Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 26

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN U m miðjan síðasta mánuð var ég staddur á fundi með nokkrum af helstu blaðamönnum Afr- íkuríkisins Mósambík í höf- uðstöðvum blaðamannasambands- ins þar í landi í höfuðborginni Mapútó. Af tali heimamanna mátti ráða að fjölmiðlar í Mósambík væru býsna frjálsir, afskipti ríkisins alls ekki yfirgengileg þrátt fyrir að rík hefð sé fyrir miðstýringarvaldi í þessu fátæka landi, sem eitt sinn var portúgölsk nýlenda en sem tók upp kommúníska stjórnarhætti á fyrstu árum sjálfstæðis (eftir 1975) þar sem einn flokkur réð öllu. Í dag eru hins vegar jafnvel ljósvakamiðlar sem ríkið rekur frjálsir og óháðir að mestu leyti, ef eitthvað er að marka það sem kom fram í máli mósambísku blaða- mannanna. Önnur og svo sem kunnugleg vandamál þjaka fjölmiðlana í Mó- sambík, nefnilega fjárskortur. Hann stendur fjölmiðlunum í landinu fyrir þrifum. Dagblaðamarkaðurinn virtist sérstaklega illa haldinn, fram kom á fundinum að samanlagt væru að- eins seld tæplega 100.000 eintök af dagblöðum í landinu dag hvern. Þegar haft er í huga að á bilinu nítján til tuttugu milljónir manna búa í Mósambík er þetta fjarska- lega lág tala. En þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart, dag- blöðin í Mapútó eru gefin út á portúgölsku en í reynd tala aðeins um 40% landsmanna og skilja það mál. Ólæsi er raunar mikið líka í Mósambík, það er auðvitað stærra vandamál en hitt. Blaðamenn í Mósambík eiga sér eina hetju, hvers minning er mjög í heiðri höfð. Skyldi engan undra því að umræddur blaðamaður, eða réttara sagt hörmuleg örlög hans, gaf íbúum Mósambík tækifæri til að líta á sjálfa sig í spegli og kom- ast að raun um að kerfið sem þeir byggju við virkaði bara alls ekkert svo illa. Að þó að lýðræðið væri mjög í mótun, þá virkaði það samt. Í Mósambík eru engan veginn sömu aðstæður og í nágranna- ríkinu Zimbabwe þar sem Robert Mugabe ræður ríkjum og sýnir ekki á sér fararsnið heldur stýrir landi sínu með harðri hendi hvað sem tautar og raular. Blaðamaðurinn sem um ræðir hét Carlo Cardoso og hann var skotinn til bana í miðborg Mapútó 22. nóvember árið 2000. Cardoso hafði stofnað fyrsta viðskipta- dagblaðið í Mósambík, Metical, 1997, en algengt er að blaðamenn stofni sjálfir blöð, reki þau síðan og gefi út. En fyrir vikið er útgáfa þeirra oft mjög háð því að frum- kvöðullinn haldi uppi merkinu og Metical hætti útgáfu í desember 2001, ári eftir fráfall Cardoso. Carlo Cardoso er talinn hafa verið myrtur vegna rannsókna sinna á risastóru spillingarmáli er tengdist einkavæðingu stærsta bankans í Mósambík, Banco Co- mercial de Moçambique. Mun fjórtán milljónum dollara hafa verið stungið undan. Málið teygði anga sína víða, þ.e.a.s. inn á heimili þáverandi for- seta Mósambík, Joaquim Chiss- ano. Við réttarhöldin yfir sex mönnum, sem grunaðir voru um morðið á Cardoso, héldu þrír sak- borninga því nefnilega fram að Nyimpine Chissano, sonur forset- ans, hefði greitt Anibal „Anibalz- inho“ dos Santos Junior fyrir að láta myrða blaðamanninn. Dos Santos, sem er portúgalsk- ur ríkisborgari og neitaði því að hafa verið ábyrgur fyrir dauða Cardoso, var sakfelldur fyrir morðið 2003 og í janúar á þessu ári var hann enn á ný fundinn sekur í nýjum réttarhöldum, sem fyr- irskipuð voru sökum þess að í fyrra skiptið hafði dos Santos ver- ið dæmdur fjarverandi. Hlaut dos Santos þrjátíu ára fangelsisdóm sem leiðtogi hópsins sem myrti Cardoso. Áður höfðu þrír verið sakfelldir fyrir aðild að morðinu. En kastljósið beindist nýverið enn á ný að syni forsetans fyrrver- andi, Nyimpine Chissano, en frá því var greint í maí að saksókn- arar í Mósambík hefðu loks gefið út ákæru á hendur honum fyrir aðild að morðinu. Er Chissano talinn hafa borið „siðferðilega ábyrgð“ á morðinu og hann er jafnframt ákærður fyr- ir aðild að ýmsu öðru glæp- samlegu athæfi. Réttarhöld yfir Chissano munu án efa taka langan tíma og verða mikill prófsteinn á dómskerfið í Mósambík og raunar á allar grundvallarstoðir samfélagsins. Það þykir hins vegar vekja vonir um að þetta unga lýðræðisríki sé undir það búið að takast á við mál sem þetta, að áhrif þess hefur þeg- ar gætt í æðstu stigum stjórnkerf- isins. Talið er nefnilega að það hafi mjög stuðlað að því að Joaquim Chissano hrökklaðist frá völdum 2004. Chissano eldri hafði verið for- seti Mósambík í heil átján ár en það þykir til marks um að Mósam- bík sé einmitt ekki eins og Zim- babwe að hann skyldi hafa neyðst til að lýsa því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í forseta- kosningunum 2004. Að vísu ræður Frelimo- flokkurinn enn öllu í Mósambík og vissulega var sú ákvörðun tekin fyrir luktum dyrum á þeim vett- vangi að Chissano skyldi víkja og Armando Emilio Guebuza verða frambjóðandi flokksins í forseta- kosningunum 2004 í staðinn. Eftir sem áður þykir sú staðreynd, að málið vegna morðsins á Cardoso hefur verið rekið fyrir opnum tjöldum, benda til að lýðræðisvit- undin sé býsna sterk og að hún muni blífa. Og Guebuza er réttkjörinn for- seti, hann hefur einmitt heitið því að ráðast gegn spillingarvand- anum og stokka rækilega upp spil- in. Það er ekki víst að það verkefni gangi snurðulaust en hitt má vera ljóst, að Carlo Cardoso dó ekki til einskis. Fjölmiðlar í Mósambík Réttarhöld yfir Chissano munu án efa taka langan tíma og verða mikill prófsteinn á dómskerfið í Mósambík og raunar á allar grundvallarstoðir samfélagsins. BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ fjallar um reynslu af þorskveiðiráðgjöf 20. júní sl. í miðopnu blaðs- ins. Töflur sem voru birtar með virðast fengnar frá Hafrann- sóknastofnun. Ég tel að það vanti betri fag- lega umfjöllun um álit þeirra fagmanna hér- lendis sem vöruðu við þessari ráðgjöf árið 1984, að það myndi gerast sem gerðist. Í töflu á miðopnu 20. júní sl. eru þessar nið- urstöðutölur sem ég vil vekja athygli á: Meðaltal „upp- haflegra mælinga á við- miðunarstofni“ er 838.000 tonn. Meðaltal „endurmetinnar stærð- ar í viðmiðunarstofni“ er 762.000 tonn. Mis- munur: 76.000 tonn. 1. Ef við margföldum þennan árlega mismun – 76.000 tonn sinnum 21 ár – vantar í „birgðabókhald“ þorsk upp á 1.596.000 tonn. Hvað varð um allan þennan þorsk? Hann hafði mælst vera til og átti að geymast til að fá „raunvexti“, en niðurstaðan varð að hann sennilega drapst, en var „afskrifaður“ með þessari mjög svo vafasömu aðferð Hafrannsóknastofnunar, „árlegu endurmati“. Hvernig gátu 1596 þúsund tonn af þorski horfið á 21 ári, í stað þess að „byggjast upp“? 2. Ef við endurskoðum töfluna í Morgunblaðinu 20. júní sl. líf- fræðilega virðist frávik vera hækk- un á náttúrulegum dánarstuðli um 9,1%. Raundánarstuðull virðist því hafa verið 18+9,1=27,1% að meðaltali árlega í stað áætlunar, 18%. Þessi líffræðilega skýring er hin eina rökrétta skýring sem stenst! Villukenningin „ár- legt endurmat“ stenst ekki! Niðurstaðan, líf- fræðilega séð, er þá að við höfum misst af veiði á þessum 76 þús- und tonnum árlega – samtals 1.596.000 tonn í aflatap plús tapaðir „raunvextir“ (uppbygging) sem gætu verið önnur eins tala við viðbótar! 3. Ef við endurskoðum þessa töflu frá 20 júní sl. með alþjóðlega lög- giltum grundvall- arreglum þá er bann- að að breyta mældum og skráðum stærðum aftur í tím- ann án tilefnis. Tilefnið er ekkert, því líffræðilega endurskoðunin stenst alþjóðlega löggiltar endur- skoðanir, og því á að nota raund- ánarstuðul sem fráviksmælingu! 4. „Árlegt endurmat“, endurskoð- unarfræði Hafrannsóknastofn- unar, verður því að teljast fölsun á upphaflega mældri stofnstærð í skilningi líffræðilegra grundvall- aratriða og grundvallarreglna í al- þjóðlega löggiltri endurskoðun. Til- efni til að breyta upphaflegri mælingu er ekkert – því raund- ánarstuðull er betri fráviksmæling, sem stenst öll próf; stærð- fræðilega, líffræðilega og löggiltar grundvallarreglur. 5. Mistök ráðgjafa Hafrann- sóknastofnunar og prófessora í „stærðfræðilegri fiskifræði“ virð- ast alltaf þau sömu! Mistökin eru að telja að unnt sé að nota eigin áætlanagerð, „stærðfræðilega fiskifræði“, með föstum 18% dán- arstuðli til fráviksmælingar, eins og sú áætlanagerð sé 100% óskeik- ul. Þarna er villan! 6. Sannprófun: Kenningar Rickers, eins af virtustu fræðimönnum í fiskifræði, eru á þessa leið: „Ef veiði er minnkandi samfara hækk- andi meðalvigt í fiskstofni, er að öll- um líkindum um ofveiði að ræða. Ef veiði er hins vegar minnkandi samfara fallandi vaxtarhraða í stofni er skýringa að öllum lík- indum að leita í breyttum umhverf- isaðstæðum frekar en að veitt hafi verið of mikið“. Í öllum tilvikum minnkandi þorsk- stofns (reiknað af Hafrann- sóknastofnun) hefur verið um fallandi vaxtarhraða í þorski að ræða, og því ekki um ofveiði að ræða samkvæmt skilgreiningu Rickers hér að framan. Niðurstaðan er þá sú að núverandi stefna Hafrannsóknastofnunar og ICES sé gjaldþrota. Allt bendir til þess að það sé fæðuskortur sem hafi valdið því að þessi 1.596.000 tonn af þorski hafi drepist við tilraunastarf- semi um „uppbyggingu“ – í stað þess að leyfa að þessi fiskur væri veiddur. Tilvitnuð úttekt Morgunblaðsins dugar ekki. Það verður að fjalla um þetta alvarlega mál út frá fyrirliggj- andi staðreyndum sem hér hafa verið raktar í aðalatriðum. Úttekt Morgunblaðsins á þorskveiðiráðgjöf Kristinn Pétursson fjallar um þorskveiðiráðgjöf Kristinn Pétursson ’Niðurstaðan erþá sú að núver- andi stefna Haf- rannsóknastofn- unar og ICES sé gjaldþrota.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með úrskurði sínum frá 30. júní sl. vísað frá I. kafla ákæru í hinu svo- kallaða Baugsmáli, en þar er Jón Ás- geir Jóhannesson einn ákærður, aðallega fyrir fjársvik (248. gr. al- mennra hegningarlaga) en til vara umboðssvik (249. gr.). Fjársvikaákvæðið lýsir refsiverða þá hátt- semi að koma manni til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd viðkomandi og hafa þannig fé af honum eða öðrum. Ákæruliður þessi gengur út á það að JÁJ hafi keypt 10–11 búðirnar sjálfur og síðan talið stjórn Baugs á að kaupa þær á hærra verði þegar stjórn Baugs hafi talið sig vera að kaupa af fyrri eigendum og hagnast þannig sjálfur um 200 m.kr. Ef ske kynni að ákærða tækist að sýna fram á að stjórn Baugs hefði vit- að af því að JÁJ væri raunverulegur seljandi, er til vara ákært fyrir um- boðssvik. Umboðssvik eru skilgreind sem svo að maður misnotar aðstöðu sína, sér eða sínum til hagsbóta, en um- bjóðanda sínum til tjóns. Brot er full- framið við misnotkun aðstöðu, alveg án tillits til þess hvort af misnotkun hlýst tjón. Hætta á ólögmætri yf- irfærslu fjármuna (tjóni) er saknæm. Nægjanlegt er að háttsemi hafi í för með sér verulega hættu á tjóni til að um brot sé að ræða. Í úrskurði héraðsdóms segir að í ákæru sé lýst viðskiptum með hlutafé sem ákærði hefði keypt og síðan selt Baugi allmörgum mánuðum síðar án þess að láta þess getið að hann væri seljandinn. „Baugur á að hafa greitt hærra verð fyrir hlutaféð en ákærði greiddi. Mismunurinn sé tap Baugs hf. en verulegur hluti hans sé hagn- aður ákærða og tilgreindra einka- hlutafélaga, eins og lýst var. Segir síðan: „Því er ekki lýst í ákæruliðnum að ákærði hafi haft fé af Baugi hf., heldur verður helst ráðið af honum að verið sé að lýsa því að Baugur kynni að hafa getað eða hafi átt að geta, gert betri kaup ef ákærði hefði unnið að viðskiptunum á annan veg. Verknaðarlýsing ákæru er samkvæmt þessu ekki lýsing á fjár- svikum heldur við- skiptum sem vera kann að hafi verið óhagstæð fyrir Baug hf. en hugs- anlega hagstæð fyrir ákærða eða aðra. Um varaheimfærslu ákæru til um- boðssvika segir að með sama hætti sé ekki lýst auðgunarbroti heldur við- skiptum sem kunni að hafa verið óhagstæð fyrir Baug en hagstæð ákærða. Úrskurður þessi stenst ekki lög- fræðilega skoðun. Fjársvik og um- boðssvik eiga sér yfirleitt stað í við- skiptum manna á milli. Það er helber rökleysa og á skjön við almennan les- skilning að segja að í ákæru sé lýst viðskiptum en ekki auðgunarbrotum. Ákæran lýsir vissulega viðskiptum, en hún lýsir viðskiptum þar sem meint auðgunarbrot eiga að hafa átt sér stað. Dómarinn segir ákæru lýsa viðskiptum þar sem ákærði hafi hugs- anlega hagnast á kostnað Baugs. Þar liggur hundurinn grafinn. Hafi ákærði auðgast á kostnað Baugs með því að beita stjórn Baugs blekkingum eins og lýst er í ákæru, þá er uppfyllt verknaðarlýsing fjársvikaákvæðisins. Sé ósannað að ákærði hafi beitt stjórnina blekkingum, en sannað að ákærði hafi hagnýtt sér aðstöðuna til þess að hagnast á kostnað Baugs, er uppfyllt verknaðarlýsing umboðss- vikaákvæðisins. Séu hvorki blekk- ingar né misnotkun aðstöðu sannaðar ber að sýkna. Svo einfalt er málið. Undirritaður er ekki í þeirri stöðu að geta fullyrt nokkuð um sekt eða sýknu varðandi hinn frávísaða ákærulið, enda hefur aðalmeðferð ekki átt sér stað. Fullyrða má að dómarinn hafi í frávísunarúrskurð- inum kveðið upp efnisdóm í málinu. Hnekki Hæstiréttur frávísun þessari kemur ákæruliðurinn til efnislegrar meðferðar. Er þá komin upp áleitin spurning um það hvort núverandi dómari sé bær til þess að fara áfram með málið. Er alltént umhugsunar- efni að dómarinn skuli hafna mála- tilbúnaði ákæruvaldsins að stórum hluta án þess að sönnunarfærsla hafi átt sér stað. Til að réttvísin hafi sinn gang er mikilvægt, bæði fyrir ákæruvald og sakborninga, að dómari vegi og meti ákæruatriði og sönnunargögn með réttsýni og opnum huga, laus við póli- tískan þrýsting, ágang blaðamanna, samsæriskenningar og moldviðri spunameistara. Mikilvægast er að all- ir standi jafnir fyrir lögunum, óháðir stöðu og efnahag. Sakborningar í Baugsmálinu eiga ekki að fá neina aðra meðferð fyrir dómi en aðrir sak- borningar. Á Íslandi megum við ekki innleiða réttarfar ríka mannsins. Réttarfar ríka mannsins Sveinn Andri Sveinsson fjallar um Baugsmálið ’Mikilvægast er að allirstandi jafnir fyrir lög- unum, óháðir stöðu og efnahag. Sakborningar í Baugsmálinu eiga ekki að fá neina aðra meðferð fyrir dómi en aðrir sak- borningar.‘ Sveinn Andri Sveinsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.