Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VARP kríu og sílamávs á Miðnesheiði er allt úr skorðum í sumar, að sögn Gunnars Þórs Hall- grímssonar, líffræðings og starfsmanns Nátt- úrustofu Reykjaness og doktorsnema við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. fengist við rannsóknir á sílamávi á Suðurnesjum. Að sögn Gunnars byrjaði krían þremur vikum síðar en venjulega að verpa suður á Reykjanesi í vor. Varpið er minna en venju- lega og sílamávsvarpið er einnig úr skorðum. „Þetta lítur ekki sérlega vel út,“ sagði Gunnar. Hann telur líklegast að skorti á æti sé um að kenna og segir vísbendingar um að sandsílastofninn hafi hrunið í júlí í fyrra og ekki náð sér á strik síðan. Svipaða sögu er að segja víðar af landinu. Sílamáva verður víða vart um þessar mundir, bæði í byggð og óbyggðum. Auk þess að hrella borgarbúa sveimar mávager yfir ýmsum sum- arbústaðabyggðum sunnanlands og sést hafa máv- ar langt inn til landsins. Þegar Morgunblaðið náði tali af Gunnari Þór var hann að fylgjast með síla- mávum í Garðsjó. Venjulega safnast þar margir mávar og leita ætis, aðallega sandsílis. Sú var ekki raunin nú. Gunnar var spurður hverju það sætti að sílamáv- ar virtust orðnir svo útbreiddir og áberandi. Hann sagði ekki óþekkt að sílamávar væru inn til lands- ins í hópum geldfugla. Sílamávar hafi t.d. sést und- anfarin ár í Veiðivötnum og við Þórisvatn í ein- hverjum mæli. Þeir sæjust þar líka í árum þegar ekki væri fæðuskortur til sjós, en örugglega meira nú vegna fæðuskorts við sjávarsíðuna. En eru máv- arnir á höttunum eftir ungum mófugla á sveimi sínu inn til landsins? „Ég hugsa að það séu fyrst og fremst skordýr, mikið fiðrildalirfur, sem hann leitar í. Hann tekur líka egg og unga,“ sagði Gunnar. „Afkoma síla- mávsins er þó alls ekki háð mófuglaungum, þó að hann sé tækifærissinni og taki það sem býðst. Ung- ar mófugla eru alls ekki aðalfæða hans. Það er ekk- ert sem bendir til að sílamávurinn hafi áhrif á af- komu mófuglastofna hérlendis og ekkert sem styður það.“ Gunnar segir einnig af og frá að afrán sílamáva hafi haft áhrif á afkomu rjúpunnar. Flestir mó- fuglastofnar séu vel aðlagaðir afráni og mikið afrán sé eðlilegt í stofnvistfræði þeirra. Lífslíkur full- orðnu mófuglanna séu miklar, en þeir komi ekki nema fáeinum ungum til flugs eða í varp á æviskeiði sínu. Mófuglarnir verjist afráninu m.a. með því að bæði egg þeirra og ungar séu mjög samlit umhverfinu. Eitt stærsta sílamávavarp í heimi Sílamávi hefur fjölgað hér á síð- ustu áratugum, en það hve mávarnir eru orðnir sýnilegir t.d. í Reykjavík undanfarin tvö ár, gefur ekki rétta mynd af stækkun stofnsins, að sögn Gunnars. Mávarnir hafa hins vegar flutt sig til og sækja meira í þéttbýlið en áður. „Í venjulegu árferði sér fólk að- eins lítið brot af sílamávastofninum,“ sagði Gunnar. „Mávarnir koma hingað til lands um mánaðamót febrúar og mars. Obbinn af varpstofninum sest á Miðnesheiðina, þar sem er eitt stærsta sílamáva- varp í heimi. Stofninn heldur sig að mestu leyti á Reykjanesskaganum og við Faxaflóann. Fuglarnir sitja yfirleitt á Miðnesheiðinni og fljúga síðan til hafs að éta og sækja fæðu handa ungunum. Svona gengur lífið hjá mávunum fyrir sig til hausts er þeir halda til Miðjarðarhafsins og Norðvestur-Afríku.“ Gunnar mældi varpstofninn á Miðnesheiðinni ár- ið 2004 og taldist honum til að þar væru þá 36.600 pör eða yfir 70 þúsund fuglar að vori. „Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið er af sílamávi annars staðar á landinu, en ég veit að engin önnur vörp nálgast það að vera á stærð við varpið á Mið- nesheiði,“ sagði Gunnar. Vörp sem talin eru kom- ast næst telja eitt til tvö þúsund pör hvert. Þau eru öll á Suður- og Vesturlandi. Sílamávur er því ekki algengur utan Suðvesturlands. Á árum áður var talsvert varp sílamáva í Akrafjalli. Nú er mávurinn að mestu horfinn úr fjallinu en við vesturenda Akrafjalls urpu allt að eitt þúsund pör sílamáva í fyrra. Nú er þar ekkert varp, að sögn Gunnars. Sennilegasta skýringin er fæðuskortur. Gunnar segir að einhver hluti stofnsins hafi alltaf sótt í þéttbýlið. Þessir fuglar séu ekki jafn- sérhæfðir í fæðuvali og t.d. krían og þegar skortur verði á æti í sjónum leiti þeir á önnur mið og þeirr- ar fæðu sem er aðgengilegust. Það eru ákveðnir fæðumöguleikar fólgnir í bæjum á borð við Reykja- vík, að ekki sé talað um þar sem öðr- um fuglum er gefið eins og við Tjörn- ina. Mávarnir færa sig á þessa staði og það kann að virðast sem fjölgun í stofninum. Þetta eru fyrst og fremst sjófuglar en í stað þess að fara út á sjó til fæðuleitar færa þeir sig inn til landsins. Lélegt varp í ár Gunnar segir að varp sílamáva á Miðnesheiði gangi afleitlega nú. „Það er bara brot af fuglunum sem verpir. Þeir standa á heiðinni og það er mjög mikið afrán hjá þeim sem verpa. Sennilega eru það fyrst og fremst aðr- ir mávar sem ræna eggjunum þeirra. Svo er átak hjá mönnum sem ræna hreiðrin og skemma eggin. Það verpa fáir fuglar og þetta bitnar því harðar á þeim sem verpa. Svo spil- ar tófan líka inn í. En við getum sagt að varpið sé meira og minna úr skorðum miðað við það sem er í eðlilegu ári,“ sagði Gunnar. Þótt varp misfarist hjá sílamávum í tvö til þrjú ár á það ekki að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir stofnstærð. Sílamávar byrja yfirleitt að verpa 4–5 ára gamlir og stofninn heldur yfirleitt í við dán- artíðni fullorðnu fuglanna. Ef afkoman er sama og engin í 3–4 ár ætti stofninn að minnka sem nemur dánartíðni fullorðnu fuglanna eftir það. Ef fáir ung- ar komast á legg eru lífslíkur þeirra meiri en ella vegna minni samkeppni við aðra unga svo það kann að vega eitthvað á móti. Gunnar segir að áhyggjuefnið sé fyrst og fremst sandsílið og afkoma þess. „Fyrstu merkin um að sandsílastofninn hafi hrunið voru í júlí í fyrra. Kríuvarpið byrjaði mjög vel hér á Miðnesheiði í fyrra og sílamávsvarpið einnig. Í júlí yfirgáfu kríurnar egg og unga og hurfu af svæðinu. Ég held að 96–97% af þeim síla- mávsungum sem klöktust í fyrra hafi ekki náð flugi. Það var mjög lítil viðkoma í fyrra þótt varpið hafi byrjað vel.“ Gunnar telur að svipað sé uppi á teningnum nú. Hann segir óvíst að ástandið sé eins hringinn í kringum landið. „En eins og staðan er hér á Reykjanesskaganum sé ég enga ástæðu til bjart- sýni. Þetta er mjög slappt allt saman,“ sagði Gunn- ar Þór Hallgrímsson líffræðingur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þegar æti minnkar til sjós sækja sílamávarnir til byggða í ætisleit og mávager sveimar yfir sumarhúsabyggðum sunnanlands og langt inni í landi. Varp mávs og kríu á Miðnesheiði allt úr skorðum Gunnar Þór Hallgrímsson STARFSMENN IGS, þjónustufyr- irtækis Icelandair á Keflavíkurflug- velli, eru ekki sáttir við gagntilboð það sem IGS lagði fram í síðustu viku og kynnt var starfsmönnum um síðustu helgi og hafa falið Einari Má Atlasyni, talsmanni sínum, að kynna yfirstjórnendum fyrirtækisins nýtt gagntilboð starfsmanna. Að sögn Einars Más líst starfsmönnum ágæt- lega á þær tillögur yfirstjórnenda sem snúa að bættri vinnuaðstöðu og því að minnka vinnuálag á starfs- fólki, hins vegar finnist fólki of skammt gengið í þeim umbótum sem snúa að launamálum. Aðspurður segist hann ekki vilja útlista fyrir blaðamanni hvað gagn- tilboð starfsmanna feli nákvæmlega í sér fyrr en hann hafi haft tækifæri til að kynna það fyrir yfirmönnum fyr- irtækisins, þeirra á meðal Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Spurður hvort starfsmenn komi til með að grípa til einhverra aðgerða sambærilegum setuverkfallinu sunnudaginn 25. júní sl. segir Einar Már alla vega ljóst að ekki verði gripið til neinna aðgerða fyrr en eftir næstu helgi. „Setuverkfallið á sínum tíma var til þess gert að sýna yfir- mönnum fyrirtækisins fram á að okkur væri alvara og að við stæðum saman. En þess ber að geta að komi til verkfallsaðgerða aftur þá er ljóst að yfirstjórnendur koma ekki til með að fá viðvörun líkt og síðast og viku- frest þar sem þeir gátu undirbúið sig undir þennan dag. Það verður ekkert aftur svoleiðis,“ segir Einar Már og bendir á að meðal þeirra löglegu að- gerða sem starfsmenn geti farið í sé t.d. að fara í yfirvinnustopp. Að sögn Einars Más hefur hann talsverðar áhyggjur af afkomu fyr- irtækjanna IGS og Icelandair sökum þess að fólk sé hætt að sækjast eftir að vinna hjá þeim. Segir hann það á engan hátt gott fyrir fyrirtækin að það spyrjist út hve launin eru lág og álagið mikið, sem geri það að verkum að æ færri hafi áhuga á að vinna uppi á Keflavíkurflugvelli en áður fyrr. Starfsmenn IGS leggja fram gagntilboð Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ENGIN slys urðu á fólki í tveimur umferðaróhöppum sem áttu sér stað á þriðja tímanum í gærdag, í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Annars vegar missti erlendur ferðamaður stjórn á bílaleigubíl sem hann ók Biskupstungnabraut og lenti út af veginum til móts við bæinn Múla. Bifreiðin er talin mikið skemmd og jafnvel ónýt, að sögn lögreglu. Á Bláfellshálsi á Kjalvegi skullu saman fólksbifreið og lítil jeppa- bifreið með þeim afleiðingum að draga þurfti báða af vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu varð áreksturinn á blindhæð og var önnur bifreiðin bílaleigubíll með erlendum ferðamönnum. Engin slys í tveimur umferð- aróhöppum FUNDUR um hagkvæmnikönnun milli Íslands og Kína vegna frí- verslunarviðræðna verður haldinn í dag. Þeir sem fundinn sitja eru m.a. Valgerður Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra og aðstoðarut- anríkisráðherra Kína, Yi Xia- ozhun. Viðskipti milli Íslands og Kína hafa verið mjög vaxandi und- anfarin ár, bæði hvað varðar vöruviðskipti og þjónustuviðskipti, auk þess sem íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli fjárfest í Kína. Líklegt er að fríversl- unarviðræður hefjist síðar á þessu ári, segir í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Fríverslunar- viðræður síðar á árinu Valgerður Sverrisdóttir KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir vélhjólaslys á Kirkjubraut á Akra- nesi í gær. Að sögn lögreglunnar á Akranesi eru tildrög slyssins ekki að fullu kunn en svo virðist sem vélhjólinu hafi verið ekið á töluvert miklum hraða. Maðurinn var fluttur á Sjúkra- húsið á Akranesi til aðhlynningar en eftir læknisskoðun var ákveðið að flytja hann með sjúkrabifreið á Landspítalann. Að sögn læknis á slysadeild LSH var maðurinn flutt- ur á gjörgæsludeild til rann- sóknar. Hann er ekki talinn í lífs- hættu. Slasaðist í vélhjólaslysi HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til að greiða 180 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir nytjastuld og brot á umferð- arlögum. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til þriggja ára og gert að greiða tæpar hundrað þúsund krónur í sak- arkostnað. Manninum var gefið að sök að hafa í apríl sl. ekið bifreið í heim- ildarleysi og undir áhrifum áfengis en áfengismagn í blóði ákærða mældist 1,94‰. Ökuferð- inni lauk með því að ákærði missti stjórn á bifreiðinni sem valt utan vegar. Lögregla hefur áður tekið manninn fyrir að aka undir áhrif- um áfengis og játaði hann brot sín skýlaust fyrir dómi. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Ak- ureyri, sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og Sigmundur Guðmundsson hdl. varði manninn. Sekt fyrir ölvunarakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.