Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 15

Morgunblaðið - 04.07.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 15 ERLENT UPPREISNARMENN úr röðum tamílsku Tígranna á Sri Lanka hafa ítrekað að fulltrúar þriggja aðildar- ríkja Evrópusambandsins (ESB) í norrænu eftirlitssveitunum (SLMM) verði að yfirgefa landið fyrir fyrsta september nk. vegna þess að ekki sé hægt að treysta á hlutleysi þeirra. „Eftirlitssveitirnar hafa frest til fyrsta september til að endurskipu- leggja starfsemi sína,“ sagði S.P. Thamilselvan, stjórnmálaleiðtogi Tí- granna, í gær. „Spurningin um hvort eftirlitssveitirnar geti brugðist við fyrir þennan dag á ekki við því að við höfum gefið þeim nægan tíma.“ Á fundi fulltrúa norrænu ríkjanna fimm sem eiga aðild að SLMM í Ósló í síðustu viku báðu Svíar um meiri frest til að meta hlut landsins í eft- irlitinu en afar líklegt má telja í ljósi yfirlýsingar Thamilselvan að Tígr- arnir séu ekki tilbúnir að veita þeim þann frest. Andstöðu Tígranna við eftirlit ESB-ríkjanna Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands má hins veg- ar rekja til þess að ESB skilgreindi þá sem hryðjuverkasamtök í maí. Alls koma 37 af 57 eftirlitsmönn- um SLMM frá ESB-ríkjunum þrem- ur sem um ræðir og má því segja að starf eftirlitssveitanna sé nú í upp- námi. Hinir 20 koma frá Noregi og Íslandi og hefur komið til tals að fjölga fulltrúum þessara ríkja, þótt slíkt hafi ekki verið ákveðið. Árásir í austurhlutanum Að minnsta kosti þrír lögreglu- menn og þrír óbreyttir borgarar féllu þegar sprengja sprakk við eft- irlitsstöð í bænum Trincomalee í norðausturhluta Sri Lanka í gær. Sprengjunni var komið fyrir í leigu- bíl en flytja þurfti 14 óbreytta borg- ara á sjúkrahús af hennar völdum. Að auki slösuðust fjórir lögreglu- menn í sprengingu í Batticaloa, skammt frá Trincomalee, en þessi svæði eru bæði undir yfirráðum stjórnarinnar. Þolinmæði Tígranna þrotin AP Að minnsta kosti sex féllu og 14 slösuðust í árásinni í Trincomalee í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Moskvu. AFP. | Þótt mörg mikilvæg mál brenni á Vladímír Pútín Rúss- landsforseta eru það ekki al- þjóðastjórnmál eða málefni Téts- níu sem rúss- neskir kjósendur eru forvitnir um því að þeir hafa miklu meiri áhuga á því hve- nær leiðtoginn hóf að stunda kynlíf og hvort hann hyggist lög- leiða fíkniefnið marijúana. Þetta má allavega ráða af þeim spurningum sem rússneskir netnot- endur hafa lagt fram á Yandex- vefsíðunni í undirbúningi þess að forsetinn mun á fimmtudag svara gestum síðunnar í rauntíma. Þessi viðburður á sér engin fordæmi úr embættistíð Pútíns, en honum verða einnig gerð skil á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Vinsælasta spurningin á síðunni með 8.080 atkvæði varðar atvik í síðustu viku þegar forsetinn á ferð sinni í Kreml lyfti upp skyrtu ungs drengs sem var nærstaddur og kyssti hann á magann. Gárungar þykja hafa gert sér mat úr þessu at- viki undanfarna daga enda þótti það afar óvenjulegt. Markmið netfundarins á fimmtu- dag er hins vegar pólitískt og er að bæta ímynd forsetans fyrir fund leiðtoga G8-ríkjanna, helstu iðn- ríkja heims, í St. Pétursborg dag- ana 15. til 17. júlí nk. Kynlíf, eiturlyf og Pútín Vladímír Pútín París. AFP. | Frakkar munu í lok þessa árs ýta úr vör sjónvarpsfréttastöðinni F24 en henni er ætlað að fjalla um al- þjóðamál frá „frönsku sjónarhorni“, að sögn franska tímaritsins Satellifax í gær. Útsendingar hefjast 1. desem- ber nk. á ensku og frönsku og verður fréttaefni sent út allan sólarhringinn. Aðdragandi stofnunar F24 má rekja til frumkvæðis Jacques Chirac Frakklandsforseta en að hans sögn er markmiðið meðal annars það að setja Frakkland í „fremstu víglínu hinnar alþjóðlegu baráttu um ímyndir“. Þannig er stöðinni lýst sem gæluverk- efni forsetans sem hafi það að mark- miði að keppa við bandarísku frétta- stöðina CNN og alþjóðlega fréttastöð breska ríkisútvarpsins, BBC World. Fréttafíklum mun standa til boða enn frekara úrval slíkra stöðva á næstunni því að Al-Jazeera-sjón- varpsstöðin mun á næstu vikum hefja útsendingar á ensku. Þá eru nýhafnar útsendingar frá sjónvarpsstöðinni Vesti-24, sem er á vegum rússnesku stjórnarinnar og sendir út á ensku. Í fyrstu munu útsendingar F24, sem verða sendar út í gegnum gervi- hnött, nást í Evrópu, Afríku og Mið- Austurlöndum. Stofnuð til höfuðs BBC og CNN ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.