeg- ar skip er orðið 18 ára eins og Herj- ólfur verður 2010, hvort forsvaranlegt sé að leggja í kostnað sem gæti fylgt slíkum breytingum,“ sagði Einar. Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði að 1.560 milljónir kostaði að breyta Herjólfi til að uppfylla hinar nýju kröfur. Sú tala er ekki rétt, þar sem hún sýnir þann stofnkostnað sem leggja þarf í til að auka ganghraða skipsins í 20 hnúta. Talan er byggð á upplýsingum frá samgönguráðuneyt- inu um kostnað við breytingarþannig að Herjólfur verði framtíðarlausn. Einar sagði að líklega yrði einfald- ast fyrir útgerð Herjólfs að lækka há- marksfjölda farþega í 399 til að mæta hertum kröfum. Með því myndi Herj- ólfur uppfylla allar kröfur Evrópu- reglnanna 2010, því þær ná til skipa sem flytja fleiri en 400 farþega. Einar tók fram að Herjólfur væri ekki á undanþágu vegna hinna nýju reglna, því hertu kröfurnar hefðu ekki tekið gildi. Herjólfur ekki á undanþágu ÞAÐ var ágætis veður í höf- uðborg landsins í gær til að rölta um í miðbænum, sýna sig og sjá aðra. Í Hafnarstrætinu voru margir á gangi í gær, ferðamenn sem og aðrir sem þangað áttu er- indi. Enda var heiðskírt framan af degi og sól og sumarylur. Síðdegis í gær fór hins vegar að hellirigna, ekki aðeins í Reykjavík heldur víða um landið. Í dag er víða spáð rigningu eða skúrum. Því er þó spáð að létt- skýjað verði norðaustanlands í kvöld og að hiti þar sem og á Austurlandi verði á bilinu 7 til 16 stig. Á morgun er spáð enn meiri hlýindum norðaustanlands, hita á bilinu 10 til 22 stig. Morgunblaðið/Eggert Heiðskírt í Hafnar- strætinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.