Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 32

Morgunblaðið - 04.07.2006, Side 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG VONA AÐ VIÐ FESTUMST EKKI MEÐ ÞESSA SVIPI ÞAÐ VÆRI BETRA AÐ FESTAST SVONA! ENDEMIS SÖLUMENN SVONA NÚ, LOKAÐU AUGUNUM OG OPNAÐU MUNNINN HEYRÐU, ÞÚ ERT AÐ KÍKJA! HVAÐ ER ÞETTA, TREYSTIRÐU EKKI SYNI ÞÍNUM? BÍDDU AÐEINS, HANN SLAPP! „COURTNEY LOVE GÖNGIN“ MIG VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA TIL AÐ KLIFRA YFIR KASTALAVEGGINN, LÆÐAST FRAM HJÁ ÖLLUM VÖRÐUNUM, BRJÓTAST INN Í FJÁRHIRSLU KONUNGSINS OG FYLLA ÞENNAN POKA AF GULLI. EFTIR ÞAÐ ÞARF VIÐKOMANDI AÐ KOMAST AFTUR ÚT MIG LANGAR AÐ HJÁLPA, EN... ...PABBI SAGÐI MÉR AÐ BJÓÐAST ALDREI TIL AÐ GERA EITT EÐA NEITT ÞETTA ER FÍNT HERBERGI JÁ, OG VIÐ HÖFUM ÞAÐ ALLA HELGINA ÞAÐ BESTA ER AÐ VIÐ FÁUM NÚNA TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA SVOLÍTIÐ SEM VIÐ HÖFUM EKKI GETAÐ GERT LENGI... GEFSTU UPP KRAVEN, ÞAÐ ER ÚTI UM ÞIG! ÉG HELD NÚ SÍÐUR, KALLINN... HJÁLP! ÉG ER RÉTT AÐ BYRJA! Dagbók Í dag er þriðjudagur 4. júlí, 185. dagur ársins 2006 Hvað kallar maðurfólkið sem býr í Mexíkó? Frammi fyrir þessari spurningu stóð Víkverji í fjöl- skylduboði á dög- unum. Tilefnið var heimsmeistaramótið í knattspyrnu en Mexíkó stóð þá í eld- línunni. Einhver talaði um „Mexíkana“ en leiðrétti sig fljótt. Það er órökrétt orð enda þótt „mexican“ sé við- tekið orð og sjálfsagt í ensku. „Maður frá Mexí-kó getur ekki verið Kani,“ sagði viðkomandi. Lýs- endur kappleiksins notuðu orðið „Mexíkóar“ um þessa ágætu menn. En er það betra? Það er vissulega rökréttara, en „kói“ er ekki og verð- ur aldrei fallegt orð. Í þessum hug- renningum öllum tók svili Víkverja, frjór maður og málvís, af skarið og varpaði fram orðinu „Mexar“. Féll það í góðan jarðveg hjá viðstöddum. Já, hvers vegna ekki að einfalda málið? Ekki köllum við fólk frá Sví- þjóð Svíþjóðverja og ekki er fólk frá Frakklandi Frakklendingar. Þetta eru einfaldlega Svíar og Frakkar. Já, hvers vegna ekki Mexar í sama anda? Víkverji mælir með því. Víkverji veltir þvílíka fyrir sér hvers vegna sum landaheiti eru fallbeygð, sbr. Ameríka, en önnur ekki, svo sem Kína og Kanada. Hvers vegna í ósköpunum fara menn ekki til Kínu og Kanödu? Það blasir við. Hvaða tregða er þetta? Afríkuríkið Gana átti lið á HM og andstæðingar þess voru alltaf að etja kappi við Gana en ekki Gönu, eins og heil- brigð málvitund segir manni. Önnur Afríkuþjóð átti lið á HM, Fílabeinsströndin. Talsverðar um- ræður spunnust um hvað kalla ætti þá menn. „Fílabeinsstrendingar“ er með afbrigðum óþjált og kemur varla til greina. Víkverji hefur heyrt tvær ágætar tillögur. Annars vegar „Fílbeiningar“ og hins vegar „Fílstrendingar“ sem er líklega betri. x x x Það er ánægjulegt hvað íslensktmál getur verið endalaus upp- spretta heilabrota og skemmtilegra vangaveltna. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Reykjavík | Þessir fjörugu krakkar léku sér í leiktækjunum á Klambratúni í blíðskaparveðri um helgina. Ekki hafa þeir nú verið margir góðviðrisdagar- nir í sumar til að nota þetta ágæta útivistarsvæði í hjarta Reykjavíkur. Alls kyns leiktæki eru fyrir börn og virðist þessum krökkum nú ekki hafa leiðst þar um helgina. Morgunblaðið/Sverrir Leikur á Klambratúni MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Rómv. 15, 7.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.