Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 20% Sætúni 4 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. ÍSLANDS MÁLNING Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum Sími 517 1500 Í GREIN Guðna Elíssonar sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins um helgina viðraði hann þá skoðun sína að gjörbylta þurfi bókasafnsmálum Háskóla Íslands til að gera hann að frambærilegum rannsóknaháskóla. Orðrétt segir Guðni: „Háskóli Ís- lands hefur ekkert að gera meðal 100 bestu háskóla í heiminum á með- an ekki er betur staðið að bókasafns- málum þessarar æðstu menntastofn- unar í landinu.“ Hann hvetur til þess að íslensk stjórnvöld gjörbreyti af- stöðu sinni til menntamála svo hægt verði að byggja upp vísindasamfélag hér á landi. Framlagið þyrfti að þrefalda Sigrún Klara Hannesdóttir lands- bókavörður tekur í sama streng og Guðni. „Ég er Guðna hjartanlega sammála og er honum innilega þakklát fyrir að hafa vakið athygli á þessu, því þetta er orðið verulega al- varlegt mál.“ Að hennar sögn hefur framlag Háskóla Íslands til ritakaupa farið jafnt og þétt lækkandi síðari ár. Fyr- ir árið 2006 er heildarframlagið til bókakaupa 49 milljónir króna, en þar af fara 13 milljónir króna í að greiða fyrir landsaðgang að rafræn- um tímaritum. Því er um 36 millj- ónum króna af fjármagni Háskólans varið til bókakaupa. „Þetta fjármagn þarf að minnsta kosti að tvöfalda, helst þrefalda svo við getum staðið keik og sagt að við séum að bjóða okkar stúdentum og vísindamönnum upp á sem besta að- stöðu. 100 milljónir á ári er eitthvað sem menn gætu verið sæmilega sátt- ir við,“ segir Sigrún. Hún bendir á að líta verði á vönt- un á fjármagni til bókasafnskostsins í ljósi reksturs Háskólans í heild sinni, enda leggi skólinn hluta af sínu rekstrarfé í bókakaup Lands- bókasafnsins. Hún segist t.d. skilja að ákveðið sé frekar að „klípa af bókakaupafénu“ í stað þess að sleppa því að kenna námskeið. „Vandinn er að það er ekki úr nægu að spila og ekki hefur fengist aukn- ing á ritakaupafé í samræmi við fjölgun nemenda.“ Sigrún segir að hugvísindadeildin sé í sérstökum vanda, en Guðni er dósent við deildina. Þar nægi ekki aðgangur að rafrænum gagnasöfn- um heldur verði einnig að kaupa nýj- ar bækur, enda lítið gagn í því að notast við gamlar bækur í bókmennta- fræði, íslenskum fræð- um eða kennslu er- lendra tungumála. Auk þess sinnir Hug- vísindadeildin stórum fræðasviðum eins og fornleifafræði, heim- speki, listfræði, kvik- myndafræði, sagn- fræði o.m.fl., en hefur aðeins úr 3 milljónum að moða til bóka- kaupa, eins og fram kom í grein Guðna. Sigrún telur að nauðsynlegt sé að taka reiknilíkanið fyr- ir framhaldsnema til gagngerrar endurskoðunar og auka veitingar fjár sem er notað til kennslu hjá meistaranemum og doktorsnemum. Það er „tómt mál að tala um það að HÍ verði á meðal þeirra hundrað bestu þegar við erum eins og lélegur framhaldsskóli hvað varðar bóka- kaupin. Þetta er bara hlutur sem menn verða að horfast í augu við.“ Málið þarf að skoða út frá menntastefnu yfirvalda Rögnvaldur Ólafsson, dósent við raunvísindadeild HÍ og fulltrúi í stjórn Landsbókasafns, er sammála því að auka þurfi framlög til bóka- kaupa. „Það vita allir sem þar koma að málum,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að fjárveitingar til safnsins séu orðnar á eftir því sem gerist erlendis, miðað við þá þróun sem hefur orðið í þekkingar- og menntamálum í heiminum und- anfarin ár. Hann telur hins vegar að líta verði á málið í samhengi við menntastefnu í landinu og í sam- anburði við menntastefnu annarra landa. Skoða verði málið út frá þeirri stefnu sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, hefur markað skólanum í stað þess að leggja allt kapp á vanda safnsins. „Það er ekkert vit í að hafa jafn- gott bókasafn og Harvard eða aðrir ef við höfum ekki skóla sem getur nýtt sér bókasafnið. Það þarf að líta á málið í heild sinni, en ekki blása upp eitt ákveðið mál. Bættur tíma- rita- og bókakostur er einn þáttur af mörgum sem þarf til að hér þrífist góð mennta- og rannsóknastarfsemi. Það má heldur ekki gleyma því að það hafa verið tekin merkileg skref.“ Rögnvaldur nefnir í því samhengi að landsaðgangurinn að rafrænum tímaritum hafi bætt til muna að- stöðu til rannsókna. Ennfremur bendir Rögnvaldur á að hluti vandans snúist um skiptingu fjárveitingarinnar milli deilda, þótt vissulega þurfi að leggja meiri fjár- muni í kaup á bókum fyrir Háskól- ann á heildina litið. Hvorki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra né Kristínu Ingólfsdóttur rektor vegna þessarar umræðu. Menntun | Þörf talin á átaki í framlögum til tímarita- og bókakaupa við Landsbókasafnið Tómt mál að tala um Háskóla Íslands í hópi 100 þeirra bestu Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Rögnvaldur Ólafsson Sigrún Klara Hannesdóttir KOLBEINN Ketilsson óperusöngv- ari var að búa sig undir notalega fótboltahelgi við sjónvarpið á föstu- daginn þegar umboðsmaður hans í London hringdi í hann, með þá spurningu hvernig hann ætlaði að verja helginni. „Ég ætla að slappa af og horfa á fótbolta,“ svaraði Kol- beinn. Umbinn var feginn að helg- arplön Kolbeins voru ekki önnur en fótbolti, og sagði að bragði: „Fót- bolti – ég held nú ekki, því þú ert á leiðinni til Parísar að syngja annan þáttinn í Tristan og Ísold, annað kvöld á tónleikum með Frönsku þjóðarhljómsveitinni í Champs- Elysée leikhúsinu, Kurt Masur stjórnar og Deborah Voigt er Ísold.“ Og hvað gerir ungur og upprenn- andi en þó vel sviðsvanur tenór þeg- ar slíkt kostaboð býðst – að syngja undir stjórn eins fremsta hljómsveit- arstjóra heims og með söngkonu sem er talin besta Ísold í heiminum í dag – hlutverk sem fleiri söngvara dreymir um að fá að syngja en nokk- urn tíma fá tækifæri fyrir utan þá sem vildu svo gjarnan ráða við það og verða hetjutenórar, en geta aldr- ei? „Ég hugsaði mig ekki um heldur kíkti í nóturnar, pakkaði kjólföt- unum og hoppaði upp í næstu flug- vél til Parísar og var kominn á hótel um miðnættið,“ sagði Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef aldrei sungið hlutverkið op- inberlega en var búinn að undirbúa mig fyrir það á síðasta ári fyrir Ba- stilluóperuna í París. Þegar til kom fékk ég ekki nægilegar sviðsæf- ingar og ákvað að koma ekki fram. Tristan er talið eitthvert erfiðasta hlutverk sem samið hefur verið fyr- ir tenór og því óðs manns æði að syngja það án æfinga.“ Kolbeinn kunni því hlutverkið vel, en ástæða þess að hringt var í hann var sú að tenórinn sem átti að syngja í Champs-Elysée leikhúsinu veiktist eftir fyrri tónleikana sem voru á fimmtudag. „Ég fékk því enga hljómsveitaræfingu nú heldur, en gat verið með nótur til að styðjast við. Ég var hættur að hugsa um Tristan og búinn að leggja það á hilluna í bili, eftir Bastilluóperuna, en hafði þennan sólarhring til að fara í gegnum þetta og rifja upp. Þetta er ekki bara erfitt raddlega heldur líka snúið músíklega.“ Kolbeinn segir að það sé auðvitað brjálæði að syngja þetta án þess að hafa svo mikið sem fengið að ræða við hljómsveitarstjórann um hraða og annað slíkt – en enginn tími var til þess. „Við Kurt Masur heils- uðumst og fórum svo beint inn á svið. Þetta var þó mjög gaman, því við fundum vel inn á hvor annan og gátum músíserað vel saman. Ég hitti Deboru Voigt rétt fyrir tónleikana og hún kynnti sig: „Hi, I’m Debbie“. Ég er búinn að syngja með mörgum frægum söngvurum en hún er alveg sérstök. Hún er númer eitt í þessu fagi í dag, en syngur þó líka ítalska óperu.“ Vel fylgst með Kolbeini Kolbeinn hitti Didier de Cottig- nies, sem ræður listamenn til starfa með hljómsveitinni. Sá hafði heyrt Kolbein syngja hlutverk Eneasar í Trójumönnunum eftir Berlioz á Tónlistarhátíðinni í Salzburg, árið 2000, og vissi líka af því að Kolbeinn hafði átt að vera varamaður Ben Heppners í Bastilluóperunni í fyrra. „Didier sagði mér eftir á, að hann hefði getað fengið tvo aðra söngv- ara til að stökkva inn með svo stutt- um fyrirvara, en að hann hefði frek- ar viljað ungan Tristan, en „gamlan traktor“, og því hefði hann valið mig. Hann sagði að ég hlyti að hafa stáltaugar að hafa látið slag standa.“ Kolbeinn segir að það að gera þetta með svona stuttum fyrirvara hafi verið hálfgerð sjokk-þerapía, en að allt hafi gengið vel. „Óp- erustjórinn þorði nú samt ekki að segja mér af því fyrr en eftir á að þessu var útvarpað beint.“ Kolbeinn segir að það sé ekki endilega betra að syngja á tón- leikum heldur en í óperuuppfærslu. „Í kjólfötunum er maður í allt öðr- um skorðum en í búningi á sviði, og túlkunin verður öðru vísi. Í leiknum kemur svo margt af sjálfu sér, með- an í tónleikaforminu þarf maður að búa meira til. En viðtökurnar voru góðar og allt gekk þetta vel,“ segir Kolbeinn Ketilsson, en skipuleggj- endur tónleikanna voru líka himin- lifandi og buðu Kolbeini strax að koma aftur að syngja með hljóm- sveitinni. „Ég hlakka svo sann- arlega til.“ Kolbeinn Ketilsson snaraði sér í hlutverk Tristans með sólarhringsfyrirvara Vildu ekki gamlan traktor í hlutverkið Georg Zeppenfeld, Kolbeinn Ketilsson, Iris Vermillion og Debora Voigt á sviðinu í Champs-Elysée leikhúsinu. Kolbeinn Ketilsson og Kurt Masur hljómsveitarstjóri. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.