Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 04.07.2006, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING tók ég með mér vefstól, en veit ekk- ert hvað ég ætla að gera við hann.“ Fljótlega fór Ásgerður að láta að sér kveða í íslensku listalífi. „Mér fannst gott að nota ullina. Það var miðill sem ég gat túlkað með.“ Lengi vel vildi Ásgerður þó ekki láta kalla sig veflistakonu: „Ég get vel þegið þann titil núna,“ segir hún og hlær. „En á þessum tíma, þegar ég var í Félagi íslenskra myndlist- armanna, þar sem voru málarar, teiknarar, og myndhöggvarar, þá lenskra myndlistarmanna. Nína Tryggvadóttir deyr fyrst þeirra, og svo deyja þær bara hver af annarri: Barbara Árnason, Gerður Helgadótt- ir, Áslaug frá Heygum, Ey- borg Guðmundsdóttir, og Ragnheiður Ream. Ég hafði hafist handa við að teikna verk, sex, sem ég kallaði lífs- fleti – þá frétti ég að María Ólafsdóttir, sem vann mest úti í Kaupmannahöfn, væri dáin.“ Ásgerður byrjaði á nýju verki, Sjö lífsflötum: „Þetta var svo sorglegt. Þær voru allar á besta aldri og á sínu blómaskeiði þegar þær féllu frá. Þetta var mikil blóðtaka.“ Með vefstól í farteskinu Ásgerður á að baki langan og afkastamikinn listamanns- feril. Hún nefnir sýningu í Japan og aðra sem haldin var undir merkjum Scandinavian Today í Bandaríkjunum. En ferillinn hófst í Í Myndlista- og handíðaskólanum: „Þar hafði ég ákaflega góða kennara og við vorum látin teikna geysilega mikið. Svo fer ég eins og fleiri, þegar stríðinu lýk- ur, á Akademíið í Kaupmannahöfn. Þegar ég fer út er að vakna hjá mér löngun í eitthvað annað en að teikna eða mála. Þá uppgötva ég þetta efni, ullina,“ segir Ásgerður og bætir við: „Ég held ég hefði hvort eð er aldrei orðið góður málari. Þegar orðið var tímabært að snúa aftur til Íslands SÓLRÍKUR sumardagur er í Reykjavík þegar ég hitti Ásgerði Búadóttur á heimili hennar. Hún vill ómögulega fara út í sólina fyrir ljós- myndarann sem er með í för – hún er búin að vera nógu mikið úti í dag. Mér mætir roskin kona sem ber sig af reisn þótt hún láti lítið fyrir sér fara. Hún er hógvær; segist ekki kunna að koma hlutunum frá sér með orðum og langar að byrja að tala um verkin sem hún sýnir í for- dyri Hallgrímskirkju: „Ég hélt ég væri hætt að sýna en Jón Reykdal hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til,“ segir Ásgerður af aðdraganda sýning- arinnar. „Þegar ég fer uppeftir með Jóni verð ég mjög hrifin af þessu rými. Hátt til lofts og svo hreint og fallegt.“ Á sýningunni gefur að líta fjögur verk eftir Ásgerði, tvö úr einkaeigu listamannsins og tvö sem fengin eru að láni hjá Listasafni Háskólans. Ás- gerði þykir verkin fara vel í rýminu: „Opnunin var hátíðleg. Presturinn, Jón Dalbú, opnaði sýninguna en Jón Reykdal fjallaði um verkin og mig. Ég fór þaðan með gjöf, Passíusálm- ana áritaða af Jóni,“ segir Ásgerður og bætir við: „Þó að ég hafi nú oft hlustað á þá og lesið les ég núna á hverju kvöldi einn sálm úr bókinni.“ Litið yfir farinn veg „Þetta eru stór verk á minn mæli- kvarða og frá mismunandi tímum. Það elsta kalla ég Ís og eld frá árinu 1976,“ segir Ásgerður af sýningunni. „Verkið gerði ég í tilefni af stofnun Norræna textílþríæringsins. Um var að ræða farandsýningu sem hófst í Álaborg í Danmörku og endaði á Kjarvalsstöðum.“ Innblásturinn að verkinu sækir Ásgerður, eins og nafnið gefur til kynna, til Íslands og hún útskýrir kímin: „Það er alltaf svoleiðis þegar ég er að vinna fyrir sýningar erlendis að ég verð svo stolt af landinu mínu.“ Önnur verk á sýningunni eru Kyrrð frá árinu 1993, Dul frá 1991 og Sjö lífsfletir frá 1977. Ásgerður segir mér sögu síðastnefnda verksins: „Það verk hefur sérstaka merkingu fyrir mig. Þetta var á kvenna- áratugnum þegar miklar listakonur voru áberandi innan FÍM, Félags ís- varð ég vond þegar verið var að flokka mig í sérstakan hóp. Í mínum augum vorum við öll í listinni og ullin var bara minn tjáningarmiðill.“ Þolimæði listamannsins „Ég óf alla daga. Þó að vefn- aðurinn sé miðill sem eigi vel við mig er hann erfiður að vinna með. Vefurinn er þannig að þú verður að vita strax í byrjun hvernig á að vefa verkið. Það þarf þolinmæði til að vefa, því eftir heilan dag við vefnað bæt- ast, kannski, ekki nema sjö sentímetrar við verkið.“ Ásgerður kom sér upp ágætri vinnustofu á gamla heimilinu sínu við Karfavog: „Ég fór í bílskúrinn, eins og svo margir listamenn gera en þar var svo lágt til lofts að ég lét gera tvo stóra loftglugga yfir vinnuaðstöðunni. Svo ég leit upp til Guðs og hann niður til mín við vefstólinn,“ segir Ás- gerður og útskýrir: „Ég held að eftir því sem maður er með minna vinnupláss hugsi maður í smærra formi. Til að gera stóra hluti þarf maður stórt rými.“ Og þannig vann Ásgerður verk sín, undir víðáttu himinsins. „Það þarf þolinmæði til að vefa“ Í fordyri Hallgríms- kirkju stendur yfir sýn- ing á verkum Ásgerðar Búadóttur. Ásgeir Ingvarsson ræddi við listakonuna um ferilinn og listina og verkin á sýningunni. Ís og eldur er meðal þeirra verka sem Ásgerður sýnir í Hallgrímskirkju um þessar mundir. Morgunblaðið/Ásdís „Þetta var svo sorglegt. Þær voru allar á besta aldri og á sínu blómaskeiði þegar þær féllu frá,“ segir Ásgerður Búadóttir um verk sitt Sjö lífsfletir sem hún óf til minningar um sjö íslenskar listakonur. Sýning Ásgerðar Búadóttur í for- dyri Hallgrímskirkju stendur til 26. ágúst. asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Golli Á ÞAKINU 6. júlí kl. 20.00 örfá sæti 7. júlí kl. 20.00 örfá sæti 8. júlí kl. 20.00 laus sæti 13. júlí kl. 20.00 laus sæti 14. júlí kl. 20.00 laus sæti 15. júlí kl. 20.00 laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU Miðasala er í síma 568 8000 - www.borgarleikhus.is „Fótafimin hitti í mark!“ „Áhorfendur stóðu upp í lok sýningar og klöppuðu bæði leikarana og leikstjórann Unni Ösp Stefánsdóttur ítrekað upp.“ Fréttablaðið, grein 1. júlí 2006 „Vel heppnuð sýning!“ „Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Halla Vilhjálmsdóttir eru sannfærandi sem hið aðlaðandi ástfangna par enda bæði stórglæsileg með mikinn sviðsjarma.“ „Dansinn er hér greinilega í fyrirrúmi með glæsilegum árangri.“ Morgunblaðið, gagnrýni 1. júlí 2006 STRAX í upphafi Rondós í C- dúr eftir Beethoven mátti heyra að píanóleikarinn Ann Taffel er músíkölsk. Hún sýndi næma til- finningu fyrir skáldskapnum sem tónlistin tjáir; laglínur voru fallega mótaðar og hljómurinn víða notalega mjúkur. Því miður var það engan veginn nóg í næsta atriði efnisskrárinnar, sem var Wandererfantasían eft- ir Schubert. Verkið gerir tals- verðar kröfur til tæknilegrar færni píanóleikarans, en Taffel stóð ekki undir þeim. Velflestar hröðu nótnarunurnar voru ójafnar og eftir því óskýrar. Það sem eftir var drukknaði í óhóf- legri pedalanotkun. Hljómar voru auk þess ekki í jafnvægi; oft voru bassanótur of sterkar miðað við þær efstu. Útkoman var býsna gruggug. Svipaða sögu er að segja um annað stórvirki á dagskránni, sem var Andante Spianato & Grand Polonaise Brillante eftir Chopin. Seinni kafli verksins, pólónesan, var fullhæg og flug- eldasýningin máttlaus. Það var eins og maður hefði keypt hina ægilegu skotköku Egil Skalla- grímsson – en hún svo sprungið eins og hver önnur knalletta. Auðvitað olli það gífurlegum vonbrigðum. Ég geri ráð fyrir að tauga- óstyrkur hafi að hluta til valdið þessum vandræðagangi. En það er ekki hægt að skrifa allt á stress. Sviðsskrekkur getur vissulega orðið til þess að maður gerir ekki eins vel og annars, en oft verður fólk líka óhóflega taugaóstyrkt þegar það veit að það ræður ekki fyllilega við við- fangsefni sitt. Nokkur hæg verk á efnis- skránni komu mun betur út, t.d. voru þrjár Impróvisasjónir eftir samtímatónskáld að nafni Marga Richter athyglisverðar og náði Taffel þar að skapa magnaða stemningu. Noktúrna eftir Chopin var líka að mörgu leyti falleg. Verst að það dugði ekki til. Máttlaus flugelda- sýning TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Verk eftir Beethoven, Schubert, Chopin, Scriabin og Marga Richter. Föstudagur 30. júní. Píanótónleikar Jónas Sen Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.