Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar Heinrich Hoffmann von Fallersleben tyllti sér á klettasnös við hafið á eyjunni Helgoland einn fagran haustdag 1841 og byrjaði að yrkja kvæðið „Deutsc- hland, Deutschland, über alles…“ hefur hann tæpast órað fyrir því mikla fjaðrafoki sem þetta ættjarð- arkvæði átti seinna eftir að valda. Heinrich Hoffmann fæddist árið 1798 í bænum Fallersleben, skammt frá þeim stað sem nú heitir Wolfs- burg og varð til í tengslum við Volkswagen-verksmiðjurnar á síð- ustu öld. Að loknu stúdentsprófi lagði hann stund á guðfræði og málvísindi í Göttingen og síðar lærði hann þýsku og þýskar bókmenntir í Bonn. Eftir að háskólanáminu lauk bjó hann um tíma í Berlín en fluttist síð- an til Breslau, þar sem hann gerðist bókavörður og háskólakennari. Seinna varð hann svo bókavörður í klaustrinu Corvey, skammt frá bæn- um Höxter, sem nú er í fylkinu Norr- hein-Westfalen. Þar bar hann beinin í byrjun árs 1874, fáeinum mánuðum áður en Íslendingar flykktust á Þing- völl til að hylla konung sinn og fagna nýrri stjórnarskrá. Von Fallersleben byrjaði snemma að yrkja og naut ungur töluverðrar hylli fyrir kvæði sem voru ætluð yngstu kynslóðinni. Í upphafi skáldferils síns kenndi hann sig við þorpið sem hann var ættaður frá og kallaði sig von Fall- ersleben. Eða eins og hann sagði í einu ljóða sinna: „An meine Heimat dacht’ich eben / da schrieb ich mich… von Fallersleben“. Kvæðið sem von Fallersleben orti fyrrnefndan haustdag á klettinum við hafið á eyjunni Helgoland var óð- ur skáldsins til heimalands síns. Með kvæðinu vildi hann brýna fyrir lönd- um sínum að stuðla að einingu Þýskalands sem þá hafði lengi verið í mikilli upplausn. Miðað við þann þjóðernisanda sem þá var farinn að gusta um þýsku smáríkin þótti mönnum á þessum tíma ekkert að því að skáldið kvæði fast að orði: „Deutschland, Deutschland, über alles / über alles auf der Welt…“ Þetta hefur að líkindum virkað svip- að á Þjóðverja þeirra tíma og ætt- jarðarljóðin sem Íslendingar sungu hástöfum þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst: „Fram, fram, aldrei að víkja / fram, fram, bæði menn og fljóð / tengjumst tryggðaböndum / tökum saman höndum / stríðum, vinnum vorri þjóð.“ Á sama hátt og Íslendingar sungu um nauðsyn tryggðabanda rómaði skáldið von Fallersleben „þýsku tryggðina“. Og ekki bara tryggðina, heldur líka vín, víf og söng: „Deutsche Frauen, deutsche Treue / deutscher Wein und deutscher Sang / sollen in der Welt behalten / ihren alten schönen Klang.“ Textinn verður þjóðsöngur Enda þótt þessi texti sem var saminn við kafla úr „keisarakvartettinum“ eftir Haydn væri sunginn á manna- mótum næstu áratugina leið þó nær heil öld þangað til hann varð opinber þjóðsöngur Þýskalands. Það var þingforsetinn og jafn- aðarmaðurinn Friedrich Ebert sem lýsti því yfir 11. ágúst 1922 að þessi söngur skyldi verða þjóðsöngur þýsku þjóðarinnar. Ýmsir voru reyndar strax á dögum Weimarlýðveldisins efins um ágæti kvæðisins sem þjóðsöngs. Rithöfundurinn Kurt Tucholsky hélt því fram að það væri firra að hefja Þýskaland upp yfir önnur lönd með þeim hætti sem þarna væri gert. Hitt væri nær að undirstrika sam- stöðu þýskra með öðrum þjóðum: „Nein, Deutschland steht nicht über allem und ist nicht über allem – nie- mals. Aber mit allen soll es sein – un- ser Land.“ Eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933 tóku forvígismenn þeirra upp á því að skeyta fyrsta er- indinu úr kvæði von Fallerslebens framan við hinn illræmda Horst Wessel-söng „Die Fahne hoch“, sem var einn þekktasti baráttusöngur brúnstakkanna. Þegar stríðinu lauk naut umrædd- ur söngur því afar lítillar hrifningar og Þjóðverjar urðu að sætta sig við að vera án þjóðsöngs fram yfir 1950. Þriðja erindið verður „nýr“ þjóðsöngur Árið 1952 skrifaði Adenau Theodor Heuss Þýskalan bréf þar sem hann mæltis Heuss beitti sér fyrir því þeirra von Fallerslebens yrði aftur gerður að opinb söng. Heuss svaraði því til að erindin í kvæðinu væru e sem texti í þjóðsöng. End uppi að það væri fráleitt a verjar færu að syngja um Þýskalands eins og þau v um fyrr: „Von der Maas b Memel / von der Etsch bi Belt“. Stóran hluta þessa misstu Þjóðverjar eftir að lægra haldi í heimsstyrjö 18. Þrátt fyrir að Heuss væ inn af því að endurvekja f söng féllst hann þó um síð 3. erindi kvæðisins að „ný söng Þýskalands. Árið 1991, eftir að þýsk sameinuðust, beitti Richa Weizsäcker, forseti Þýsk fyrir því að 3. erindi kvæð erslebens við tónlist Hay gert að þjóðsöng hins nýj sambandslýðveldis. Allt í einu sjálfsagt að kyrja sönginn Til skamms tíma hefur þý söngurinn ekki mikið hey Þýskalandi, nema þá hels inberar athafnir – og þá r ast leikinn, en ekki sungin Það var því nýmæli þeg Heimsmeistarak og þýski þjóðsön Lengi vel hefur þýski þjóðsöngurinn ekki heyrst nema við hátíð- leg tækifæri og þá yf- irleitt eingöngu leikinn. Nú er hann hins vegar kyrjaður fullum hálsi á götum Þýskalands og er óhætt að fullyrða að hann muni heyrast þegar þýska landsliðið mætir því ítalska í Dortmund í dag. Arthúr Björgvin Bolla- son fjallar um sögu þýska þjóðsöngsins. Stuðningsmenn þýska landsliðsins fagna sigrinum á Argentínu kirchen. Talað hefur verið um nýja þjóðernisvakningu í Þýskala skyndilega kyrjar fjöldinn þýska þjóðsönginn kinnroðalaust á g ÞJÓRSÁRVER: EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA Engar pólitískar forsendur virðastlengur fyrir því að nokkurn tím-ann verði ráðizt í gerð Norð- lingaölduveitu. Stjórnarandstaðan hef- ur fyrir alllöngu öll snúizt gegn hvers konar virkjunaráformum í eða í grennd við Þjórsárver. Nú er jafnframt svo komið að bæði fyrrverandi umhverfis- ráðherra úr röðum sjálfstæðismanna og núverandi umhverfisráðherra, úr Framsóknarflokknum, segjast á móti virkjunaráformum og í staðinn vilja stækka friðlandið í Þjórsárverum. Þá hlýtur að vera stutt í að ríkisstjórnin í heild komist að sömu niðurstöðu. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur rétt fyrir sér er hún segir í Morg- unblaðinu í gær: „Mín afstaða er sú að nú sé svo komið í þessum orkuöflunar- málum þjóðarinnar og viðhorfum al- mennings og ég held mikils meirihluta fólks að við eigum að stækka friðlandið og láta af öllum orkunýtingaráformum sem snerti þetta svæði.“ Afstaða almennings til hálendis Ís- lands hefur einfaldlega breytzt með þeim hætti, að það er óhugsandi að gera virkjun, sem ógna myndi lífríki Þjórs- árvera á einhvern hátt. Sigríður Anna Þórðardóttir hafði í sinni ráðherratíð hafið undirbúning að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Hún tekur undir með eftirmanni sínum og telur að hætta eigi við öll áform um virkjun í Þjórsárverum. Fyrir ríkisstjórnina er ekki eftir neinu að bíða. Þegar þing kemur saman í haust á hún að leggja fyrir það frum- varp um stækkun friðlandsins í Þjórs- árverum og afturkalla heimild til virkj- anaframkvæmda. Það leikur varla vafi á að Alþingi samþykkir slíkt. Við þessar aðstæður er það ekki skynsamlegt fyrir forsvarsmenn Lands- virkjunar að tönnlast á því að Norð- lingaölduveita hafi ekki verið slegin af, þótt stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að leggja áform um hana til hliðar um sinn. Fyrirtækið ætti fremur að stuðla að sáttum með því einfaldlega að afþakka þennan virkjunarkost, sem augljóst er að engin samstaða ríkir lengur um, hvorki á vettvangi stjórnmálanna né meðal almennings í landinu. DAUÐASLYS Það er óskaplegt til þess að vita, aðtvö banaslys hafi orðið á þjóðveg- um landsins um síðustu helgi. Ekki byrjar sumarið vel. Hvað veldur því, að okkur virðist ekki ætla að takast að koma á viðunandi aga í umferðinni? Í fyrsta lagi er keyrt á of miklum hraða. Stöðugur áróður hefur lítil áhrif í þeim efnum. Fyrir nokkru kom fram hér í Morgunblaðinu, að hægt er að út- búa hvern einasta bíl þannig, að ekki er hægt að keyra hann hraðar en á 90 kíló- metra hraða, sem er sá hraði, sem telst löglegur. Hver eru rökin fyrir því að gera það? Rökin eru þau, að ökumaður, sem fylgir öllum settum reglum, ekur ekki hraðar en á 90 km hraða, er með bílbelti o.s.frv., er algerlega varnarlaus í umferðinni vegna þess, að annar öku- maður hlítir ekki settum reglum. Í öðru lagi eru ökumenn fólksbíla og farþegar þeirra í stöðugri lífshættu vegna stóru flutningabílanna, sem aka um þjóðvegina. Fjöldi þeirra er orðinn slíkur að það verður vart þverfótað fyr- ir þeim. Það er alveg sama hvað útgerð- armenn þessara bíla segja: hinn al- menni borgari upplifir það dag hvern að þessir bílar skeyta lítið um aðra vegfar- endur. Þeir draga ekki úr hraða þegar þeir mæta öðrum bílum. Dæmin sýna og sanna, að ekki er alltaf hlýtt settum reglum um frágang á farmi þessara bíla og þeir aka of hratt, þótt ekki skuli gert lítið úr því, að sumir þeirra eru búnir hraðatakmörkunum. Fleira er hægt að nefna, sem veldur öryggisleysi á þjóðvegunum, þótt það verði ekki gert að sinni. En það er því miður óhjákvæmilegt að taka þennan vanda fastari tökum en gert hefur ver- ið. Hraðatakmarkanir í alla fólksbíla hljóta að koma til umræðu. Sérstakar ráðstafanir vegna flutningabílanna eru brýnar. STUÐNINGUR ALÞJÓÐAHÚSS Nokkur dæmi eru um það að er-lendar konur séu beittar ofbeldi, kúgun, vinnuþrælkun eða annars kon- ar misnotkun í hjónabandi á Íslandi að því er kemur fram í máli Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóða- húss, í Morgunblaðinu í gær. Hún seg- ir að dæmin séu mismunandi alvarleg, en til sín hafi leitað erlendar konur af þessum ástæðum og reglulega komi fram dæmi þess að íslenskir karlmenn kvænist erlendum konum til þess að láta þær sjá um sig. Versta tegund vinnuþrælkunar, sem hún hafi heyrt af, hafi falið í sér að eiginmenn hafi selt aðgang að líkama eiginkvenna sinna ásamt því að beita þær annars konar ofbeldi. Á þeim tveimur árum, sem hún hefur starfað sem lögfræð- ingur Alþjóðahúss, hefur það gerst í tvígang. Það er nauðsynlegt að konur, sem lenda í þeim aðstæðum, sem Margrét lýsir, geti leitað hjálpar og hún segist telja að þær viti í auknum mæli í hvaða hús þær eigi að venda. Oft sé það hins vegar þannig að erlendu konurnar hafi öfugt við íslenskar konur ekkert stuðningsnet á bak við sig og sumar þeirra hafi verið það stutt hérlendis að þær séu hræddar við að vera vísað úr landi ef þær skilji við eiginmenn sína. Alþjóðahús hefur unnið þarft starf í að aðstoða fólk, sem flutt hefur til Ís- lands og lendir í vandræðum. Það er nauðsynlegt að þar sé hægt að mæta þeim vandamálum, sem þangað er leit- að með, og einnig þarf að auðvelda húsinu að kynna starfsemi sína. Al- þjóðahús er fyrirtæki á vegum Rauða krossins og hefur ekki þegið framlög frá ríkisvaldinu, en gert þjónustu- samninga við fjögur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópa- vog, Hafnarfjörð og Garðabæ. Þörfin fyrir starfsemi Alþjóðahúss er greinileg. Fyrirtækið stuðlar að því að auðvelda aðlögun fólks að fjöl- breyttara samfélagi, bæði útlendinga, sem hingað koma, og eins þeirra, sem fyrir eru. En það hlutverk er ekki síð- ur mikilvægt að veita þeim, sem hing- að flytjast og komast í hann krappan, stuðning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.