Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
6. júlí kl. 12.00:
Tómas Guðni Eggertsson, orgel.
8. júlí kl. 12.00:
Guðný Einarsdóttir, orgel.
9. júlí kl. 20.00:
Guðný Einarsdóttir Kaupmannahöfn,
leikur verk eftir
Bach, Alain, Widor og Mussorgsky.
Lau. 1. júlí kl. 20 laus sæti
Sun. 2. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 7. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 8. júlí kl. 20 laus sæti
Sun. 9. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 14. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 15. júlí kl. 20 laus sæti
Sun. 16. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 21. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 22. júlí kl. 20 laus sæti
Sun. 23. júlí kl. 20 laus sæti
Fös. 28. júlí kl. 20 laus sæti
Lau. 29. júlí kl. 20 laus sæti
Sun. 30. júlí kl. 20 laus sæti
MIÐAPANTANIR
Í SÍMA
437 1600
Sýningar
í júní og júlí
Á ÞAKINU
6. júlí kl. 20.00 uppselt
7. júlí kl. 20.00 uppselt
8. júlí kl. 20.00 laus sæti
13. júlí kl. 20.00 laus sæti
14. júlí kl. 20.00 laus sæti
15. júlí kl. 20.00 laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
Á ÞAKINU
Miðasala er í síma 568 8000 - www.borgarleikhus.is
„Fótafimin hitti í mark!“
„Áhorfendur stóðu upp í lok sýningar og klöppuðu bæði
leikarana og leikstjórann Unni Ösp Stefánsdóttur ítrekað upp.“
Fréttablaðið, grein 1. júlí 2006
„Vel heppnuð sýning!“
„Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Halla Vilhjálmsdóttir
eru sannfærandi sem hið aðlaðandi ástfangna par enda
bæði stórglæsileg með mikinn sviðsjarma.“
„Dansinn er hér greinilega í fyrirrúmi með glæsilegum árangri.“
Morgunblaðið, gagnrýni 1. júlí 2006
Þátttaka þín hefur afleiðingar[Your Engagement hasConsequences], er titill nýrr-
ar bókar um Ólaf Elíasson mynd-
listarmann sem nýverið kom út hjá
Lars Müller-útgáfunni í Danmörku.
Undirtitillinn; Um afstæði raun-
veruleika þíns [On the Relativity of
your Reality], hnykkir á efniviðn-
um, því eins og kunnugt er vinnur
Ólafur með hlutverk áhorfandans
og aðkomu hans að myndlistinni í
flestum verkum sínum. Kenningin
sem hann setur fram í bókinni er
framhald af þeirri vinnu hans og
byggist á því – eins og m.a. kemur
fram í samtali hans í bókinni við
norska listfræðinginn Inu Bloom –
að þátttaka einstaklingsins í um-
hverfi sínu geti haft raunveruleg
og varanleg áhrif á það.
Stuttu eftir að bókin kom út –
nánar tiltekið hinn 29. júní sl. – stóð
Ólafur, ásamt BMW bílaframleið-
andanum, að eins konar óformlegri
málstofu í vinnustofu sinni í Berlín,
þar sem þessi kenning var meðal
umræðuefna, en þátttakendur voru
þekktir fræðimenn af ýmsum svið-
um auk listskríbenta víðs vegar að í
heiminum. Tilefni málstofunnar
var fyrst og fremst kynning á skiss-
um Ólafs að bíl sem hann er að
hanna fyrir BMW. Bíllinn hefur
verið skilgreindur sem eins konar
„list-bíll“, en fyrirtækið hefur um
áratuga skeið beðið heimsfræga
listamenn að hanna fyrir sig list-
bíla. Meðal þeirra sem tekið hafa
áskoruninni í gegnum tíðina eru
Andy Warhol, Roy Lichtenstein,
Frank Stella, David Hockney og
Jenny Holzer. Fram að þessu hafa
listamennirnir fyrst og fremst unn-
ið að eins konar „endurhönnun“ á
tilteknum bílum BMW – aðallega
með því að útfæra verk sín utan á
þá, eða „mála“ á þá – en allir bílarn-
ir eru nú hluti af merkilegri safn-
eign bílaframleiðandans.
Bíllinn sem Ólafi var falið aðendurhanna heitir BMW HR2.
Um er að ræða byltingarkenndan
kappakstursbíl sem ekki hefur ver-
ið settur í framleiðslu, þótt honum
hafi vissulega verið reynsluekið.
Meðal þess er gerir bílinn óvenju-
legan er að hann er vetnisknúinn,
en hann hefur náð nærri þrjú
hundruð km hraða á klukkustund.
Fram að þessu hefur Ólafur ein-
ungis unnið með undirvagn bílsins
sem grunn, en á vinnustofu hans
eru til fjölmargar skissur að yf-
irbyggingu úr margvíslegum efn-
um – til að mynda gleri. Sú hug-
mynd sem að lokum var þó útfærð í
eins konar þrívíddarskissu var þó
úr enn þá nýstárlegra efni – og for-
gengilegra – klaka. Í kúluhúsi í
garði vinnustofunnar kom teymi
Ólafs fyrir frystitækjum og hófst
síðan handa við að móta yfirbygg-
ingu bílsins úr mörgum lögum af
netdúkum sem hjúpaðir voru ís. Af-
raksturinn er óneitanlega mjög „líf-
rænn“ útlits; uppbyggingin á milli
laga ekki ólík viðartrefjum. Bíllinn
minnir einnig töluvert á ýmis far-
artæki úr vísindaskáldskap og
teiknimyndasögum, eða jafnvel á
skordýr; Köngulóarmaðurinn hefði
t.d. verið fullsæmdur af slíku far-
artæki. Fyrirmyndin að þessu útliti
er þó ekki fengin af þeim vettvangi
heldur er aðferðin, vinnslan með
klæðum eða netum, vísun í verk
Antonio Gaudí – arkitektsins fræga
sem heimsbyggðin þekkir sem höf-
und þeirra bygginga er ljá Barce-
lona sitt sérstaka andrými með
óvenjulegri mýkt og lífrænni fag-
urfræði.
Þrívíddarskissan í kúluhúsinu
vakti að vonum gríðarlega athygli
viðstaddra, ekki síst er Ólafur að
morgni dags tilkynnti að hann hefði
slökkt á frystitækjunum og bíllinn
yrði horfinn stuttu eftir miðnæt-
urbilið.
Hvað honum gekk til með þvíbragði er auðvitað alls óvíst;
en segja má að honum hafi tekist að
koma í veg fyrir að skissan sem slík
verði að tæki til markaðssetningar
stórfyrirtækis, sem auðvitað er um-
deildur þáttur í listheiminum. Aug-
ljósasta vísun sérstæðs efniviðarins,
klakans, er auðvitað í vatnið sem
knýr bílinn áfram og þá hreinu
orku sem BMW hyggst nýta í aukn-
um mæli sem framtíðarorkugjafa í
framleiðslu sinni – en um það
hverfðist málþingið að nokkru
leyti. En jafnframt, sem ekki er síð-
ur mikilvægt, má segja að með
þessum hætti hafi Ólafi tekist að
draga á táknrænan hátt fram áhrif
bílaiðnaðarins á umhverfið, því
framleiðsla bíla krefst óhemju mik-
illar vatnsnotkunar. Hann snýr því
óhagstæða dæmi hvað náttúruna
varðar síðan við í þessum gjörningi
sínum með því að láta umhverfið
hafa þau áhrif á bílinn að hann
hreinlega hverfur – og það án
nokkurs tilkostnaðar hvað endur-
vinnslu varðar.
Þannig beindi Ólafur athygli
þátttakenda málstofunnar að áhrif-
um okkar allra, sem einstaklinga er
tökum þátt í bæði lífi og list, á um-
hverfið. Hann sýndi fram á að
„þátttaka [okkar] hefur afleið-
ingar“. Í umræðum málstofunnar
komu í kjölfarið fram margvíslegar
hugmyndir um hlutverk listar Ólafs
Elíassonar í því að afhjúpa sam-
hengi samfélags og listsköpunar í
hugmyndafræðilegum skilningi.
Þær lutu m.a. að hlutverki list-
arinnar í því að hrinda framförum
og breytingum í framkvæmd með
því að afhjúpa gagnvirkni manns
og umhverfis; ekki einungis í efnis-
legum skilningi heldur einnig frum-
spekilegum. Afrakstur málþingsins
verður síðan birtur á bók eftir að
lokaáfangi þessa samstarfs BMW
og Ólafs verður afhjúpaður
snemma á næsta ári. Hvort þá verð-
ur um að ræða bíl í hefðbundnari
skilningi en að þessu sinni liggur
ekki fyrir, en óneitanlega varð
þessi kynning bæði kveikja að
væntingum í listrænum skilningi og
íhugunarefnum hvað umgengni
okkar allra við náttúruna og um-
hverfið varðar. Allir sem gengu út
að kvöldi dags fundu sterklega fyr-
ir því að ákvarðanir þeirra, lífs-
máti, áhugasvið – þátttaka þeirra í
heiminum eins og Ólafur orðar það
– „hefur afleiðingar“ er ná langt út
fyrir það svið er við venjulega ger-
um okkur í hugarlund.
„Þátttaka þín hefur afleiðingar“
’Afraksturinn er óneit-anlega mjög „lífrænn“ út-
lits; uppbyggingin á milli
laga ekki ólík viðartrefj-
um. Bíllinn minnir [...]
óneitanlega á ýmis far-
artæki úr vísindaskáld-
skap og teiknimyndasög-
um, eða jafnvel á
skordýr; Köngulóarmað-
urinn hefði t.d. verið full-
sæmdur af slíku far-
artæki. ‘
Kúluhúsið í sólríkum og hlýjum garðinum bjó yfir andstæðum; enda líftími
bílsins markaður af frostinu þar innandyra sem féll óðum er leið á daginn.
fbi@mbl.is
AF LISTUM
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Bíllinn býr yfir „lífrænni“ fagurfræði, þar sem náttúruöflin koma aug-
ljóslega við sögu, en gegnsæ uppbygging laganna minnir á viðartrefjar.
Framljósin líkjast einna helst auga
skordýrs, umlukt grýlukertum.