Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Cristel pottar
Magimix kaffivélar
ryksugur
kenwood brauðristarLa Pavoni
Magimix kaffivélar
Miele þvottavélar
Miele ryksugur
Kenwood hrærivélar
Magimix safapressur
Smeg
Kenwood hrærivélar
Liebherr ísskápar
Miele ryksugur
Smeg gasvélar
Cristel
Magimix safapressur
Miele þvottavélar
Magimix kaffivélar
Kenwood hrærivélar
Magimix safapressur
Matvinnsluvélar
Liebherr ísskápar
Kenwood hrærivélar
Magimix vínskápar
Miele þvottavélar
Magimix kaffivélar
Kenwood hrærivélar
kenwood brauðristar
Rómantísk helgarferð fyrir heppin brúðhjón til Parísar
Nöfn allra brúðhjóna sem fá gjöf, keypta í Eirvík fara
í pott sem dregið verður úr 30. september 2006.
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Hjá Eirvík
fást brúðargjafir
í miklu úrvali
fyrir heppin brúðhjón til Parísar
GJAFABRÉF
Rómantísk
helgarferð
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Brúðkaupsl
eikur
EIRVÍKUR
SUÐURNES
AUSTURLAND
HITAVEITA Suðurnesja var stofnuð á gaml-
ársdag árið 1974 og var vöxtur hennar hægur
framan af en hefur aukist jafnt og þétt og nú
er stefnt að því að meira en tvöfalda orkufram-
leiðslu hitaveitunnar á næstu tíu árum.
Heildarraforkuframleiðsla hitaveitunnar er
nú um 150 MW og er Norðurál stærsti við-
skiptavinur hitaveitunnar sem nú selur rúm-
lega 100 MW til álversins á Grundartanga.
Varnarliðið var áður langstærsti við-
skiptavinur hitaveitunnar með yfir 60% við-
skipta en hlutur þess er nú um 20%. Í ljósi
dvínandi viðskipta við varnarliðið og aukinna
viðskipta við Norðurál hefur brotthvarf varn-
arliðsins minni áhrif á rekstur hitaveitunnar
en það hefði gert áður.
Sjá álveri í Helguvík fyrir yl og birtu
Hitaveitan hefur undirritað viljayfirlýsingu,
ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráli,
um að sjá fyrsta áfanga fyrirhugaðs álvers
Norðuráls í Helguvík fyrir raforku. Gert er
ráð fyrir því að sá áfangi verði um 120–140
þúsund tonn og stendur til að hitaveitan sjái
álverinu fyrir um helmingi þeirrar orku sem sá
áfangi álversins þarfnast.
„Til stendur að stækka Reykjanesvirkjun,
tilraunaboranir í Trölladyngju lofa góðu og við
bíðum eftir rannsóknarleyfi á þremur öðrum
stöðum. Það má segja að við séum með mörg
egg í körfunni og þau bregðast varla öll. Við
erum því vongóðir um að árið 2010 getum við
séð álveri í Helguvík fyrir um 100 MW af raf-
orku,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja. „Fyrsti áfanginn er væntanlega
um þriðjungur endanlegrar stærðar álversins
og stefnan er að leita leiða til að útvega raf-
orku fyrir fulla stærð álversins. Samstarfið
hefur verið gott og það hentar okkur vel, eins
og þeim, að vinna þetta í áföngum.“
Sjórinn svalar í Reykjanesvirkjun
Reykjanesvirkjun er nýjasta virkjun hita-
veitunnar og í tæpan mánuð hafa tvær hreyf-
ilsamstæður hennar framleitt að jafnaði um
100 MW samanlagt. Virkjunin er eim-
svalavirkjun líkt og Kröfluvirkjun og Nesja-
vallavirkjun, en er frábrugðin þeim að því leyt-
inu til að sjór er notaður til að kæla eimgufuna
áður en hún er losuð úr virkjuninni.
Rúmtak eimgufunnar sem kemur úr gufu-
hverflinum eftir að gufan hefur knúið gufu-
hverflana er svo gríðarlegt að af hagnýtum
ástæðum er nauðsynlegt að kæla hana niður.
Til þess þarf mikið magn sjávar og samsvarar
rennslið úr sjódælum Reykjanesvirkjunar
meðalrennsli Elliðaánna. Sjórinn er nú ekki
nýttur til annars en að kæla eimgufuna en
hann er um 8–9°C heitur þegar honum er dælt
á eimgufuna og um 40°C heitur þegar hann
kemur úr virkjuninni.
Nýr auðlindagarður
við Reykjanesvirkjun
„Nýting hins hitaða sjávar sem kemur úr
Reykjanesvirkjun býður upp á fjölmarga
möguleika í hvers kyns sjávareldi, til dæmis
fisk- eða þörungaeldi. Ég segi það hiklaust að
Reykjanesvirkjun er grunnurinn að nýjum
auðlindagarði, með sama hætti og Svartsengi
er fyrir þá starfsemi sem þar er í kring,“ segir
Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu
Suðurnesja. „Við undirrituðum nýlega samn-
ing við List & Sögu ehf. og fyrirtækið JANVS
um opnun sýningarinnar Orkuverið Jörð við
Reykjanesvirkjun. Sýningunni er ætlað að
svara því á fræðandi og ögrandi hátt hvað orka
er og spyrja að því hvernig hún kemur sjálf-
bærri þróun við. Þar verður gerð grein fyrir
orkusögunni á gagnvirkan hátt, alveg frá því
að fyrsti maðurinn kveikti eldinn, auk þess
sem reynt verður að skyggnast inn í mögu-
leika framtíðarinnar á sviði orkunýtingar.“
Fyrirhugað er að opna sýninguna sumarið
2007 en í sumar verður kynningaraðstaða opin
um helgar í Reykjanesvirkjun þar sem gestir
geta þegið leiðsögn og fræðslu um starfsemi
virkjunarinnar.
Fjölnýting orku í Svartsengi
„Hugsunin á bak við Reykjanesvirkjun er
sambærileg við þá sem er við lýði í Svartsengi,
en það er reginmunur á raforkuverinu við
Svartsengi og hefðbundinni raforkuvirkjun.
Rafmagn er eina afurð hefðbundinnar raf-
orkuvirkjunar en í Svartsengi framleiðum við
rafmagn auk þess að sækja ferskvatn og dreifa
því, bæði óhituðu og eftir að það hefur verið
hitað,“ segir Albert. „Einnig seljum við Bláa
Lóninu jarðsjó þann sem notaður er í lónið.
Loks eigum við stóran hlut í Bláa Lóninu og
þar er veitt fjölbreytt þjónusta. Möguleikarnir
í Svartsengi eru óendanlegir og ævintýrið þar
er rétt að byrja.“
Um 350–360 þúsund gestir heimsækja bað-
staðinn í Bláa Lóninu á ári hverju og lækn-
ingadeildin hefur gefist vel. Að mati Alberts er
starf rannsóknar- og þróunarsviðs Bláa Lóns-
ins mjög spennandi en þar er unnið að því að
skoða möguleika hins einstaka lífríkis sem
þrífst í lóninu.
„Þar starfar fjöldi sérfræðinga á hinum
ýmsu sviðum. Í raun má segja að hópurinn hafi
ómeðvitað skapað sitt eigið tungutak. Þetta er
gríðarlega frjór suðupottur og uppspretta fjöl-
breyttra hugmynda.“
Fjölnýta náttúruauðlindir á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Fjölvirkjun Við Reykjanesvirkjun er vonast til að verði auðlindagarður í líkingu við þann sem
nú er við Svartsengi. Sjávareldi getur þrifist þar og opnuð verður sýningin Orkuverið Jörð. Í
Bláa Lóninu er jarðsjór sem Hitaveita Suðurnesja dælir úr borholum sínum við Svartsengi en
þar er aukinheldur framleitt rafmagn og ferskvatni dælt upp.
Hitaveita Suðurnesja stefnir
að því að rúmlega tvöfalda
raforkuframleiðslu sína á
næstu tíu árum. Jóhann
Magnús Jóhannsson fór suð-
ur með sjó og heimsótti hita-
veituna sem hefur ýmislegt
annað í bígerð.
slá til. Við vildum gera eitthvað fyr-
ir sumarstarfsmennina, því það er
ekki um mikla afþreyingu að velja.“
Liðið hefur leikið þrjá leiki, fyrsti
tapaðist 5–4, en síðan kom sigur á
Boltafélagi Norðfjarðar og síðan
KE. „Ég held að við séum spútniklið
deildarinnar. 6. apríl var fyrsti leik-
urinn okkar á grasi og í honum vor-
um við enn að læra nöfnin á hvert
öðru. Maður kallaði bara „Hey – þú
þarna úti á hægri kanti!“ Við höfum
samt lítið æft vegna anna.“
Leikmenn HRV eru ekki bara af
öllu landinu, heldur líka báðum
kynjum. „Ég held að við séum með
einu stelpuna í deildinni. Bylgja
Guðmundsdóttir kom inn á og spil-
aði í hálftíma í fyrsta leiknum.“
Tveir Pólverjar léku gegn KRV.
„Við höfum leitað að öðrum þeirra
lengi. Hann er maraþonhlaupari.“
Heimavöllur liðsins er á Stöðv-
arfirði þar sem liðið fékk hvorki
leyfi til að leika á Eskifirði né Reyð-
arfirði. Og markmið liðsins byggjast
á gamla ungmennafélagsandanum.
„Við ætlum bara að hafa gaman af
þessu og sjá svo til!“
Eskifjörður | „Jess – við unnum!“
hljómar um Eskifjörð. Klæddar í
svart og gult skjögra hetjurnar
skælbrosandi af velli. HRV Football
Club hefur nýlokið leik sínum gegn
Knattspyrnufélagi Eskifjarðar í
Malarvinnslubikar UÍA með óvænt-
um 1-3 sigri. Seinni tvö mörk HRV
skoraði Stefán Már Ágústsson, sem
frá 1999– 005 var landsliðsmaður í
800 m hlaupi. Auk hans eru í liðinu
leikmaður sem hefur spilað í öllum
deildum Íslandsmótsins og annar
sem spilaði í efstu deild með FH.
HRV er verkfræðifyrirtæki sem
starfar við byggingu Fjarðaáls í
Reyðarfirði. Þar vinna 50 manns á
ýmsum aldri eða eins og fyrirliðinn
Magnús Karl Gylfason orðar það:
„Flest á góðum aldri – yfir þrítugu.
Elsti leikmaðurinn okkar er 46 ára.“
Magnús er af Skaganum og varði
þar mark í áratug. Hann er kominn
úr markinu en hefur þó ekki farið
langt, er miðvörður. „Við vorum
með tíma einu sinni í viku í íþrótta-
húsinu á Fáskrúðsfirði í vetur. Það
var helvíti gaman og þegar við
sáum þessa keppni ákváðum við að
Lið HRV FC Í efri röð frá vinstri: Jón Guðni Guðmundsson, Finnur Marinó
Flosason, Árni Kristjánsson, Roman Mironezuk, Sigurður Gunnarsson, Ax-
el Benediktsson, Stefán Már Ágústsson, Mateusz, Bylgja Guðmundsdóttir,
Davíð Geirsson (þjálfari), Þórunn Sigurðardóttir. Neðri röð, f.v. Bjarni
Bjarnason, Bjarni Jónsson, Sigurður Sturluson, (markmaður), Magnús
Karl Gylfason (fyrirliði), Finnbogi Karlsson, Steinþór Traustason.
„Flest á góðum aldri“
HRV Football Club er spútniklið
Malarvinnslubikarsins í ár