Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,91% í Kauphöll Íslands í gær og var 5.425 stig við lok viðskipta. Lít- il velta var á hlutabréfamarkaði og voru aðeins gerð viðskipti fyrir 845 milljónir króna. Velta á skuldabréfa- markaði var 11,8 milljarðar króna. Bréf Össurar hækkuð mest í við- skiptum gærdagsins eða um 0,46%, bréf Marels hækkuðu um 0,28% en önnur bréf hækkuðu ekki. Hlutabréf Straums-Burðaráss fjár- festingabanka lækkuðu um 3,43% í gær. Bréf FL Group lækkuðu um 2,34% og bréf Dagsbrúnar lækkuðu um 1,9%. Hlutabréf lækka ● FL GROUP tilkynnti til Kauphallar í gær um þátttöku félagsins í fjár- festafélaginu Unity Investments ehf. ásamt Baugi og Kevin Stan- ford. Breskir miðlar höfðu greint frá stofnun félagsins í síðustu viku en nú hefur verið upplýst um skiptingu hlutafjár, þar sem FL Group og Baugur eiga hvor um sig 37,5% og Kevin Stanford, stofn- andi Karen Millen verslananna, á 25% hlut. Er Unity, sem stjórnað verður frá Íslandi, ætlað að taka stöður í skráðum félögum, einkum breskum smásölufyrirtækjum. Inn í Unity koma eignir í breskum fé- lögum; 20% hlutur í French Con- nection, 28,5% í Moss Bros og 12% í Woolworths. Unity Investment stýrt frá Íslandi ● FRAKKINN Noel Forgeard, annar forstjóra evrópska flugvéla- og vopnaframleiðslurisans EADS, og Þjóðverjinn Gustav Humbert, forstjóri Airbus, sögðu af sér um helgina vegna tafa á framleiðslu risaþot- unnar Airbus A380. Louis Gallois, forstjóri franska lestafyrirtækisins SNFC, á að taka við af Forgeard sem annar forstjóra EADS. Hinn forstjór- inn, Þjóðverjinn Thomas Enders, læt- ur ekki af störfum. Christian Streiff, sem var einn af æðstu stjórnendum franska iðnfyrirtækisins Saint Goba- in, verður forstjóri Airbus. Fast hafði verið lagt að Forgeard að hætta eftir að skýrt var frá því að hann hefði selt hlutabréf sín í EADS nokkru áður en tilkynnt var um tafir á Airbus risavél- inni. Forstjórar EADS og Airbus segja af sér ● LYFJAFYRIRTÆKIÐ Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem haft er eftir Bruce Downey, stjórnarfor- manni og fram- kvæmdastjóra félagsins, að hann sé öruggur um að hluthafar Pliva muni taka tilboði Barr. Segir Downey að það sem skipti máli sé að Barr eignist yfir 50% hlutafjár í Pliva. Ekki skipti máli hver eigi minni- hluta í félaginu. Actavis hefur einnig boðið í Pliva og hefur þegar tryggt sér 20,4% hlutafjár í félaginu. Ef Barr nær meiri- hluta í félaginu getur Actavis í krafti eignarhlutar síns staðið í vegi fyrir stjórnarskiptum og stefnubreyt- ingum sem krefjast samþykkis auk- ins meirihluta atkvæða hluthafa. Í frétt Reuters kemur fram að margir greiningaraðilar á fjár- málamarkaði telji líklegt að Actavis eigi eftir að hækka tilboð sitt í Pliva. Barr öruggt um að ná Pliva EKKERT tilboð hafði borist í hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Straumi – Burðarási fjárfestinga- banka þegar tilboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir síðustu helgi ákvað sjóðurinn að leita tilboða í 5,04% hlut sinni í Straumi, eða liðlega 520 milljóna króna hlut að nafnverði, en miðað við gengi bréfanna í gær, 17,00, er hluturinn tæplega 9 milljarða króna virði. Í ljósi þessarar niðurstöðu segir Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, að nú liggi fyrir stjórn sjóðsins að taka afstöðu á hluthafa- fundi Straums – Burðaráss, sem boðaður hefur ver- ið þann 19. júlí nk. Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, segir að svo virðist sem komið sé á samráð milli stórra hluthafahópa í Straumi – Burðarási. Vísar hann m.a. til yfirlýs- ingar sem Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnar- formaður Straums, sendi fjölmiðlum fyrir helgi. Þar kemur fram að Björgólfur líti á kaup FL Group á stórum hlut í Straumi sem stuðning við stefnu stjórnar Straums og framtíðarsýn félagsins um uppbyggingu á öflugum alþjóðlegum fjárfestinga- banka. „Nú ætlum við að kanna hug minni hluthafa í Straumi og athuga hvort menn verði sammála um að bjóða fram sjálfstæðan og óháðan frambjóðanda til stjórnarkjörs,“ segir Víglundur Þorsteinsson. Hluthafafundurinn er eins og áður sagði boðaður þann 19. júlí nk. Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson, sem seldu FL Group 24,4% hlut sinni í Straumi – Burðarási fyrir skömmu, munu fara með atkvæðarétt á hluthafafundinum þar sem salan verður ekki gerð upp fyrr 20. júlí. Vill kanna hug minni hluthafa um óháðan stjórnarmann Morgunblaðið/Kristinn Hluthafafundur framundan Hluthafafundur Straums-Burðaráss verður haldinn 19. júlí. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Engin tilboð bárust í hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Straumi – Burðarási HÆTT hefur verið við skráningu líf- tæknifélagsins Cyntellect á iSEC- hlutabréfamarkaðinn. iSEC er nýr hlutabréfamarkaður í Kauphöll Ís- lands sem var opnaður fyrir viðskipti í gær með skráningu Hampiðjunnar. Í frétt frá Cyntellect kemur fram að ein helsta skýringin á því að hætt var við skráningu sé ástand hagkerf- is og markaða á Íslandi. iSEC-markaðurinn er aðallega hugsaður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki og er ætlað að auka mögu- leika þeirra til vaxtar. Hingað til hafa þessi félög hins vegar haft tak- markaða möguleika á skráningu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það leiðinlegt að Cyntellect skuli hafa hætt við skráningu, en ákvörðunin hafi ekki komið mönnum í opna skjöldu. „Frá því um miðjan febrúarmánuð hefur einhver fjöldi fyrirtækja hætt við skráningu á markað vegna markaðs- aðstæðna og lækkandi hlutabréfa- verðs. Við vonum bara að Cyntellect endurskoði þessa ákvörðun þegar úr rætist á mörkuðum,“ segir Þórður. Fimm skráð einkaleyfi Cyntellect var stofnað árið 1997 af dr. Bernhard Pálssyni og Manfred Koller, en Bernhard er stjórnarfor- maður fyrirtækisins og stærsti hlut- hafi þess. Það hefur aðsetur í San Diego í Kaliforníu og framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn. Cyntellect er með fimm skráð einkaleyfi í Bandaríkjunum tengd tækni sem meðhöndlar frumur með leysi- geislum. Cyntellect hætt við skráningu GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur skipað dr. Frederic S. Mishkin einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna. Var þetta tilkynnt í Hvíta húsinu um helgina, um leið og Bush skipaði í nokkrar aðrar stöður í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Mishkin ætti að vera orðinn ís- lensku fjármálalífi góðu kunnur. Ný- verið ritaði hann skýrslu, ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðu- manni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um efnahagsstöðugleika á Ís- landi, sem Viðskiptaráð Íslands gaf út. Skýrslan hefur verið kynnt form- lega hér á landi, í Bandaríkjunum, London og Kaupmannahöfn, þangað sem Mishkin hefur mætt og kynnt efni hennar. Meðal niðurstaðna Mis- hkins og Tryggva Þórs var sú að ekki væri ástæða til að óttast að fjármála- kreppa myndi skella á á Íslandi. Seðlabankastjórar Bandaríkjanna eru sjö talsins og eru skipaðir til 14 ára. Dr. Mishkin er nú prófessor við Columbia-háskólann og er almennt talinn einn af helstu sérfræðingum heims þegar kemur að því að meta efnahagslegan óstöðugleika, segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði. Mishkin er fyrrverandi forseti Eas- tern Economic Association og var áð- ur prófessor við Chicago-háskólaog Princeton-háskóla. Mishkin skipaður seðlabankastjóri Auglýsing Nefndir sem umhverfisráðherra skipaði til að endurskoða gildandi skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hafa skilað ráðuneytinu drögum að frumvörpum um skipulags- og bygg- ingarmálefni. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra laga um mannvirki og hins vegar frumvarp til nýrra skipu- lagslaga. Tillögurnar fela í sér breytta stjórnsýslu skipulags- og byggingarmála og leggja nefndirnar til að umræddar breyt- ingar taki gildi 1. janúar 2008. Frumvarpsdrögin eru aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðu- neytisins, www.umhverfisraduneyti.is Hér með er öllum gefinn kostur á að koma á framfæri athuga- semdum við frumvarpsdrögin fyrir 15. ágúst nk. Að loknum kynningartíma verður farið yfir þær athugasemdir sem hafa borist ráðuneytinu og unnið úr þeim. Umhverfisráðherra hefur í hyggju að leggja frumvörpin fyrir Alþingi á komandi hausti. Athugasemdir sendist rafrænt til umhverfisráðuneytisins á netfangið: postur@umhverfisraduneyti.is Umhverfisráðuneytið 3. júlí 2006 SALA Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og félaga þeim tengdum, á tæpum 24% hlut í Straumi-Burðarási til FL Group gengur í gegn hinn 20. júlí nk. Tölu- verðar breytingar verða á eignar- haldi FL Group við viðskiptin, en skv. útreikningum Morgunblaðsins verður eignarhlutur Magnúsar Kristinssonar 15,44%. Hann verður þá þriðji stærsti hluthafinn á eftir eignarhaldsfélagi Hannesar Smára- sonar, Oddaflugi, og Baugi. Þá kemur Kristinn Björnsson en hlutur hans verður um 9,47%. Sam- anlagt verður þannig hlutur Kristins og Magnúsar um 24,9%.               !  " # $ %  $ % &'  ()  *+  % ,-%         Magnús og Kristinn með 24,9% í FL Group                        !" #$%  % #         ! " # $%& '( ' #   & $ &  ) * &# & ( &+ $ & ,  &+  -  - '  &  . /0 1 2 '32 $ &  4  & '" ()   & 5  &+  6 &+  783  9:' & 9/ ;<## &# / 1 !1 & = &&  !1 &  '* +  ,- .2> #.1 &+   , . / 6?@A .B1  1  1  0                0 0   0 0 0  < &#2 <  1  1 0  0 0   0  0  0  0   0  0 0   0 0   0  0 0 0 0 0 0 0 0 C0  D 0 C0  D C0  D C0 D C0 D C0  D C0 D 0 C0 D C  D 0 C0 D C  D C0  D 0 0 0 0 0 0 0 0 5 +  1   + # & ; $1B+ # E ) .    0                           0 0    0 0 0                       0  0                    0   0 0  = 1   B*%  ;5 F#&   '3!+ 1   0        0 0  0 0 0  7 + G .H9   . . ';.@ "I   . . ?? J-I   . . J-I)!& 7      . . 6?@I "KL&    .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.