Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AÐ SJÁ ALLAN ÞENNAN SNJÓ ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO ÁNÆGJULEGT VIÐ ÞAÐ AÐ SITJA BARA OG HORFA Á SNJÓINN FALLA... EKKI JAFN GAMAN OG AÐ SJÁ HVAÐ GERIST ÞEGAR JÓN REYNIR AÐ SLEIKJA FROSTIÐ Á PÓSTKASSANUM, EN SAMT MJÖG GAMAN :) FÆ ÉG EKKI NEITT! GJÖRÐU SVO VEL SNOOPY ÞÚ MÁTT EIGA SÍÐASTA VÁ, ÞAÐ MUNAÐI LITLU AÐ ÉG FENGI HJARTAÁFALL HVAR ER MAMMA? HÚN FÓR Á MATREIÐSLU- NÁMSKEIÐ Í KVÖLD ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ KENNA YKKUR AÐ BÚA TIL ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍÐ ÚR EINUM NAGLA FAÐIR VERÐANDI EIGINKONU FRANKENSTEINS ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ HAFIR BOÐIÐ ÖLLUM VARÚLFUNUM Í BRÚÐKAUPIÐ ??? KÆRI JÓLASVEINN, MIG LANGAR AÐ LEGGJA FRAM SMÁ KVÖRTUN Í FYRRA ÞÁ FÉKK ÉG EKKI ALLT ÞAÐ SEM ÉG SETTI Á LISTANN MINN Í ÁR ÞÁ HEF ÉG TEKIÐ ÞAÐ SEM VANTAÐI UPP Á Í FYRRA OG KOMIÐ FYRIR Á BLAÐSÍÐU 12. VONANDI VERÐ ÉG EKKI FYRIR VONBRIGÐUM Í ÁR ÉG HELD AÐ HANN HEFÐI GOTT AF SMÁ SAMKEPPNI SÍÐASTA TÆKIFÆRI ÞITT TIL AÐ SEGJA JÁ OG EF ÉG GERI ÞAÐ EKKI ÞÁ SLEPPIRÐU MÉR? ÉG SKAL GIFTAST ÞÉR... ER ÞAÐ? ÉG HELD NÚ SÍÐUR! ERU ÞIÐ AÐ NJÓTA DVALARINNAR? HVORT VIÐ ERUM! VIÐ LÍKA, VIÐ VÖKNUÐUM SNEMMA Í MORGUN OG FÓRUM Á SLEÐA. EFTIR ÞAÐ FÓRUM VIÐ Á SAFNIÐ... HVAÐ GERÐU ÞIÐ Í DAG? SVÁFUM ÞANNIG AÐ ÞIÐ SKILDUÐ KRAKKANA EFTIR MÉR LEIÐIST! GERÐU ÞAÐ! GERÐU ÞAÐ! Dagbók Í dag er fimmtudagur 6. júlí, 187. dagur ársins 2006 Víkverji lagði leiðsína á Landsmót hestamanna í Skaga- firði um seinustu helgi. Víkverji varð mjög glaður á sínum tíma þegar ákveðið var að halda landsmótin að- eins á tveimur stöð- um, á Vindheimamel- um og Gaddstaða- flötum. Þessir tveir staðir hafa allt sem góður mótsstaður þarf; aðstaðan er góð, vellirnir góðir, náttúr- an fögur og andinn sem svífur yfir þeim frábær. Eitt stemningslausasta landsmót sem Víkverji hefur farið á var í Reykja- vík árið 2000. Hestakosturinn þar var jú góður en áhorfendabrekkan var of brött, tjaldstæðið lélegt, engin stemning myndaðist og ballið var haldið inni í dimmri reiðhöll í staðinn fyrir tjaldi. Skagfirðingar geta verið stoltir af landsmótinu í ár. Það var vel skipu- lagt og allt til fyrirmyndar. Það sem fór þó í taugarnar á Vík- verja og hefur gert á öðrum lands- mótum eru hundarnir sem fólk er með í áhorfendabrekkunni. Það er bannað að vera með hunda þar enda geta þeir hlaupið út á keppnisvöllinn og varð Víkverji var við einn lítinn hund sem gerði það, hljóp frá eigand- anum og beint út á keppnisbrautina gelt- andi. Sem betur fer voru engir hestar staddir á þeim stað í brautinni á þeim tíma en illa hefði getað farið ef svo hefði verið. Fúlt fyrir knapann að leggja margra ára vinnu í hestinn og svo kemur einn lítill hund- ur sem eyðileggur allt. Það sem Víkverji undraðist samt mest var að eigendur þessa hunds skömmuðust sín ekkert og fóru ekki með hann úr brekkunni heldur svör- uðu með dónaskap þegar þeir voru beðnir um að fara með hann út af. Lítil óvita börn léku líka oft laus- um hala og virtist enginn vera að gæta þeirra þar sem þau ráfuðu um brekkuna og oft nánast inn á keppn- isvöllinn. Áhorfendur verða að gera sér grein fyrir að þó að þetta séu vel þjálfaðir keppnishestar geta þeir kippst til við ýmislegt óvænt. Víkverji er hinn sælasti eftir vel heppnað landsmót og hlakkar til Gaddstaðaflata eftir tvö ár. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             Tónlist | Jón Þór Birgisson, gítarleikari í Sigur Rós, á sviði í Miles Davis Hall á Montreux Jazz Festival sem haldin var í fertugasta skipti í Sviss 3. júlí sl. Hátíðin stendur til 15. júlí. Sigur Rós spilaði einnig á Hróarskelduhátíðinni í síðustu viku, en á þá tón- leika mættu um tuttugu þúsund áhorfendur. AP Sigur Rós í Sviss MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.