Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 1
Listbíll Ólafs
Elíassonar
Köngulóarmaðurinn hefði verið full-
sæmdur af farartækinu | Af listum
Viðskipti | Alþjóðavæðing í stað útrásar Áhuga-
verð fjárfestingatækifæri í Mið-Evrópu Íþróttir |
Lokasýning Zidane í Berlín Ólafur með vallarmet
Viðskipti og Íþróttir í dag
HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hyggur
á tónleikaferð um landið í sumar og
heldur meðal annars útitónleika á
Klambratúni í Reykjavík. Tónleik-
arnir á Klam-
bratúni verða
sendir út beint
í þjóð-
arkvikmynda-
hús Englend-
inga í
Lundúnum,
National Film
Theatre, en
tónleikaferðin
öll verður kvikmynduð. Tónleik-
arnir á Klambratúni verða sunnu-
daginn 30. júlí og hefjast kl. 20.30.
Aðgangur verður ókeypis. Að sögn
skipuleggjenda ferðarinnar er nán-
ast búið að fastsetja tónleika utan
Reykjavíkur og ljóst að það verða
nokkrir tónleikar víða um land á
tveggja vikna tímabili.
Strengjasveitin Amiina hitar upp
fyrir Sigur Rós, en stöllurnar í Ami-
inu leika einnig með Sigur Rós í
nokkrum lögum. Megintilgangur
tónleikaferðarinnar er gerð kvik-
myndar um Sigur Rós, mannlíf á Ís-
landi og náttúrufar.
Sigur Rós á
Klambratúni
ÞÆR voru fremur makindalegar og ekkert að
flýta sér um of kýrnar frá Geirsstöðum í Fá-
reyna að reka kýrnar af veginum og í haga til
þess að þær færu ekki í veg fyrir umferðina.
skrúðsfirði. Í haganum var Gestur Sigmundsson
frá Kjappeyri að gæta búfénaðar bróður síns og
Morgunblaðið/ÞÖK
Kýr á leið í hagann undir góðri leiðsögn
FRAKKAR leika til úrslita um
heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu
gegn Ítölum á sunnudaginn í Berlín í
Þýskalandi eftir 1:0-sigur í gær gegn
Portúgal í München. Zinedine Zidane
skoraði eina mark leiksins úr víta-
spyrnu en hann er að leika síðustu
leiki sína á ferlinum á heimsmeist-
aramótinu. Lokasýning Zidane verð-
ur því í leiknum um gullið. Frakkar
fögnuðu titlinum árið 1998 á heimvelli
en Ítalir hafa ekki orðið heimsmeist-
arar síðan á Spáni 1982. | B1 Reuters
Frakkar
leika um
HM-gullið
Teheran. AFP. | Íranar frestuðu mik-
ilvægum samningaviðræðum sendi-
nefndar þeirra við embættismann
Evrópusambandsins í Brussel í gær
og sögðu ástæðuna þá að þeir ótt-
uðust „morðsveitir“ í borginni.
„Eftir að hafa fengið fréttir frá
Brussel um að morðsveitir væru þar
létu embættismenn í ljós áhyggjur af
öryggi sendinefndar Írans,“ sagði ír-
anska fréttastofan IRNA.
Sendinefndin frestaði fundi með
Javier Solana, æðsta embættismanni
ESB í utanríkismálum, þar til á
þriðjudaginn kemur en þáði boð
hans um að snæða kvöldverð með
honum í dag.
Solana hafði lagt fast að Írönum
að svara fjölþjóðlegu tilboði um
lausn á deilunni um kjarnorkuáætl-
un þeirra.
Önnur írönsk fréttastofa, ISNA,
sagði að fundinum hefði verið frestað
vegna þess að sendinefndin hefði
haft spurnir af því að Maryam Raj-
avi, leiðtogi íranskrar útlagahreyf-
ingar, væri stödd í Brussel. Hreyfing
hennar hefur verið bönnuð í Íran og
víðar, m.a. í Bandaríkjunum og Evr-
ópusambandinu.
Rajavi, sem hefur dvalið í Frakk-
landi, er ein af hörðustu andstæð-
ingum klerkastjórnarinnar í Íran.
Sögðust
óttast
morðsveitir
Íranar frestuðu samn-
ingaviðræðum í Brussel
Washington. AFP. | Stjórnvöld í
Bandaríkjunum og grannríkjum
Norður-Kóreu fordæmdu í gær eld-
flaugatilraunir Norður-Kóreumanna
eftir að þeir skutu sjö eldflaugum í
tilraunaskyni.
Stjórnin í Washington og banda-
menn hennar í Asíu hótuðu refsiað-
gerðum gegn stjórninni í Norður-
Kóreu og hvöttu hana til að hefja af-
vopnunarviðræður að nýju.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti kvaðst hafa miklar áhyggjur af
nýrri gerð langdrægra eldflauga,
sem Norður-Kóreumenn skutu í
fyrrakvöld, þótt skotið hefði mis-
heppnast.
Stjórn Suður-Kóreu setti her sinn
í viðbragðsstöðu og fordæmdi eld-
flaugatilraunirnar. Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna ræddi málið í gær-
kvöldi, að beiðni Japana.
Eldflaugatilraunirnar eru taldar
hafa stuðlað að metverði á olíu í New
York. Hráolíuverðið hækkaði þar í
75,19 dali á fatið í gær og hefur aldrei
verið jafnhátt.
Hörð viðbrögð við
eldflaugaskotum
Skorað á N-Kóreu að
hefja viðræður á ný
Öryggisráðið | 14
Stateline. AP. | Bjarnarhúnn dró að
sér hóp áhorfenda í Nevada í
Bandaríkjunum á dögunum þegar
hann settist inn í Buick-bíl og
gæddi sér á pitsu í aftursætinu.
Eigandi bílsins segir að húnninn
hafi skolað pitsunni niður með
slurk af eðalviskíi, vodka og bjór
sem hann tók úr kælikassa í bílnum.
Um 30 manns fylgdust með hún-
inum þegar hann settist inn í bílinn.
Hann kippti sér ekki upp við lát-
lausan hávaða frá bílflautunni þeg-
ar hann ýtti framsætinu á stýrið.
Eigandi bílsins sagði að húnninn
hefði ekki valdið neinum skemmd-
um en sullað osti og pitsuáleggi á
sætið og gólfið.
Gerði sér glaðan
dag í aftursætinuHÁTT eldsneytisverð ætti að verastjórnvöldum tilefni til að draga úr
ofurskattlagningu á eldsneyti við nú-
verandi aðstæður, segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
Ástæður hás eldsneytisverðs eru
sagðar lágt gengi krónunnar gagn-
vart bandaríkjadal og hátt heims-
markaðsverð.
„Þetta er komið yfir ákveðin þol-
mörk að margra mati og svo hátt
eldsneytisverð getur haft áhrif á
gangverk samfélagsins,“ segir Run-
ólfur.
Ekki einangrað fyrirbrigði
„Það er því ekki hægt að líta á
þetta sem einangrað fyrirbrigði, að
það sé eðlilegt að verð hækki hér því
það hækkar á mörkuðum erlendis.
Þótt á liðnum árum hafi stórum
hluta skattanna verið breytt úr hlut-
fallssköttum í fastar krónutölur er
24,5% virðisaukaskattur á bensíni og
ríkissjóður tekur fleiri krónur af
hverjum lítra nú en fyrir ári.“
Runólfur segir eðlilegt að stjórn-
völd grípi til aðgerða meðan heims-
markaðsverð sé óvenju hátt. Það
geti verið hagstjórnartæki til að
draga úr gríðarlegri hækkun verð-
lags sem átt hafi sér stað undanfarið.
Stjórnvöld hafi hins vegar ekki tekið
vel í þá hugmynd. „Það er spurning
hvort þetta muni á næstu vikum og
mánuðum koma inn í samkomulag
sem er búið að ná að hluta meðal að-
ila vinnumarkaðarins.“
Runólfur segir að hluti svokall-
aðra bensínskatta sé eyrnamerktur
vegaframkvæmdum. Hluti af að-
gerðum stjórnvalda til þess að
stemma stigu við þenslu sé hins veg-
ar fólginn í því að draga úr vega-
framkvæmdum. Í því ljósi sé jafn-
framt ekki óeðlilegt að dregið sé úr
skattheimtunni á móti.
Lækkun bensínverðs getur verið hagstjórnartæki
„Þetta er komið yfir
ákveðin þolmörk“
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
♦♦♦
STOFNAÐ 1913 . TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is