Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Já, já, þið getið bara farið í rass og rófu. Ísland er eitt Norður-landa þar sem refsi-vert er að stunda vændi sér til framfærslu. Þetta kemur fram í grein- argerð með lagafrumvarpi sem dómsmálaráðherra lagði fyrir Alþingi fyrir skemmstu. Frumvarpið var ekki afgreitt á síðasta þingi en það kveður á um veigamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga, þar með talið hvað varðar vændi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag er mikil eftirspurn eftir vændi á Ís- landi og þá helst frá körlum milli fertugs og fimmtugs. Samkvæmt lögum er leyfilegt að kaupa vændi en bannað að selja það sér til fram- færslu. Í frumvarpinu er lagt til að vændi verði ekki lengur refsivert til framfærslu heldur aðeins að hafa milligöngu um það. Nú þegar er það síðarnefnda refsivert en þó er í lögum talað um að hafa atvinnu eða viðurværi af „lauslæti ann- arra“ en ekki um vændi. Í frum- varpinu er hins vegar aðeins talað um vændi, m.a. með vísan til þess að orðið lauslæti sé gamaldags og hafi yfir sér neikvæðan blæ. Þar er jafnframt hert ákvæði um refsingu við að stuðla að því að manneskja flytjist milli landa til að stunda vændi með því að binda það ekki við að manneskjan sé undir 21 árs aldri eða að henni sé ókunnugt um tilgang fararinnar. Hugmyndin um að aflétta sekt- inni af fólki sem stundar vændi sér til framfærslu er ekki ný af nálinni. Eins og bent er á í áðurnefndri greinargerð klofnaði allsherjar- nefnd í afstöðu sinni til þessa við lagabreytingar á kynferðisbrota- kaflanum árið 1992. Þingmennirn- ir sem vildu að sektinni yrði aflétt studdu mál sitt með því að einstak- lingar sem stunduðu vændi gerðu það í mikilli neyð og að væru þeir sekir fyrir lögum væri ólíklegra að þeir leituðu sér hjálpar eða kærðu kynferðislegt ofbeldi. Þetta eru sömu rök og hafa ver- ið í umræðunni undanfarin ár; að manneskjur sem selji sig séu í flestum tilvikum illa settar and- lega, líkamlega eða félagslega. Þær séu oftar en ekki þolendur sjálfar, t.d. vegna fátæktar, fíkni- efnaneyslu eða kynferðislegrar misnotkunar. Skýrsla dómsmála- ráðuneytisins frá árinu 2001 um vændi og félagslegt umhverfi þess hér á landi rennir enn frekari stoð- um undir þessar hugmyndir en þar segir að fólk í vændi á Íslandi lýsi vonleysi, vanlíðan og hræðslu. Verður vændi löglegt? Samkvæmt lögum er refsivert að kaupa kynlífsþjónustu af barni sem er yngra en 18 ára. Hins vegar hefur mikið verið tekist á um hvort kaup á vændi fullorðinna eigi að vera refsiverð eða ekki. Meðmæl- endur þess vilja meina að kaup- andinn hafi valið en ekki mann- eskjan sem selur sig eða er seld og vísa til bágborinna félagslegra að- stæðna fólks í vændi. Þeir sem eru á öndverðum meiði hafa sagt að sænska leiðin byggist á öðrum veruleika en er hér á landi og að ekki sé komin næg reynsla á lög- gjöfina. Ýmislegt bendi til þess að vændi hafi færst meira neðanjarð- ar og þótt sænsku lögin sporni gegn mansali geti það þýtt aukið mansal í öðru landi. En verður vændi þá löglegt með lagabreytingunni? Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir svo ekki vera. „Því fer fjarri að verið sé að lögleiða vændi þótt lagðar séu til breytingar á hvaða háttsemi verði talin refsi- verð,“ segir Björn og bendir á hertari ákvæði gegn því að hafa at- vinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra og einnig á tillögur um breytt lög varðandi auglýsingar sem fela í sér að það yrði refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í op- inberum auglýsingum. Það næði þá til auglýsinga í blöðum, tímarit- um, útvarpi, sjónvarpi, á netmiðl- um eða utanhúss, s.s. á auglýsinga- skiltum. Engin félagsleg úrræði Í athugasemdum með frum- varpinu kemur fram að gera þurfi frekari rannsóknir á eðli og um- fangi vændis á Íslandi. „Refsing hefur í sjálfu sér aldrei verið heppileg leið til að leysa félagsleg- an vanda og ef aðrar leiðir eru fær- ar á frekar að velja þær. Það þarf að finna orsök vandans og reyna að koma í veg fyrir að fólk leiðist út í vændi,“ segir þar. Spurður um hvort frekari rann- sóknir séu á döfinni eða vinna með félagsleg úrræði segir Björn að engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar en að væntanlega myndi slíkt heyra undir nokkur ráðu- neyti. Atli Gíslason hæstaréttarlög- maður hefur gagnrýnt frumvarpið og segir að þarna gleymist meg- inatriðið í skýrslu nefndar sem dómsmálaráðuneytið fól að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis frá árinu 2002. „Það er verið að samþykkja vændi, þ.e. að hafa það ekki refsivert, en engin félagsleg úrræði koma á móti og heldur engar reglur um heilbrigð- iseftirlit,“ segir Atli. Fréttaskýring | Lagaumhverfi vændis Má kaupa en ekki selja Ísland er eitt Norðurlanda þar sem vændi til framfærslu er refsivert „Sænska leiðin“ hefur vakið mikla umræðu. Einhugur í afstöðu til vændismiðlara  Einhugur er um það hér á landi að það eigi að vera ólöglegt að hafa milligöngu um vændi, segir í greinargerð með frum- varpi að nýjum kynferð- isbrotalögum. Þrjár leiðir hafa því einkum verið ræddar í tengslum við lagasetningu um vændi. Í fyrsta lagi að kaup og sala á vændi séu ólögleg, í öðru lagi að hvort tveggja sé leyfilegt og í þriðja lagi að kaup á vændi séu ólögleg en sú leið er venju- lega kennd við Svíþjóð. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞESSA dagana er unnið að lokafrágangi við endurbygg- ingu á svokölluðu Maðdömuhúsi á Siglufirði. Þjóðlaga- setur sr. Bjarna Þorsteinssonar verður þar til húsa en sr. Bjarni bjó í húsinu fyrstu árin eftir að hann kom í Hvann- eyrarsókn eða á árunum 1888–1898. Á þeim tíma stóð þjóðlagasöfnun hans sem hæst og lauk með útgáfu á Ís- lenskum þjóðlögum fyrir réttum 100 árum, eða árið 1906. Setrið verður vígt laugardaginn 8. júlí á Þjóðlagahátíð. Að sögn Gunnsteins Ólafssonar, aðalhvatamanns að stofnun Þjóðlagaseturs, er unnið hörðum höndum við að ljúka endurgerð hússins og setja upp sýningar í húsinu. „Sýningarnar eru í raun þrjár,“ segir Gunnsteinn. „Í fyrsta lagi eru munir úr eigu sr. Bjarna, handrit og tón- verk, í öðru lagi er sýning sem greinir frá samverka- mönnum hans við þjóðlagasöfnunina úti um allt land og síðast en ekki síst er kvikmyndað efni sem sýnir núlifandi fólk á öllum aldri, víða að af landinu, við kveðskap, söng og hljóðfæraleik. Ætlunin er að safna meira efni síðar í sumar, svo sem þjóðdönsum, barnagælum og þulum. Sýningin varpar þannig ljósi á þjóðlögin sem sr. Bjarni safnaði á sínum tíma og einnig á þjóðalagaarfinn eins og hann hljómar meðal nútíma Íslendinga.“ Fjölmargir iðnaðarmenn hafa lagt hönd á plóg við frá- gang hússins undanfarnar vikur. „Húsið er eitt hið elsta á Siglufirði byggt árið 1884, svo húsafriðunarnefnd hefur haldið vökulu auga sínu yfir smíðinni,“ segir Gunnsteinn. „Smiðirnir eru einstakir og hafa lagt mikla alúð við verk- ið sem og aðrir iðnaðarmenn. Sýningarstjórinn Örlygur Kristfinnsson hefur einnig glætt húsið lífi með vali á myndum og gullfallegum ljósakrónum frá gamalli tíð og látið smíða skápa í aldamótastíl utan um skjáina sem sýna myndirnar í stofum hússins. Þá eru komnir til starfa tveir nemendur úr Listaháskóla Íslands, annar úr tón- listardeild og hinn úr byggingarlistardeild, sem sjá um móttöku gesta. Vígslan verður nk. laugardag og er búist við fjölda gesta, ekki síst tónlistarmanna, enda er það svo sannarlega tilefni fyrir okkur tónlistarmenn að gleðjast þegar þjóðlögin okkar, grunnurinn að tónlistarmenningu þjóðarinnar, fá þann sess sem þeim ber.“ Íslensk þjóðlög eignast heimili Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Unnið er af fullum krafti við undirbúning Þjóðlagahá- tíðar í Siglufirði. Krakkarnir voru að þökuleggja á lóð Þjóðlagasetursins sem stendur til að vígja formlega nk. laugardag, en þjóðlagahátíðin hefst á miðvikudaginn. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þor- steinssonar vígt á Siglufirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.