Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.07.2006, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Umboðsmaður Ólafsfirði Morgunblaðið vill ráða umboðsmann á Ólafsfirði. Í starfinu felst dreifing á Morgunblaðinu við komu í bæinn. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi bíl til umráða. Upplýsingar gefur Örn Þórisson í síma 569 1356 eða í netfangi ornthor@mbl.is. Ritari óskast Fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa hálfan daginn. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnslu og almennum ritara- störfum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjón- ustulund, geta unnið sjálfstætt, vera stundvís og geta hafið störf strax. Áhugasamir sendið inn svar á auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „Ritari – 18636“. Tekið er við umsóknum til kl. 18.00 föstudaginn 7. júlí. Laus staða forstöðumanns Staða forstöðumanns Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum er laus til um- sóknar. Með lögum um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nr. 40/2006, voru eftirtald- ar stofnanir sameinaðar: Stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi, Orðabók Háskóla Íslands, Íslensk málstöð, Örnefnastofnun Íslands og Stofnun Sigurðar Nordals. Í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laganna auglýsir menntamálaráðherra hér með lausa til um- sóknar stöðu forstöðumanns við stofnunina. Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skal hafa hæfi sem prófess- or á fræðasviði stofnunarinnar að mati þriggja manna dómnefndar sem menntamálaráðherra skipar. Forstöðumaður stjórnar starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann ræður starfsmenn hennar og er í fyrirsvari fyrir hana. Hann ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyr- irmæli. Menntamálaráðherra skipar forstöðumann til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnun- arinnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um stofnunina. Skipunartímabil forstöðumanns er frá 1. sept- ember 2006. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 31. júlí 2006. Menntamálaráðuneytið, 3. júlí 2006. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 ✝ Þorkell Birgis-son fæddist á Ísafirði 8. júní 1956. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardag- inn 24. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Helga Svandís Helgadóttir húsmóðir, f. 11.10. 1935, og Birgir Sig- urbjartsson málara- meistari, f. 8.4. 1931. Þorkell var annar í röð fjögurra bræðra. Hinir eru: Helgi, f. 31.1. 1955, kvæntur Kristínu Unu Sæ- mundsdóttur, Óðinn, f. 18.6. 1960, sambýliskona Hjördís Geirsdótt- ir, og Finnbjörn, f. 10.9. 1961, kvæntur Lindu Björk Harðar- dóttur. Hinn 13. febrúar 1982 kvæntist Þorkell Lilju Hálfdánsdóttur, f. 10. september 1960. Foreldrar hennar voru Hallfríður Jónsdótt- ir, f. 19.2. 1920, og Hálfdán Örn- ólfsson, f. 28.11. 1913. Börn þeirra Lilju og Þorkels eru: 1) Kristján Ingi, sjómaður í Bolung- arvík, f. 25.11. 1979. 2) Kolbrún Íris, skólaliði í Bolungarvík, f. 18.10. 1980, dóttir hennar er Lilja Kristín Björgvinsdóttir. Sam- býlismaður Kolbrúnar er Borgar Guðmundsson og sonur þeirra er Guðmundur Jó- hannes. 3) Davíð Örn, verslunarmað- ur í Reykjavík, f. 1.11. 1984, sam- býlismaður Arnþór Viktor Grétarsson. Sonur Þorkels og Guðrúnar Óskar Sæmundsdóttur er Haraldur Birgir, f. 21.12. 1974, kvænt- ur Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur. Þau búa á Laugar- bakka í Miðfirði. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hlíðarstræti 24 í Bolung- arvík. Fljótlega eftir fermingu hóf hann störf hjá Íshúsfélagi Bolungarvíkur, þaðan lá leið hans til Vélsmiðju Bolungarvíkur, Síldarverksmiðju EG, bifreiða- verkstæðis Nonna og síðan Vél- virkjans. Um tíma var hann Baa- dermaður á frystitogara. Þorkell var aðstoðar- og afleysingaverk- stjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað frá árinu 1999 til dauðadags. Það kom snemma í ljós hversu lag- hentur Þorkell var við allt sem hann tók sér fyrir hendur og greiðvikinn þeim sem til hans leituðu. Útför Þorkels verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku faðir minn, ég veit ekki hvernig ég á að ná að setja niður á blað réttu orðin. Þetta var okkur öll- um mikið áfall að þú skyldir kveðja okkur svo snögglega. Þetta byrjaði fyrir átta á laugar- dagsmorgun að það var bankað heima hjá mér og ég fór til dyra og þar voru mamma, amma og afi, öll al- varleg á svip, og mamma sagði mér að þú værir dáinn. Ég vissi ekki strax hvað hún meinti með þeim orð- um en þegar mamma sagði mér hvernig þú kvaddir þá fór það að renna upp fyrir mér, en ég náði því samt ekki, og satt að segja þó að ég sé búinn að sjá þig inni á sjúkrahús- inu svona fölan og kaldan en samt friðsælan þá er ég ekki búinn að ná þessu ennþá. Ég mun ávallt minnast þín, svo glaðlegs og hjálpsams, þú gerðir hvað sem þú gast til að gera það sem ég og allir báðu þig um. Og elda- mennskan þín verður alltaf mjög of- arlega í huga mér, hvað þú varst allt- af að búa til mat og uppskriftir. Og tölvukunnáttan var algjör snilld. Þú vildir hafa alla glaða og ánægða í kringum þig, þú fannst allt- af fullt af bröndurum til að láta okk- ur hlæja. Og barnabörnin litu svo mikið upp til þín og þú áttir alltaf nammi handa þeim þó að það væri ekki nammidagur. Þú ert og verður langbestur af öllum í heiminum. Við vildum að allir ættu pabba eins og þig. Kær kveðja. Davíð, Kristján og Kolbrún. Elsku Keli. Ég get ekki trúað því að þú sért farinn. Það er svo sann- arlega rétt að það er mjó lína sem skilur á milli lífs og dauða. Þú varst hress í vinnu eina mínútuna en skyndilega var öllu lokið. Hvernig á maður að geta skilið þetta? Það verður erfitt að takast á við að þú sért farinn, því við vorum bæði bræður, vinir og vinnufélagar. Elsku Lilja og fjölskylda, guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Við fjölskyldan kveðjum þig með söknuði, kæri vinur. Þinn bróðir Finnbjörn. Laugardagsmorguninn 24. júní klukkan sex hringdi Finnbjörn yngsti bróðir okkar og sagði mér að Keli bróðir væri dáinn. Ég átti erfitt með að trúa honum, þetta voru skelfilegar fréttir. Þú hafðir verið að vinna uppi í Vatns- veitu um nóttina eins og svo oft áður. Það var erfitt að missa Kela því að hann átti svo margt inni hjá mér, því enginn hefur hjálpað mér eins mikið og hann í gegnum árin. Keli var þannig að hann bað aldrei um aðstoð fyrir sig en var alltaf tilbúinn fyrir aðra og var alltaf ánægður ef hann gat aðstoðað aðra. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann fann alltaf leið til að leysa erfiðustu þrautir. Keli var mjög hlédrægur maður, hann varð 50 ára hinn 8. júní síðast- liðinn. Ég reyndi að ná í þig en þú hafðir farið suður til Reykjavíkur en hafðir slökkt á símanum þennan dag. Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki getað talað og hitt þig þennan dag. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Guð veiti Lilju og börnum þínum styrk í sorginni. Hvíl í friði. Þinn bróðir Helgi. Kæra fjölskylda. Þegar ég frétti að hann Keli mágur minn væri dáinn þaut gegnum huga minn fullt af minningum. Alltaf var hann tilbúinn að hlusta á mig þegar ég þurfti að létta á hjarta mínu. Alltaf þegar eitthvað bilaði, bíll eða bátur, þá var hann kominn til að rétta hjálparhönd. Ég hlakkaði svo til í sumar þegar þú og Lilja ætluðuð að koma hingað vestur til að setja utan um húsið og við Lilja að gera eitthvað skemmti- legt. Kæri vinur, takk kærlega fyrir all- ar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Elsku systir mín, Haddi Biggi, Kristján, Kolla og Davíð, megi góður guð styðja ykkur í sorginni. Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu: Blessuð hans orð sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. (Hallgr. Pét.) Sjöfn Hálfdánsdóttir (Sjöbba). Elsku Keli, ég veit ekki hvað ég á að segja, en samt veit ég það, ég get bara ekki komið því á blað, bara hugsað um það. Þótt sorgin sé mikil finnst mér gott að hugsa til þín. Þú varst ynd- islegur maður og alltaf hægt að leita til þín, ef allar bjargir voru bannaðar þá gastu reddað hlutunum. Þú sagðir heldur ekki mikið en hlustaðir og gafst góð ráð. Mig langar bara að þakka fyrir að hafa kynnst þér. Elsku Lilja mín, Haddi, Kristján, Kolla, Davíð og fjöl- skyldur, góður guð styrki ykkur og styðji. Helga, Birgir, Helgi, Óðinn og Finnbjörn blessuð sé minning sonar ykkar og bróður. Þín mágkona Kristín Una. Elsku Keli. Morguninn 24. júní vorum við systur vaktar með þeim sorgarfréttum að Keli frændi væri dáinn. Ég er enn dofin og átta mig ekki á þessu enn. Það er nefnilega ekki langt síðan ég hitti þig hressan og kátan í Kringlunni og tók utan um þig. Það var aðeins nokkrum dögum fyrir 50 ára afmælið þitt og þú varst á leið á tónleika. Ég hringdi líka í þig nokkr- um dögum síðar og þú sagðir mér hvað þú hefðir haft gaman af þessum tónleikum og alveg nauðsynlegt að fá að upplifa þetta. Ég er glöð yfir að þú skyldir fá það tækifæri. Þú sagðir mér líka frá baðher- berginu sem þú varst að breyta og varst mjög stoltur af. Enda máttir þú líka alveg vera það, því þú varst mjög handlaginn og allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vel gert. Það verður skrýtið að hitta þig ekki aftur en þú verður alltaf til stað- ar í góðum minningum mínum því þú varst alveg yndislegur maður. Elsku Lilja, Haddi, Kristján, Kolla, Davíð og fjölskyldur, amma, afi, pabbi, Óðinn og Finnbjörn. Ég bið Guð að styðja ykkur í sorginni og veita ykkur styrk. Blessuð sé minning þín, elsku Keli. Þín frænka, María. Elsku Keli frændi. Þín er sárt saknað og það er erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Þú varst bara nýorð- inn fimmtugur og áttir lífið framund- an. Ég fór heim til þín á föstudaginn og fannst alltaf eins og þú hefðir bara skroppið í vinnuna og værir væntanlegur hvað úr hverju. Þú varst alltaf boðinn og búinn til þess að aðstoða mig í einu og öllu þegar ég þurfti á að halda, því þú varst einstaklega handlaginn og list- rænn og ég man svo vel eftir öllum myndunum sem þú málaðir og teikn- ingunum sem þú teiknaðir. Það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel og með glöðu geði, brosandi og hlæjandi. Elsku frændi, ég sakna þín mikið og ég vona að þú sért kominn á betri stað þar sem þér líður vel. Elsku amma og afi, Lilja, Krist- ján, Kolla og fjölskylda, Davíð og Viktor, Haddi, pabbi, Finnbjörn og Óðinn, ég vona að guð veiti ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín frænka Helga Svandís. ÞORKELL BIRGISSON  Fleiri minningargreinar um Þor- kel Birgisson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Birgitta; Ragnar Viktor. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.