Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Krist-ján Kristbjörns- son fæddist í Reykjavík 12. jan- úar 1942. Hann lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítala við Hringbraut að kvöldi sunnudags- ins 25. júní síðast- liðins. Foreldrar hans voru Krist- björn Kristjánsson járnsmiður í Reykjavík, f. í Bakkholti í Ölfus- hreppi í Árnessýslu 28. apríl 1907, d. af slysförum 28. janúar 1956, og Sigurlaug Sigfúsdóttir, f. í Blöndudalshólum í Blöndudal í Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur- Húnavatnssýslu 5. ágúst 1908, d. 14. júní 1998. Systkini Sigurðar eru Sævar Örn, f. 21. maí 1939, maki Erna Aradóttir, Anna Þur- íður, f. 28. júní 1945, maki Bragi Skúlason, Steinar Kristvin, f. 6. nóvember 1946, maki Elín Anna Antonsdóttir, og hálfsystir sam- mæðra er Unnur Björk Gísladótt- ir, f. 5. september 1931, maki Magnús Magnússon, f. 29. ágúst 1915, d. 26. apríl 1974. Sigurður kvæntist haustið 1975 Rannveigu Haraldsdóttur, f. 2. febrúar 1949. Þau slitu samvistir. Foreldrar hennar eru Haraldur Elíasson, f. 10. apríl 1900, d. 9. nóvember 1990, og Arnfríður Gests- dóttir, f. 27. maí 1907, d. 7. október 1990. Dóttir Sigurð- ar og Rannveigar er Sigurlaug Þóra, f. 31. október 1976. Sonur hennar og Edwards Morthens er Kristján Mort- hens, f. 6. apríl 1997. Fósturbörn Sigurðar eru: 1) Arnfríður Hjalta- dóttir, f. 14. apríl 1966, gift Sigurði M. Sólonssyni, börn þeirra eru Sandra Dís, f. 4. október 1987, og Sólon Rúnar, f. 14. maí 1994. 2) Kristmundur Jón Hjaltason, f. 2. ágúst 1969, sam- býliskona Áslaug Hallvarðsdóttir, sonur hennar Ingólfur Ö. Stein- arsson, f. 16. mars 1995. Sonur Kristmundar af fyrri sambúð er Guðmundur Már, f. 1. júlí 1999. Sigurður ólst upp í Reykjavík. Hann lauk miðskólaprófi frá Gagnfræðaskólanum við Hring- braut, fór ungur að starfa til sjós, bæði á togurum og eitt ár á Gull- fossi, en starfaði svo allar götur síðan hjá Vélamiðstöð Reykjavík- ur, sem varð síðar Malbikunar- stöðin Höfði hf. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi, það er svo sárt að hafa þig ekki lengur hjá okkur, þó að veikindi þín hafi varað í talsverðan tíma þá höfum við eins og þú trúað því að þú gætir sigrast á þessum erf- iðu veikindum. En ekki er hægt að sigrast á öllu, þó viljinn sé sterkur, sem hann var svo sannarlega hjá þér, alveg þar til yfir lauk. Eins og þú hefur verið frá því að þú komst inn í líf mitt, þegar ég var um 7 ára, ávallt stutt við mig, og í seinni tíð fjölskyldu mína og reynt að hlífa mér við öllum sársauka, vildir þú hlífa okkur við sannleikanum um hversu veikur þú varst orðinn. Þú varst ávallt hress og sterkur þegar þú komst í fjölmargar heimsóknir til okkar. Því var það ekki fyrr en í ferð okkar saman til Flórída í vor þar sem við gerðum okkur fyrst fyllilega ljóst hversu veikur þú varst orðinn. En þrátt fyrir þín miklu veikindi lést þú á sem minnstu bera svo að þú, og ekki síst barnabörn þín, gætuð notið þessarar síðustu ferðar okkar saman til hins ýtrasta. En ég reyni að hugga mig við þær fjölmörgu góðu minn- ingar og að þú fórst sáttur við allt. Þó svo að sár verði söknuður eftir samveru þinni á góðum stundum, hvort sem um er að ræða stóra áfanga í lífi barnabarna þinna eða hversdagslegar stundir í sveitinni, sem þú sýndir ávallt svo mikinn áhuga á, veit ég að okkur mun hlýna af þeim ógleymanlegu góðu minning- um sem við munum ávallt hafa um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Fríða. Elsku afi, við erum ennþá að átta okkur á því að þú sért ekki lengur hjá okkur og við vitum að næsti há- tíðisdagur, eins og afmæli eða jól, verður okkur erfiður því að þú varst alltaf með okkur, þó að við vitum að þú munir alltaf vera hjá okkur í hjarta. En við eigum margar góðar minningar með þér og fjölskyldunni, sem við getum hugsað til þegar okk- ur líður illa eða við finnum fyrir mikl- um söknuði, eins og til dæmis frá því þegar Sandra fór með þér, Sillu og Kristjáni til Portúgal og svo einnig þegar við fórum öll til Flórída núna í apríl. Það er svo stutt síðan en núna virðist það vera heil eilífð því að það hefur svo margt gerst síðan þá, eitt- hvað sem við bjuggumst alls ekki við að myndi gerast á næstunni. En við geymum þær minningar í hjarta okkar því að við áttum mjög góðar stundir úti þó svo að það hefði verið betra fyrir þig hefðir þú ekki verið orðinn svona veikur eins og þú varst orðin þá. En þú náðir að nýta tímann eftir bestu getu og við gátum farið í Kennedy Space Center en það var það eina sem þú hafðir ætlað þér að gera og vitum við að þú varst mjög ánægður með þá ferð. En afi, þú veist að við elskum þig og munum alltaf hugsa til þín og muna eftir öllum góðu stundunum okkar saman. Sandra Dís og Sólon Rúnar. Okkar ágæti samstarfsmaður um áratuga skeið hefur nú kvatt þennan heim og mun því ekki verða viðriðinn undirbúning og malbikun gatna víðs- vegar um Reykjavík, eins hann hefur gert allt frá árinu 1963 eða í meira en fjóra áratugi. Hann vann á þessu tímabili við gatnagerð hjá Reykja- víkurborg og var síðan bæði hjá Vélamiðstöð og Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar, sem varð Mal- bikunarstöðin Höfði hf. fyrir rúmum níu árum. Á þessum tíma hafa flest- ar, ef ekki allar, götur borgarinnar verið malbikaðar, sumar oftar en einu sinni og rifjaði Sigurður oft upp hvenær ýmsar götur voru malbikað- ar í fyrsta og annað sinn. Það er ekki til sú gata í Reykjavík, þar sem hann hefur ekki komið við sögu. Þegar malbikunarflokkur gatnadeildar var færður til malbikunarstöðvarinnar, þá var Sigurður vélamaður, en var síðar gerður að verkstjóra. Hann var sérlega ósérhlífinn til vinnu og dreif sig í störfin og lét óhreinindi og erf- iðar aðstæður ekki aftra sér, þegar eitthvað bilaði, sem kom oft fyrir á árum áður. Einnig hafði hann sér- staklega gott auga fyrir því, hvernig best var að standa að hverju verki. Fyrr á árum var unninn langur vinnudagur í malbikinu. Það var á þeim tíma, þegar lögskipaður hvíld- artími var aðeins sex klst. Aldrei kvartaði Sigurður um of stutta hvíld og oft þegar mikið gekk á og allir voru í æsingi, þá brosti hann á sinn sérstaka hátt og bað menn að taka þessu rólega, því þetta mundi ganga vel þrátt fyrir eitthvert andstreymi. Nú er bara búið að tala um bik- svarta tímabilið í vinnuárinu okkar, því að við skiptum árinu yfirleitt milli hvítu og svörtu starfanna. Sig- urður starfaði frá árinu 1977 við salt- dreifingu og snjómokstur um vetr- artímann og ekki var vinnutíminn styttri í þeim störfum. Það var sama á hvaða tíma sólarhrings var hringt, alltaf mætti Sigurður. Það getur ver- ið mjög taugastrekkjandi að vinna við þessi störf, þegar verstu veðrin ganga yfir, en það hafði engin áhrif á Sigurð. Hans líf og yndi voru vélar og hvergi undi hann sér betur en að stússast í vélaviðgerðum og við vinnufélagar hans vitum að hann átti sér þann draum um framtíðina að geta sinnt viðgerðum á malbikunar- tækjum í rólegheitum yfir vetrartím- ann, handfjatla vélahlutina og koma þeim fyrir á sínum stað, jafnvel klappa tækjunum svo lítið bæri á. Sigurður var einstaklega hraustur maður. Það voru ekki margir dagar, sem hann var frá vinnu vegna veik- inda í rúmlega 40 ár eða þar til hann greindist með krabbamein fyrir tæp- um þremur árum. Þessi veikindi hans háðu honum í sambandi við vinnu, en hann vildi leggja sitt af mörkum og mætti jafnan eins og heilsan leyfði síðustu árin og alltaf bar hann sig vel, þótt hann ætti við erfið veikindi að stríða. Á þessu tímabili dvaldi hann oft á sjúkrahúsi og hafði hann á orði, hvað læknar og annað starfsfólk, sem önnuðust hann, var gott og við vitum, að hann mundi vilja þakka þeim öllum fyrir góða hjálp þeirra. Síðastliðna mán- uði gætti hann þess að koma reglu- lega í heimsókn og gefa sér tíma til að spjalla um þau verkefni, sem voru á döfinni hjá fyrirtækinu hverju sinni, og starfslöngunin leyndi sér ekki. Hann tók góðan þátt í félagsstörf- um innan fyrirtækisins og hafði mjög gaman af því að vera með í ferðum starfsmannafélagsins til út- landa og í tveimur síðustu ferðum okkar tók hann ungan dótturson sinn með sér og naut þess greinilega mjög vel. Við í Malbikunarstöðinni Höfða hf. munum sakna góðs félaga og samstarfsmanns, sem lagði mik- inn metnað í störf sín í þágu fyrir- tækisins. Við sendum öllum aðstand- endum Sigurðar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnlaugur Pétursson, Valur Guðmundsson, Vilberg Ágústsson. SIGURÐUR KRISTJÁN KRISTBJÖRNSSON Elsku afi. Ég sakna þín rosalega mikið, það er svo leiðinlegt að þú sért farinn. Mikið er ég ánægður með allar þær stundir sem við áttum saman, og sérstaklega þegar við tveir vorum að fara til útlanda að skemmta okkur tveir saman. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þinn afastrákur Kristján Morthens. HINSTA KVEÐJA Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir mín, dóttir, amma og systir, INGIBJÖRG BRAGADÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 26. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. júlí kl. 13.00. Elísabet S. Albertsdóttir, Viktoría Dröfn Alexandersdóttir, Ingibjörg Vagnsdóttir, Helga María Bragadóttir, Elísabet Bradley Bragadóttir, Bragi Þór Bragason. Ástkær faðir okkar, afi og bróðir, SIGMAR JÓHANNESSON sjómaður, Egilsbraut 2, Þorlákshöfn, sem lést mánudaginn 26. júní, verður jarðsung- inn frá Þorlákskirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 14.00. Helena Rós Sigmarsdóttir, Ægir Snær Sigmarsson, Hrannar Már Sigmarsson, Ástríður Rán, Askur Máni, Breki Blær og systkini hins látna. Sambýlismaður minn og faðir okkar, BRYNGEIR GUÐMUNDSSON, Karlagötu 21, lést laugardaginn 1. júlí síðastliðinn. Erna Karlsdóttir, Una, Ása, Atli, Kári og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, BRAGI JÓNSSON frá Brekku í Aðaldal, síðast til heimilis í Akurgerði 39, lést á Landakotsspítala föstudaginn 30. júní. Guðrún Magnúsdóttir, Ragnar Bragason, Kristín Ólafsdóttir, Magnús Jón Bragason, Hildur Mary Thorarensen, Ómar Geir Bragason, Jónína Vilborg Sigmarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systur. Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR, Vesturgili 5, Akureyri, lést af slysförum sunnudaginn 2. júlí. Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Kristinn Tómasson, Ragnar Páll, Baldur, Ásta Sigurlaug, Ketill, Sigurlaug Ingólfsdóttir, Gerður Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.