Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Madríd. AFP, AP. | Að minnsta kosti 41 lét lífið þegar jarðlest fór út af sporinu í borginni Valencia á austurströnd Spánar í gær. Um tuttugu manns slösuðust alvarlega. Talsmaður slökkviliðsins sagði að tveir vagnar hefðu farið út af sporinu í göngum þegar lestin var að koma inn á Jesús- lestarstöðina í miðborginni. Meira en 150 manns voru fluttir af svæðinu en fjöldi fólks festist í lestinni eftir slysið. Farþegi sem festist í lest- inni hringdi og lét vita af því. Mikið af fólki var í lestinni enda sá tími dags þegar fólk var á leið heim í matarhlé. Verið var að rannsaka í gær hvað olli slysinu, en þetta er eitt versta lestarslys í sögu Spánar. Embættis- menn voru fljótir að útiloka að um hryðjuverk væri að ræða og sögðu lík- legustu ástæðu vera að lestin hefði verið á of mikilli ferð og hjól undir henni hefði gefið sig. Búa sig undir heimsókn páfa „Svo virðist sem þetta slæma slys hafi orðið vegna of mikils hraða og þess að hjól undir lestinni hafi brotn- að rétt áður en hún kom inn á lest- arstöðina,“ sagði Luis Felipe Mart- inez, talsmaður yfirvalda. Benedikt páfi XVI. er væntanlegur til borgarinnar um helgina í tilefni af fjölskyldufundi kaþólsku kirkjunnar. Undirbúningur fyrir hátíðina var því í fullum gangi og hundruð þúsunda gesta væntanleg í tilefni af henni. Yf- irmenn neðanjarðarlestanna höfðu dreift hálfri milljón aðgöngumiða í lestarnar til að gefa gestum hátíðar- innar möguleika á ferðast frítt um miðborgina. Í september skullu þrjár neðan- jarðarlestir saman í Valencia með þeim afleiðingum að 29 manns slös- uðust. Um 800 þúsund manns búa í Valencia en um 165 þúsund manns notuðu lestarkerfið á hverjum degi að meðaltali á síðasta ári. Talið að lestinni hafi verið ekið of hratt Kona huggar grátandi vegfaranda framan við lestarstöðina í Valencia á Spáni eftir lestarslysið í gær. Eitt mannskæð- asta lestarslys í sögu Spánar Reuters Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GÍFURLEG óvissa ríkti í gær um úr- slit forsetakosninganna í Mexíkó, sem fram fóru á sunnudag. Bæði hægri- maðurinn Felipe Calderon og vinstri- sinninn Manuel Lopez Obrador lýstu sig sigurvegara kosninganna en fulltrúar kjörstjórnar sögðu of snemmt að kveða upp úr um úrslitin, staðan væri hnífjöfn, og ætla þeir ekki að tilkynna um sigurvegara fyrr en eftir að formlegri talningu atkvæða er lokið, en hún á ekki að hefjast fyrr en á morgun. Búið var að telja meira en þrjátíu og sex milljón atkvæði, ríflega 95% allra atkvæða, í óformlegri talningu um miðjan dag í gær. Var staðan þá sú að Calderon hafði 36,49% atkvæða en Lopez Obrador, sem er fyrrver- andi borgarstjóri í Mexíkó-borg, 35,43%. Munaði minna en 300.000 at- kvæðum á frambjóðendunum tveim- ur. Þriðji var annar hægrimaður, Ro- berto Madrazo, með um 20,5% atkvæða. Óvissa líka á þingi Kosningabaráttan í Mexíkó hafði verið afar hörð og persónulegar árás- ir settu ljótan svip á hana. Létu fylg- ismenn tvímenninganna sér í gær fátt um finnast þær tölur, sem fyrir lágu, eða tilkynningar kjörstjórnarfulltrúa að ekki yrði tilkynnt um úrslit fyrr en búið væri að telja hvert einasta at- kvæði. Þyrptust stuðningsmenn Calderons og Obradors út á götur og fögnuðu sigri; en jafnframt sökuðu erindrekar frambjóðendanna keppi- nautinn um kosningasvindl. Óttuðust margir að upp úr myndi sjóða og til átaka koma. Sem fyrr segir hafði Calderon yf- irhöndina þegar leið á daginn í gær en embættismenn sögðu hugsanlegt, að staðan breyttist. Og sjálfur sagðist Lopez Obrador, sem bauð sig fram í nafni lítilmagnans í Mexíkó, hafa unn- ið með meira en hálfrar milljónar at- kvæða mun. „Því verður ekki breytt,“ sagði hann. „Við munum sýna fram á sigur okkar.“ En Calderon ávarpaði líka sína stuðningsmenn í Þjóðar- framtaksflokknum (PAN). „Við höf- um sigrað í forsetakosningunum,“ sagði hann og vísaði til útgönguspáa og stöðunnar eins og hún var í gær. Dragist það á langinn að endanleg og viðurkennd úrslit fáist í kosning- unum er talin hætta á fjárhagslegu öngþveiti og það hefði vafalaust líka vond áhrif á lýðræðisþróun í Mexíkó. Næsti forseti Mexíkó, hver svo sem það verður, mun eiga erfitt verk fyrir höndum að standa við gefin loforð um að snúa vörn í sókn í baráttunni við fá- tækt, spillingu, glæpi og ofbeldi er tengist eiturlyfjaviðskiptum. Og það mun líka valda næsta forseta erfið- leikum að enginn einn flokkur náði meirihluta í þingkosningum, sem fóru fram á sunnudag samhliða forseta- kosningunum; PAN fékk 34%, PRD 30% og gamli valdaflokkurinn, PRI, fékk 26%. Mikil óvissa ríkir í Mexíkó eftir hnífjafnar forsetakosningar AP Stuðningsmenn Calderons og Obradors fögnuðu frambjóðendunum mjög er þeir lýstu hvor um sig yfir sigri seint á sunnudagskvöld. );<=>?@);2>A ABC>DB3=)<B= !>AEC> F)A<>=B; =B3>= @)<=)DB 0$ '%      G   +%H  * +*$   @I+/$H  #$  ( %     '/  H$  ! .F **$%   )@   A*.JB' *>  $   ++ %H  5(*$ !"#$%&!#'(')&"*$+, G G G Calderon og Obrador lýsa báðir yfir sigri La Paz. AFP. | Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að flokk- ur hans, Hreyfing í átt til sósíalism- ans (MAS), hefði sigrað í kosningum til sérstaks stjórnlagaþings um helgina. Á sama tíma beið Morales ósigur þegar íbúar fjögurra ríkustu héraða Bólivíu greiddu atkvæði með auknu sjálfræði. Samkvæmt útgönguspám fékk MAS 51% atkvæða í kosningunum til stjórnlagaþingsins en embætt- ismenn segja að það kunni að taka allt að 25 daga að fá fram endanleg úrslit. Morales var engu að síður sig- urreifur í fyrrakvöld og sagði flokk sinn hafa fengið 54 prósent atkvæða. Þótt þannig sé óljóst með end- anleg úrslit bendir flest til að útkom- an hafi verið langt frá þeim tveimur þriðju hlutum atkvæða sem MAS þurfti til að hafa nauðsynlegt svig- rúm til að breyta stjórnarskránni, í því skyni að koma á róttækri fé- lagslegri uppstokkun. Annað var uppi á teningnum í hér- uðunum Santa Cruz, Tarija, Pando og Beni, sem eru öll rík af nátt- úruauðlindum, en ef marka má út- gönguspá greiddi yfirgnæfandi meirihluti íbúa þeirra atkvæði með auknu sjálfræði. Talið er að sömu til- lögu hafi verið hafnað í hinum fimm héruðum landsins. Verði það úrslitin er um að ræða nokkurn sigur fyrir Morales sem er afar andvígur auknu sjálfræði héraðanna. Morales lýsir yfir sigri Haag. AFP. | Lögmannsstofa í Hol- landi undirbýr nú málsókn gegn hol- lenska ríkinu og Sameinuðu þjóð- unum fyrir hönd 7.930 ættingja fólks sem dó í fjöldamorðinu í Srebrenica í Bosníu-Herzegóvínu 1995. Hollenskum friðargæsluliðum á vegum SÞ hafði verið falið að verja múslíma í Srebrenica, sem er í aust- urhluta Bosníu, en beittu sér ekki er serbneskar öryggissveitir tóku bæ- inn í júlí 1995 og drápu síðan karla og drengi í þorpinu með skipulegum hætti. „Við teljum að hollenska ríkið og SÞ séu ábyrg að hluta til fyrir því sem gerðist,“ sagði lögmaðurinn Marco Gerritsen í gær. „Við höfum í bígerð málsókn sem við vonumst til að geta höfðað með formlegum hætti fyrir árslok.“ Sagði í yfirlýsingu lögmannsstof- unnar að viðræður við hollenska rík- ið um bætur hefðu farið út um þúfur. Ættingjarnir 7.930 vilja að hol- lenska ríkið borgi þeim skaðabætur. Fyrst verður þó dómari að úrskurða um það hvort hægt sé að færa hol- lenska ríkið til ábyrgðar. Árið 2001 kom út skýrsla í Hol- landi þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hollensk stjórnvöld hefðu sent hollenska friðargæsluliða í „vonlaust verkefni“ í Srebrenica. Sagði þáverandi ríkisstjórn í Hol- landi af sér vegna skýrslunnar. Hol- lenskir ráðamenn hafa þó alltaf sagt að ábyrgðin á blóðbaðinu liggi hjá Bosníu-Serbum og þeim einum. Höfða mál gegn hollenska ríkinu Charlotte. AP. | Saksóknari í Banda- ríkjunum ákærði í gær fyrrverandi hermann fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og síðan myrt hana og þrjá aðra í fjölskyldu hennar. Alríkissaksóknarar fara með málið vegna þess að maðurinn hafði verið leystur frá störfum í banda- ríska hernum vegna „persónu- leikatruflunar“. Alríkislögreglan handtók hann á föstudag í Norður- Karólínu og hann verður fluttur til Kentucky þar sem hann gegndi herþjónustu. Maðurinn á dauðadóm yfir höfði sér verði hann dæmdur sekur um morðin. Saksóknarar sögðu að maðurinn hefði farið inn á heimili konunnar ásamt fleiri hermönnum og þeir hefðu nauðgað henni áður en hann framdi morðin. Ákærður fyrir nauðgun og morð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.