Morgunblaðið - 06.07.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 19
MENNING
HALDIN verður sannkölluð menn-
ingarveisla á Þjóðlagahátíð á Siglu-
firði um helgina, en hún hófst form-
lega í gær. Hátíðin er nú haldin í
sjöunda sinn og er yfirskrift hennar
að þessu sinni „Tónlist eyþjóða og
stranda.“ Verður gestum boðið upp á
úrval tónleika, fyrirlestra og nám-
skeiða, og fjöldi erlendra listamanna
skemmtir á hátíðinni.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar
er Gunnsteinn Ólafsson: „Meg-
inþema hátíðarinnar að þessu sinni er
að stefna saman tónlist eyþjóða og
strandþjóða. Upphaflega stóð til að
gera skil tónlist frá Íslandi, Fær-
eyjum, Kúbu og Ungverjalandi (sem
er eins og eyland í miðri Evrópu).
Eftir því sem dagskráin hefur vaxið
hafa bæst við Jamaíka og Mexíkó,“
segir Gunnsteinn.
Af þeim erlendum listamönnum
sem koma fram á hátíðinni má nefna
Söndru Marés og Hector Landa frá
Mexíkó, Tamás Gombai frá Ung-
verjalandi, Bernd Ogrodnik og Uwe
Eschner frá Þýskalandi, Joachim
Kjelsaas Kwetzinsky, Alfreds Fölge
og Gunnar Stub-
seid frá Noregi,
Strengjasveit
unga fólksins frá
Kaupmannahöfn,
og hljómsveitina
Spælimenninir
frá Færeyjum.
Þá eru ótaldir
úrvals íslenskir
tónlistarmenn,
eins og Bogomil
Font og Flís-tríóið sem halda mikið
Jamaíka-ball á föstudagskvöld, Tóm-
as R. Einarsson og Matthías Hem-
stock ásamt félögum sem halda Kúb-
ana-kvöld, einnig á föstudag, og
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins sem
heldur, ásamt Emilíu Rós Sigfúsdótt-
ur flautuleikara, undir stjórn hinnar
brasilísku Ligiu Amadio tónleika kl.
14 á sunnudag, þar sem meðal annars
verða leiknar Myndir á sýningu eftir
Mussorgsky í útfærslu Ravels.
Þjóðlagasetur á Siglufirði
„Það er margt í mörgu, og við vígj-
um jafnframt á hátíðinni Þjóðlagaset-
ur og vörpum ljósi á störf og verk sr.
Bjarna Þorsteinssonar,“ segir Gunn-
steinn, en meðal dagskrárliða hátíð-
arinnar er frumflutningur á Alþing-
ishátíðarkantötu sr. Bjarna: „Verkið
samdi hann 1930 og sendi í keppnina
sem efnt var til í tilefni Alþingishátíð-
arinnar, en verkið hefur ekki verið
flutt hérlendis fyrr en nú. Allir kórar
Siglufjarðar sameinast um flutning-
inn og fá til liðs við sig Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur sópran, Hlöðver Sig-
urðsson tenór, Valdimar Hilmarsson
bassa og Renáta Iván á píanó.“
Bjarni Þorsteinsson fluttist ungur
til Siglufjarðar árið 1888 og var prest-
ur Siglfirðinga í hálfa öld: „Auk þess
að láta til sín taka í málefnum bæj-
arins var Bjarni mikið tónskáld og
dáður af samtímamönnum sínum fyr-
Tónlist eyþjóða og
stranda á Siglufirði
Gunnsteinn
Ólafsson
Ljósmynd/Örn Þórarinsson
Unnið hefur verið að opnun Þjóðlagaseturs í Maðdömuhúsinu á Siglufirði.
Þjóðlágahátíð er á Siglufirði til 9.
júlí.
Dagskrána í heild sinni má nálgast
á slóðinni www.siglo.is/festival
Í KJALLARA Grundarstígs 21 sýnir
Sigtryggur Berg Sigmarsson í Gall-
eríi Dvergi ljósmyndir og mynd-
bandsverk auk þess sem sýningunni
fylgir heilmikil lesning í textaformi
undir yfirskriftinni „The Curse of
Plutonium Rot Sigmarsson“ eftir Sig-
trygg og Bonnie nokkra Banks. Þá
flutti listamaðurinn gjörning við opn-
un sýningarinnar sem undirrituð
hafði ekki tækifæri til að sjá.
Verkin á sýningunni munu vera
hluti af 10 ára verkefni. Í hráu kjall-
ararýminu þar sem jafnvel meðalhátt
fólk þarf að ganga um hálfbogið, má
sjá ljósmyndir sem eru óinnramm-
aðar líkt og þær hafi verið teknar úr
albúmi og festar beint á veggi, á víð
og dreif. Í forrýminu má sjá ýmsar
myndir, m.a. af górillugrímu, ein-
hvers konar skemmtigarði og mynd
af ungum manni í áfengisverslun auk
annarra þar sem viðfangsefnið er
heldur ógreinilegt. Í stærra rýminu
eru myndir í svipuðum dúr; vinstra
megin sjást myndir af ungum dreng,
líklega Sigtryggi sjálfum, í ýmsum
búningum, svo sem Ofurmennisins,
Kóngulóarmannsins og kúreka. Þá
eru þar tækifærismyndir teknar um
jól og á góðviðrisdegi við sundlaug
o.s.frv., auk nærmynda af andliti
drengsins þar sem hendurnar leika
stórt hlutverk. Myndirnar minna um
margt á hefðbundin fjölskyldualbúm.
Hægra megin í rýminu eru hins veg-
ar mannlausar myndir, teknar inni í
fremur óhrjálegum vistarverum,
margar eins og smellt hafi verið af
fyrir tilviljun. Þær virka tætings-
legar: það glittir í húsgögn og alls
kyns dót, föt, drasl og brennivíns-
flöskur í töluverðu magni. Ómarkviss
mynd af óvistlegu baðherbergi og
eldhúsi í enn verra ásigkomulagi –
stigagangar og húsaport. Í umgjörð
gallerísins má finna samsvörun við
andrúmsloft ljósmyndanna og ýmsar
sjónrænar tengingar.
Myndir af rokkgoðinu Elvis Pres-
ley sjást hér og þar á myndunum og
ýta undir tilfinningu fyrir óreglulegu
og villtu lífi rokkara sem er stöðugt á
ferðinni og á fullu í djamminu. Þá vísa
myndirnar af drengnum í alls kyns
búningum til áhrifavalds dæg-
urmenningarinnar á börn og tilhneig-
ingar þeirra til að máta sig við áber-
andi ímyndir. Þó er dapurlegt að sjá
mann á borð við Presley, sem bjó yfir
gríðarlegri lífsorku, hæfileikum og
persónutöfrum, við eins útjaskaðar
og metnaðarlausar aðstæður sem
margar myndanna birta.
Á sjónvarpsskjá sést frakkaklædd-
ur maður með dökk sólgleraugu og
hatt sem skelfur óstjórnlega, stynur
og öskrar í stigvaxandi „hysteríu“ eða
vanlíðan. Hér sjáum við ímynd
stjörnunnar sem gengið hefur full-
langt í taumlausu líferni og forðast
dagsbirtu en í verki Sigtryggs hefur
hún verið dregin fyrir myndavél-
araugað í þessu ömurlega og jafn-
framt skoplega ástandi.
Í textahefti eru ýmsir flaumósa
textar, flestir í 1. persónu frásögn
sem í fljótu bragði virðast lýsa nöt-
urlegri reynslu. Í heild miðlar sýn-
ingin kringumstæðum sem ætti að
geta verið athyglisverðar í menning-
arfræðilegu ljósi en þær eru frá-
hrindandi og vekja ekki nægan
áhuga. Í sýninguna vantar skýrari
línur í sýn og úrvinnslu listamanns-
ins eigi tjáning hans að ná út fyrir
hið þrönga 1. persónu sjónarhorn.
Þá kæmi jafnframt betur fram sú
gagnrýna hugsun sem væntanlega
býr að baki þessari sýningu.
„Á sjónvarpsskjá sést […] maður með dökk sólgleraugu og hatt sem skelf-
ur óstjórnlega, stynur og öskrar í stigvaxandi „hysteríu“ eða vanlíðan.“
Delerium tremens?
MYNDLIST
Gallerí Dvegur
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Til 8. júlí 2006 (opið föstudag og laug-
ardag)
The Curse of Sigtryggur Berg Sigmarsson
Anna Jóa
MIKIL blússtemning verður í
Ólafsfirði dagana 6. til 8. júlí.
Halldór Bragason er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar: „Hátíðin
verður sannkallað blúsfestival.
Bærinn verður allur undirlagður
og heimamenn taka á móti blús-
áhugamönnum af rómaðri gest-
risni,“ segir Halldór. „Dagskráin
er með endemum skemmtileg í ár
en stjarna hátíðarinnar er Zora
Young, sem sló í gegn á Blúshátíð
í Reykjavík á sínum tíma, og er
nú komin aftur til landsins fyrir
Blúshátíð í Ólafsfirði 2006.“
Dagskráin byrjar með skemmti-
kvöldi í Tjarnarborg á fimmtudag
þar sem fram koma böndin Hund-
ur í óskilum, Túpílakar og Hvann-
dalsbræður.
Haldnir verða blústónleikar í
Sparisjóði Ólafsfjarðar á föstudag
kl. 15, en kl. 21 sama daga mun
Landsliðið koma saman í fyrsta
sinn: söngkonurnar Andrea Gylfa-
dóttir og Berglind Björk ásamt
gítarleikurunum Guðmundi Pét-
urssyni, Björgvin Gíslasyni og
Halldóri Bragasyni, að ógleymd-
um munnhörpuleikaranum Sig-
urði Sigurðssyni, hammond-
orgelleikaranum Einari Rúnars-
syni, Birgi Baldurssyni
trommuleikara og Róbert Þór-
hallssyni bassaleikara.
„Þá kynnum við á hátíðinni sig-
urvegara í keppninni Blúsflytj-
andi ársins 2006, en keppnina
höfum við haldið í samstarfi við
Rás 2 í vor,“ segir Halldór. Sig-
urvegari keppninnar mun leika
fyrir hátíðargesti og fá vegleg
verðlaun.
Á laugardag kl. 16.30 munu
Andrea Gylfadóttir, Berglind
Björk og Zora Young sameina
krafta sína á tónleikum í Ólafs-
fjarðarkirkju. Undirleikari á pí-
anó verður Davíð Þór Jónsson.
Aðalviðburður hátíðarinnar
verður kl. 21 á laugardag, þegar
Zora Young syngur með The Blue
Ice Band. Eftir tónleikana verður
dansleikur í Tjarnarborg, þar sem
Eurobandið heldur uppi fjörinu.
Mikið stuð en engin læti
Halldór segir Blúshátíðina á
Ólafsfirði fjölskylduhátíð: „Það er
mikið stuð í bænum, en engin
læti. Ungir og gamlir skemmta
sér saman og tónleikum er lokið á
skikkanlegum tíma fyrir fjöl-
skyldufólk. Það er líka alltaf gott
veður á Blúshátíð, 20 stiga hiti og
logn, og gestir geta upplifað fal-
lega náttúru Tröllaskagans –Ís-
land eins og það gerist best.“
Auk tónlistardagskrár er boðið
upp á skemmtilega viðburði, s.s.
lengstu vatnsrennibraut landsins,
hraðbátasiglingu, útigrill, uppboð
á blúsminjagripum og námskeið í
gítar- og munnhörpuleik. Þá býr
Ólafsfjarðarbær að góðri sund-
laug, Skeggjabrekkugolfvelli og
alls kyns verslunum og þjónustu.
„Það er alltaf gott
veður á Blúshátíð“
Zora Young, sem er hér með Halldóri, mun blúsa af alkunnri innlifun.
Nánari upplýsingar um hátíðina og
Ólafsfjarðarbæ má finna á slóðinni
www.Olafsfjordur.is
ÞEIR sem hafa tækifæri til að
njóta tónleika um hádegisbilið í
dag ættu að leggja leið sína í Hall-
grímskirkju því að þar leikur
Guðni Tómas Eggertsson á hádeg-
istónleikum Alþjóðlegs orgels-
umars kirkjunnar. Tónleikarnir,
sem hefjast kl. 12 og standa í hálf-
tíma, eru skipulagðir í samvinnu
við Félag íslenskra orgelleikara.
Guðni Tómas er ef til vill betur
þekktur sem píanóleikari en und-
anfarin þrjú ár hefur hann verið
nemandi Björns Steinars Sól-
bergssonar og í vor lauk hann
framhaldsnámi í orgelleik við Tón-
skóla þjóðkirkjunnar. Þá hefur
hann undanfarið ár starfað sem
organisti á norðanverðu Snæfells-
nesi.
Fyrsta verkið sem Guðni Tómas
leikur er Prelúdía og fúga í A-dúr
eftir Johann Sebastian Bach sem
hann skrifaði þegar hann bjó í
Weimar (1708–1717). Annað verkið
er Prelúdía og fúga í d-moll eftir
Felix Mendelssohn, frá árinu 1837.
Tónleikunum lýkur með Tokkötu í
G-dúr eftir Theodore Dubois sem
var franskur organisti og tónskáld
sem er sérstaklega þekktur fyrir
að skrifa tónlist til notkunar í
kirkjum.
Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Einn efnilegasti
píanóleikari
Norðmanna
MEÐAL þeirra sem fram koma á
Þjóðlagahátíðinni er norski píanist-
inn Joachim Kjelsaas Kwetzinsky.
Joachim er einn besti píanóleikari
Norðmanna af yngri kynslóðinni.
„Hann sigraði í Grieg-píanókeppn-
inni í fyrra og hefur verið valinn úr
hópi fjölmargra ungra norskra
listamanna til að vera fulltrúi þjóð-
ar sinnar á erlendum vettvangi,“
segir Gunnsteinn. „Hann er eitt-
hvert merkasta efni sem Norðmenn
eiga um þessar mundir og mun á
tónleikum sínum meðal annars
flytja nýtt verk eftir Gunnar Krist-
insson, Fagurt er í fjörðum.“
ir verk sín á borð við Ég vil elska mitt
land og Blessuð sértu sumarsól.
Snemma hóf Bjarni að safna þjóð-
lögum og skrá af miklum ákafa en
þjóðlagasafn sitt gaf sr. Bjarni út fyr-
ir 100 árum, árið 1906.“
Verður Þjóðlagasetrið vígt 8. júlí
kl. 14 í Maðdömuhúsi, þar sem Bjarni
bjó fyrstu ár sín á Siglufirði.