Morgunblaðið - 06.07.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Pabbi minn, Kalli,
var frábær maður.
Jafnvel þótt hann
hafi ekki átt stóran
þátt í lífi mínu síðustu árin, átti
hann og mun alltaf eiga, stóran
hlut í hjarta mínu.
Frá því sem ég hef sjálf séð og
aðrir hafa sagt mér held ég að
hann hafi verið mjög sterkur
persónuleiki sem stóð fast við
skoðanir sínar og var mjög um-
hugað að deila þeim með öðrum.
Hann elskaði tónlist, náttúruna
og fjölskylduna sína. Hann var
mjög vinsæll, fólk leit upp til
hans og þótti mjög vænt um
hann. Hann naut virðingar og
trausts vina sinna og fjölskyldu
sem hann átti sannarlega skilið.
Tónlist var mjög stór þáttur í
lífi hans, hún var hans köllun og
ég held að hann hafi verið mjög
hæfileikaríkur tónlistarmaður.
Samband okkar hefur verið
stopult. Þegar ég var lítil heim-
sótti hann mig og mömmu mína
nokkrum sinnum og jafnvel þótt
ég muni ekki eftir því er ég
ánægð að vita að honum þótti
mjög vænt um mig.
Þegar ég var átta ára fórum
við mamma til Íslands yfir sum-
arið. Ég átti níu ára afmæli þar
og komið var fram við mig eins
og ég hefði alltaf átt heima þar.
Ég skemmti mér mjög vel allan
tímann og þannig mun ég alltaf
muna það.
Ég fékk tækifæri til að vera
með íslensku fjölskyldunni
minni og ég er svo ótrúlega glöð
að hafa fengið það tækifæri.
Þetta var í rauninni ekki ferða-
lag heldur frekar eins og að
koma heim. Eftir þetta héldum
við dálitlu sambandi í gegnum
tölvupóst.
Þegar við mamma komumst að
því að hann væri veikur fórum við
að skrifast á nokkuð oft. Ég var
auðvitað hrædd og áhyggjufull
vegna hans en ég var næstum
viss um að hann myndi ná sér.
Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki
reynt að vera í betra sambandi
við hann.
Ég hugsaði mikið um fjölskyld-
una hans. Ég átti mjög erfitt með
að takast á við þetta og ég get
ímyndað mér hversu sárt þau hafa
fundið til og gera enn.
Þegar við fengum fréttirnar að
hann myndi ekki hafa þetta af
KARL
PETERSEN
✝ Karl Petersenfæddist í
Reykjavík 6. júlí
1960. Hann lést á
heimili sínu á Akur-
eyri aðfaranótt 2.
apríl síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Akureyrar-
kirkju 12. apríl.
varð ég miður mín.
En eins og sagt er þá
deyr vonin síðust.
Auðvitað var ég
enn að vona, jafnvel
þótt að ég vissi allan
tímann innst inni að
hann myndi deyja.
Ég og mamma fór-
um til Íslands til að
hitta hann. Ég var
mjög stressuð að
hitta fjölskyldu mína
aftur sem ég hafði
ekki séð í sjö ár. En
allt fór vel. Mér
fannst ég vera mjög örugg og eins
og áður leið mér eins og ég væri
komin heim. Ég var þar í viku og
fór að hitta pabba á hverjum degi.
Við töluðum saman og kynntumst
upp á nýtt.
Ég get ekki lýst því hversu
ánægð ég er að hafa farið að hitta
hann í síðasta sinn.
Ég hef hugsað mikið um Fríðu.
Hún er litla systir mín og er mér
svo mikils virði. Ég er mjög stolt
af henni og þykir mjög vænt um
hana. Ég var mjög ánægð að hitta
hana aftur eftir öll þessi ár. Fríða,
ég vona að þú lesir þetta, ég vil að
þú vitir hversu vænt mér þykir um
þig. Katla, Óli og Heiða ég er glöð
að eiga ykkur að á Íslandi. Þið haf-
ið verið mér meiri stuðningur en
þið gerið ykkur grein fyrir.
Ég vil þakka frændsystkinum
Kalla fyrir samúðarkveðjur og
gjöfina. Ég met það mikils að þið
skrifuðuð kort til mín. Ég er mjög
þakklát. Ég vil líka þakka Heiðu,
Kötlu, Óla og Fríðu fyrir allt sem
þau hafa gert og sendi ykkur sam-
úðarkveðjur. Takk fyrir að bjóða
mig og mömmu svona velkomnar,
jafnvel eftir allt sem þið hafið
gengið í gegnum. Ég vona að ykk-
ur sé farið að líða betur og ég vil
að þið vitið að þið eruð alltaf vel-
komin hingað.
Mér þótti líka vænt um að sjá að
Heiða, Fríða, Katla og Óli fengu
mikinn stuðning frá fjölskyldum
Heiðu og pabba.
Takk, afi og amma, fyrir að
bjóða okkur til ykkar og að láta
okkur finnast við vera öruggar.
Samúðarkveðjur til ykkar, Krist-
ínar og Ragnars.
Mig langar líka að senda stórar
þakkir til Sillu og fjölskyldu fyrir
að styðja okkur svona vel og bjóða
okkur að vera á heimili sínu.
Mamma hefði ekki komist í gegn-
um þetta án ykkar.
Öll fjölskyldan mín bæði hér í
Svíþjóð og í Finnlandi sendir ást-
ar- og samúðarkveðjur.
Pabbi minn verður alltaf stór
hluti af mér og í hvert sinn sem ég
heyri spilað á trommur mun ég
hugsa um hann, enda er ég ákaf-
lega stolt dóttir Karls Petersen,
Aniina Ragna
Karlsdóttir.
✝ Sigurður Jóns-son fæddist í
Köldukinn í Hauka-
dalshreppi í Dala-
sýslu 27. mars 1914.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Víf-
ilsstöðum 25. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Óli Árnason
bóndi í Köldukinn
og Lilja Þorvarðar-
dóttir húsmóðir.
Sigurður var yngst-
ur 10 systkina sem
öll eru látin. Sjö þeirra komust til
fullorðinsára auk Sigurðar og
þau voru, Árni Jón, f. 1896, Ax-
elía, f. 1897, Anna Kristín, f.
1899, Kristbjörg, f. 1900, Ólafur
Haraldur, f. 1904, Lilja, f. 1906,
og Guðbrandur Ásgeir, f. 1910.
Sigurður eignaðist tvö börn
með Önnu Marí Jakobsen, þau
eru: 1) Anna Jóna, f. 1940, gift
Einari H. Kristjánssyni og eiga
þau eina dóttur, Lilju Rós, f.
1974. 2) Karl Arne, f. 1942,
kvæntur Birthe Sigurdsson og
eiga þau þrjár dætur, a) Jytte, f.
1970, gift Ulf, þau eiga tvö börn,
Emil og Önnu, b) Susanne, f.
1973, gift Christian, þau eiga tvo
syni, Magnus og Nikulas og c)
Malene, f. 1978.
Eiginkona Sigurðar er Guðrún
Hjartardóttir, f. 1923. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Hjörtur
Egilsson bóndi í Knarrarhöfn í
Hvammssveit í
Dalasýslu og Ing-
unn Ólafsdóttir
húsmóðir. Börn
Sigurðar og Guð-
rúnar eru: 1) Árni,
f. 1949, kvæntur
Selmu Magnúsdótt-
ur. 2) Hjörtur Egill,
f. 1952. 3) Ingunn,
f. 1954, í sambúð
með Jóni Axel
Brynleifssyni. Hún
á þrjú börn, a) Ósk-
ar Þór, f. 1975, syn-
ir hans Sigurður
Karl og Hlynur Ingi, b) Sigrúnu
Björk, f. 1987 og c) Sigurð, f.
1979, d. 1990. 4) Jón Óli, f. 1965, í
sambúð með Kristínu Árnadótt-
ur. Hann á þrjú börn, Sigurgeir
Smára, f. 1987, Sigurð, f. 1988 og
Heiðrúnu Ósk, f. 1993.
Sigurður varð bóndi í Köldu-
kinn eftir föður sinn og sinnti
þar búskap með Guðrúnu eigin-
konu sinni. Sigurður vann auk
þess ýmsa vinnu er gafst með-
fram búskap. Hann sinnti fjölda
starfa er tengdust félags- og
sveitarstjórnarmálum. Hann var
meðal annars sveitarstjórnar-
maður, oddviti og hreppstjóri í
Haukadalshreppi til fjölda ára.
Hin síðari ár höfðu þau Guðrún
búsetu í Reykjavík, í Hraunbæ
90.
Útför Jóns verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku langafi, með þessu ljóði,
Kveðja, kveðjum við þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Guð geymi þig, elsku langafi.
Sigurður Karl og Hlynur Ingi.
Kæri tengdapabbi, loksins
fékkstu hvíldina sem þú varst búinn
að þrá, og nú ertu kominn í hendur
Guðs.
Núna rifjast það upp fyrir mér er
ég kom fyrst í heimsókn til ykkar í
Hraunbæinn. Strax við fyrstu kynni
var eins og við hefðum þekkst í lang-
an tíma. Ég minnist þess hversu
miklar framtíðaráætlanir þú hafðir
þrátt fyrir háan aldur og hvað þú
áttir eftir að gera mikið.
Við ræddum mikið um bíla, vélar
og búskap. Einnig er mér minnis-
stætt er við Ingunn komum til ykkar
þegar þið hjónin voruð stödd í
Köldukinn, þá fórum við tveir í bíltúr
og þú sýndir mér sveitina þína, og
sagðir mér nöfnin á öllum bæjum og
kennileitum. Er ég hugsa til baka
finnst mér eins og þú hafir verið að
kveðja sveitina. Þú varst svo óhepp-
inn að slasast á fæti og var eins og
öllu væri lokið fyrir þér og heilsu
þinni hrakaði smátt og smátt eftir
það. Það var alltaf gaman að koma í
Hraunbæinn og spjalla við þig og fór
alltaf vel á með okkur.
Kæri vinur, ég vildi að kynni okk-
ar hefðu verið lengri, ég veit að við
hefðum getað brallað ýmislegt sam-
an. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jón Axel.
Í dag kveðjum við Sigurð Jónsson
frá Köldukinn. Hann var ömmubróð-
ir minn og yngstur systkinanna í
Köldukinn í Haukadal. Ég kynntist
Sigga frænda sem barn þegar farið
var vestur í Dali í heimsókn og svo
dvaldi ég í Köldukinn nokkra sum-
armánuði. Í augum barnsins var
Siggi frændi stórbóndi, húsbóndinn
á heimilinu og merkur hreppsnefnd-
armaður sem margir leituðu til og
vissi allt um stjórnmál og landsins
gagn og nauðsynjar. En það var allt-
af stutt í grallaraskapinn, gráglettn-
ina og stríðnina sem fylgdi honum
alla tíð. Einnig var Sigurði margt til
lista lagt. Hann gat átt það til í önn-
um hversdagsins að setjast við heim-
ilisorgelið, spila og syngja og lét þá
okkur krakkana stundum stíga fyrir
sig orgelið. Svo var hann skyndilega
rokinn á græna Willys-jeppanum í
einhverjum mikilvægum erinda-
gjörðum út um sveitir.
Ég lærði margt á dvöl minni í
Köldukinn hjá Sigurði, Guðrúnu og
börnum þeirra og kveð frænda minn
með og þakklæti í huga. Þar sem ég
get ekki fylgt Sigurði í dag sendi ég
fjölskyldu hans og öllum aðstand-
endum samúðarkveðju.
Tak þú, jörð, með opnum örmum
óskabarn í hinsta sinn.
Bú þú um á beði vörmum
bóndann, góða soninn þinn.
Honum gefðu á hæstum vetri
hlýjan svæfil, mjúka fold.
Hvergi er værðin honum betri
heldur en í þinni mold.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson.)
Ragna Rögnvaldsdóttir.
Nú er hann Siggi í Köldukinn, vin-
ur minn og frændi, farinn í sína
hinstu för. Margar minningar koma í
hugann, allt frá barnæsku þekkti ég
Sigga og ólst upp á næsta bæ. Þá var
ekki kominn sími í sveitinni nema á
einstaka heimili. Á mínu heimili var
símstöð, þær voru ófáar ferðirnar
sem ég var send með boðsendingar
til Sigga, þegar menn vantaði í upp-
skipunarvinnu o.fl. Ég var ekki há í
lofti, fór af stað með hjartslátt mest
af ótta við að gæsirnar væru fyrir
neðan bæjarhólinn á Köldukinn. Þá
var gassinn óðara kominn æðandi og
gargandi á móti mér og ef Siggi sá til
mín var ég óhult. Þá kom hann eins
og í loftinu á móti mér, rak fuglana
burt og sagði þá ævinlega ,,aumingja
litla stelpan“. Oft síðan hef ég heyrt
þessa setningu þegar ég hef hitt
hann.
Siggi var sérstakur og ekki allra.
Hann var vinur vina sinna og ég
naut þess. Eitt sinn þegar maðurinn
minn lenti í óhappi og var óvinnufær
lá taðan þurr á túninu og spáð rign-
ingu. Þá gekk ég með fjórða barnið
og Siggi mun hafa fregnað af ástand-
inu og kom með rakstrarvél og tók
saman allt heyið. Síðan eru liðin 48
ár. Svona hjálp gleymist ekki.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Björn. Jónsson.)
Nú er Siggi laus úr sínum sjúka
líkama og kominn þangað sem öllum
líður vel. Mér finnst ég sjái hann
grínast við vini og nágranna sem
farnir voru á undan.
Kær kveðja frá okkur Elísi.
Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir.
SIGURÐUR
JÓNSSON
✝ Konráð RagnarSveinsson
fæddist í Saltvík á
Kjalarnesi 22. mars
1930. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. júní
síðastliðinn. Kon-
ráð var sonur
Sveins Jónssonar,
f. 13.6. 1889 og
Kristínar Sigurðar-
dóttur, f. 21.7.
1898. Systkini Kon-
ráðs, sem látin eru,
voru Haukur, f.
28.9. 1917, Sigrún, f. 25.1. 1920,
dóttur, f. 23.11. 1911, og Jóns
Jóhannssonar, f. 16.9. 1911. Kon-
ráð og Guðbjörg eignuðust fimm
börn, þau eru: Kristín, f. 29.7.
1955, Sveinn, f. 25.1. 1957, d.
1.2. 2004, Svanhvít, f. 17.3. 1958,
Konráð Ragnar, f. 20.7. 1962 og
Arnar, f. 2.8. 1971, fyrir átti
Guðbjörg Jóna dótturina Önnu
Brynhildi, f. 12.1. 1953, sem
Konráð ól upp sem sína eigin.
Barnabörnin eru átta og barna-
barnabörnin sjö.
Konráð og Guðbjörg Jóna
bjuggu í Háagerði 25 í Reykja-
vík í tæp 50 ár. Síðastliðin 5 ár
hafa þau búið í Háagerði í
Grímsnesi. Konráð vann lengst
af hjá Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni á Kletti í Reykjavík.
Útför Konráðs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Sveindís, f. 11.11.
1922, Theodóra, f.
28.5. 1924 og Guð-
rún, f. 6.11. 1928,
hálfsystkini sam-
feðra voru Svanhvít
Sylvía, f. 30.6. 1910
og Guðni, f. 19.10.
1912. Bróðir Kon-
ráðs, Haraldur, f.
4.5. 1926, lifir systk-
ini sín.
Konráð kvæntist
7.8. 1954 Guðbjörgu
Jónu Jónsdóttur, f.
8.3. 1935. Hún er
dóttir Ingvarar Önnu Guðbjörns-
Fallinn er frá æskuvinur minn,
Konráð Ragnar Sveinsson. Þegar að
kveðjustund kemur finnst manni
hún ávallt koma of fljótt og sam-
verustundirnar hefði mátt vera
fleiri.
Minningarnar eru margar, við
kynntumst árið 1951, báðir starfs-
menn Reykjavíkurborgar, hann bíl-
stjóri á vörubíl og ég vann á bíla-
verkstæðinu. Með okkur tókst
fljótlega vinátta, sem engan skugga
hefur fallið á frá fyrstu tíð. Eins og
gengur með unga menn, báðir með
hóflega bíladellu, var farið í margar
ökuferðir um landið. Konni átti alla
tíð góða og glæsilega bíla, sem hægt
var að treysta til langferða. Í einni
slíkri ferð er við vorum staddir í
Borgarfirði og fengum okkur snarl á
Bifröst gekk þar í sal ung og glæsi-
leg stúlka og vatt sér að Konna, tóku
þau tal saman. Á eftir sagði hann
mér að hún héti Jóna, þar var þá
komin hún Jóna hans Konna, sem
hefur verið hans tryggi förunautur í
lífinu í rúm 50 ár. Þegar við Erla fór-
um að vera saman vorum við Konni
það heppnir að Jónu og Erlu féll
ljómandi vel hvor við aðra.
Árin liðu við giftum okkur báðir á
sama árinu, börnin voru á svipuðum
aldri og húsbyggingar fóru í hönd,
þá þótti það sjálfsagt að létta undir
hver með öðrum í steypuvinnu o.fl.
Þegar fór að róast og börnin komin
á legg fórum við eitt sinn í ógleym-
anlega rútuferð í gegnum Kaup-
mannahöfn niður að Gardavatni á
Ítalíu til baka um Rómantíska veg-
inn í Þýskalandi og heim um Kaup-
mannahöfn.
Það er svo ótal margs að minnast
á langri leið, en þegar allar minn-
ingar eru góðar þá kveður maður
góðan vin sáttur. Hann er farinn í þá
ferð sem við öll eigum eftir að fara.
Ég er samt ekki búinn að gera mér
fulla grein fyrir því að við eigum
ekki eftir að hittast oftar hér á þessu
tilverustigi.
Að leiðarlokum þökkum við allar
þær góðu stundir sem við áttum
saman Konni, bæði í gleði og sorg,
því það fara fáir í gegnum jafnmörg
ár og þessi vinátta hefur staðið án
þess að sorgin drepi á dyr. Jóna,
börn og fjölskylda, þið eigið alla okk-
ar samúð en minning um góðan
dreng lifir með okkur um ókomna
framtíð.
Þú kæri vinur, kvaddur ert með trega
og kærleiksbæn frá vina þinna sveit.
Er hverfur þú á veginn allra vega,
þá verður bjart um minninganna reit.
(Þ.H.)
Þorsteinn og Erla.
KONRÁÐ RAGNAR
SVEINSSON