Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 21
Fiskur er mitt fag og því verður enginnsvikinn af því að setjast hér niður ogpanta sér eitthvað af þeim fjölmörgu
dýrindisfiskréttum sem hér eru í boði,“ sagði
tyrkneski veitingamaðurinn Durmus Yaz í
samtali við blaðamann Daglegs lífs, sem fékk
sér á dögunum hressingu hjá vertinum í 35
stiga hita.
Durmus, sem segist ganga undir nafninu
Tómas meðal vina og vandamanna, rekur veit-
ingastaðinn Özcan restaurant, sem er stað-
settur upp af skútuhöfninni í Göcek við Mið-
jarðarhafsströnd Tyrklands þar sem
Íslendingar eru nú að hefja rekstur skútuleigu
fyrir Íslendinga jafnt sem útlendinga. Göcek,
sem er átta þúsund manna bær við Fethiye-
flóa, hefur vaxið á undanförnum tuttugu árum
úr litlu fiskimannaþorpi í fyrirmyndarskútubæ
í fögru umhverfi þar sem rými er fyrir um 170
snekkjur af öllum stærðum og gerðum. Rólegt
er yfir mannlífinu í Göcek að öllu jöfnu þó bær-
inn bjóði upp á alla helstu þjónustu. Hægt er
að velja um nokkur hótel í bænum, en skútu-
fólkið býr vitanlega í bátunum sínum og stund-
ar svo gjarnan sjósport og siglingar á daginn.
Þegar Daglegt líf falaðist eftir uppskriftum
að góðum fiskréttum hjá vertinum Tómasi var
það auðvitað sjálfsagt mál í huga hans að gefa
fiskþjóðinni smá innsýn í matargerðina. En
fyrst þurfti Tómas að árétta hversu gott hrá-
efni hann væri ávallt með í höndunum með því
að opna alla kæli- og frystiskápa, sem voru
auðvitað sneisafullir af alls konar skrýtnum
fiskum.
Ofnbakaður karfi
karfi
kartöflur
sveppir
laukur
tómatar
hvítlaukur
sítróna
smá vatn
rjómasósa
Karfinn er hreinsaður, skorinn í sneiðar og
raðað í eldfast mót. Kartöflur, sveppir, laukur,
tómatar og hvítlaukur eru skorin niður og
bætt út á. Sítrónusneiðum er raðað ofan á. Ör-
litlu vatni og rjómasósu hellt út á. Bakað í ofni
í 45 mínútur.
Karfi í saltskel
1 kg karfi
15 eggjahvítur
2 kg gróft salt
smá vatn
Karfaflök eru skorin niður með roðinu og
þau sett í eldfast mót. Eggjahvítum, salti og
örlitlu vatni er blandað saman og fiskurinn síð-
an hjúpaður saltblöndunni. Bakað í ofni í 50–60
mínútur við 200°C.
MATARKISTAN | Ofnbakaður karfi í rjómasósu og salthjúp
„Fiskur er mitt fag“
Við skútu-
höfnina í Göc-
ek er aðstaða
til fyrirmyndar
og á þessum
púðum má t.d.
hvíla lúin bein.
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Veitingamað-
urinn Durmus
Yaz, öðru nafni
Tómas, býður
m.a. upp á úrval
fiskrétta á veit-
ingastaðnum
sínum við skútu-
höfnina í Göcek.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 21
DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ
Bónus
Gildir 5. júlí – 9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Egils Gull pilsner, 500 ml...................... 49 69 98 kr. kg
Toppur, kolsýrt vatn, 1,5 ltr.................... 98 139 65 kr. ltr
Harðfiskur, roð- og beinlaus, 230 g........ 998 0 4.339 kr. kg
Svínalundir, írskar ................................ 1.599 0 1.599 kr. kg
Danskar kjúklingabringur, 900 g............ 1.398 0 1.553 kr. kg
Bónus skúffukaka, 400 g...................... 198 0 495 kr. kg
Bónus ídýfa, 175 ml ............................ 99 0 565 kr. ltr
KF hrásalat / kartöflusalat, 350 g ......... 98 159 280 kr. kg
Gillette mach 3 power rakblöð, 8 stk...... 998 1198 125 kr. stk.
Finish uppþvottavélatöflur, 110 stk........ 1.098 1.598 10 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 6. júlí – 8. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Kjöthúsið 4 hamb.m/br. 80g+2l kók ..... 595 683 595 kr. stk.
FK. grill ofnsteik ................................... 1.189 1.699 1.189 kr. kg
Fjallalambs bland.lærisneiðar. .............. 1.394 1.992 1.394 kr. kg
Kjarnafæði grill brawurst pylsur ............. 675 965 675 kr. kg
FK. Jurtakryddað lambalæri .................. 1.098 1.830 1.098 kr. kg
Ali hunangsmarin. svínakótilettur, úrb. ... 1.626 2.168 1.626 kr. kg
Gular melónur ..................................... 99 159 99 kr. kg
Vatnsmelónur ...................................... 99 159 99 kr. kg
Þeyttur jurtarjómi, 250 g....................... 98 179 98 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 6. júlí – 9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Gourmet villikryddað lambalæri............. 1.311 1.874 1.311 kr. kg
Góð kaup hamborgarar, 4 m/brauði ...... 399 525 399 kr. pk.
Myllu Focaccia brauð ........................... 159 219 159 kr. stk.
Svínakótilettur úr kjötborði .................... 899 1.490 899 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.699 2.549 1.699 kr. kg
BBQ spare ribs, soðin, úr kjötborði ........ 899 1.499 899 kr. kg
Krónan
Gildir 6. júlí – 9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Krónu lambalæri, þurrkryddað............... 998 1.498 998 kr. kg
Krónu pylsur........................................ 279 398 544 kr. kg
Krónu skinka ....................................... 158 229 566 kr. kg
Krónu hangiálegg................................. 299 398 1.670 kr. kg
Frosin línu ýsa, fjörfiskur ....................... 479 599 479 kr. kg
Pepperoni pitsa, oetker, 2 fyrir 1............ 199 199 199 kr. pk.
Happy day safi app/epla/multivit.......... 249 299 125 kr. ltr
McVitie’s mintu/app súkkulaðikex......... 199 0 199 kr. pk.
Shop Rite kökumix súkk/djöfla/brún ..... 249 319 249 kr. pk.
Shop Rite arinkubbar 3,5 pund............. 199 229 199 kr. pk.
Nóatún
Gildir 6. júlí – 9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Lambalærisneiðar................................ 1.298 1.898 1.298 kr. kg
Lambalundir........................................ 2.798 3.798 2.798 kr. kg
Lambaframhryggsneiðar ....................... 998 1.698 998 kr. kg
Popparinn kjötmarineringar, 4 teg.......... 398 0 398 kr. stk.
Nóatúns lærisneiðar, þurrkryddaðar....... 1.609 2.298 1.609 kr. kg
Nóatúns skinka ................................... 259 398 1.295 kr. kg
Lúða, spjót með beikonmarineringu....... 498 598 498 kr. stk.
Skötuselur, spjót með hvítlauksmarin. ... 498 598 498 kr. stk.
Túnfisksteik í teriyakisósu...................... 2.398 2.798 2.398 kr. kg
Emmess Hversdagsís van/súkk, 2 f. 1 ... 495 495 495 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 6. júlí – 9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Goði Gourmet ofnsteik, villisveppa ........ 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Gourmet hunangsgríakótilettur .............. 1.189 1.724 1.189 kr. kg
Borg. lambaframp.sn, þurrkryddaðar ..... 1.399 1.998 1.399 kr. kg
Borg.Helgargrís m/sólþ.tómötum-basil .. 1.259 1.799 1.259 kr. kg
Borg. grillpylsur.................................... 727 1.038 727 kr. kg
Ísfugl kalkúnastrimlar ........................... 699 998 699 kr. kg
Toppur 1,5 ltr, 4 teg.............................. 99 177 66 kr. ltr
Freschetta Brickoven pitsur, 2, teg. ........ 399 699 399 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 6. júlí – 12. júlí verð nú verð áður mælie. verð
BK lambagrillkótilettur, þurrkryddaðar .... 1.738 2.173 1.738 kr. kg
BK Jalapeno pylsur .............................. 879 1.099 879 kr. kg
BK Helgargrís með indverskum hætti ..... 1.439 1.799 1.439 kr. kg
Hunts tómatsósa, flaska, 680 g ............ 119 139 175 kr. kg
Gevalia cappuccino, 125 g................... 289 319 2.312 kr. kg
Mills kavíar, 190 g ............................... 199 249 1.047 kr. kg
Mills kavíar og osta, 170 g ................... 199 262 1.171 kr. kg
Nescafé Gull, 200 g ............................. 629 695 3.145 kr. kg
Nescafé Gull, 100 g ............................. 349 431 3.490 kr. kg
Nescafé Café Latte, 144 g .................... 249 288 1.729 kr. kg
Gott í sumarbústaðinn
HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is