Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 25 UMRÆÐAN ÞEIR sem hafa áhuga á nýlið- inni tíð geta sem betur fer gjarnan leitað til fólks sem kom við sögu. Ómetanlegt er að geta spurt um ýmsa atburði og fengið að heyra skoðanir og minn- ingar þeirra sem voru í eldlínunni. Söguhetj- urnar taka manni nær alltaf vel, segja frá eftir bestu samvisku en viðurkenna auðvit- að fúslega að þar með sé ekki sagan öll sögð. Minnið geti ver- ið brigðult og menn hafi tengst atburðum það náið að erfitt sé að leggja hlutlægt mat á þá. En svo er líka til fólk eins og Hreggviður Jónsson, fyrrverandi þingmaður Borg- araflokksins, Frjálslynda hægri- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hann fór mikinn í grein um land- helgismál Íslendinga hér í blaðinu 29. júní sl. og vildi halda því til haga að hefði hann sjálfur ekki tekið til sinna ráða ásamt hópi manna værum við Íslendingar á vonarvöl. Í stuttu máli sagði Hreggviður Jónsson að ef það yrði ekki gert að þungamiðju í sögu þorskastríðanna á áttunda áratug síðustu aldar að í júlí 1973 skor- uðu hann og 49 aðrir Íslendingar á Alþingi og ríkisstjórn að lýsa yfir vilja til 200 mílna fiskveiðilögsögu yrði sú saga „algjört bull“. Tilefni skrifa Hreggviðs Jóns- sonar er yfirlit mitt um sögu land- helgismálsins og þorskastríðanna sem birtist í sérblaði með Morg- unblaðinu í lok maímánaðar. Um það yfirlit segir Hreggviður m.a.: „Ekki er einu orði minnst á tilurð 200 mílnanna og framgang þeirra.“ Þetta er auðvitað algjört bull. Í umfjöllun minni stóð m.a. að sumarið 1974 hefði þriðja haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna verið haldin í Caracas, höf- uðborg Venesúela. „Greinilegt var að 200 mílna efnahagslögsaga átti sífellt meira fylgi að fagna,“ sagði þar áfram. Við þetta má bæta hér í örstuttu máli að hugmyndir um 200 mílna lögsögu ríkja má t.d. rekja til ráða- manna í Norður- og Suður-Ameríku laust eftir síðari heims- styrjöld. Snemma á áttunda áratug síð- ustu aldar var svo orðið ljóst að fjölmörg ríki myndu senn taka sér slíka lögsögu. En Hreggviður Jónsson vill sniðganga með öllu þessa mikilvægu þróun mála á al- þjóðavettvangi. Hann vill líta sér nær og segir: „Hópur manna, Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokk- urinn skópu 200 mílurnar og gerðu yfirráð Íslands yfir 200 míl- unum að veruleika.“ Hann klykkir svo út með þessari kostulegu rök- semdafærslu: „Værum við enn með 50 mílurnar, ef við 50 menn hefðum ekki bundist samtökum um 200 mílna áskorunina? Svar, já.“ Sem sagt, hefðu Hreggviður Jónsson og hinar þjóðhetjurnar 49 ekki gengið fram fyrir skjöldu hefði nákvæmlega ekkert gerst í landhelgismálum Íslendinga. Ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn hans sjálfs hefði tekið við sér, hvað þá aðrir flokkar. Við værum hér án 200 mílna, einir þjóða á Norður-Atlantshafi og þótt víðar væri leitað. Ekkert hefði gerst, enginn hefði tekið af skarið þessi rúmlega þrjátíu ár sem eru liðin síðan Hreggviður Jónsson og vinir hans breyttu gangi Íslandssög- unnar. Þessi söguskoðun er auðvitað arfavitlaus og sjálfshólið vand- ræðalegt. Þeir sjálfstæðismenn sem stóðu í fararbroddi í landhelg- isbaráttunni á áttunda áratugnum, menn eins og Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thor- oddsen, Matthías Bjarnason og Guðmundur H. Garðarsson, vissu vel að þróun mála á alþjóðavett- vangi myndi hafa afgerandi áhrif á aðgerðir hér heima. Það var önnur aðalástæða þess að Sjálfstæð- isflokkurinn gerði útfærslu í 200 mílur að helsta baráttumáli sínu fyrir Alþingiskosningarnar 1974; hin var sú að menn voru reynsl- unni ríkari eftir kosningarnar þremur árum fyrr þegar sjálfstæð- ismenn liðu fyrir það hefðbundna sjónarmið sitt að vera andvígir einhliða aðgerðum í landhelgismál- inu. Hreggviður Jónsson var svo dómharður í grein sinni að hann verður að taka því að honum sé svarað í sömu mynt. Hann getur spurt eins oft og hann vill í Morg- unblaðinu hvort hér við land væri bara 50 mílna lögsaga ef þeir fé- lagarnir 50 hefðu ekki skrifað und- ir skjal og hann getur svarað eins oft og hann vill, rogginn og raup- samur, að sú sé nú raunin. Aðrir sem muna eða hafa kynnt sér sög- una í heild sinni brosa í kampinn yfir þessum mannalátum. Þegar Hreggviður Jónsson breytti Íslandssögunni Guðni Th. Jóhannesson skrifar um þróun landhelgismála ’Sem sagt, hefðu Hregg-viður Jónsson og hinar þjóðhetjurnar 49 ekki gengið fram fyrir skjöldu hefði nákvæmlega ekkert gerst í landhelgismálum Íslendinga. ‘ Guðni Th. Jóhannesson Höfundur er sagnfræðingur. Sagt var: Ég er sammála því sem Jón sagði í ræðunni. RÉTT VÆRI: Ég er samþykk(ur) því sem … Eða: Ég er Jóni sammála um efni ræðunnar. Gætum tungunnar MINNINGAR ✝ Óli HaukurSveinsson fædd- ist í Reykjavík 16. maí 1931. Hann and- aðist í Heilbrigðis- stofnun Suðurlands laugardaginn 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sæ- mundsson, rann- sóknarlögreglumað- ur frá Lágafelli í Landeyjum, f. 12. ágúst 1900, d. 19. apríl 1979, og Elín Geira Óladóttir, hús- freyja frá Höfða á Völlum, f. 5. ágúst 1905, d. 17. september 1988. Systkini Óla Hauks eru Sæ- mundur Sveinsson og Valborg Sveinsdóttir. Óli Haukur kvæntist Margréti Stefánsdóttur, sem fæddist í Reykjavík 18. september 1932 og andaðist 21. febrúar 1991. Börn þeirra eru: 1) Anna María, f. 14. ágúst 1954, átti fyrir Arngrím Jónasson, sem er látinn, og með honum fjögur börn: Stefán, Árna Hrannar, Margréti og Jónas Hauk. Seinni maður Önnu Maríu er Gylfi Þorkelsson og eiga þau tvo syni: Ragnar og Ara. 2) Elín Geira, f. 26. september 1955, hún á einn son, Óla Hauk Valtýsson. 3) Hafdís, f. 27. ágúst 1959, gift Jóhannesi Bjarnasyni, þau eiga þrjú börn: Jóhönnu, Hafþór Odd og Lindu Rós. Óli Haukur kvæntist 28. ágúst 1993 Lilju Frið- bertsdóttur frá Suð- ureyri við Súganda- fjörð. Lilja átti áður Gunnar Guðmunds- son frá Önundar- holti í Villingaholts- hreppi; hann er látinn. Þau Lilja og Gunnar eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Aðalheiður Jóna, gift Jóni Pálssyni og eiga þau tvo syni. 2) Kristín Bára, hún eignaðist þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi. 3) Svanhvít, gift Sig- urði Magnússyni, hún á einn son og tvær stjúpdætur. 4) Guðrún Lilja, gift Erni Arasyni, þau eiga tvö börn. 5) Friðbert, kvæntur Sigríði Einarsdóttur og eiga þau tvö börn. Óli Haukur Sveinsson ólst upp í Reykjavík og var í sveit á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum. Hann stundaði nám í Vélskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi, auk þess sem hann nam í Vélsmiðj- unni Héðni um tveggja ára bil. Hann var á millilandaskipum Eimskips til 1963. Þá fluttist hann að Írafossi, þar sem hann vann hjá Landsvirkjun, uns hann hætti störfum sjötugur. Útför Óla Hauks verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ég er ekki alveg viss um hver mín fyrsta minningin um hann afa á Író er, eða afa namm, eins og hann var kallaður af okkur systk- inunum. Írafossferðirnar voru margar og alltaf var jafn spenn- andi að fara um helgar í heimsókn til ömmu og afa. Ég held að Portú- galsferðin, þar sem viðMargrét frænka fórum á kostum, standi upp úr, fimm ára dömur sem létu sko alls ekki hafa lítið fyrir sér … Afi minn var góður maður, með mikinn húmor, og stundun pínulítið svartan. Það var aldrei langt í „skotin“ sem slógu marga út af laginu. Ég man að einu sinni þurfti hann að leggjast inn á spítala og ég flýtti mér í heimsókn og færði hon- um blómvönd og það sem ég fékk þegar ég færði honum hann var: „Það er bara keyptur búðarvönd- ur!“ Hann var einstaklega vel að sér um allt sem tengdist ferðalög- um. Ég sem þykist nú vera búin að stúdera ferðamálafræði kom aldrei að tómum kofunum hjá honum þegar við ræddum saman um fjar- læg lönd, siði og menningu annarra þjóða. Hann ferðaðist ótrúlega mikið um ævina og það má segja að það hafi verið ástríða hjá hon- um, að ferðast um heiminn og segja frá ferðum sínum. Hann var alltaf með ákveðna hugmynd um hvert hann langaði næst. Hann afi „hummaði“ sig svo sannarlega í gegnum lífið, gegnum allt súrt og sætt og núna þegar komið er að því að hann hefur kvatt þennan heim þá langar mig bara að segja hversu vænt mér þótti um hann afa á Író og hversu mikil hetja hann hefur verið und- anfarna mánuði. Hann mun ávallt lifa í minningunni. Guð blessi þig, afi minn. Jóhanna Jóhannesdóttir. Skipsklukkan hringdi kl. 6.00 24. júní í upphafi morgunvaktar. Óli var dáinn á sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Okkur Siggu langar til að kveðja góðan dreng, hann Óla hennar Lilju, með stuttri kveðju. Mér finnst að ég hafi kynnst Óla fyrst á ströndum Norður-Afríku í Túnis fyrir nokkrum árum og þá kom fljótlega í ljós að Óli var ljúf- menni og dáðadrengur. Óli var einn af þessum mönnum sem geisla af persónuleika og eftir stutt við- kynni finnst manni að maður hafi þekkt manninn miklu lengur og betur en maður gerði í reynd, eftir á að hyggja. En sökin er mín, ekki Óla. Ég hefði getað spurt meira. Þó að allnokkur aldursmunur væri á okkur Óla, þá skipti það ekki máli, báðir með sömu mennt- un frá Vélskólanum og höfðum starfað sem vélstjórar og báðir skotnir í konum að vestan. Við Óli áttum sem sagt allnokk- uð sameiginlegt og að vestfirskum sið þá hét ég Hjölli hennar Siggu og Óli var Óli hennar Lilju. Vestfirðingar hafa alltaf tengt konur, menn og börn við mæður, feður eða kærasta t.d. Beggi Binnu, Dúddi Svövu og Dúddi Dúdúar. Það var notaleg tilfinning að horfa á Óla og Lilju í þessari ferð okkar í Túnis, því þau voru svo ást- fangin og alltaf að knúsa og kela við hvort annað og þau voru nú ekki beint unglingar, en það var gaman að lifa. Óli var duglegur að rækta garð stórfjölskyldu Lilju sinnar. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng. Okk- ur langar líka til þakka Óla og Lilju fyrir að vera svona natin að heimsækja og sinna tengdaforeldr- um mínum, Heiðu og Óskari. Elsku Lilja og fjölskylda Óla, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Hjörleifur M. Jónsson. ÓLI HAUKUR SVEINSSON NÁTTÚRUVERNDARSAM- TÖK Íslands skora á iðnaðarráðherra að lýsa stuðningi sínum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Þar með yrðu tekin af öll tvímæli um að Norðlingaöldu- veita sé úr sögunni og að verin fái þá vernd sem þeim ber. Það er löngu tíma- bært að iðnaðarráð- herra með fulltingi rík- isstjórnarinnar slái Norðlingaölduveitu af og lýsi stuðningi við stækkun friðlandsins í samvinnu við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, setti málið aftur á byrjunarreit með úr- skurði sínum í lok desember þess efnis að Samvinnunefnd um Svæð- isskipulag miðhálendisins hafi verið heimilt að taka Norð- lingaölduveitu út af skipulagi sunnan Hofsjökuls. Bæði Sig- ríður Anna og núver- andi umhverf- isráðherra, Jónína Bjartmarz, hafa nú lýst yfir eindregnum stuðningi við stækkun friðlandsins. Með til bréfi Nátt- úruverndarsamtaka Íslands dags. 10. jan- úar lýsti Alcan á Ís- landi því yfir að fyr- irtækið myndi ekki kaupa orku frá Norðlingaölduveitu. Hinn 17. janúar samþykkti borgarstjórn tillögu Ólafs F. Magnússonar þess efnis að Reykjavíkurborg sem eigandi 45% í Landsvirkjun leggist gegn Norð- lingaölduveitu. Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruvernd- arsamtökin í nóvember 2004 styðja 65% landsmanna stækkun friðlands- ins í Þjórsárverum. Þjóðarpúls Gall- up í janúar sl. sýndi að 65% þjóð- arinnar eru andvíg Norðlingaölduveitu. Iðnaðarráðherra lýsi stuðningi við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum Árni Finnsson skrifar um umhverfismál ’Það er löngu tímabærtað iðnaðarráðherra með fulltingi ríkisstjórn- arinnar slái Norðlinga- ölduveitu af…‘ Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.