Morgunblaðið - 06.07.2006, Síða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
VEGFARENDUR sem leið eiga um Lækj-
artorg þessa dagana geta fylgst með starfi
hins franska málara Gildas Flahault. Í verk-
um hans fá litirnir svo sannarlega að njóta
sín eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Stefnir hann að því að gera stórt útimálverk
efni af siglingakeppninni Skippers d’Isl-
ande. Hann hefur sjálfur ferðast um
heiminn þveran og endilangan í könn-
unarferðum sínum sjóleiðis. Hefur hann
haldið sýningar um allan heim síðan 1979,
en þó sérstaklega í Chile og Argentínu.
sem verður þrír sinnum sex metrar að
stærð og staðsett á Lækjartorgi fram að
helgi, gestum og gangandi til ánægju og
yndisauka.
Gildas Flahault er gestur Alliance fran-
çaise og franska sendiráðsins á Íslandi í til-
Morgunblaðið/Ómar
Risamálverk verður til á Lækjartorgi
UNDIR íshellunni í Vestari-Skaftárkatli í
Vatnajökli er um þessar mundir 100 m
djúpt lón, um einn kílómetri að þvermáli.
Mestur hluti lónsins er við rúmar 4°C og
áhrifa jarðhitakerfis undir jöklinum gætir
í efnasamsetningu vatnsins. Sýni úr lóninu
eru nú í greiningu á rannsóknastofum á Ís-
landi og í Bandaríkjunum og mun fljótlega
koma í ljós hvers konar örverur þrífast í
þessu sérstæða um-
hverfi.
Þetta eru fyrstu nið-
urstöður rannsóknar-
verkefnis sem miðar að
ítarlegri könnun á
Skaftárkötlum og um-
hverfi þeirra en tólf vís-
indamenn dvöldu í búð-
um við Vestari-Skaftár-
ketil í nokkra daga í
júní. Er vonast til að
rannsóknin varpi ljósi á eðli jökulhlaupa.
Í rannsóknarferðinni tókst að bora
gegnum 300 m þykka íshelluna með svo-
kölluðum bræðslubor. Eitt 400 ml sýni
náðist frá botni lónsins. Í kjölfarið var sett-
ur niður skynjari, sem nú skráir hita og
þrýsting á klukkustundarfresti og sendir
gögn til skráningartækis á yfirborði.
Hringrás í gangi
Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, sem er einn þeirra
sem þátt taka í rannsókninni, segir að þótt
hitinn í vatninu sé nokkuð jafn, eða um
4°C, séu vísbendingar um að öflug hræring
og hringrás sé þar í gangi.
„Þarna virðist vera öflugt hitastreymi
sem heldur hreyfingu á öllu vatninu og
blandar hitanum um það allt eins og í vel
hrærðum potti,“ segir Tómas. Hitastig
vatnsins hefur síðan mikið að segja um
hvernig jökuhlaup vaxa.
„Menn hafa ekki mælt hitann í lóninu
áður og erfitt er að gera sér grein fyrir
hvað á sér stað þarna undir 300 metra
þykkum jöklinum. Þannig að okkur þykir
mjög merkilegt að fá að gægjast inn í
þennan heim með þessum hætti.“
Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, verk-
efnisstjóra og jöklafræðings hjá Orku-
stofnun, fer áhugi vísindamanna á stöðu-
vötnunum undir Vatnajökli sívaxandi. | 6
Fyrstu niðurstöður
rannsóknar á Skaftárkötlum
Stöðuvatnið
undir
íshellunni
100 m djúpt
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞAÐ hafa komið hér inn mál vegna húsnæðislána en að-
alvandinn er að fólk heldur áfram að bæta við sig skuldum,“
segir Elna Sigrún Sigurðardóttir, staðgengill forstöðu-
manns Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún segir
að upp komi vandamál af því að fólk hefur endurfjármagnað
lán sín en heldur áfram að taka yfirdráttarlán og safnar
kortaskuldum, sem það á svo í erfiðleikum með. Þá geta
fljótt komið upp vandamál ef eitthvað óvænt gerist, þannig
að greiðslugeta fólks breytist skyndilega, að sögn hennar.
„Við sjáum af greiðsluseðlum, sem við erum með hér
undir höndum alla daga, að greiðslubyrðin er að þyngjast
eftir því sem verðbólgan hækkar. Það er alvarlegt mál.
Fólk bindur sig oft þannig að ekkert má koma upp á.“
Á umliðnum misserum hefur flestum staðið til boða að
endurfjármagna lán sín en að sögn Elnu Sigrúnar er það
óðum að breytast þar sem lánastofnanir hafa lækkað veð-
hlutfall og vextir hafa hækkað, þannig að endurfjármögn-
unin verður erfiðari, „sérstaklega hjá fólki sem ekkert á til
og er að kaupa sér fasteignir, því nú fást ekki 100% lán.“
Fólk er mjög skuldsett
„Við fáum mjög erfið mál til okkar núna,“ segir hún en
bendir á að þeir sem leita til Ráðgjafarstofunnar séu yf-
irleitt þeir sem verst eru settir í þjóðfélaginu eða þar sem
eitthvað hefur sett fjármálin úr skorðum. ,,Fólk er mjög
skuldsett og aldurinn hefur færst niður. Stærsti hópurinn á
síðasta ári var 20 til 30 ára, en var árin á undan 30 til 40 ára
og það er sá hópur sem er oftast með mestu skuldbinding-
arnar. Það er áhyggjuefni að þetta sé að færast niður.“
Fjárhagsvandi ungs fólks er oftast vegna yfirdráttar-
lána, bílalána, kortaskulda og jafnvel vegna símnotkunar.
Hvaða ráð hefur hún til fólks sem sér fram á vaxandi fjár-
hagserfiðleika? „Endilega að leita sér ráðgjafar sem fyrst,
hvort sem það er í viðskiptabanka eða með því að koma til
okkar. Við förum yfir heildarmyndina og það er betra að
koma fyrr en seinna,“ segir hún.
Ungt fólk stærsti hópurinn sem leitar sér aðstoðar hjá
Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
„Við fáum mjög erfið
mál til okkar núna“
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VERÐBÓLGAN var 4,8% á
síðustu tólf mánuðum.
Áhrif slíkrar verðbólgu og
vaxta á greiðslubyrði og af-
borganir af tíu milljóna
króna húsnæðisláni eru
þau, að heildarafborganir
af láninu á árinu eru ná-
lægt 590 þúsund krónum en
eftir sem áður hafa eft-
irstöðvar lánsins hækkað á
sama tíma um rúmlega 400
þúsund krónur. Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASÍ, sýndi nýlega á ársfundi Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna hvernig
afborganir af 10 milljóna króna íbúðaláni til
20 ára á 4,6% vöxtum þróast með ólíkum
hætti eftir því hver verðbólgan er. Ólafur
Darri tók sem dæmi að ef verðbólgan væri
4% yrðu heildarafborganir um 24 milljónir
króna. Væri verðbólgan 7,6%, eins og hún
var þá komin í, yrðu afborganir rúmar 35
milljónir króna. Annað dæmi má taka af
kaupanda 15 milljóna króna íbúðar sem fjár-
magnar kaupin með 90% íbúðaláni til 20 ára
á 4,6% vöxtum. Ef verðbólga er 7,6% og
íbúðaverð hækkar um 1% á ári, þá á kaup-
andinn ekkert í íbúðinni eftir 4 ár þó hann
hafi á þeim tíma greitt 4.828.157 krónur í
vexti og afborganir, samkvæmt útreikn-
ingum Ólafs Darra.
Þyngri greiðslu-
byrði og hærri
eftirstöðvar
Ólafur Darri
Andrason
FRIÐRIK Sigurðsson, forstjóri
hugbúnaðarfyrirtækisins TM Soft-
ware, segir næsta víst að fyrirtækið
verði eitt stærsta
hugbúnaðarfyr-
irtæki Evrópu
innan tíu ára. TM
Software, sem
hélt upp á tuttugu
ára afmæli í vik-
unni, hefur vaxið
hröðum skrefum
undanfarin ár og
eru starfsmenn
þess nú um 450
talsins í ellefu löndum og velta á síð-
asta ári nam tæpum 4,5 milljörðum
króna. Eru viðskiptavinir fyrirtæk-
isins yfir átján hundruð í alls tuttugu
löndum.
Friðrik segir í viðtali við Við-
skiptablað Morgunblaðsins ekki
mörgum alþjóðlegum hugbún-
aðarfyrirtækjum fyrir að fara í Evr-
ópu. Flest hugbúnaðarfyrirtæki
Evrópu starfi einvörðungu innan
eigin landamæra og nái ekki að fara
á næsta stig. Því eigi TM Software í
samkeppni við mismunandi aðila í
mismunandi ríkjum.
Alþjóðlegu fyrirtækin taka
sífellt stærri hluta af kökunni
„Það hefur hins vegar umtals-
verða kosti í för með sér að vinna á
alþjóðamarkaði, einkum þegar í hlut
á fyrirtæki frá jafnsmáu landi og Ís-
land er. Stærðarhagkvæmnin sem
fæst með stærri markaði og fleiri
viðskiptavinum er óumdeild. Að
mínu mati verður þróunin einfald-
lega sú að alþjóðlegu fyrirtækin
munu taka sífellt stærri hluta af
kökunni til sín á kostnað hinna,“ seg-
ir Friðrik. | B6
Stefna á
toppinn
í Evrópu
Friðrik Sigurðsson
HIÐ fræga skemmtiferðaskip Queen
Elizabeth 2 var væntanlegt að Skarfa-
bakka í Reykjavíkurhöfn í morgun. Skipið
er á siglingu sem ber heitið Jöklar og
hverir. Það heldur næst til Akureyrar.
Skipið var byggt í Skotlandi og gaf El-
ísabet Englandsdrottning því nafn áður en
því var hleypt af stokkunum árið 1967. Það
var flaggskip skipafélagsins Cunard þaðan
í frá og til ársins 2004 er Queen Mary 2 tók
við þeim heiðri. | 17
Queen Elizabeth
2 í heimsókn