Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Útsala 20-80% afsláttur Útsalan er hafin 40% afsláttur Laugavegi 51, sími 552 2201 Eftirfarandi yfirlýsing barst frá Sigurbirni Sveinssyni, formanni Læknafélags Íslands: „Viðbrögð yfirstjórnar Landspít- alans og heilbrigðismálaráðherra við nýgengnum dómum í málum tveggja lækna og fyrrum yfirmanna á spítalanum eru eftirtektarverð og vekja undrun. Í báðum tilvikum eru ákvarðanir yfirstjórnarinnar um annars vegar stöðulækkun og hins vegar brottvikningu úr starfi dæmdar ólögmætar. Í stað þess að bæta ráð sitt og heiðra niðurstöður dómaranna með því að veita þess- um læknum stöður sínar að nýju án skilyrða, bregður spítalastjórnin á það ráð að virða dómana að engu og gengisfella þar með m.a. Hæstarétt Íslands. Í veikri vörn fyrir þessari óskiljanlegu ákvörðun sinni segir spítalastjórnin, studd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að dóm- arnir hafi ekki ógilt fyrri ákvarð- anir hennar og þar með sé þarflaust að virða þá. Til mín hafa leitað á undanförnum dögum margir læknar, m.a. yfirmenn á Landspít- alanum, sem lýst hafa áhyggjum sínum yfir vaxandi óróa meðal lækna innan veggja spítalans. Til- gangur þeirra hefur augljóslega verið sá að hafa samráð um hugs- anlegar úrbætur og leita eftir hvort stéttarfélag lækna, Læknafélag Ís- lands, geti lagt hér e-ð gott til. Hef- ur mér orðið ljóst í þessum sam- tölum, að menn virðast ráðþrota gagnvart þessu ástandi. Eins og margoft hefur verið bent á er Landspítalinn þrátt fyrir stærð sína og styrk viðkvæmur vinnustað- ur, þar sem gríðarlegir hagsmunir almennings liggja í hnökralausri þjónustu við sjúklingana. Læknar eru einungis einn hópur þeirra heil- brigðisstarfsmanna, sem fá þetta flókna gangverk til að starfa rétt. En það eru þeir, sem stunda lækn- ingarnar, hvað sem öðru líður. Því hlýt ég að taka alvarlega þau skila- boð, sem berast nú Læknafélagi Ís- lands, um erfitt ástand innan veggja háskólasjúkrahússins og að umrædd dómsmál séu aðeins eitt birtingarform þeirra vandamála, sem við er að etja. Mikilvægasta forsenda velgengni góðra stjórnenda er að kunna vel þá list að hlusta og þiggja ráð undir- manna sinna. Ein ástæða þess að illa virðist ára í samskiptum stjórn- enda og annarra starfsmanna spít- alans er að ráð lækna hafa verið lítt eða ekki þegin og mikil vinna læknaráðs spítalans við tillögur um fyrirkomulag hans hefur að mestu verið lögð til hliðar af yfirstjórninni. Yfirstjórn spítalans verður að koma stjórnunaraðferðum sínum í nýjan og betri farveg ef ekki á illa að fara. Kópavogur 5. júlí 2006, Sigur- björn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands.“ Yfirlýsing frá formanni Læknafélags Íslands ÁRNI Johnsen segir að Margrét Hermanns Auðardóttir, doktor í fornleifafræði, fari með rangt mál og hreinan uppspuna í Morgunblaðinu í gær, en þar gagnrýnir hún meinta uppivöðslusemi Árna við byggingu svokallaðs Herjólfsbæjar í Herjólfs- dal í Vestmannaeyjum. Árni sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja munnhöggvast við Margréti og sagði að þeir sem þekktu hana gerðu það ekki af ákveðnum ástæðum, kannski mest tillitssemi: „Efnisatriði eru hinsvegar þessi: það var grafið upp í Herjólfsdal árið 1921 af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði. Síðan fór Margrét í fótspor hans um 1980 og gróf upp sama rústasvæði og færði það aðeins út. Um 1970 kom Guðlaugur Gíslason, þáverandi al- þingismaður, með þá hugmynd að það væri skemmtilegt að byggja bæ í fornum stíl í Herjólfsdal og síðan lá málið niðri þangað til um 2000 þegar við tókum upp þá hugmynd að byggja bæ í anda fyrstu byggðar í Herjólfsdal.“ Árni segir að þá hafi legið fyrir opinber gögn sem hafi verið að- gengileg og ekki varin með höf- undarrétti. Hann sagði að í Herj- ólfsdal væru um 7 bæjarrústir og að félagið hefði valið að endurbyggja bæjarrúst frá 10. öld sem væri tvö hús samsíða með göng- um á milli en aldrei hefði staðið til að byggja eftir elstu rústinni. Hann segir að félagið hafi notað fyrirmynd rústarinnar til stækkunar og byggt eftir því, enda hafi alltaf legið fyrir varðandi þennan bæ að hann hafi verið fyrsti bærinn á Íslandi þar sem allir veggir væru eingöngu úr grjóti, en ekki hafi verið gerð bein eftirlík- ing: „Öll hús sem eru byggð í þessum stíl eru tilgátuhús. Þau eru fremur minnismerki og sýnishorn frá þess- um tíma því að enginn veit í hvaða bæ hver bjó né nákvæmlega hvernig bæirnir voru. Það er líka jafnljóst að það er í stærstum dráttum sama byggingarlag í grunninn á bygging- um fyrstu alda Íslandssögunnar, bæði innandyra og utan.“ Færustu menn teiknuðu húsið Um framkvæmd hússins sagði Árni hana hafa verið eðlilega: „Allt hefur verið sýnilegt og formlegt. Nema það sem Margrét hefur komið með og ætla ég ekki að ræða um það. Við erum með færustu menn sem teiknuðu húsið, það var lagt fyrir bygginganefnd formlega og deili- skipulag fyrir það var opinberlega samþykkt. Það eru öll gögn sem eru formleg og eðlileg.“ Árni sagði þessa umfjöllun vera leiðindaþátt í þessu verki sem hefði gengið vel að öðru leyti: „Þeir sem að þekkja vel til þessara mála telja að byggingin hafi heppnast ótrúlega vel og er rétt að árétta að Margrét Her- manns Auðardóttir er ekki þátttak- andi í þessu verkefni.“ Vísar gagnrýni Margrétar um Herjólfsbæinn á bug Árni Johnsen HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt karlmann á sjötugsaldri til greiðslu 100 þúsund króna fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum. Í febrúar sl. var ákærði sem skipstjóri á loðnuveiðum um 2,5 sjó- mílur suðvestur af Kötlutanga án þess að hafa endurnýjað atvinnurétt- indi sín til skipstjórnar, en þau runnu út í janúar síðastliðnum. Ákærði játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um refisverðan verknað. Ragnheiður Bragadóttir dóm- stjóri kvað upp dóminn og Björn Þór Rögnvaldsson sýslumannsfulltrúi sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Sekt fyrir veiðar án tilskilinna réttinda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Skipu- lagsstofnun: „Skipulagsstofnun vill af gefnu til- efni koma á framfæri leiðréttingum vegna rangra staðhæfinga um hlut- verk Skipulagsstofnunar sem hafðar eru eftir Margréti Hermanns Auð- ardóttur í grein Sigurðar Pálma Sig- urbjörnssonar um Herjólfsdalinn í Vestmannaeyjum í Morgunblaðinu í gær, 5. júlí. Skipulagsstofnun bendir á að það er sveitarstjórn sem ber ábyrgð á og samþykkir deiliskipulag, sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Sveit- arstjórn ber að hafa samráð við fag- stofnanir eins Umhverfisstofnun (áður Náttúruvernd ríkisins) og Fornleifavernd ríkisins (áður Þjóð- minjasafnið) í tengslum við gerð skipulags eftir því sem við á. Þegar deiliskipulag hefur verið auglýst og samþykkt í sveitarstjórn skal það sent til yfirferðar Skipulagsstofn- unar sem sendir sveitarstjórn at- hugasemdir, ef tilefni er til, vegna forms- og efnisgalla. Við afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Herjólfsdals í janúar 2000 lá fyrir umsögn Nátt- úruverndar ríkisins dags. 15. apríl 1999, þar sem fram kemur að stofn- unin setji sig ekki á móti deiliskipu- laginu, og umsögn Þjóðminjasafns- ins dags. 15. apríl 1999, þar sem gerð er sú athugasemd að deiliskipulagið verði ekki samþykkt fyrr en forn- leifaskráning hafi farið fram sam- kvæmt þjóðminjalögum. Að mati Skipulagsstofnunar hafði við af- greiðslu málsins verið komið til móts við athugasemd Þjóðminjasafnsins því einnig lá fyrir fornleifaskráning Fornleifastofunnar, dags. í ágúst 1999. Skipulagsstofnun gerði því ekki athugasemd við að sveit- arstjórn birti auglýsingu um gild- istöku deiliskipulagsins en ítrekað er að það er ekki hlutverk Skipulags- stofnunar að samþykkja eða hafna deiliskipulagi. Sveitarstjórn úthlutar lóðum, gefur út byggingar- og fram- kvæmdaleyfi í samræmi við deili- skipulag sem hún hefur samþykkt og hefur eftirlit með að fram- kvæmdir séu í samræmi við útgefin byggingar- og framkvæmdaleyfi.“ Athugasemd frá Skipulagsstofnun Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.