Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HUGMYNDIR Sjóvár um að vera í forystu fyrir breikkun Suðurlands- vegar um Hellisheiði hafa hrundið af stað umræðu um gagnsemi þess að einkaaðilar komi að uppbyggingu og rekstri umferðarmannvirkja. Nú síð- ast 3. júní birtist grein í Morg- unblaðinu eftir Halldór Blöndal al- þingismann um einkarekstur vega. Ástæðan fyrir áhuga Sjóvár á Suð- urlandsvegi yfir Hellisheiði er ein- föld. Hundruð tjóna og óhappa verða á þessum vegi á hverju ári. Árið 2003 urðu um 190 tjón á Suðurlandsvegi, milli Rauðavatns og Selfoss. Í þeim slösuðust 175 ein- staklingar og tjón tryggingafélaganna námu tæpum 500 millj- ónum króna. Auk þeirra má varlega reikna með að tjón tjónþola hafi verið um 100 milljónir kr. Sam- félagskostnaður vegna þessara tjóna er vænt- anlega meiri þar sem slys á þessu svæði eru alvarlegri en meðaltalið þar sem umferðarhrað- inn er meiri. Í allt má áætla kostnað vegna tjóna á Suðurlandsvegi um 1,1 milljarð króna þetta ár. Sjóvá hefur áætlað að sparnaður af breikkun Suð- urlandsvegar fyrir félagið geti numið 30–50 milljónum á ári í minni tjónum ef rétt er að málum staðið. Nefna má önnur atriði sem styðja það sjónarmið að samkeppni um upp- byggingu umferðarmannvirkja sé af hinu góða. Með þátttöku félaga á borð við Sjóvá í uppbyggingu umferð- armannvirkja er búið að virkja félag sem hefur á að skipa sérfræðingum með þekkingu og reynslu á sviði for- varna í umferðinni. Í þeirri umræðu, sem fram hefur farið innan félagsins um hugsanlega forystu í uppbygg- ingu Suðurlandsvegar, hafa komið fram margar hugmyndir sem bætt geta umferðaröryggi á veginum. Í því sambandi má nefna betri merkingar og upplýsingar til vegfarenda um að- stæður til aksturs, hugsanlega breytilegan hámarkshraða eftir akst- ursskilyrðum, vegmerkingar fyrir er- lenda ferðamenn, veglýsingu, vegrið, hvatningu til ökumanna um að halda góðu bili milli bifreiða o.s.frv. Hér eru tækifærin óteljandi og mikilvægt fyr- ir félag eins og Sjóvá, sem fæst við tjón og forvarnir á hverjum einasta degi, að fá tækifæri til að sýna hve forvarnir geta skilað miklum árangri. Þá hefur félagið nefnt að það sé reiðubúið til þess að tengja hugsanleg skuggagjöld við tjónatíðni á veginum. Þetta eru nýstárlegar hugmyndir og fela í sér að þeir sem taka að sér upp- byggingu og rekstur vegarins vilji taka á sig aukna ábyrgð. Sjóvá hefur mikilla hagsmuna að gæta að umferð um Suðurlandsveg gangi greiðlega og tjónlítið. Þess vegna er það ljóst að félagið mundi gera ríkar kröfur til þess að umferð- argæsla á veginum yrði til fyrirmyndar og að samstarf okkar og lög- gæslu yrði eflt. Lög- reglan fyrir austan hef- ur lagt ríka áherslu á umferðargæslu sem skilar árangri. Þá hefur félagið áhuga á því að nýta þekkingu og nýjar hug- myndir, innan félagsins og hjá þeim alþjóðlegu stofnunum sem félagið er í tengslum við í hönnun þessa mann- virkis. Í stað mislægra gatnamóta mætti hugsa sér breið hringtorg og hliðarvegi sem gæti hvort tveggja sparað fjármuni og bætt öryggi. Því miður virðist sem partabreikk- un vegarins undanfarin ár kunni að skapa vissa hættu. Það er ein ástæða þess að Sjóvá sýnir heildstæðri fram- kvæmd áhuga. Eftir breytingar síð- ustu ár eru á veginum vissar hættur sem eðlilega skapast við smávið- bætur eins og þær sem gerðar hafa verið. Það er ástæða til að þakka sam- gönguráðherra fyrir að opna umræðu um mögulegar nýjar leiðir í sam- göngumálum, eins og einka- framkvæmd Suðurlandsvegar. Í mín- um huga á ríkið að líta á áhuga einkaaðila til að takast á við svona verkefni sem tækifæri en ekki sem ógnun. Tækifærið felst í því að fá fram nýjar hugmyndir í uppbyggingu og rekstri umferðarmannvirkja, flýta brýnni framkvæmd, fækka slysum og bæta samkeppnisstöðu stórs svæðis. Hvers vegna Sjóvár-brautin? Þór Sigfússon skrifar um hug- myndir Sjóvár um að vera í for- ystu fyrir breikkun Suður- landsvegar um Hellisheiði ’Í mínum huga á ríkið aðlíta á áhuga einkaaðila til að takast á við svona verkefni sem tækifæri en ekki sem ógnun.‘ Þór Sigfússon Höfundur er forstjóri Sjóvár. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞETTA Ísland er undarlegt sam- félag að verða. Bráðum má maður ekki stofnsetja veitingahús nema reyklaus, sumir vilja kynjakvóta- skylda fyrirtæki, orkuverð er leynd- armál, starfslokasamningar auðvitað líka, þjóðaratkvæðagreiðslu skal ekki framkvæma nema rétt nið- urstaða sé tryggð, ameríkaninn er að fara og gasleki úr sundlaug leggur undir sig fréttatímana sem ráða- menn eru farnir að forðast eins og heitan eldinn. Stundum veltir maður fyrir sér hvers vegna hlutirnir séu eins og þeir eru? Af hverju er hægt að þrengja að Íbúðalánasjóði og fyrirhugaðri skattalækkun en láta eftirlaunakjör opinberra starfsmanna óátalin, ekki síst forréttindapakka þingmanna, ráðherra og dómara? Ekki mikilvæg í efnahagslegu tilliti segir málsvari lítilmagnans í Vinstri grænum. Hinir vísa málinu frá eða forðast mynda- vélarnar. Kannski er þingmaður okkar Ön- firðinga eini maðurinn með rænu, vill frysta hátæknisjúkrahús, Sunda- braut og hverjar þær endaleysur aðrar sem hætta efnahag þjóð- arinnar. Þarna er augljóslega sterk- asti leikurinn í stöðunni, þjóðin sér það, Einar sér það, hvers vegna ekki aðrir þingmenn? Hvað gerir há- tæknisjúkrahús, tónlistarhús eða Sundabraut nema að þrusa nýákveð- inni launasátt út í verðlagið? Er Ís- lendingur eitthvað bættari akandi Sundabrautina sjáandi 95 þúsund króna skattleysismörkin rekin á haf út? Þá fer maður að hugsa: Hvers vegna eru ráðamenn svona tregir að taka þann kost sem heillar þjóðina mest? Greindarvísitalan ætti að vera í lagi, mestmegnis er þetta spreng- lært fólk. Kannski skýringin sé djúp- stæðari, kannski refskák stjórnmál- anna, plott og persónuleg olnbogaskot skeki myndina svo mikið að meirihluti þingmanna sé óvirkur, hætti engu né vogi. Með nýjum tím- um koma að auki nýjar áherslur, stjörnublaðamenn, stjörnulögfræð- ingar og nú stjörnuþingmenn, besta heimasíðan, best klæddi þingmað- urinn og sá kynþokkafyllsti. En hvort þingmaður sé snigill eða hrúta- vinur breytir litlu um mín lífskjör, þau varða einungis réttar ákvarð- anir. Annað sem stingur í augu er fram- haldslíf ráðamanna. Einu gildir hvar borið er niður, Tryggingastofnun, Landsvirkjun, sendiherraembætti, starfslok, Seðlabankinn, nefndir og fyrirtækjastjórnir, við sjáum þetta fólk dúkka upp í endalausum röðum, karlar, konur, makar, frændur, frænkur og börn. Þetta er eins og risastór nútíma konungsfjölskylda, þjökuð af öllu nema hugsjónum. Því segi ég þetta við heimasíðu- lausan þingmann okkar Önfirðinga: Láttu nú kné fylgja kviði, þú stendur ekki einn, öll þjóðin stendur með þér. LÝÐUR ÁRNASON, Hrannargötu 2, Flateyri. Áfram, Einar Oddur! Frá Lýði Árnasyni: ÞAÐ ER því miður ekki óal- gengt í umræðu um sjávarútveg að blandað sé saman hugmyndum og hugtökum sem tengjast misvel. Þannig er rík tilhneiging til þess að kenna hinu svokallaða kvóta- kerfi eða aflamarkskerfi um þegar birtar eru neikvæðar skýrslur um stöðu fiskistofna og hefur slík um- ræða farið fram bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Í Morgunblaðinu var nýlega yf- irgripsmikil umfjöllun um þróun þorskafla frá árinu 1984, eða frá því að kvótakerfið var tekið upp undir fyrirsögninni „Þorskafli dregist saman um 38% frá fyrstu árum kvótakerfisins“. Á baksíðu var stutt frétt og útdráttur úr um- fjölluninni á miðopnu undir fyr- irsögninni ,,Þorskafli 38% minni en við upptöku kerfisins“. Ætla má af þessari fyrirsögn að umrædd- ur samdráttur sé að- eins afleiðing af kvóta- kerfinu. Sérstaklega er tekið fram í um- fjölluninni að yfirlýst markmið kvótakerf- isins hafi verið að verja fiskstofna og að áhugavert sé að skoða þróunina ,,þó ekki sé þar með sagt að þær breytingar, sem orðið hafa, séu beinlínis til komnar vegna þessa fiskveiðistjórnunarkerfis“. Í grein- inni sjálfri er þó minnst talað um kvótakerfið, en mun meira um veiðar umfram tillögur Hafrann- sóknastofnunar og mismunandi mat á stofnstærð. Eins og kemur fram í greininni hefur umframveiði verið mikil, en auk þess var stofninn lengi ofmet- inn. Veiði umfram ráðgjöf, ofmat stofnsins, umhverfisþættir og of- veiði áratugum saman áður en kvótakerfið var sett á eru allt þættir sem skýrt geta minni veiði. Umframveiðin er að stærstum hluta vegna báta sem ekki hafa verið í aflamarkskerfinu heldur verið á sóknarmarki, en því miður er þessa hvergi getið í umfjöllun Morgunblaðsins. Kvótakerfið kem- ur þarna ekkert við sögu. Það er afar mikilvægt að gera skýran greinarmun á aflamarkskerfinu, sem er aðferð til að hámarka af- rakstur þess sem ákveðið er að veiða, og vísindunum sem ákvörð- un um hámarksafla byggist á. Fiskveiðistjórnunarkerfi búa nefni- lega ekki til fisk. Með því að velja aðeins fyrstu ár kvótakerfisins sem viðmið í þessari umfjöllun er verið að færa þarfa umræðu um stöðu þorskstofnsins inn í gamalkunnugan farveg. Allt frá upphafi mælinga hefur stofn- stærðin verið að sveiflast. Þeir sem lesa skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um stöðu nytja- stofna sjávar geta auðveldlega fundið sér mörg önnur áhugaverð- ari viðmiðunarár en árið 1984 ef þeir vilja reyna að átta sig á hvað gæti hafa farið úrskeiðis. Árið 1955 var hrygningarstofninn um 1 milljón tonn og veiði- stofninn um 2,4 millj- ónir tonna. 10 árum síðar var hrygning- arstofninn kominn niður fyrir 500.000 tonn og veiðistofninn niður í um 1 milljón tonna og ekki var um kvótakerfi að ræða á þessum tíma (sjá meðfylgjandi mynd). Benda má á að ef blaðamaður Morg- unblaðsins hefði skoð- að tölur um ýsuveiði hefði komið fram að veiði úr þeim stofni hefur farið upp um 101% frá því að kvótakerfið var sett á. Á að þakka kvótakerf- inu þessa aukningu? Í ljósi umfjöll- unarinnar um þorskinn væri ekki ósanngjarnt að óska eftir umfjöll- un um stöðu ýsustofnsins í Morg- unblaðinu með fyrirsögnum á bak- síðu og miðopnu sem segðu: „Ýsuafli 101% meiri en við upp- töku kvótakerfisins“. Ljóst er að ástand þorskstofnsins þyrfti að vera betra og mjög æskilegt er að það fari fram ábyrg umræða um stöðu hafrannsókna og þau atriði er geta haft áhrif á vöxt og við- gang stofnsins. Samspil þeirra þátta sem hafa þarna mest áhrif er flókið. Fyrir utan veiðar koma þarna inn umhverfisþættir eins og hlýnun sjávar, útbreiðsla loðnu og stækkandi hvalastofnar svo eitt- hvað sé nefnt. Umræðan um kvótakerfið lýtur mun meira að greininni sjálfri og því umhverfi sem útgerðin lifir og hrærist í. Spurningar um það hvernig hægt sé að skapa mik- ilvægri atvinnugrein stöðugleika, í umhverfi þar sem veitt er úr villt- um stofnum og sveiflur í stærð og hegðun, eru óhjákvæmilegar enda getur greinin aðeins þannig staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Það væri hins vegar mjög æskilegt fyrir alla umfjöllun um þessi mál, hvort sem þau fara fram á vettvangi sjávarútvegs, þjóðmála eða fjölmiðla, ef hægt væri að komast upp úr þeim hjól- förum sem hún hefur verið í og hefur of mikið stjórnast af áliti manna á því hvernig aflahlutdeild var skipt niður á útgerðarfyrirtæki árið 1984, þegar draga þurfti sam- an veiðar og taka upp markvissari stjórn vegna stöðu fiskistofna. Færa þarf umræðuna inn á nýjar brautir svo hægt sé af festu og skynsemi að takast á við þau mik- ilvægu viðfangsefni sem blasa við greininni í dag. Ýsuafli 101% meiri en við upptöku kvótakerfisins Vilhjálmur Jens Árnason skrifar um þróun fiskistofna ’Það er afar mikilvægtað gera skýran grein- armun á aflamarkskerf- inu, sem er aðferð til að hámarka afrakstur þess sem ákveðið er að veiða, og vísindunum sem ákvörðun um hámarks- afla byggist á.‘ Vilhjálmur Jens Árnason Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri LÍÚ. Stærð viðmiðunarstofns (fjögurra ára og eldri) og hrygningarstofns á hrygningartíma árin 1955-2006 Heimild: Skýrsla Hafrannsóknastofnunar Stærð veiðistofns (þriggja ára og eldri), hrygningarstofns og afli árin 1984-2006 Heimild: Skýrsla Hafrannsóknastofnunar Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.