Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 31

Morgunblaðið - 06.07.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 31 MINNINGAR ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fædd- ist í Hveragerði 14. desember 1961. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 29. júní síðastlið- inn. Hún er dóttir hjónanna Helgu Baldursdóttur hús- móður, f. 6. ágúst 1937, og Sigurðar Guðmundssonar bílstjóra, f. 30. ágúst 1918, d. 19. maí 1997. Systkini Guðrúnar eru: 1) Halldór Már, hálfbróðir samfeðra, f. 26. maí 1942, d. 14. október 1993. Móðir Halldórs var Jóhanna Björg Pálsdóttir, f. 17. júlí 1914, d. 28. janúar 1948. Alsystkin Guðrún- ar eru: 2) Margrét Björg, f. 14. febrúar 1958, maki Ingvar Geir Guðbjörnsson, þau eiga þrjú börn. 3) Baldur, f. 10. febrúar 1959, maki Sveinbjörg Guðna- dóttir. Baldur á fimm börn úr fyrri sambúð og fimm barna- börn. 4) Guðmundur, f. 18. jan- úar 1963, maki Sigríður Björk Sigurðardóttir, þau eiga þrjú börn. 5) Hulda, f, 26. apríl 1974, maki Sigurður Hlíðar Dagbjarts- son. Guðrún hóf ung sambúð með Jóni Ögmundssyni frá Vorsabæ í Ölfusi, f. 12. september 1956. Þau eignuð- ust tvo drengi, þeir eru: 1) Ögmundur, f. 5. október 1979, maki Ida Lön, f. 24. desember 1979. 2) Þorbjörn, f. 10. mars 1984, maki Vigdís Anna Kolbeinsdótt- ir, f. 14. október 1981, þau eiga Daníel Örn, f. 10. febrúar 2002, og Elínborgu Kötlu, f. 25. mars 2004. Fyrstu árin bjuggu Guðrún og Jón í Hveragerði og árið 1993 fluttust þau að Hjallakróki í Ölf- usi og reistu þar bú. Þau slitu samvistir í ársbyrjun 2004. Þá fluttist Guðrún að Bjarkarheiði 5 í Hveragerði. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðrún var Hvergerðingur og bjó þar stærstan hluta ævinnar. Hún var lífsförunautur Jóns, tvíburabróður míns, í tæp þrjátíu ár. Við tvíburarnir höfum alla tíð verið náin og þegar Guðrún kom inn í líf Jóns urðu tengsl- in einnig sterk við hana. Góð vinátta tókst með okkur Guðrúnu sem varaði alla tíð. Ég fékk að vera heimagangur á þeirra heimili og fylgjast með upp- vexti sona þeirra. Foreldrarnir sýndu mér mikinn heiður þegar þau báðu mig að halda báðum drengjunum undir skírn. Guðrún var minnug og þekkti vel til á Suðurlandi, var ættfróð og vissi margt um fyrri tíð. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana og hafði sívirkan huga fram á síðasta dag. Sérstaklega fylgdist hún vel með sínu fólki og var annt um velferð þess. Guðrún var vinmörg og gestrisin og þótti gott að hafa fólk í kringum sig. Hún þekkti veikindi og var um- hyggjusöm þegar eitthvað bjátaði á hjá öðrum Hún var mikil hannyrða- kona og henni tókst ótrúlega að sinna þessu áhugamáli þrátt fyrir skerta getu. Jólaboð stórfjölskyldunnar, hjá Guðrúnu og Jóni, á jóladaginn var fastur liður í mörg ár. Í hugum dætra minna var þetta jólaboð stór þáttur jólahaldsins. Í hartnær tvo áratugi hafði Guðrún yfir sér harðan húsbónda, sem var mikill heilsubrestur. Þessi húsbóndi var miskunnarlaus og hélt henni föst- um tökum. Hún sýndi mikinn lífsvilja og óbilandi baráttuþrek frá byrjun sinna veikinda og alveg þangað til yfir lauk. Á þrítugsaldri greindist Guðrún með MS-sjúkdóminn og var fljótlega frá því bundin við hjólastól það sem eftir var. Þá greindist hún þrisvar með krabbamein. Tvisvar tókst Guð- rúnu að vísa vágestinum á braut, en í þriðja skiptið gat líkaminn ekki meir. Heilsuleysi Guðrúnar var þungur kross sem hún þurfti að bera seinni hluta ævinnar. En lífið gaf henni líka stórar gjafir. Guðrún átti alltaf góða að sem veittu henni ríkulega af um- hyggju og ástúð. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum, í stórum systkinahópi. Guðrún hóf sambúð ung að árum með Jóni bróður mínum. Þau eign- uðust tvo drengi, þá Ögmund og Þor- björn. Fyrstu árin bjuggu þau í Hveragerði en árið 1993 fluttu þau að Hjallakróki í Ölfusi og endurbyggðu býlið. Guðrún var heima öll uppvaxtarár drengjanna og fékk hún að njóta þeirrar ánægju að sjá þá fara út í lífið, fá sér lífsförunauta og stofna fjöl- skyldur. Guðrún eignaðist tvö barna- börn sem voru henni gleðigjafar. Guðrúnu var það mikilvægt að vera heima. Öll hjálpuðust þau að við að halda fjölskyldunni saman og var Jón ávallt á vaktinni að sinna Guðrúnu. Þetta var mikið verkefni sem hann sinnti af alúð og það þyngdist stöðugt. Svo fór að leiðir Jóns og Guðrúnar skildu fyrir 2½ ári. Á árinu 2004 flutti Guðrún í Bjarkarheiði 5 í Hveragerði og bjó sér fallegt heimili þar sem öll- um var vel tekið. Hveragerðisbær tók mynduglega á móti Guðrúnu og gerði henni kleift að búa á sínu nýja heimili. Þar annaðist hana faglegt og umhyggjusamt starfsfólk. Síðustu árin var stofnaður stuðn- ingshópur kringum Guðrúnu. Ein- staklingar í þessum hópi skiptust á að vera hjá henni og aðstoða hana við dagleg störf. Synir hennar og tengdadætur, móðir og systkini voru vakin og sofin í að gæta Guðrúnar og gera henni mögulegt að búa heima þar til yfir lauk. Ég þakka Guðrúnu okkar góðu kynni í tæpa þrjá áratugi og bið Guð að blessa minningu hennar. Elsku Ögmundur og Þorbjörn, og aðrir ást- vinir, Guð gefi ykkur styrk. Anna María Ögmundsdóttir. Hversdagshetja er fallin. Tveir ill- vígir sjúkdómar sem læknavísindin eiga enn ekkert svar við tóku saman höndum við að beygja unga konu í duftið. Líkaminn fór fljótt halloka fyr- ir þeim sem fyrr réðst til atlögu, en lífsviljinn gaf sig aldrei, ekki fyrr en þeir í sameiningu slökktu lífsljós hennar fyrir fullt og allt. Guðrún mág/svilkona okkar var ung að árum er hún varð meðlimur í Vorsabæjarfjölskyldunni, þegar hún og Jón í Vorsabæ felldu hugi saman. Bæði fædd og uppalin í sömu sveit, sprottin úr sama jarðvegi. Fljótlega fæddist þeim sonur og annar innan fárra ára. Í millitíðinni reistu þau sér hlýlegt heimili uppi í Hveragerði í seilingarfjarlægð frá Vorsabæ. Lífið brosti við þeim, fyrirheitin lágu í loft- inu. En þá dró dökk ský upp á þeirra himin. Guðrún greindist með MS- sjúkdóm, sem sótti strax fram með miklum þunga. Hækjur voru óumflýj- anlegar og löngu innan við þrítugt var þessi unga og fallega móðir algjörlega bundin við hjólastól. Jafnhliða fór styrkur og hreyfigeta í höndum þverrandi. Þetta voru grimm örlög og mikið lagt á þessa ungu fjölskyldu. Æðruleysi Guðrúnar og Jóns var þrátt fyrir þetta einstakt. Þótt þau leituðu henni allra þeirra lækningar- ráða sem hugsanleg voru, innanlands og utan, án árangurs, héldu þau ótrauð sínu striki. Þau festu kaup á jörð í sveitinni sinni, Hjallakróki, og þar reistu þau myndarlegt hús sem þau fluttu í í byrjun síðasta áratugar. Jón rak á þeim tíma stóra garðyrkju- stöð uppi í Hveragerði og var því mik- inn hluta dags við störf þar, en Guð- rún var heima ásamt drengjunum og húshjálpinni. Guðrún vildi vera heima meðan þess var nokkur kostur og allir lögðust á eitt til að svo mætti vera. Jón tók einnig að byggja upp ört stækkandi kjúklingabú í Hjallakróki, sem gerði honum kleift að hætta rekstri garðyrkjustöðvarinnar í Hveragerði og flytja vinnu sína þann- ig að mestu á heimajörðina, því mátt- ur Guðrúnar minnkaði jafnt og þétt. Við þessar erfiðu aðstæður hélt Guðrún ótrúlegum sálarstyrk. Þeim Jóni tókst að halda heimili þrátt fyrir allt. Þau ólu saman upp tvo mann- vænlega syni sem líka lögðu fram sinn skerf til að skapa gott heimili; heimili sem dró að sér fjölskyldur þeirra beggja, vini og kunningja eins og ekk- ert hefði í skorist. Um hver jól héldu þau báðum fjölskyldunum myndarleg heimboð, sem áttu drjúgan þátt í að treysta fjölskyldubönd og samheldni. Guðrún tók fullan þátt í þessu, ærsl- aðist með og „dansaði“ meira að segja með í kringum jólatréð í hjólastóln- um. Áhugi hennar á lífinu og um- hverfinu dvínaði aldrei. Þótt hún dveldi nær öllum stundum heima var ótrúlegt hvað hún tók eftir öllu í kringum sig og var stálminnug á fólk og atburði. Hún fylgdist grannt með mannaferðum um sveitina og margir duttu inn í kaffispjall og sögðu henni fréttir. Sjúkdómurinn gaf engin grið og nú bættist krabbamein við. Í fyrstu var það staðbundið og virtist sem tekist hefði að uppræta það, en fyrir um það bil ári síðan blossaði það upp aftur og þá af illvígasta tagi. Öll þessi erfið- leikaár duldist engum að Jón annaðist Guðrúnu að meira eða minna leyti af aðdáunarverðum dugnaði og geð- prýði og gerði henni það í raun mögu- legt að fylgja sonum sínum öll upp- vaxtarárin, þar til þeir fluttu að heiman og stofnuðu sín eigin heimili. En smám saman tóku þessar þrengingar að bitna á sambandi þeirra. Þreytan tók að segja til sín og að því kom að þau afréðu að slíta sam- vistum. Áfellisdómar um það eru óvið- eigandi með öllu, enda engum mögu- legt að setja sig í þeirra spor í þessum áralöngu og slítandi erfiðleikum. Það sem skiptir máli er að þau komu sér saman um þessa tilhögun. Jón reisti henni nýtt hús í Hveragerði, sérsniðið að hennar þörfum, og þau völdu sam- an í það innréttingar og annað sem til þurfti. Þarna hélt hún svo heimili með dyggri aðstoð móður sinnar, systkina, sona sinna og fjölskyldna þeirra allra síðastliðin tvö ár. Þar undi hún hag sínum vel og var það eftirtektarvert að í þeim sjúkrahúslegum sem hún þurfti að undirgangast þetta síðasta ár leitaði hugurinn oftlega heim í Bjarkarheiðina og þangað ætlaði hún sér um leið og unnt væri. Til hinstu stundar hélt hún þeim eiginleika sínum að hafa lifandi áhuga fyrir fólki og umhverfi sínu og æðru- leysið var aðdáunarvert. Við þökkum henni góða og gefandi samferð í nær- fellt þrjá árutugi. Elsku Helga, Ögmundur, Þorbjörn og fjölskyldan öll. Við vottum ykkur innlega okkar dýpstu samúð og biðj- um góðan guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Sólveig D. Ögmundsdóttir, Bjarni Frímann Karlsson. Elsku Guðrún, það er með söknuði og trega sem ég kveð þig. Ég man hvað ég kveið fyrir að hitta fjölskyldu þína, en einhvern veginn smullum við saman og urðum strax mjög góðar vinkonur, en við vorum mágkonur til margra ára. Eflaust hef- ur það verið prjónaskapurinn og út- saumurinn sem tengdi okkur saman til að byrja með. Síðan áttum við strákana okkar með stuttu millibili og tókst þér alltaf að vera aðeins á undan mér. Þeir voru ekki ófáir dagarnir sem við eyddum í að prjóna á prinsana og létum fátt stoppa okkur við þetta áhugamál okk- ar. Þegar þú komst galvösk í Þorláks- höfn keyrandi á rútunni, sem mér er svo minnisstæð, við helltum upp á kaffi og síðan var hlegið, prjónað, saumað og við bárum saman bækur okkar um prinsana. Þegar ég átti svo tvíburana sást þú um að prjóna peys- ur á annað þrátt fyrir að hendurnar hlýddu þér ekki alltaf. Þetta tókst hjá þér með mikilli seiglu, þolinmæði og ekki síst þrjósku. Seinna flutti ég og fjölskyldan til Hveragerðis og ekki minnkaði sam- gangurinn við það. Stundum fórum við í Vorsabæ með strákana að taka upp rófur og gulrætur, það voru ynd- islegar stundir við ána að þvo upp- skeruna og stundum skruppum við inn í Vorsabæ til Ögmundar og feng- um okkur kaffitár hjá honum og spjall. Síðan fluttu þið fjölskyldan að Króki í Ölfusi, þangað var alltaf jafn- gott að koma. Þér tókst að vera á undan mér að verða amma og þvílík gleði sem mér líður ekki úr minni þegar ég fór með þér að skoða fyrsta barnabarnið í fyrsta skipti, það var yndisleg stund. Síðan átti annað eftir að bætast við og ekki var gleðin minni þá. Að horfa upp á þig ganga í gegnum þau áföll sem þú varðst fyrir af þvílíku æðruleysi og kjarki er aðdáunarvert og aldrei var uppgjöf að finna. Þú varst mikil hetja sem vert er að líta upp til og taka til fyr- irmyndar. Elsku Guðrún og fjölskylda, mig langar að þakka ykkur öllum fyrir all- an stuðninginn sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin. Blessuð sé minning þín, kæra vin- kona. Elsku Mundi, Ída, Tobbi, Vigga, Daníel, Elínborg, Helga og fjölskylda, við fjölskyldan vottum ykkur samúð okkar Heiða Guðna. Nú ert þú horfin yfir móðuna miklu, minn ágæti nemandi og síðar næsti nágranni. Undanfarin ár hefur sú spurning oft leitað á hug minn hvernig það megi gerast að jafnþung- ar byrðar séu lagðar á herðar einnar og sömu manneskju. Við, sem drep- um hér fæti á jörðu örskotsstund, munum víst seint fá svar við þeirri spurningu frá höfundi lífsins. Þér kynntist ég fyrst sem nemanda í Gagnfræðaskólanum í Hveragerði. Fagurrauð umgjörð hársins um hvítt andlitið var hið fyrsta sem vakti at- hygli mína. Góðleikinn, sem mér þótti ætíð frá þér stafa, er þó ríkari í minni. Árið 1982 fluttist þú í raðhúsið á Heiðarbrún 49 við hlið mér ásamt Jóni manni þínum og syninum Ög- mundi. Þar var heimili ykkar í rúman áratug og sonurinn Þorbjörn bættist í fjölskylduna árið 1984. Stuttu síðar greindist þú með MS-sjúkdóminn. Tuttugu ára baráttu þinni við þann sjúkdóm og einnig krabbamein síðari árin er nú lokið. Æðruleysi þitt, bjart- sýni og kjarkur í þessari baráttu var með eindæmum og geymir þig í huga mér sem sanna hetju. Aldrei lagðir þú árar í bát heldur gerðist listamaður hins mögulega. Þú lagðir rækt við handavinnu, sóttir ýmis námskeið, fórst á hjólastólnum til bifreiðar og annaðist hjálparlaust ýmsar útrétt- ingar fjarri heimilinu. Hjá þér og þinni fjölskyldu átti Össur sonur minn margar góðar stundir og hafa þau tengsl ekki rofnað síðan. Minningin um þig verður mér, konu minni og börnum fögur og lær- dómsrík. Að leiðarlokum sendum við að- standendum þínum og ástvinum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Björn Pálsson. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sandra Rós Jónasdóttir, bekkjarsystkini í Grunnskóla Hveragerðis, Karlinna og Helga Jós. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐGEIR ÞÓRARINSSON klæðskeri, áður til heimilis í Stóragerði 1, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 29. júní, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. júlí kl. 11.00. Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson, Þórarinn Guðgeirsson, Vicki Guðgeirsson, Eva Sigríður Kristmundsdóttir, Vignir Bjarnason, Guðgeir S. Kristmundsson, Davíð Örn Jónsson, Hildur Ósk Jónsdóttir, Christine McLaughlin, Steve McLaughlin, Kevin Thorarinsson og langafabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÓSKAR SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, Víðimýri 10, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 11.00. Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason, Elísabet B. Vilhjálmsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON fyrrverandi skrifstofustjóri í Ríkisendurskoðun, Árskógum 8, lést miðvikudaginn 28. júní á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.00. Elísabet Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Marta Kjartansdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Örn Guðmundsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.