Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 29 MINNINGAR ✝ Ármann Helga-son fæddist á Þórustöðum í Öng- ulsstaðahreppi (nú Eyjafjarðarsveit) 17. desember 1917. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Eiríksson, bóndi, f. 12. júlí 1884, d. 2. febrúar 1964, og Hólmfríður Pálsdóttir, hús- freyja, f. 18. apríl 1889, d. 9. mars 1974. Systkini Ármanns eru Páll, f. 20. mars 1914, d. 12. júní 1994, Þuríður, f. 30. júní 1915, d. 14. apríl 1979, Líney, f. 24. september 1919, d. 7. maí 1990, Halldór, f. 4. janúar 1923, d. 9. janúar 1976, Jó- hann, f. 16. janúar 1926, Sigríður, f. 18. apríl 1931, og Sigrún, f. 8. mars 1936. Ármann ólst upp á Þórustöðum. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 hóf hann nám við læknadeild Há- skóla Íslands. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1938 og hóf það sama ár kennslu við Gagn- fræðaskóla Akur- eyrar þar sem hann kenndi samfellt til ársins 1978, auk stundakennslu við Iðnskólann á Akur- eyri. Eftir það starf- aði hann á Fræðslu- skrifstofu Norðurlands eystra til 1989. Ármann var félagi í Karlakór Akureyrar og sat í stjórn Bridge- félags Akureyrar í nokkur ár. Hann var félagskjörinn endur- skoðandi hjá KEA 1954–1960. Ármann var ókvæntur og barn- laus. Hann átti lengst af heimili með systkinum sínum, en bjó síð- ustu árin í Kjarnalundi við Akur- eyri. Úför Ármanns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hann var stór og mannvænlegur barnahópurinn sem var að alast upp á Þórustöðum á fyrstu áratugum síð- ustu aldar. Átta börn í norðurendan- um og sex í þeim syðri. Eins og nærri má geta, í svo stórum ungmennahópi, ríkti þarna glaðværð og léttleiki. Mik- ið spilað, dansað og sungið. Um tíma var starfandi þar kvartett, tveir bræður úr norðurenda og tveir úr suðurendanum. Ég átti því láni að fagna að fá að alast upp hjá þessu góða fólki. Fyrstu þrjú árin í norðurendanum á Þóru- stöðum og síðan í Hrafnagilsstræti 8 á Akureyri. Þar héldu heimili afi og amma, mamma og þrjú af systkinun- um. Hin voru raunar aldrei langt und- an og alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Ármann, eða Addi frændi, tók þátt í að ala stelpuna upp. Hann leiddi mig niður í bæ til þess að horfa á jóla- sveinana birtast á svölum Kaup- félagshússins fyrir jólin, eins og reyndar dóttur mína síðar. Og hann leiddi mig niður í bæ fyrsta skóladag- inn og keypti handa mér skólatösku áður en við fórum svo að hitta kenn- arann. Þetta var sko engin hliðar- taska með Mikka mús eins og vinkon- ur mínar áttu. Þetta var stór og sterk leðurtaska, bæði með axlarólum og haldi. Þú notar axlarólarnar meðan þú ert í barnaskóla, en síðan þegar þú ferð í Gagnfræðaskólann og Mennta- skólann þá notar þú haldið, sagði hann. Þetta gekk allt eftir og þó að ég hafi um tíma í Gaggó átt strigaskjóðu með andliti Che Gevara máluðu á, þá tók ég fljótt aftur upp samband mitt við leðurtöskuna og hún fylgdi mér til loka Menntaskólans, sterk og traust eins og gefandinn. Ármann kenndi stærðfræði við Gagnfræðaskólann á Akureyri í ára- tugi, og var ákaflega farsæll kennari. Hann sagði mér að þegar hann hefði náð því að kenna þremur kynslóðum þá hefði sér fundist nóg komið. Eftir það starfaði hann á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra. Hann var glaðvær og skemmtileg- ur, söng í áratugi í Karlakór Akureyr- ar auk ýmissa smærri kóra og spilaði bridge frá unga aldri, allt þar til í vor. Hann átti svo mikið safn af verðlauna- gripum að þegar hann fluttist á elli- heimili fylltu þeir marga kassa. Hann átti ákaflega auðvelt með að ná til barna og unglinga og þess nutum við frændsystkinin og okkar börn. Börn- unum mínum var hann alltaf sem besti afi. Ég þakka honum af alhug allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína. Hólmfríður Andersdóttir. Ármann Helgason var heilsteyptur og góðviljaður maður, vel að sér og áhugasamur um mörg og ólík málefni. Hann var gæddur sérstakri sam- skiptagáfu og vingjarnlegri en traustri framgöngu sem höfðaði ekki síst til barna og ungs fólks. Þessi eig- inleiki dugði honum afar vel í lífsstarf- inu sem kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þar kenndi hann einkum stærðfræði og þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Sem stærðfræðikennari var hann í senn skýr í framsetningu, lagði sig fram um að liðsinna nemnd- um, en gerði jafnframt kröfur um ár- angur sem nemendur vildu gjarna uppfylla, ekki síst af virðingu kenn- arann. Ármann gegndi mikilvægu hlut- verki í uppeldi og lífi konu minnar, sem frændi með aukið uppeldis- og ábyrgðarhlutverk, einn af stórfjöl- skyldunni, sem tók mér sem tengda- syni með miklu ástfóstri. Ég, og síðar börnin okkar, eignuðumst hlutdeild í þessu hlýlega og fastmótaða sam- félagi fjölskyldunnar þar sem borin var virðing fyrir öllum, ekki síst yngri kynslóðinni. Ármann var áhugasamur um fé- lagsmál og íþróttir, um landið og nátt- úruna. Hann kunni góð skil á gróðr- inum, fuglaáhuga deildum við og hann var áhugasamur veiðmaður, sérstak- lega þó við silungsveiði. Man ég að tengdamóður minni, systur Ármanns, sem stýrði heimilisrekstrinum, þótti oft nóg um veiðina sem gera þurfti að. Hann var virkur þátttakandi í íþróttum, s.s. blaki, badminton og hin- um víðfræga akureyrska skallabolta langt fram á efri ár. Þá var hann af- burðagóður bridgespilari og vann fjölmarga titla og verðlaun á þeim vettvangi. Hann lagði iðulega hvert spilið á fætur öðru og horfði á knatt- spyrnuleik í sjónvarpinu á meðan. Og ég hafði hann grunaðan um að muna í smáatriðum allt sem hann spilaði. Ár- mann var söngmaður góður og hafði yndi af tónlist. Ármann gerðist íbúi á dvalarheim- ilum Akureyrarbæjar fyrir rúmum áratug, fyrst á sambýlinu á Skólastíg en flutti svo þaðan í Kjarnalund. Á báðum þessum stöðum naut hann góðs félagsskapar heimilisfólksins jafnt sem starfsfólksins. Í Kjarna- lundi hélt hann áfram að spila bridge með heimilisfólkinu þar til fyrir skömmu, að heilsan fór að gefa sig. Ármann var okkur öllum trúr og dyggur vinur og áhugasamur um vel- ferð allrar fjölskyldunnar. Daglegar samvistir með honum léðu lífinu yf- irvegun og öryggi, og ekki síst kank- vísi. – Okkur fannst meira að segja skemmtilegt þegar við skældum smá- vegis yfir Lassie í sjónvarpinu á laug- ardögum – . Nú er þessari vegferð Ármanns lokið, vegferð sem einkenndist af virðingu og umhyggju fyrir samferða- fólkinu. Við í fjölskyldunni nutum þess ríkulega. Þakklæti og gleði munu ævinlega fylgja minningunni um þennan gáfaða og vammlausa mann. Úlfar Hauksson. Hniginn er að velli heiðursmaður- inn og snilldarkennarinn Ármann Helgason frá Þórustöðum í Kaup- angssveit að liðnum löngum starfs- og ævidegi. Við, sem kenndum við Gagn- fræðaskóla Akureyrar samtímis hon- um, eigum á bak að sjá drenglyndum starfsbróður og traustum vini. Ármann kom fyrst að skólanum sem fastakennari haustið 1938 eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá MA og kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands. Hann gegndi þeirri stöðu til sextugs (1977), þar af var hann yf- irkennari í 10 ár (1961–1971). Loks var hann stundakennari árin 1977– 1981. Starfsmaður skólans var hann því í 43 ár, sem er næstlengsti starfs- tími nokkurs manns við skólann. Aðalkennslugrein hans var stærð- fræði, enda var hann mikill stærð- fræðingur að eðli, og erfiðar þrautir þeirrar greinar voru honum ljúfur leikur. Honum veittist einnig auðvelt að kenna þessa rökföstu grein og ljúka upp hugargáttum nemenda sinna til skilnings á henni. Þeir virtu hann líka og dáðu, ekki aðeins sem lærimeistara í strangri námsgrein, heldur jafnframt sem lipurmenni og góðmenni í daglegri umgengni. Ármann var, að hætti margra stærðfræðinga, mikill og snjall skák- maður og briddsspilari. Einnig var hann mjög vel að sér í íslenskum bók- menntum, góður hagyrðingur og textasmiður og ágætur söng- og radd- maður. Hann hafði þann vandasama starfa í fjölmennum og ört vaxandi skóla að semja þá flóknu raðþraut, sem var stundaskrá komandi vetrar, ekki ein- göngu á yfirkennaraárunum, heldur flest haust, meðan hann var við skól- ann. Hann lagði þá oft nótt við dag og sparaði ekki erfiðið til þess að allir yrðu ánægðir, kennarar og nemend- ur. Á vordögum stjórnaði hann venju- lega útreikningi aðaleinkunna og end- urskoðun þess útreiknings, svo að ekki yrðu fundnar reikningsskekkjur á prófskírteinum nemenda, enda varð þeirra ekki vart. Skólinn átti í Ármanni ötulan, flug- skarpan og dyggan starfsmann, sam- kennarar og aðrir starfsmenn skólans hjálpsaman, ljúflyndan og gaman- saman samverkamann og nemendur úrvalskennara í kennslustundum og glaðværan félaga á útivistardögum og skólaferðalögum. Við, sem enn lifum úr gamla, sam- heldna kennarahópnum í Gagnfræða- skóla Akureyrar, eigum Ármanni Helgasyni afar margt að þakka, og þakklátur hugur okkar fylgir honum nú úr hlaði. Sjálfur þakka ég honum jafnframt árin mörgu, sem við áttum saman í Karlakór Akureyrar. Við Ellen sendum fólki hans hlýjar samúðarkveðjur á saknaðarstund og biðjum vini okkar allrar blessunar með þökk fyrir löng og góð kynni. Sverrir Pálsson. ÁRMANN HELGASON  Fleiri minningargreinar um Ár- mann Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Líney Sumt fólk hefur yfir að búa svo sér- stakri nærveru að návist þess tengir okkur hin við það djúp sem sumir kalla guðdóm og aðrir innri frið. Þannig áhrif hafði nærveran hans afa Þóris á mig og heimsókn til hans, hvort sem það var í blokkina í Hvassaleitinu, íbúðina úti á Seltjarn- arnesi eða nú síðast í herbergið hans uppi á Vífilsstöðum, fyllti mig jafnan djúpri friðsæld eins og helst er að finna úti í náttúrunni og í blíðum og góðum félagsskap. Öll áhugamál afa hvort sem það var lestur góðra bóka, fluguhnýtingar, sil- ungsveiði eða taflmennska báru ró- lyndi hans vitni og hann hafði einstakt lag á að njóta litlu hlutanna í lífinu. Heit böð, góður matur, neftóbak og kaffibolli á eftir, í mesta lagi eitt visk- ístaup ef gera átti sér dagamun. Afa Þóri var umhugað um að okkur í fjölskyldunni liði og vegnaði vel og það var tvennt sem honum var sér- staklega í mun um að okkur barna- börnunum hlotnaðist á lífsleiðinni. Annað var ástin og hitt var góð menntun. Ástina vildi hann að við eignuðumst því hann hafði svo góða reynslu af henni. Menntunina vegna þess að honum hafði farist hún á mis. Afi kom öllum sínum fimm börnum til manns á verkamannalaunum og megi aðrir gera betur. Hann var skarp- greindur og var lifandi sönnun þess að góða menntun er ekki að finna í skólagráðum. Hann hafði svo gott minni og gat svo oft komið á óvart með þekkingu sinni og hollum ráðum sérstaklega er varðaði allt varðandi heilsu og mataræði. Afi varð mér góður trúnaðarvinur og vinátta okkar óx með hverju ári. Ef sótti að mér depurð fannst mér fátt betri lækning en að ganga út á Sel- tjarnarnes og horfa á góða bíómynd með afa. Þá ræddum við oft um per- sónulega hluti og ósjaldan bar ástina á góma. Afi var nefnilega alltaf svo skotinn í ömmu. Hann þreyttist aldrei á því að segja mér frá því hvernig hann nældi sér í hana fyrir norðan og það var alltaf eins og hann væri jafn- hissa á því að honum hefði borið gæfa til að takast ætlunarverkið. Afa var einnig umhugað um ástar- málin mín og þegar ljóst var að ég væri að flytja til Bretlands á leið til leiklistarnáms var honum mikið í mun að ég myndi ekki eignast breskan eig- inmann. Ég hélt auðvitað að hann væri hræddur um að hann að missa litlu skellibjölluna sína alfarið til út- landa en afi sem bjó alltaf yfir lúmsk- um húmor sagði í staðinn: „Þú ættir frekar að ná þér í Íra því þeir eru miklu líkari okkur Íslendingum.“ Þótt afi hefði alla tíð verið heimakær skildi hann útþrána í mér og sagði að ég hefði erft hana frá ömmu. Hann hvatti ömmu alltaf til að nýta öll tækifæri sem henni gáfust til að bregða sér í skemmtiferðir til útlanda þó að hann hefði sjálfur ekki lengur heilsu til að ferðast. En amma var ekki fyrr lögð af stað út á Keflavíkurflugvöll en afi var farinn að sakna hennar, hóf að telja dagana og hlakkaði mest af öllu til að fá hana aftur heim. Afi var orð- inn líkamlega máttfarinn síðustu daga lífs síns og þótt hugurinn væri enn skarpur gat hann undir það allra síðasta ekki lengur tjáð sig með orð- um eða líkamsbeitingu. Við sem elsk- uðum hann erum þakklát fyrir að afi þurfti ekki að þjást og fékk að kveðja í friði eins og honum var einum lagið. Mamma sagði mér að þegar amma hefði kvatt afa á spítalanum kvöldið áður en hann dó hefði eitt tár trítlað niður um vanga hans. Það var honum líkt. Að pakka allri ástinni inn í eitt lít- ið tár á kveðjustundinni. Ömmu, mér og svo mörgum öðrum sýndi hann einmitt svona, á sinn hógværa hátt, svo djúpan kærleik og hlýju. Ég get ekki hugsað mér neitt verðmætara en það og þess vegna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti og von um að ég megi alltaf varðveita og minnast frið- arins sem fylgdi afa mínum Þóri. Þóra Karítas Árnadóttir yngri.  Fleiri minningargreinar um Stefán Má Þórisson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Stefán Finn- bogason, Helena Pálsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, áður til heimilis í Álftamýri 24, Reykjavík. Erlendur Þórðarson, Hrafn Björnsson, Guðrún Biering, Arnar Hrafnsson, Dagný Laxdal, Franklín Máni Arnarsson, Þröstur Hrafnsson, Linda Udengård, Baldur Þorsteinsson, Elín Anna Baldursdóttir, Þórður Hans Baldursson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, Syðra-Skörðugili, Skagafirði, verður jarðsungin í Glaumbæjarkirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGA GUÐMUNDSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Bessahrauni 11b, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Vestmannaeyja. Kristín Pálsdóttir, Guðmundur Huginn Guðmundsson, Þórunn Gísladóttir, Bryndís Anna Guðmundsdóttir, Páll Þór Guðmundsson, Rut Haraldsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.