Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 23 uer kanslari ndsforseta st til þess að að söngur og Haydns berum þjóð- ð fyrstu tvö kki nothæf da lá í augum að Þjóð- m landamæri voru 100 ár- bis an die is an den ara svæða ð þeir lutu í öldinni 1914– æri lítt hrif- fyrrnefndan ðir á að gera ýjum“ þjóð- ku ríkin ard von kalands, sér ðis von Fall- dns væri ja þýska ýski þjóð- yrst hér í st við op- reyndar oft- nn. gar fótbolta- vinir tóku upp á því nú í heimsmeist- arakeppninni að kyrja þýska þjóð- sönginn í tíma og ótíma, ekki aðeins á knattspyrnuvöllunum, heldur líka á götum úti. Allt í einu þótti sjálfsagt að ungt fólk færi í flokkum um götur stórborganna, veifaði fánum og kyrj- aði 3. erindi kvæðisins eftir von Fall- ersleben fullum hálsi: „Einigkeit und Recht und Freiheit / für das deutsche Vaterland…“ Það kom að vísu fljótt í ljós að það voru ekki allir jafn hrifnir af þessum glaðværu götusöngvum. Eldra fólk sem man eftir stríðsárunum og valdaferli nasista tók hinni nýju sönggleði með fálæti og hafði orð á því að umræddur fjöldasöngur vekti upp mjög óþægilegar minningar. Þýsku kennarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu andúð sinni á því að menn færu um götur syngjandi þennan söng. Kennarasamtökin hafa reyndar margsinnis áður látið í ljós þá skoðun að söngur þeirra von Fallerlebens og Haydns sé alls ekki æskilegur sem þjóðsöngur Þýskalands samtímans. Þar komi ekki aðeins til að um- ræddur söngur, sem var m.a. sung- inn við vígslu útrýmingarbúðanna í Dachau, sé enn til þess fallinn að vekja sársaukafull hugrenn- ingatengsl hjá öllum þeim sem áttu um sárt að binda eftir stríðið, vegna þess að ættingjar þeirra og ástvinir létu lífið í fangabúðum nasista. Slíku fólki hljóti því að renna kalt vatn milli skinns og hörunds þegar það heyrir þennan söng. Þá hafa talsmenn kennarasamtak- anna líka bent á að efnislega eigi þessi texti alls ekki lengur við. Þýskaland nútímans sé innflytjenda- land. Þar hafi á undanförnum ára- tugum orðið til fjölþjóðasamfélag, þannig að þessi söngur – sem taki að- eins til fólks af þýskum uppruna – geti aldrei náð að verða sameining- artákn þeirra þjóða og þjóðarbrota sem nú byggi Þýskaland. Hann sé þvert á móti beinlínis ögrun við alla þá „Þjóðverja“ sem eru af erlendu bergi brotnir. Það væri nær að taka upp söng sem væri til þess fallinn að sameina þær ólíku þjóðir sem lifa saman í landinu – fremur en að sundra þeim. Hið nýja dálæti unga fólksins á þjóðsöngnum, sem orðið hefur áber- andi í tengslum við heimsmeist- arakeppnina í fótbolta, hefur því vak- ið upp ýmsar erfiðar spurningar sem varða afstöðu Þjóðverja til fortíð- arinnar. Tími til að rísa upp úr öskustónni Þegar ungt fólk hefur verið spurt á götum úti, hvort því finnist ekki skrýtið að vera allt í einu farið að syngja þýska þjóðsönginn, hefur það gjarnan svarað því til, að það sé orðið þreytt á að þurfa sífellt að gjalda fyr- ir glæpi sem voru framdir í Þýska- landi fyrir rúmlega hálfri öld. Það sé kominn tími til að Þjóðverjar rísi úr öskustónni og leyfi sér að vera stoltir af þjóðerni sínu, enda hafi þeir nú á dögum margvíslegar ástæður til. Þetta sjónarmið unga fólksins er um margt skiljanlegt; það hefur vax- ið upp í lýðræðisríki sem nú er mikils metið á vettvangi þjóðanna. Það kær- ir sig ekki lengur um að axla syndir feðranna, það vill horfa fram en ekki aftur, sem er ofur eðlilegt. Það unga fólk sem þessa dagana stormar um götur stórborganna með fánana sína, kyrjandi kvæði von Fallerslebens við tónlist Haydns, er fulltrúar nýs Þýskalands sem hefur verið að mót- ast og taka á sig mynd á bak við tjöldin. Heimsmeistarakeppnin í fót- bolta hefur hjálpað til að gera þetta nýja Þýskaland sýnilegt öllum heim- inum. keppnin ngurinn Reuters í Gelsen- andi og götum úti. svartur6@simnet.is Höfundur fæst við ritstörf og almannatengsl í Þýskalandi. Samfélag manna er í stöð-ugri þróun. Þróun semtekur mismikinn tíma eft-ir því í hvaða málaflokki er borið niður. Það hefur verið ein- kennandi fyrir lifandi verur frá upphafi að sækja í viðurkennt ástand sér til framfærslu og auk- inna líkna á fjölgun og velsæld. Þarna er mannskepnan engin und- antekning. Við leitumst við að falla í félagslega normið og uppfylla þau skilyrði tilvistar sem samfélagið, lögin og hégóminn m.a. setja okk- ur. Fáir synda gegn straumnum, þó það sé nú í æ rík- ara mæli að færast í tísku. Í ljósi þessa og þeirrar staðreyndar að ramminn utan um þessa „norm- hyggju“ er sam- ansettur úr hlut- lægum mælikvörð- um vísinda og „grunn-staðreynda“ sem fáir leyfa sér að efast um skulum við um stund gleyma öllu sem okkur hefur verið sagt og kennt. „Staðreynd- irnar“ eru ekki endilega „stað- reyndir“ af því að þær séu „sann- ar“ heldur vegna þess að staðreyndirnar, sem í grunninn eru byggðar á huglægri upplifun ákveðins þýðis, hafa verið skrif- aðar í svo margar bækur og sagðar svo oft í svo mörg ár að þær verða hlutlægar og „sannari“ fyrir vikið. Í hópi huglægra-hlutlægra stað- reynda, þ.e. staðreynda um hug- læg og megindlega ómælanleg fyr- irbrigði eru geðsjúkdómar. Engu að síður hefur stika megindlegra vísinda verið notuð gegnum ald- irnar, á ólíkum forsendum „sam- félaginu öllu til heilla“. Jæja nóg af merkingarfræði og orðaleikjum. Geðsjúkdómar Geðsjúkdómar hrjá nú sam- kvæmt nýjum Grænum pappír Evrópusambandsins (EU) (græni pappírinn er vinnuplagg EU í geð- heilbrigðismálum sem undanfarið hefur fengið almenna umsögn og endurgjöf í aðildarlöndunum og verður í lok árs strategía og fram- kvæmdaáætlun EU) 27% allra Evrópubúa (25 EU ríki) á hverjum tíma. Þetta er há prósentutala og stendur hún fyrir rúmlega 124 milljónir Evrópubúa sem búa við geðröskun og af þeim svipta 58.000 sig lífi á hverju ári. Það er ljóst að það liggja ekki 124 milljónir manna inni á geðsjúkrahúsum Evrópu- sambandslandanna 25. Samkvæmt síðustu upplýsingum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar eru að meðatali 85.66 sjúkrarúm á geð- þessara 27%) og undir henni stefna í málefnum geðfatlaðra (eina flokk fötlunar sem er afturkræfur) og útfrá þeirri stefnu unnin hug- myndafræði og framkvæmdaáætl- un um stoðþjónustuna og á hverra hendi hún á að vera, þá og aðeins þá má fara að spá í steinsteypu. Tækifæri er nú að gera þetta til fyrirmyndar, fáum þverfaglegan hóp sérfræðinga, m.a. erlenda, til verkefnisins, en þess má geta að tekjulág lönd í Evrópu eins og Sló- vakía og Albanía eru á undan okk- ur í ákveðnum þáttum eins og opn- un og rekstri geðheilbrigðismiðstöðva í nærsam- félaginu (community mental health centres) þrátt fyrir að margt í þeim löndum í meðferð geðsjúkra sé til skammar. Málaflokkur geð- heilbrigðis er stór og á aðeins eftir að stækka. Ærlega þarf að taka til í flokknum svo ríki, sveitarfélög og borgarar megi geta neytt og veitt þá þjónustu sem við öll viljum sem besta. Þjónusta við geðsjúka er að færast frá stofnun út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fagaðilar innan stofnana verða að sýna geðsjúkum þann þroska að standa ekki í vegi fyrir þeirri þróun, heldur umvefja hana og taka þátt í henni með geð- sjúkum. Fjölmargar aðferðir eru notaðar um heiminn til að vinna með geðsjúkum í bata utan stofn- ana og er ég viss um að ef við ber- um gæfu til að móta góða þjónustu í samfélaginu fyrir geðsjúka gerist tvennt: Annars vegar „full“ sam- lögun geðsjúkra að samfélaginu og sé ég þar fyrir mér vinsæl og ár- angursrík samfélagsleg atvinnuúr- ræði (social enterprise) geðsjúkra, s.s. Kaffi Klikk, úrræða sem nytu skattaívilnana yfirvalda og kaup- máttar almennings. Hins vegar að við lokum til að byrja með helmingi allra geðdeilda og að lokum öllum í núverandi mynd. Það þarf hug- myndafræðilega byltingu, pólitísk- an vilja og framkvæmd til þessara breytinga. Það er mér a.m.k. ljóst að undiralda hinnar hug- myndafræðilegu byltingar er hafin og hún á eftir að skvetta úr sér og hafa áhrif á aðra þætti í samfélag- inu þegar hana ber að landi. Tvíhyggja Huglægt og hlutlægt. Ef ég er geðsjúkur samkvæmt grein- ingakerfi DSM-IV og ICD-10, þá verður svo að vera, en líkt og hita- mælir mælir lofthitann í dag uppá 10 gráður á celsius þá upplifum við það öll ólíkt, hvert á okkar hug- læga hátt. Í ljósi þess get ég leyft mér að efast og með frjálsum vilja sagt með sannfæringu að ég sé heilbrigður og að við séum það í raun öll. upp allt velferðarkerfið og verða til þess m.a. að ábyrgð og stjórn heil- brigðis- og samfélagsmála eiga eft- ir að flytjast frá ríki og stofnunum þess og niður til sveitarfélaga og borgaralegs samfélags; vinna með ákveðna málaflokka, s.s. málefni innflytjenda, geðheilbrigðismál, málefni fatlaðra ofl. á eftir að verða unnin heildstætt og lárétt á milli ráðuneyta og jafnframt lóðrétt nið- ur í sveitarfélög og borgaralegt samfélag. Umfram allt á vald eftir að færast til á höndum og borgarar eiga eftir að fá meira að segja um þjónustu velferðarkerfisins. Með öðrum orðum að fá kaupmátt á þjónustuna. Slíkar breytingar eiga eftir að valda togstreitu í oft á tíð- um stífum stjórnkerfum þeirra sem nú sinna þjónustu velferð- armála. Ríkisvaldið þarf að mæta notendum þeirrar þjónustu sem þeir bjóða uppá og það þýðir að notendur þjónustunnar séu skip- aðir í nefndir og ráð til jafns við fulltrúa veitenda þjónustunnar. Ríkisvaldið stendur frammi fyrir miklum breytingum og e.t.v. ekki síst í eigin hugmyndafræði, að- ferðafræði og vinnulagi. Ísland Breytingarnar innan geðheil- brigðismála eru að hefjast og ef við, þessi 27%, stofnuðum stjórn- málaafl værum við ekki lengi að hrinda þeim í framkvæmd. Núver- andi ríkisstjórn hefur ákveðið að verja 1,5 milljörðum til að bæta úr búsetu þeirra 215 einstaklinga á landsvísu sem eru í brýnustu þörf- inni. Sé litið til Evrópu er slíkur gjörningur hluti af svokölluðu af- stofnanavæðingarferli. Stofnunin er að deyja. Hugmyndafræði mannúðar og frjáls vilja geðsjúkra í meðferð er enn á ný að taka við. Geðsjúkir eiga heima í samfélagi með okkur öllum. Enginn Kleppur. Aðeins samfélagsleg úrræði þar sem lögð er áhersla á sjálfstæða búsetu með stuðningi á jafnræð- isgrunni, menntun, atvinnu, sam- göngur, frístundir og borgaraleg mannréttindi. Að viðkomandi ein- staklingur aðlagist ekki, heldur samlagist um leið og við sem þjóð- félag tökum vel á móti geðsjúkum í samfélaginu og samlögumst líka. Nú eru peningarnir á hendi félags- málaráðherra. Undirritaður situr í ráðgjafahóp að ferlinu. Mikilvægt er að stefna sé mótuð í geðheil- brigðismálum í landinu (í ljósi deildum Evrópusambandslanda fyrir hverja 100.000 íbúa. Þetta þýðir að það er pláss fyrir um 394.036 manns á geðdeildum Evr- ópusambandslandanna. En hvar eru þá hinir 123.605.964? Hvar fá þeir meðferð og stuðning? Hverjir eru þetta sem Evrópusambandið vill meina að eigi við geðræn vandamál að stríða en eru ekki inn á geðsjúkrahúsum? Ég kýs að kalla þennan hóp „hinn þögla meirihluta“. Þetta er fólkið sem fúnkerar, sem keyrir leigubílana, kennir í skólunum, vinnur á skrif- stofunum og jafnvel stýrir lands- málunum. Fólkið sem tekur geðlyf og hittir jafnvel meðferðaraðila reglulega. Þessi hóp- ur er stór og virðist fara ört stækkandi. Geðsjúkdómar eru ekki lengur neitt jað- arfyrirbrigði í sam- félögum okkar og þaðan af síður geð- sjúklingar, þegar eitt af hverjum fjórum okkar er geðsjúkl- ingur. En hvernig stendur á því að svo fá okkar sem glímum eða höfum glímt við geðsjúkdóma erum viljug til að taka upp hanskann þegar kemur að því að koma málflokknum af jaðarsvæðinu, því þar hefur hann óneitanlega verið undanfarnar ald- ir og lítið hreyfst þrátt fyrir að í dag bendi allar tölur til þess að hann eigi að minnsta kosti að njóta meira fylgis en meðal stjórn- málaflokkur. Taka upp hanskann og berjast fyrir bættri meðferð og betri úræðum innan velferð- arkerfis, geðsjúkum til handa. Koma af-stofnavæðingunni og inn- væðingu geðsjúkra á almennan vinnumarkað, í skólakerfin og samlögun þeirra að samfélaginu, en ekki eilífri steinsteyptri með- ferðalausn innan jaðarveggja stofnana. Það er flókið að ætla sér að svara þeirri spurningu en gera má því skóna að fjölmargir sam- félagslegir, efnahagslegir, stjórn- sýslulegir, mannfræðilegir, atferl- is- og sálfræðilegir og læknisfræðilegir þættir verki þar saman. Hugmyndafræði Færa má fyrir því ákveðin rök að málefni geðsjúkra, umönnun og meðferð hafi verið einokuð af hlut- lægri föðurveldisnálgun vís- indanna um aldir. Iðulega verið sveipuð dulúð, fávisku, fordómum, mannréttindabrotum og reglulegri tilraunastarfsemi í meðferðum. Þó að margt hafi að sjálfsögðu vel far- ið eru miklar hugmyndafræðilegar breytingar í vændum í geðheil- brigðismálum. Breytingar sem að mínu viti eiga eftir að teygja sig Ný landsýn Eftir Héðin Unnsteinsson ’Geðsjúkdómar eruekki lengur neitt jað- arfyrirbrigði í sam- félögum okkar og það- an af síður geðsjúkl- ingar, þegar eitt af hverjum fjórum okkar er geðsjúklingur.‘ Héðinn Unnsteinsson Höfundur er sérfræðingur hjá geð- heilbrigðissviði Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO-EURO) og stundakennari við kennslu- og lýðheilsudeild Háskól- ans í Reykjavík. e-mail: hun@uro.who.int OPIÐ bréf til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Undanfarin misseri höfum við, hvor í sínu lagi og hvor fyrir sinn umbjóðanda, rekið dómsmál fyrir fyrrum yfirlækna við Landspítala – háskólasjúkrahús gegn þeirri stofnun. Það er sameiginlegt báð- um þessum málum að þau snerust um stjórnunarhætti yfirmanna stofnunarinnar. Í öðru tilvikinu hefur gengið hæstaréttardómur, en í hinu er nýgenginn héraðs- dómur. Í báðum tilvikum hafa dómstólar komist að þeirri nið- urstöðu að stjórnendur stofnunar- innar hafi gerst sekir um ólögmæt- an yfirgang gagnvart yfirlæknunum, en afleiðing þess er í báðum tilvikum að viðkomandi hafa verið hraktir úr störfum sín- um. Hér hafa stjórnendur engu skeytt um hæfni manna eða orðstír – þeir sem ekki hlýða fyrirmælum, þótt ólögmæt séu, skulu reknir út með harðri hendi. lengur aðgerðarlaus að áfram skuli búið við stjórnunarhætti eins og þá sem lýst er í þeim dómum sem að framan var getið. Varaformaður læknaráðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss lýsti stjórnunarháttum á spítalanum þannig í fréttum um nýliðna helgi að þar ríkti ógn- arstjórn og starfsmenn þyrðu ekki að segja upphátt skoðanir sínar um þessa stjórnunarhætti af ótta við að missa starf sitt. Nú verður einhver að axla ábyrgð, ef ekki á verr að fara, annaðhvort þú sem heilbrigðisráðherra eða stjórn- endur spítalans. Í ljósi þessa alls beinum við þess vegna til þín eftirfarandi spurn- ingum sem óskast svarað á op- inberum vettvangi: 1. Unir núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra við óbreytta stjórnarhætti yfirstjórnenda á Landspítala – háskólasjúkrahúsi gagnvart starfsmönnum? 2. Hyggst ráðherra láta nið- urstöður í ofangreindum dóms- málum til sín taka með einhverjum hætti, og þá hverjum? ákvarðanir sínar en láta spítalann borga þær bætur sem sú afstaða hefur í för með sér – líklega af því að spítalinn er svo vel staddur fjárhagslega, eða hvað? Þetta gengur svo langt, að fulltrúi í stjórn stofnunar- innar hefur í út- varpi sagt að ef þessar ákvarðanir séu andstæðar lög- um þá verði bara að breyta þeim lögum! Er það ef til vill lausnin að setja ákvæði inn í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þess efnis að þau gildi um alla rík- isstarfsmenn aðra en þá sem starfa hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi? Hliðstætt ákvæði þyrfti þá væntanlega líka inn í stjórnsýslulögin, og ef til vill fleiri lagabálka. Því verður ekki trúað að óreyndu að þú, ágæti heilbrigð- isráðherra, horfir upp á það öllu Glöggt má sjá af ummælum stjórnenda spítalans sem fallið hafa eftir að dómar gengu í þess- um málum, að þeir ætla ekki að beygja sig undir þau landslög sem við hin teljum okkur bera að hlíta. Þess í stað ætla þeir að halda sig við hinar ólögmætu og óheimilu Á þetta að vera svona (áfram)? Eftir Karl Axelsson og Ragnar Halldór Hall ’ Nú verður einhverað axla ábyrgð, ef ekki á verr að fara…‘ Karl Axelsson Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Ragnar Halldór Hall

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.