Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ  REYKJALUNDUR Plastiðnað- ur fagnar nú að hálf öld er liðin frá því að fyrstu plaströrin voru fram- leidd í Mosfellsbænum árið 1956. Margir landsmenn þekkja svörtu Reykjalundarrörin en varla er til það þorp hérlendis sem ekki fær drykkjarvatnið í gegnum Reykja- lundarrör. Rörin skipa ákveðinn sess í iðnaðarsögu þjóðarinnar, en Reykjalundur var meðal fyrstu fyr- irtækja á heimsvísu sem tókst að framleiða nothæf plaströr kalda- vatnsveitu. Það er þó ekki aðeins sagan sem starfsmenn Reykjalundar fagna og minnast í ár. Framleiðslan sem hófst fyrir fimmtíu árum hefur vaxið stöðugt síðan þá og segir Hlöðver Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að undanfarið hafi notkun á plaströr- um aukist mikið í fráveitulögnum bæði fyrir yfirborðsvatn og skólp. „Röraframleiðsla hér í Mosfells- bænum hefur aldrei verið meiri en nú og við eigum von á frekari vexti í framtíðinni.“ Framleiða, smíða og þjónusta „Í gegnum tíðina hefur gríðarleg þróun verið í hráefnum fyrir röra- og lagnaframleiðsluna og í dag bjóðum við upp á fjölbreytt vöruúr- val fyrir ólík verkefni á borð við frárennsli, þrýstilagnir, hlífðar- lagnir, snjóbræðslulagnir o.s.frv. Viðskiptavinir okkar eru sömuleið- is breiður hópur, allt frá einstak- lingum í framkvæmdum við sum- arbústaðinn yfir í sérhæfðar lausnir fyrir stórfyrirtæki og sveit- arfélög,“ segir Hlöðver. Hann segir að Reykjalundarrör- in séu enn uppistaðan í framleiðsl- unni en árið 2002 fékk PR fram- leiðsluleyfi á Weholite rörum á Íslandi, sem þróuð eru af KWH í Finnlandi. „Weholite rörin hafa fengið góðar viðtökur hér heima sem og erlendis, enda er rörakerfið mjög hentugt í fjölbreytileg verk- efni s.s. vegræsi, frá veitur, bre- unna, tanka og loftræsislagnir. Langmest eru þetta fráveitulagnir en loftræsislagnir úr Weholite rör- um njóta sömuleiðis aukinna vin- sælda og hafa verið lagðar í þó nokkrar byggingar hér heima. Þar hefur mikil hagræðing náðst í kjöl- farið þar sem rörin eru mjög með- færileg og hagkvæm í niðursetn- ingu,“ segir Hlöðver og bætir við að hvað varði lagnir þá sé Reykja- lundur meira en eingöngu fram- leiðslufyrirtæki. „Metnaður fyrirtækisins er að bjóða heildarlausnir og aðstoð við úrlausnir á þeim verkefnum sem koma á borð til okkar. Þjónusta er því mjög mikilvægur hluti af starf- semi okkar. Við tökum að okkur að sérsmíða fyrir viðskiptavini og út- vegum þeim helstu tæki og tól til framkvæmdanna ef þess er þörf,“ segir Hlöðver. Flestir landsmenn notast dag- lega við lagnir frá Reykjalundi þó eðli málsins samkvæmt fari ekki mikið fyrir þeim. Önnur fram- leiðsla frá Reykjalundi er hins veg- ar fyrir augum landans á hverjum degi, en auk lagna og röraverk- smiðju rekur Reykjalundur einnig umbúðaframleiðlu. Stærstu við- skiptavinir félagsins eru mjólk- urbúin og því er líklega jógúrt- eða skyrdollu frá Reykjalundi að finna í flestum ísskápum á Íslandi. „Ubúðaverksmiðja okkar er staðsett að Reykjalundi í Mos- fellsbæ í um 2.000 fermetra hús- næði. Þar starfa um 15 manns á vöktum og framleiða árlega nær 20 milljónir eininga. Auk matvælaum- búða framleiðum við einnig fötur í ýmsum stærðum og gerðum, sem eru steyptar og áprentaðar eftir óskum viðskiptavina,“ segir Hlöð- ver. Þessi hluti fyrirtækisins hefur að sögn Hlöðvers sömuleiðis vaxið mikið undanfarin ár, en í haust festi RP kaup á plastgerðinni Po- lyto, sem starfrækt var í Kópavogi um árabil. „Þessi viðbót fellur vel að þeirri starfsemi sem fyrir er, enda hefur hér byggst upp mikil þekking eftir áratuga reynslu af slíkri framleiðslu,“ segir Hlöðver. Endurnýjaður kraftur Fjölmargar vörutegundir hafa ver- ið framleiddar á Reykjalundi í gegnum árin s.s. jólaseríur, leik- föng, plastpokafilmur, LEGO kubbar (eða SÍBS kubbar eins og þeir voru kallaðir) og margt fleira. Framleiðslu á kubbunum var hætt árið 1977, en Reykjalundur hefur síðan þá verið með heildsöludreif- ingu á LEGO. Félagið hefur þannig í áranna rás prófað ýmislegt og verið óhrætt við breytingar, en ein slík breyting átti sér stað árið 2004 þegar nýir eigendur tóku við fyr- irtækinu. Hlöðver segir að eigendaskiptin hafi reynst happaskref fyrir fyr- irtækið. „Í kjölfarið hefur aukinn kraftur verið bæði í rekstrinum og markaðsmálum félagsins. Á síðasta ári hófum við að framleiða til út- flutnings til Færeyja og erum að kanna frekari tækifæri í þeim efn- um annars staðar í Evrópu. Það er því góður gangur á fyrirtækinu í dag og við erum bjartsýnir á fram- haldið,“ segir Hlöðver að lokum. Fagnar fimmtíu árum Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Bjartsýnn Hlöðver Hlöðversson segir röraframleiðsluna aldrei hafa verið meiri og vöxtur sé framundan. :#!                             !    "# ! $ %   &      '      (  )   " #   !   *+  ( "     "  (,     !  !   -         .  MILLJÓNIR, milljarðar og billj- ónir. Þetta eru hugtök sem við heyr- um á hverjum degi, sum vissulega oftar en önnur. Billjónir eru enn sjaldgæfar í íslensku viðskiptalífi en það er ekki svo langt síðan einn millj- arður þótti mjög há upphæð. Merking hugtakanna milljarður og billjón vefst stundum fyrir fólki og hefur það eflaust eitthvað með það að gera að á ensku heitir það sem við köllum milljarð billion. Flestum er kunnugt um að 1 millj- arður jafngildir 1.000 milljónum og að sama skapi jafngildir 1 billjón 1.000 milljörðum. Sumum finnst þægilegast að telja núllin og þá vita flestir að 1 milljón er skrifum með sex núllum. Þegar milljarður er ann- ars vegar bætast þrjú núll við (níu núll) og í billjón bætast þrjú núll til viðbótar (tólf núll). Þar sem sex sinn- um tveir eru tólf má lesa út úr þessu að í einni billjón eru milljón milljónir. Ennfremur eru til billjarðar og trillj- ónir og enn hærri tölur sem óþarfi er að fjalla um enn sem komið er. Það er spurning hvers vegna Norðurlandaþjóðir tala um milljarða á meðan þeir sem engisaxnesku tala um billjónir. Þetta fer greinilega eft- ir málsvæðum en ljóst er að allt er þetta komið úr latínu. Mil þýðir þús- und á latínu og ef ein milljón er brot- in niður fáum við út að ein milljón er þúsund sinnum þúsund og þaðan er nafnið komið. Milljarður er því þús- und í þriðja veldi, þ.e. þúsund sinn- um þúsund sinnum þúsund en þegar kemur að billjón vandast málið. Bi þýðir í latínu tví, sbr. að tvíhjól heitir í ensku bicycle, og þar sem milljón milljónir er tvítekning má vera að í þeim tungumálum sem nota bæði billjónir og milljarða sé skýr- ingin þar komin. En milljarð má einnig skrifa sem þúsund sinnum þúsund í öðru veldi. Þar er hugtakið bi aftur komið á kreik og er sennilegt að það sé ástæða þess að í hinum enskumæl- andi heimi heitir milljarður billjón. Af milljörðum og billjónum spurt@mbl.is ll ? | H U G TÖ K NÝLEGA er lokið tveimur af helstu tölvuöryggisráðstefnum í Bandaríkjunum, BlackHat og Def- con, þar sem kynntar voru ýmsar nýjar árásaraðferðir á tölvukerfi. Áhugaverð var sýn- ing tveggja sérfræð- inga á sviði tölvuör- yggis á því hvernig hægt er að brjótast inn á tölvur með þráðlaus- um netkortum. Slík ógn er til staðar vegna galla í reklum (driver- um) sem jafnan fylgja með þráðlausu net- kortunum. Sýnt var hvernig brotist var inn með einföldu móti á undir einni mínútu og stjórninni náð á Macintosh-ferðavél. Þessi öryggisgalli er ekki bundinn við neinn ákveðinn framleiðanda eða stýrikerfi. Tölvufyrirtækið Intel staðfesti að þessi öryggisgalli væri til í „Centrino“-reklum frá þeim en í framhaldinu gaf fyrirtækið út örygg- isuppfærslu til að varna þessari ógn. Til þess að óprúttinn aðili geti brotist inn í utanað komandi tölvu þarf notandinn ekki endilega að vera að nota þráðlausa Net- ið. Nóg er að tölvan sé að leita eftir þráðlaus- um netum sem er sjálf- gefin stilling á flestum stýrikerfum m.a. Wind- ows. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi er með valið að nota dulkóðuð samskipti. Sem betur fer er þessi aðferð flóknari en hefðbundnar árásir svo að ólíklegt er að ein- hverjir óprúttnir aðilar komi til með að nýta sér þessa árás hér á landi áður en tekist hefur að gefa allar öryggisupp- færslur út. Tölvuöryggissérfræðingarnir sem fundu öryggisgallana og kynntu þá, ætla að bíða með að gefa út nákvæmar upplýsingar um hvar og hvernig þeir fundu gallana þang- að til eftir að framleiðendur hafa gef- ið út öryggisuppfærslur fyrir al- menna notendur. Vert er að hafa í huga að margir sérfræðingar á sviði tölvuöryggis hafa nú þegar eftir ráð- stefnuna nægilega þekkingu til þess að geta greint þessa galla og þróað forrit sem geta misnotað gallana og þar með brotist inn í tölvur með þráð- lausu neti. Nauðsynlegt er að vera sífellt á varðbergi gagnvart ógnum sem steðja að tölvum og upplýsingakerf- um, því sífellt eru að koma fram nýj- ar ógnir og aðferðir við að brjótast inn í tölvur, og tölvukerfi. Nánari upplýsingar um þetta efni og hvar nálgast megi öryggisupp- færslur frá Intel má finna á vefsíðu Stika. Ert þú með þráðlaust netkort? – Vertu á varðbergi Svavar Ingi Hermannsson Höfundur er sérfræðingur í tölvuöryggi hjá Stika. Eftir Svavar Inga Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.