Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 35
Atvinnuauglýsingar
Fyrirtækjaöryggi • Heimaöryggi • Sumarhúsaöryggi
Áskrift að öryggi
Öryggisverðir
Keflavíkurflugvöllur
Starfið:
Starfsumsókn:
Hæfniskröfur:
Býrð þú á Suðurnesjum og viltu vinna við spennandi og ögrandi
starf? Þá er Öryggismiðstöðin með rétta starfið fyrir þig.
Öryggismiðstöðin leitar að öflugum liðsmönnum, konum jafnt sem
körlum, í vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli. Í boði er spennandi starf
hjá öflugu og framsæknu þjónustufyrirtæki á sviði öryggismála.
Starfið felst í öryggisleit og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli við
komu farþega til landsins.
Skriflegar umsóknir skulu sendast merkt: Atvinna,
Öryggismiðstöðin, Borgartúni 31, 105 Reykjavík eða á netfangið
atvinna@oryggi.is. Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál. Ekki er tekið við fyrirspurnum í síma. Eldri umsóknir
óskast endurnýjaðar.
Öryggismiðstöðin leggur áherslu á að hafa yfir að ráða hæfu starfsfólki sem
býr yfir faglegri þekkingu og reynslu á sviði öryggismála. Allir öryggisverðir
gangast undir þjálfun og sækja námskeið sem miða að því að gera þá sem
hæfasta í starfi. Öryggismiðstöðin er alhliða öryggisfyrirtæki sem rekur sína
eigin stjórnstöð sem er starfsrækt 24 tíma sólarhrings, allt árið um kring.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfa 150 manns.
Skilyrði er að umsækjendur séu orðnir 20 ára og séu vel á sig
komnir líkamlega og andlega. Farið er fram á stundvísi,
snyrtimennsku, heiðarleika og hreint sakavottorð.
pi
pa
r
/
SÍ
A
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Frá Smáraskóla
Kennari óskast næsta skólaár:
• Umsjónarkennari á byrjendastigi (vegna
námsorlofs)
Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitar-
félaga og KÍ.
Upplýsingar gefa: Valgerður Snæland Jóns-
dóttir, skólastjóri í síma 899 7999 og Baldur
Pálsson, aðstoðarskólastjóri, 695 0626.
Hvetjum karla jafnt sem konur
til að sækja
um starfið.
Leikskólinn Sælukot
sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir
leiðbeinanda í afleysingar, 50% stöðu, frá
kl. 13.00-17.00, sem fyrst.
Upplýsingar gefur Dídí í símum 552 7050
og 562 8533.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Við Dýrafjörð
1.000 fm atvinnuhúsnæði til leigu á Þingeyri
með tölvutengingum og aðstöðu til iðnaðar-,
rannsókna-, kennslu- og skrifstofurekstrar.
Sanngjörn leigufjárhæð. Sími 456 8110.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi
6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Brúnalda 1, Rangárþing ytra, fnr. 225-8444, þingl. eig. Gljúfurá ehf.,
gerðarbeiðandi Rangárþing ytra, miðvikudaginn 12. júlí 2006 kl.
10:30.
Freyvangur 2, Hellu, Rangárþing ytra, lnr. 192953, þingl. eig. Eikarás
ehf., gerðarbeiðandi Rangárþing ytra, miðvikudaginn 12. júlí 2006
kl. 10:30.
Gilsbakki 20, Rangárþing eystra, fnr. 227-0605., þingl. eig. Samverjinn
ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Rangárþing eystra og Vá-
tryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Gilsbakki 8a og 8b, Rangárþingi eystra, lnr. 193301, þingl. eig. Sam-
verjinn ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðviku-
daginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Hlíðarvegur 11, Rangárþing eystra, fnr. 224-2224, þingl. eig. Kiðja-
berg ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra,
miðvikudaginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Hlíðarvegur 7, Rangárþing eystra, fnr. 219-4802, þingl. eig. Kiðjaberg
ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra, miðviku-
daginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Hlíðarvegur 9, Rangárþing eystra, fnr. 219-4803, þingl. eig. Kiðjaberg
ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra, miðviku-
daginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Sigalda 1, Rangárþing ytra, fnr. 227-5570, þingl. eig. Samverjinn
ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing ytra, miðviku-
daginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Tjaldhólar, Rangárþing eystra, lnr. 219-4649, þingl. eig. Særún Stein-
unn Bragadóttir og Guðjón Steinarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalán-
asjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., miðvikudaginn 12.
júlí 2006 kl. 10:30.
Vestri Garðsauki, Rangárþing eystra, lnr.164204, þingl. eig. Jón
Logi Þorsteinsson, Guðrún Jónsdóttir, Sjöfn Halldóra Jónsdóttir
og Einar Jónsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv.,
miðvikudaginn 12. júlí 2006 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
5. júlí 2006.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Eystri Kirkjubær, hesthús, Rangárþingi ytra, fnr. 219-5488, talin.
eig. Guðjón Sigurðsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Hvols-
velli og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 11. júlí 2006
kl. 10:00.
Gilsbakki 8b, Rangárþing eystra, fnr. 228-7362, þingl. eig. Samverjinn
ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rangárþing eystra, þriðju-
daginn 11. júlí 2006 kl. 13:00.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
5. júlí 2006.
Tilkynningar
Auglýsing um deiliskipu-
lag í Helgafellssveit
Snæfellsnessýslu
Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og
byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir
athugasemdum við tillögu að breytingu á gild-
andi deiliskipulagi á jörðinni Innri- Kóngsbakka
í Helgafellssveit. Gert er ráð fyrir heimild til
byggingar sex íbúðarhúsa í stað fimm íbúðar-
húsa auk húsa sem fyrir eru á jörðinni.
Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál-
um liggur frammi hjá oddvita, Saurum frá
6. júlí 2006 til 3. ágúst 2006 á venjulegum skrif-
stofutíma.
Athugasemdum skal skila til oddvita, Saurum
fyrir 17. ágúst 2006 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan
tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Félagslíf
Lofgjörðarsamkoma
í kvöld kl. 20.00.
Opið hús
daglega kl. 16—22.
Allir velkomnir.
Fréttir í
tölvupósti
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
FRÉTTIR
HELGINA 24.–25. júní fór fram í
Limerick á Írlandi heimsmeistara-
mót unglinga í samkvæmisdönsum.
Alex Freyr Gunnarsson og Ragna
Björk Bernburg, úr dansfélaginu
Hvönn, kepptu fyrir Íslands hönd í
þessari 10 dansa keppni, en þau eru
margfaldir Íslandsmeistarar liðinna
ára. Þau náðu að dansa inn í 13 para
undanúrslit og enduðu í 11. sæti sem
er besti árangur Íslendinga í flokki
14–15 ára til þessa og besti árangur
allra Norðurlandabúa í þessari
keppni.
Samhliða heimsmeistaramóti fór
fram opin 5 og 5 dansa keppni þar
sem þau höfnuðu í 4. sæti í bæði
Standard- og Latin-dönsum. Alex og
Ragna eru 13 ára gömul og eru á sínu
yngra keppnisári í þessum flokki.
Þau hafa dansað saman í 2 ár og hafa
þau náð inn í úrslit erlendis í hverri
keppninni á fætur annarri, t.d. í Hol-
landi, Írlandi, Danmörk og Bretlandi.
Í undanúrslit á
heimsmeistaramóti
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FIMMTUDAGINN 6. júlí, kl. 20–
22, verður sjötta gangan í röð
gangna um „Græna trefilinn“ í
fræðslusamstarfi skógrækt-
arfélaganna og KB banka. Gengið
verður öll fimmtudagskvöld í júní
og júlí og hefjast göngurnar alltaf
kl. 20.
Upphaf göngunnar er við Sala-
skóla í Kópavogi. Þaðan verður
gengið í Smalaholt, skógræktar-
og útivistarsvæði Kópavogsbúa og
í Guðmundarlund, fallegan skóg-
arlund sem kenndur er við Guð-
mund Jónsson sem var stofnandi
og forstjóri Byko. Hann gaf Skóg-
ræktarfélagi Kópavogs lundinn til
varðveislu og uppbyggingar eftir
sinn dag. Bragi Michelsson og Ei-
ríkur Páll Eiríksson leiða göng-
una og segja m.a. frá sögu svæð-
isins, ræktun, náttúru og
umhverfi. Boðið verður upp á
léttar veitingar og ókeypis rútu-
ferð í göngulok, frá Guðmund-
arlundi í Salaskóli. Þetta er létt
og fræðandi ganga, sem tekur um
tvo tíma og eru allir velkomnir.
Gengið á Græna
treflinum
Í SUMAR standa menningarstofn-
anir Reykjavíkurborgar fyrir
vikulegum kvöldgöngum úr Kvos-
inni. Fimmtudaginn 6. júlí verður
kvöldganga á vegum Minjasafns
Reykjavíkur. Í þeirri göngu verð-
ur fjallað um landnám og forn-
leifar í Kvosinni, þessum elsta
hluta höfuðborgarinnar. Þá verð-
ur heimsótt hin nýja og vinsæla
landnámssýning, Reykjavík 871
+/- 2. Leiðsögumaður í göngunni
er Guðbrandur Benediktsson,
sagnfræðingur og deildarstjóri
við Minjasafn Reykjavíkur. Að
venju er lagt af stað úr Grófinni,
milli Tryggvagötu 15 og 17,
klukkan 20. Aðgangur er ókeyp-
is.
Kvöldgöngur
úr Kvosinni
STJÓRN Skurðlæknafélags Íslands
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„Þann 29. júní sl. var kveðinn upp
dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í
máli Stefáns E. Matthíassonar,
skurðlæknis, gegn Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Í dómsorði sagði að
áminning sú sem LSH veitti Stefáni
teljist ólögmæt. Áminningin var
undanfari brottvikningar Stefáns úr
starfi yfirlæknis æðaskurðlækn-
ingadeildar LSH og skortir brott-
vikninguna því lagastoð.
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands
harmar að faglegur ágreiningur
innan LSH þurfi að verða viðfangs-
efni dómstóla og beinir þeim til-
mælum til viðkomandi aðila á LSH
að standa að uppbyggingu lækn-
ingastarfsemi á sjúkrahúsinu í sátt
og samvinnu við faglega yfirmenn.
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands
krefst jafnframt að yfirstjórn Land-
spítala – háskólasjúkrahúss fari að
lögum og að Stefán E. Matthíasson
fái viðunandi lausn sinna mála.“
Mótmæla ákvörð-
un stjórnar LSH Fréttir á SMS