Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 B 3
Í ÁTT AÐ JAFNVÆGI?
HAGNAÐUR af rekstri SPRON-samstæðunnar
eftir skatta var 2.627 milljónir króna á fyrri helmingi
þessa árs og jókst um 67% frá sama tímabili síðasta
árs.
Arðsemi eigin fjár SPRON var 37%. Hreinar
rekstrartekjur námu alls um 5,1 milljarði króna og
jókst um 51% frá fyrra ári. Kostnaður sem hlutfall af
tekjum var 35% og hefur lækkað úr 40% á sama tíma-
bili árið 2005. Fram kemur í tilkynningu að vaxta-
munur sparisjóðsins sé 2,5% og sé svipaður og á síð-
asta ári.
Heildareignir SPRON eru tæplega 154 milljarðar
króna og hafa heildareignir hækkað um tæp 34% frá
upphafi þessa árs. Heildarútlán og kröfur á lánastofn-
anir SPRON námu 120 milljörðum í lok júní og hækk-
uðu um rúmt 31% á fyrstu sex mánuðum ársins. Út-
lán til viðskiptavina námu 113 milljörðum og hækkuðu
um 33% á tímabilinu.
Eigið fé SPRON í lok júní síðastliðinn nam 19,2
milljörðum og hefur hækkað um 6,1 milljarð frá ára-
mótum. Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON samstæð-
unnar í lok ársins var 13,2%. Eiginfjárþáttur A er
19,3%. Lágmarkshlutfall samkvæmt lögum er 8,0%.
Haft er eftir Guðmundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra
SPRON, í tilkynningu frá sjóðnum að náðst hafi góð-
ur árangur í rekstri allra rekstrareininga SPRON á
fyrri helmingi þessa árs og að afkoman hafi aldrei
verið betri. Hann segir að starfsemi sparisjóðsins hafi
haldið áfram að styrkjast á öllum sviðum og að benda
megi á aukningu þjónustutekna í því sambandi en
stór hluti aukningarinnar frá fyrra ári sé tilkominn
vegna nýrrar starfsemi. Rekstur dótturfélaganna
Frjálsa fjárfestingarbankans og Netbankans hafi
gengið mjög vel. Horfur SPRON á seinni helmingi
ársins 2006 séu mjög góðar og séu allar forsendur til
þess að rekstur SPRON haldi áfram að blómstra.
Hagnaður SPRON
eykst umtalsvert
STJÓRN króatíska lyfjafyrirtæk-
isins PLIVA hefur tekið afstöðu til
tilboðs Barr Pharmaceuticals Inc.
um yfirtöku á fyrirtækinu. Telur
stjórnin að tilboðið sé sanngjarnt og
endurspegli verðmæti fyrirtækisins.
Frá þessu er greint í Vegvísi grein-
ingardeildar Landsbanka Íslands.
Í Vegvísinum segir að stjórn Barr
hafi í gær sent frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem hún lýsi þeirri skoðun
sinni, að tilboð Barr, sem er 743 kró-
atískar kúnur á hlut auk 12 kúna arð-
greiðslu, sé sanngjarnt og endur-
spegli verðmæti fyrirtækisins. Í
tilkynningunni sé jafnframt farið já-
kvæðum orðum um yfirlýst markmið
Barr með yfirtökunni, sem myndi
leiða til frekari uppbyggingar
PLIVA í Króatíu.
Bíður heimildar
króatíska fjármálaeftirlitsins
Eins og fram hefur komið hefur
Actavis einnig haft áhuga á að kaupa
PLIVA, og var Actavis reyndar fyrst
félaga til að lýsa slíku yfir. Actavis
bíður enn heimildar króatíska fjár-
málaeftirlitsins til að leggja fram nýtt
tilboð en hún ætti að berast á allra
næstu dögum. Í Vegvísinum segir að
vegna þessa séu öll kurl ekki komin
til grafar og að ef PLIVA muni ber-
ast nýtt tilboð frá Actavis, þá muni
stjórn félagsins einnig þurfa að taka
formlega afstöðu til þess tilboðs.
Gengi bréfa PLIVA í kauphöllinni í
Zagreb hækkaði um 1,3% í gær og
var gengið í lok dagsins 790 kúnur á
hlut.
PLIVA
telur tilboð
Barr
sanngjarnt
LÁNASJÓÐUR sveitarfélaga
hagnaðist um 717 milljónir króna á
fyrri helmingi þessa árs sam-
anborið við 377 milljónir í fyrra.
Hagnaðurinn nærri tvöfaldaðist því
á milli ára. Í tilkynningu frá sjóðn-
um segir að afkoman á fyrri hluta
ársins 2006 hafið verið betri en
væntingar stóðu til. Hækkun verð-
lags hafi haft jákvæð áhrif á af-
komu sjóðsins þar sem útlán sem
fjármögnuð eru með eigin fé hans
séu verðtryggð. Vextir hafi verið
hækkaðir um 0,4% í 4,40% hinn 1.
maí síðastliðinn, en einnig að ávöxt-
un á lausu fé hafi verið ágæt.
Hlutverk sjóðsins er að tryggja
íslenskum sveitarfélögum, stofn-
unum þeirra og fyrirtækjum lánsfé
á hagstæðum kjörum. Samþykktar
lánveitingar á fyrri hluta ársins
2006 voru 7.247 milljónir króna, en
útborguð lán voru 3.045 milljónir
en 3.104 milljónir á sama tíma 2005.
Lánasjóður sveitarfélaga hagnast vel
YFIRTÖKUNEFND telur nauð-
synlegt að hvetja til þess að tilboðs-
yfirlit yfirtökutilboða séu meira
upplýsandi fyrir hluthafa og tryggi
sem mest jafnræði þeirra. Yfirtöku-
nefnd hefur þess vegna birt með al-
mennum hætti tilmæli til fjármála-
fyrirtækja og annarra, sem annast
gerð yfirtökutilboða, um að auka og
bæta upplýsingar í yfirtökutilboð-
um. Er skorað á þessa aðila að
standa almennt þannig að gerð yf-
irtökutilboða að hagsmunir eigenda
minni hluta í skráðum félögum, og
annarra sem ekki hafa möguleika til
að kynna sér af eigin raun það félag
sem um ræðir, verði sem best
tryggðir.
Rökstutt álit stjórnar
Meðal þeirra atriða sem nefndin
tekur til í tilmælum sínum er að í
tilboðsyfirliti komi fram hve mikinn
atkvæðisrétt tilboðsgjafi hafi öðlast
beint eða óbeint og að koma skuli
fram hámarks- og lágmarkshlutfall
eða magn hluta sem tilboðsgjafi
ætlar að eignast ef um valfrjálst til-
boð er að ræða. Þá skuli tekið fram
við hvaða verð er miðað í tilboðinu,
upplýsingar um fjármögnun tilboðs-
ins og hvernig greiðsla skuli fara
fram, svo eitthvað sé nefnt.
Þá segir í tilmælum nefndarinnar
að í greinargerð stjórnar félags um
yfirtökutilboð skuli koma fram rök-
stutt álit stjórnarinnar á tilboðinu
og skilmálum þess, rökstutt álit á
framtíðaráformum tilboðsgjafa og á
því hvaða áhrif tilboðið hefur á
hagsmuni félagsins.
Yfirtöku-
tilboð séu
meira upp-
lýsandi