Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EKKI BARA KNATTSPYRNA Frakkar eru komnir í úrslitheimsmeistarakeppninnarí knattspyrnu. Í annað skiptið á átta árum leika þeir um eftirsóttasta titil íþróttanna. Á bak við sigur Frakka á Portúgöl- um var Lilian Thuram. Hann var maður leiksins og stjórnaði vörn franska liðsins eins og sá sem valdið hefur þannig að Portúgalar fundu varla glufu. Á sunnudag mætir hann hinum varnarjaxlin- um í keppninni, Fabio Cannavaro, fyrirliða Ítalíu, í úrslitaleik keppninnar. Þeir eru þó vanari því að vera samherjar í þéttri vörn knattspyrnuliðsins Juventus á Ítalíu. Enginn hefur leikið jafn marga landsleiki með franska landsliðinu og verði Thuram með á sunnudag verða þeir orðnir 120. Eins og svo margir leikmenn franska liðsins á Thuram hins vegar rætur utan Frakklands. Hann fæddist á eyjunni Guade- loupe og hugðist verða katólskur prestur áður en hann ákvað að leggja fyrir sig knattspyrnu. Hann lætur heldur ekki knatt- spyrnuna nægja. Thuram er einn- ig í brjóstvörn baráttunnar gegn kynþáttahatri og hefur Alþjóða- knattspyrnusambandið, FIFA, byggt herferð sína gegn fordóm- um í kringum hann. Velgengni franska landsliðsins hefur haft áhrif á viðmótið til inn- flytjenda í Frakklandi. Það er erf- itt fyrir þá, sem hyggjast ala á kynþáttahatri, að finna hljóm- grunn fyrir eitraðan málflutning sinn í Frakklandi um þessar mundir. Á meðan Frakkar voru að vandræðast í upphafi keppninnar og komust með naumindum upp úr sínum riðli hugðist Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingar- innar, slá pólitískar keilur með því að gagnrýna skipan landsliðsins líkt og hann gerði fyrir átta árum. Í íþróttadagblaðinu L’Équipe var haft eftir honum að Frakkar „gætu ekki séð sjálfa sig í lands- liðinu“ og velti því fyrir sér hvort þjálfarinn „hefði ekki ýkt hlutfall litra leikmanna í liðinu og átt að vera aðeins varkárari“. Það þarf ekki að nefna marga leikmenn franska liðsins til að átta sig á því hversu víða þeir eiga rætur. Leikstjórnandinn og galdramaðurinn Zinedine Zidane er sonur alsírskra innflytjenda, Claude Makélélé fæddist í Kongó, Patrick Vieira í Senegal, William Gallas á rætur að rekja til Guade- loupe og svo mætti halda áfram. Þegar leikmenn, sem í raun eiga rætur í öllum heimshornum, koma saman til að halda merkjum Frakklands á lofti og leggja sig alla fram verða þeir að sameining- arafli. Franska liðið er ekki eitt um að vera með leikmenn með fjöl- breyttan uppruna innanborðs. Aðeins einn af fimm sóknarmönn- um þýska landsliðsins er fæddur í Þýskalandi, David Odonkor. Fað- ir hans er frá Gana og móðir hans þýsk. Miroslav Klose og Lucas Podolski fæddust í Póllandi, Oliv- er Neuville í Sviss og Gerald Asamoah í Gana. Mauro Camora- nesi, miðjumaður í ítalska lands- liðinu, er frá Argentínu og leikur í landinu, sem afi hans og amma fæddust í, og Deco, miðjumaður portúgalska landsliðsins, fæddist í Brasilíu. Knattspyrna er leikur án landa- mæra og yfirbragð hennar alþjóð- legt. Iðulega minnir leikmanna- skrá félagsliða frekar á mælendaskrá hjá Sameinuðu þjóðunum, en liðsmenn knatt- spyrnuliðs. Þetta á orðið einnig við um ýmis landslið. Kynþátta- fordómar hafa lengi fylgt knatt- spyrnuáhangendum. Ekki er langt síðan áhorfendur á þýskum knattspyrnuvöllum tóku á móti svörtum leikmönnum með því að veifa banönum. Samuel Eto’o, sóknarmaður Barcelona, hugðist ganga af velli þegar áhangendur í Saragossa öskruðu á hann eins og apar. En hvaða Þjóðverja dytti nú í hug að henda „útlendingunum“ út úr liðinu? Hvaða Frakki léti sér detta í hug að krefjast þess að það yrði gert í franska landsliðinu? Tokyo Sexwale er kaupsýslu- maður frá Suður-Afríku, þar sem næsta heimsmeistaramót í knatt- spyrnu verður haldið, og einn af efnaðri mönnum landsins. Hann barðist undir merkjum Afríska þjóðarráðsins gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku og sat 15 ár í fangelsi á Robben-eyju í tíð apartheid-stjórnarinnar. Í liðinni viku kom hann til Berlínar til að tala gegn kynþáttafordómum og kom fram á Ólympíuleikvanginum þar sem Adolf Hitler hélt Ólymp- íuleikana 1936. „Áhrif knatt- spyrnunnar eru orðin meiri en Sameinuðu þjóðanna,“ sagði hann. Honum varð hugsað til blökkumannsins Jesse Owens, sem vann þrenn gullverðlaun á leiknum, Hitler til mikillar gremju, og sagði að fortíðin fylgdi okkur, en framtíðin ætti síðasta orðið. Fótboltinn getur verið kraftbirting hnattvæðingarinnar í sinni jákvæðustu mynd. Heimur- inn er eins og suðupottur þar sem öllu ægir saman og á knatt- spyrnuvellinum í München í gær- kvöldi sást hvaða árangri hægt er að ná þegar ekki er hugsað um upprunann heldur hæfileikarnir látnir ráða för. Það á ekki bara við í knattspyrnu. Það ríkti sérstætt and-rúmsloft í Þýskalandi aðloknum hinum æsi-spennandi leik Þjóð- verja og Ítala í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu á þriðjudagskvöldið. Á meðan þúsundir Ítala óku um götur borganna og fögnuðu sigri sinna manna með blaktandi fánum og lúðrablæstri, héldu hundruð þúsunda þýskra fótboltaunnenda þögulir heim á leið. Þýskir fótbolta- unnendur voru almennt daufir í bragði og hér og þar glitraði jafnvel stöku tár á hvarmi. Enda má segja að þýska þjóðin hafi verið búin að vingast við þá hugmynd að Þjóð- verjar yrðu heimsmeistarar. Þegar þýska landsliðið mætti til leiks á vellinum í Dortmund voru milljónir Þjóðverja sannfærðar um að leik- urinn við Ítali væri einungis þrösk- uldur sem liðið myndi komast yfir á leið sinni til lokasigurs. Vonbrigðin voru því mikil þegar Ítalir skoruðu tvö mörk á síðustu mínútum framlengds leiks, rétt í þann mund sem þýsku þjálf- ararnir voru að byrja að ráðgast um, hverjir ættu að taka vítin í vítaspyrnukeppninni. Draumur að engu orðinn Þessar örlagaríku mínútur þar sem Ítalir sendu boltann tvívegis í netið hjá Lehmann gerðu út um glæstar vonir milljóna Þjóðverja um að þeir ættu eftir að hreppa heimsmeistaratitilinn. Draum- urinn var allt í einu orðinn að engu, fögnuðurinn og bjartsýnin breyttust á augabragði í hreina martröð. „uppgötvuðu“ dásemdir Ítalíu á 18du og 19du öld. Reyndar var sjálfur „skáldjöfurinn“ Goethe sem átti stærstan þátt í að vekja hrifningu landa sinna á Ítalíu. Árið 1786 ferðaðist skáldið í fyrsta sinn með hestvagni frá Þýskalandi til Ítalíu. Goethe ha dreymt um það frá bernsku að heimsækja þetta suðræna land. Það stafaði reyndar ekki af dálæ á Ítölum, heldur vildi hann kom í nána snertingu við leifar hinna fornu „klassísku“ hámenningar þjóðarinnar. Því er skemmst frá að segja að Goethe varð gagnte inn af hrifningu á landinu og skr aði um ferðalag sitt fræga bók, sem þykir ein af merkilegustu reisubókum fyrri tíma, auk þess sem hann prísaði ítalska náttúr og frjósemi landsins í mörgum kvæðum. Þeirra frægast er án e lofkvæðið sem hefst á orðunum „Kennst du das Land, wo dir Zitronen blühen …“ Margir landar Goethes sem o listamenn af öðrum þjóðernum smituðust af Ítalíuhrifningu skáldsins og um tíma var algeng að rekast á föla og gáfulega Ger mani á sveimi um Róm og aðrar ítalskar borgir. Löngu seinna, upp úr miðri s Ef skynsemin hefði verið látin ráða hefðu Þjóðverjar svo sem getað átt von á því að þeir töpuðu fyrir Ítölum. Leikurinn á þriðjudagskvöldið var fimmta viðureign landanna í heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Í öllum fyrri einvígjunum, 1962 í Chile, 1970 í Mexíkó, 1978 í Argentínu og á Spáni 1982, lutu Þjóðverjar í lægra haldi. Þess vegna var fráleitt loku fyrir það skotið að allt færi nú á sama veg og áður. En á slíkum stundum, þegar heil þjóð er gagntekin af sig- urvímu, kemst engin skynsemi lengur að. Það var einfaldlega ekki inni í myndinni að Ítalir myndu ógna Ballack og félögum hans að neinu marki, hvað þá að þeir færu með sigur af hólmi í leiknum. Og kannski átti flókin afstaða Þjóðverja til Ítala sinn þátt í því að þeir lokuðu augunum fyrir þeim möguleika að gestirnir úr suðri gætu mögulega haft betur á vell- inum í Dortmund þetta kvöld. Litrík samskipti Það hefur gengið á ýmsu í sam- skiptum þessara tveggja Evr- ópuþjóða, allt frá því að þýskir rit- höfundar og listamenn Germönsk hryggð og Mikil vonbrigði voru meðal þýskra knattspyrnuaðdáenda í fyrrak Knattspyrnuævin- týrið er liðið undir lok fyrir aðdáendur þýska landsliðsins. Arthúr Björgvin Bollason skrifar um vonbrigði þýskra sparkunnenda. Ítalir eru í algjörri sigurvímu eftir aðhafa sigrað Þjóðverja, 2:0, í undan-úrslitaleiknum í Dortmund í Þýska-landi þriðjudaginn 4. júlí 2006. Ekki var bíll úti á götu frá því að leikurinn byrj- aði í fyrrakvöld og þar til að síðari hálfleik í framlengdum leiknum lauk með tveggja marka sigri Ítala. Voru mörkin skoruð á síðustu mínútum síðari hálfleiksins. Það varð allt vitlaust þegar þessi tvö mörk voru skoruð og hjá okkur voru það þrír ættliðir sem dönsuðu, æptu og öskruðu af gleði. Nokkrir risaskjáir eru í stærstu borg- unum á Ítalíu en í Flórens er stærsti skjár- inn á Piazzale Michelangelo. Eftir að leikn- um lauk þustu menn út á bílum eða vespum, flautandi eins og þeir gátu og með ítalska fánann út um bílgluggann eða í hendinni á vespunni. Stóðu þessi fagn- aðarlæti fram eftir nóttu. Flugeldum var skotið upp í nokkrum borgum á Ítalíu. „Auf wiedersehen“ Hér í Greve in Chianti, sem er í 33 kíló- metra fjarlægð frá miðborg Flórens, stóð á miða á kaffivélinni á einum bar í morgun, 5. júlí 2006, Auf wiedersehen 2:0, en hér er Marcello L liðsins, sagði tíma í nótt ef leiknum eftir frá Viareggi strandlengju frést að hann að setja bátin Ítalía leikur hvern leik í þ Íslendingu seint líða úr los Lippi sem Ítalía tapaði ardalsvellinu ir Ísland sko á 17. mínútu arsson 3 mín Lippi við þes ávallt mikið um þýska ferðamenn og vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið, hvort þeir ættu að pakka niður þar sem þeim væri vísað úr landi á Ítalíu. Ég efast um að nokkurn tímann hafi „auf wiedersehen“ verið sagt eins oft og í dag hér á Ítalíu. Síðustu daga heyrðist ekki þýska í Flórens þrátt fyrir að í Flór- ens sé allt fullt af ferðamönnum. Ekki var vitað hvort Þjóðverjarnir héldu sig heima í Þýskalandi eða hvort þeir þyrðu ekki út fyrir hússins dyr í Flórens. Það var samt gaman að sjá í ítölsku fréttunum að Þjóð- verjar höfðu horft með Ítölum á leikinn á risaskjá í Róm og sást þýskur strákur gráta þegar Þjóðverjar voru úr leik. En það er ánægjulegt að sjá að andstæðingar í jafnmikilvægum leik geti horft frið- samlega á leikinn saman. Sigurvíma á Ítalíu Ítalir unnu frækinn sigur á Þjóðverjum í undanúrslit- um HM í fyrradag. Berg- ljót Leifsdóttir Mensuali skrifar frá Ítalíu um stemn- inguna sem myndast hefur í landinu. Sigurreifir aðdáendur ítalska landsliðsins fagna árangri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.