Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 13

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 13 ÚR VERINU Marine Harvest óskar eftir starfsmanni í viðhalds- og tæknideild fyrir verksmiðjuna í Hjelmeland. Viðhalds- og tæknideild samanstendur af 7 faglærðum starfsmönnum sem starfa við rekstur og viðhald á vinnslubúnaði og húsnæði sem tilheyra verksmiðjunni í Hjelme- land. Staðan gefur góða framtíðarmöguleika og mörg spennandi verkefni í vaxandi og framsæknu umhverfi. Unnið er á tveimur vöktum. Helstu verkefni eru:  Rekstur, fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir og endurbætur á vinnslubúnaði.  Rekstur og fyrirbyggjandi viðhald á verksmiðjuhúsnæði.  Finna betri tæknilegar lausnir og koma í framkvæmd umbótum. Við leitum eftir umsækjendum:  Með menntun innan tæknigreina, helst menntun í: • vélstjórn, vélvirkjun, rafvirkjun, kælitækni eða sjálfvirkni.  Sem hafa langa reynslu innan fiskiðnaðar og getur það að hluta vegið upp tak- markaða menntun.  Sem eru ungir og áhugasamir með menntun við hæfi og sjá framtíð í starfi inn- an sjávarútvegs.  Sem hafa skilning og geta tjáð sig á einu af tungumálunum; ensku, norsku, sænsku eða dönsku. Leggjum áherslu á:  Getu til að vinna sjálfstætt og skipulega.  Góða samvinnu og samskipti við samstarfsmenn. Við bjóðum:  Samkeppnishæf laun með almennu trygginga- og eftirlaunakerfi.  Spennandi starfsumhverfi með alþjóðlegum samskiptum.  Áhugaverð verkefni með möguleikum á persónulegri og faglegri þróun.  Aðstoð með atvinnuleit fyrir maka ef óskað er. Frekari upplýsingar gefur undirritaður: Gunnar Örn Kristjánsson, verksmiðjustjóri. Sími: +47 5175 4118 eða +47 908 36 643 Netfang: gunnar.oern.kristjansson@marineharvest.com Umsókn með starfsferli og meðmælum er best að senda á ofangreint netfang eða í pósti til: Marine Harvest Norway AS, 4130 Hjelmeland, Norway. www.marineharvest.com Marine Harvest AS er stærsta fyrirtækið innan eldis á laxi með 4.000 starfsmenn og ársfram- leiðslu upp á 300.000 tonn í fimm löndum. Marine Harvest í Noregi hefur 700 starfsmenn sem vinna við framleiðslu og sölu á 90.000 tonnum af laxi og urriða. Marine Harvest í Rogalandi er önnur af tveimur einingum í Noregi með starfsemi allt frá seiðaeldi til dreifingar á afurðum til Evrópu og er framleitt magn 35.000 tonn, starfsmenn eru 250 og velta um 15 milljarðar ísk. 0*+   ' .1& 3 ' ,  &+  /  1  1   ' .1& 3 ' ,  &+  /  1  2   ' .1& 3 ' ,  &+  /  1  ,  /  ' .1& 3 ' ,  &+  /  1                                     :#                        / 0-0+ ,+ & / 0-0+ 1 2,3  *   0-0+         3 4'56    + &&   2 /!1/*  /2&+ # && 3%B -1  1   :#27*  :#28 #   :#2+* '  1  /> #    0*+  .M -1  (B  1 .M -1  (B  ,*  .M -1  (B  +9+$        0   4 4 444 4 08+ 3 %    +&&2 /  1 *  3%B  N   && +  2  :# &&# &&   +* * &&+ # && N  O )  P 4 4 444 4 4 4 444 4  ,3 +  ,3 +      ,3 +   53 + MIKIL aukning hefur orðið í áfram- eldi á þorski á síðustu árum. Á árinu 2004 var slátrað tæpum 600 tonnum af eldisþorski og um 1.000 tonnum á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjasta fjölriti Hafrannsóknastofnunarinnar, Þorskeldiskvóti: Yfirlit yfir föngun og áframeldi þorsks á árinu 2004. Í ágripi fjölritsins segir svo: „Með úthlutun á árlegum 500 tonna þorsk- eldiskvóta hefur átt sér stað mikil aukning í áframeldi á þorski. Fyrsta úthlutun var fyrir fiskveiðiárið 2001/ 2002 og hefur nú verið lokið við fjór- ar úthlutanir af fimm. Á fiskveiði- árinu 2004/2005 sóttu 14 fyrirtæki um tæplega 790 tonna kvóta til áframeldis, en til ráðstöfunar voru 500 tonn, sem 11 fyrirtæki fengu að þessu sinni. Á árinu 2004 var slátrað um 595 tonnum af þorski úr áfram- eldi sem er veruleg aukning frá árinu 2003 en þá var slátrað um 390 tonnum. Birgðir af lifandi áframeld- isþorski fóru úr um 565 tonnum í byrjun ársins upp í um 930 tonn í lok ársins. Gerður er greinarmunur á slátruðu magni og framleiðslu. Með framleiðslu er átt við aukningu á lífþunga í eldinu. Á árinu 2004 var framleiðslan um 565 tonn en um 375 tonn á árinu 2003. Áætlað er að slátrað verði um 1.000 tonnum úr áframeldi á árinu 2005. Skilyrði til þorskeldis m.t.t. sjáv- arhita voru góð á árinu 2004. Hátt sjávarhitastig virðist þó hafa valdið afföllum á fiski seinni hluta sumars við vestanvert landið. Á árinu 2004 náðist aðeins að fanga um 465 tonn af þorski til áframeldis. Á árinu 2005 eru til ráðstöfunar 50 tonn af út- hlutun kvóta ársins 2002/2003 og um 200 tonn af úthlutun kvóta ársins 2003/2004 og með úthlutun kvóta- ársins 2004/2005 eru til ráðstöfunar samtals um 750 tonn. Af um 250 tonna þorskeldiskvóta frá fiskveiði- árunum 2002/2003 og 2003/2004 eiga þrjú fyrirtæki sem eru ekki í rekstri í dag um 150 tonn. Á árinu 2004 voru um 65% af þorski sem fór í áframeldi fönguð í dragnót, 20% í gildrur og 15% í rækjuvörpu, hand- færi og línu. Eldi á fimmtán stöðum Á árinu 2004 var þorskeldi stund- að á 15 stöðum allt í kringum landið. Heildareldisrými stöðvanna var rúmlega 13.000 rúmmetrar. Áfram- eldisþorskur var aðallega fóðraður með loðnu og algengt að notaðar væru fóðurkvíar við fóðrun á fisk- inum. Líffræðilegur fóðurstuðull á fyrsta ári í eldi var um 3,4 og 5,6 hjá fiski á öðru ári í eldi. Líklega má rekja háan fóðurstuðul á öðru ári í eldi til kynþroska og ófullnægjandi fóðurgæða. Dagvöxtur á ómerktum 1–4 kg fiski sem fangaður var árið 2004 mældist yfirleitt frá 0,15– 0,40%. Dagvöxtur á fiski sem fang- aður var árið 2003 (þyngd 3,0–6,5 kg) var jafnari eða frá 0,12–0,21%. Á merktum fiski mældist dagvöxtur- inn 0,15–0,55% (þyngd 1,5–9 kg). Það virtist draga verulega úr vaxt- arhraða hjá stærsta fiskinum um sumarið þegar sjávarhitinn fór upp í 12–14°C við sunnan- og vestanvert landið eins og á árinu 2003. Mest afföll í byrjun Mestu afföll á þorski urðu við föngun, flutning, fyrstu dagana í að- lögun að eldisaðstæðum og seinni hluta sumars þegar sjávarhiti var hæstur. Um 8.000 þorskar sluppu úr sjókvíum á árinu 2004 og það greindist víbróveiki (Vibrio anguill- arum) og kýlaveikibróðir (Aerom- onas salmonicida ssp. achromoge- nes) í áframeldisþorski. Hlutfall innyfla í áframeldisþorski mældist hæst í mars og apríl um og yfir 30% af heildarþyngd kynþroska fisks en lægst yfir sumarmánuðina, undir 20%. Hlutfall lifrar mældist allt frá 7% upp í 18% af heildar- þyngd. Skráningu á áframeldis- þorski í Utanríkisverslun Hagstofu Íslands er ábótavant og liggja því ekki fyrir opinberar upplýsingar um útflutt magn og verðmæti. Þorsk- urinn var yfirleitt fluttur út slægður með eða án hauss. Mun minna magn fór í flakavinnslu og söltun en á árinu 2003. Áhersla lögð á þróun Lagt er til að megináhersla við rannsóknar- og þróunarvinnu á næstu árum verði á að auka þekk- ingu á umhverfisþáttum og aðlaga eldistækni að íslenskum aðstæðum, þróa betri aðferðir við föngun á þorski, draga úr fóðurkostnaði, þróa aðferðir til að draga úr kynþroska, rannsaka hvernig hægt er að draga úr stærðardreifingu í kvíum, leita leiða við að draga úr losi í holdi hjá áframeldisþorski, auka nýtingu og verðmæti innyfla og afla markaða sem greiða hátt verð fyrir afurðir úr áframeldisþorski.“ Aukið þorskeldi Um þúsund tonnum slátrað á síðasta ári : (     7*+  5 +%( 9    9  ) B G  1/&+Q&M & J++  NM $# NM++  R   1 5 1<  % 10&& ! (&+< "% &  Q &#  /S +   60? # =&0  = 1 $3  & .B+  &&  & @ 3  N +   .-;(.  :   :   :  : && DR1NM $# #J++  DR1T#1 > #< &#  DR1U &  "3% # #.%! .!1  1         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.